Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1991. 23 * Körfuboltí I /> Urvalsdeild Njarövík-KR............... 70-66 Tindastóll - Þór............ 93-102 Snæfell - Njarðvík........ 88-98 Valur - Keflavík............102-107 A-riðill: Njarðvík....17 13 4 1555-1271 26 KR..........17 10 7 1398-1343 20 Haukar......16 9 7 1340-1335 18 Snæfeli.....17 4 13 1308-1526 8 ÍR..........16 1 15 1251-1520 -2 B-riðill: Tindastóll... 16 12 4 1540-1452 24 Keflavík....16 12 4 1547-1417 24 Grindavík... 16 11 5 1386-1314 22 Valur.......17 5 12 1417-1481 10 Þór.........16 5 11 1487-1500 10 Stigahæstir: Rondey Robinson, Njarðvík...437 Ivan Jonas, Tindastól.......423 Jón A. Ingvarsson, Haukum...417 Magnús Matthíasson, Val.....398 David Grissom, Val..........374 Jonathan Bow, KR............347 Cedric Evans, Þór...........317 Falur Harðarson, Keflavík...313 Douglas Shouse, ÍR..........305 Pétur Guðmundsson, Tindastól300 1. deild karla UÍA - ÍS..................61-59 Víkverji - UBK............78-81 (eftir framlengingu) Reýnir - Skallagrímur.....78-95 Víkverji.. Skallagr.. UÍA....... ÍS........ UBK....... Akranes... Reynir.... 696-661 12 53(M66 10 527-506 10 579-543 8 536-581 6 467-500 4 548-626 4 1. deild kvenna Haukar - Keflavík......55-58 IS..........9 8 Haukar......9 7 Keflavík....9 5 ÍR..........9 5 KR..........9 2 Grindavík...9 0 472-361 16 490-359 14 574-132 10 450-418 10 386-449 254-607 Taugastríð í N jarðvík -Njarðvik-KR 70-66 Ægir Mar Karason, DV, Suðumesjum: „Þetta var mjög mikilvægur sigur en ég hugsa að þetta hafi ekki verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Taugastríðiö var mikið en þegar menn fóru að berjast í vörninni gengu hlutirnir upp hjá okkur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvík- inga, eftir sigur þeirra á KR, 70-66, í úrvalsdeildinni á föstu- dagskvöldiö. „Það var svekkjandi að tapa þessum leik því við hefðum átt skilið að vinna hann. En við lent- um í villuvandræðum og þaö kostaði okkur sigurinn," sagði Jonathan Bow, bandaríski leik- maðurinn í liði KR, við DV. Njarövíkingar skoruðu aöeins 2 stig fyrstu sex mínúturnar og þá stóð 2-14 fyrir KR. Síðan komst KR í 16-32 en Njarðvík lagaði stöðuna í 26-32 fyrir hlé. Njarðvík gerði síðan 13 stig í röð snemma í síðari hálfleik og náði þá tíu stiga forskoti sem KR tókst ekki að brúa. Stig Njarðvíkur: Rondey Robin- son 26, Teitur Örlygsson 16, Krist- inn Einarsson 9, Gunnar Örlygs- son 7, Hreiðar Hreiðarsson 6, Friðrik Ragnarsson 6. Stig KR: Jonathan Bow 26, Páll Kolbeinsson 12, Matthías Einars- son 8, Axel Nikulásson 8, Bene- dikt Sigurðsson 8, Gauti Gunn- arsson 4. Dómarar voru Bergur Stein- grímsson og Kristinn Óskarsson og dæmdu eftir bókinni en gerðu þó sín mistök. ________________Iþróttir Fyrsta heima- tap Tindanna - öruggur Þórssigur á Króknum, 93-102 Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Tindastóll, án Péturs Guðmunds- sonar sem er meiddur, tapaði í gær sínum öðrum leik í röð í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik og jafnframt sínum fyrsta á heimavelli á keppnis- tímabilinu. Þórsarar komu í heim- sókn og unnu óvæntan en öruggan sigur, 93-102, sem styrkir stöðu þeirra í neðri hluta deildarinnar verulega. Tindastóll á hins vegar fyr- ir höndum grimmilega baráttu við Grindavík og Keflavík um tvö sæti í úrslitakeppninni. Framan af leik stefndi allt í örugg- an sigur Tindastóls og eftir 14 mínút- ur stóð 40-23, heimamönnum í hag. En Þórsarar nýttu 13 næstu sóknir sínar á meðan ekkert gekk hjá Tinda- stóli og Þór komst yfir fyrir hlé, 47-49. í síðari hálfleik náðu Akureyringar fljótlega fimmtán stiga forystu og héldu henni lengst af, og ekki bætti úr skák fyrir Tindastól að Ivan Jonas hvarf af velli með 5 villur um miðjan hálfleikinn. Dan Kennard átti stórleik með Þór og Jón Örn Guðmundsson var einnig gífurlega sterkur. Ivan Jonas og Val- ur Ingimundarson voru bestir í slöku liði Tindastóls. Stig Tindastóls: Ivan Jonas 34, Val- ur Ingimundarson 30, Einar Einars- son 9, Sverrir Sverrisson 9, Haraldur Leifsson 5, Kristinn Baldvinsson 5, Karl Jónsson 1. Stig Þórs: Dan Kennard 40, Jón Örn Guðmundsson 26, Konráð Óskarsson 13, Björn Sveinsson 13, Sturla Ör- lygsson 8, Helgi Jóhannesson 2. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson og voru slakir. Njarðvík hafði betur í lokin - og vann baráttuglaða Hólmara, 88-98 Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykknshólmi: Mikil og góð barátta Snæfells dugði ekki til aö sigrast á hinu sterka hði Njarðvíkinga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Reynsla gest- anna kom þeim til góða í lokin og þeim tókst að sigra með tíu stigum, 88-98. Snæfell var yfir megnið af fyrri hálfleik en Njarðvík náði forystunni í lokin, 46-48. Síðari hálfleikur var líka jafn, þegar þrjár mínútur voru eftir stóð 80-81 og allt gat gerst. Þá voru hins vegar Hreinn Þorkelsson og Sæþór Þorbergsson í liði Snæfells horfnir af velli með 5 villur, félagar þeirra gerðu sig seka um slæm mis- tök á lokakaflanum og því fór sem fór. Heimamenn léku vel og börðust af miklum krafti og komu Njarðvíking- um greinilega í opna skjöldu. Tim Harvey var bestur í liði Snæfells, mjög öflugur leikmaður sem er alls ekki eigingjarn og fellur vel inn í lið- ið. Sæþór var einnig mjög góður, sem og Bárður Eyþórsson. Rondey Robin- son var yfirburðamaður hjá Njarð- vík. Teitur Örlygsson komst vel frá leiknum og Friðrik Ragnarsson lék mjög vel í síðari hálfleik. Stig Snæfells: Tim Harvey 26, Bárð- ur Eyþórsson 22, Brynjar Harðarson 18, Sæþór Þorbergsson 13, Ríkharður Hrafnkelsson 7, Þorkell Þorkelsson 2. Stig Njarðvíkur: Rondey Robinson 36, Teitur Örlygsson 26, Friðrik Ragnarsson 16, ísak' Tómasson 8, Kristinn Einarsson 6, Hreiðar Hreið- arsson 4, Rúnar Jónsson 2. Árrii Freyr Sigurlaugsson og Krist- inn Óskarsson dæmdu erfiðan leik sæmilega, en vantaði greinilega sam- æfingu. Kef lavík upp að hlið Tindastóls - eftir sigur á Val í gær, 102-107 Keflavík er komið upp að hlið Tindastól í efsta sæti B-riðils í úrvals- deildinni í körfuknattleik eftir sigur á Val, 102-107, í íþróttahúsi Vals í gærkvöldi. Tindastóll heldur samt efsta sæti er með tvo vinninga gegn einum í innbyrðisviðureignum sín- um gegn Keflavík. Keflvíkingar þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Valsmönnum, eftir að hafa leitt í leikhléi með 12 stiga mun söxuðu Valsmenn jafnt og þétt á for- skot Keflvíkinga og náðu um tíma að jafna metin Keflvíkingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu með 5 stiga mun. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 15 mínúturnar í fyrri hálfleik en undir lok hálfleiksins dró í sundur með lið- unum og staðan í leikhléi, 47-59. Keflvíkingar náðu í upphafi síðari hálfleiks 16 stiga forskoti, 50-66, en þá fóru Valsmenn í gang og þá sér- staklega þeir Magnús Matthíasson og David Grissom sem skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og þegar 7 mínútur voru til leiksloka jafnaði Matthías Matthíasson metin, 89-89. í kjölfarið fylgdu fimm stig Keflvíkinga í röð og þar með var sig- urinn í höfn. Þeir Magnús Matthíasson og David Grisson fóru á kostum í liði Vals og Matthías Matthíasson var drjúgur á kafla í síðari hálfleik. Keflvíkingar hafa yfir mikilli breidd að ráða og nánast hver ein- asti leikmaður liðins er virkur. Tom Lytle, Sigurður Ingimundarson og Hjörtur Harðarson léku þó best Kefl- víkinga að þessu sinni og Jón Kr. var drjúgur að vanda. • Stig Vals: Magnús 38, Grissom 33, Matthías 13, Guðni 6, Brynjar 6, Símon 4 og Jón Bender 2. Stig ÍBK: Lytle 23, Sigurður 19, Hjörtur 19, Jón Kr. 18, Albert 8, Egill 8, Falur 8 og Júlíus 6. • Leikinn dæmdu þeir Kristján Möller og Guðmundur Stefán Mar- íasson, þeir gerðu sín mistök en dæmdu í heild ágætlega. -GH EINSTAKT TÆKIFÆRI NÝ „KOMATSU" HJÓLASKÓFLA GERÐ: WA-420 / 220 HP / 18,9 TONN Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI MARKAÐSÞJÓNUSTAN, SÍMI: 2 69 84 HS: 5 39 96 Einstakt tækifæri Af sérstökum ástæðum veröur mjög nýleg og fullkomin bila- þvottavélasamstæða seld á hálfvirði. Þessi bilaþvottavél er sú eina á landinu sem getur þvegið allar stærðir af bilum, t.d. flutningabíla með aftanivagni, rútur, olíubíla, strætisvagna, sendibila, jeppa og venjulega fólksbila. Þetta er frábært tækifæri fyrir 1-2 menn til að skapa sér rif- andi tekjur. Verðið er svipað á vélinni og þokkalegum bíl. Þeir sem hafa áhuga hafi samb. við Tækjamiðlun íslands, Bíldshöfða 8, sími 91-674727. Leitum að umboðsaðila. Andrews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjolmörgum stærðumoggerðum Algengustu geröireru nú fyríHiggjandi Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 603870 og 38125.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.