Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 21' JANÚAR 1991. >19 Litlu liðin slógu í gegn - í ítölsku knattspymunni í gær Mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós í 1. deild ítölsku knattspyrnunnar í gær. Litlu liðin Genoa, Parma og Pisa sigruðu stórliðin Juventus, AC Milano og Roma en lið Inter Milan vann stórsigur á Lecce, 5-0, og er með forystu í deildinni. Þjóðveijatríóið hjá Inter var á skotskónum sem fyrr. Andreas Brehme skoraði á 2. mínútu, Mattha- us skoraði 2 mörk í upphafi síðari hálfleiks, Pizzi skoraði á 80. mínútu og Jurgen Klinsmann innsiglaði stórsigur með marki á 90. mínútu. Hrakfarir Napoli halda áfram og í gær tapaði liðið á útivelli fyrir Bo- logna, 1-0. Tékkinn Thomas Sku- hravy tryggði Genoa sigur á Juvent- us og Vialli skoraði mark Sampdoria í jafntefli gegn Lazio. HM-hetjan Sal- vatori SchiRaci hjá Juventus var rek- in af velli þegar lið hans lá óvænt heima gegn Genoa. • Fyrir leikina í ítölsku knatt- spymunni ávarpaði innanríkisráð- herra landsins knattspymuáhuga- menn og bað þá að halda ró og spekt á áhorfendapöllunum þar sem lög- gæsla var ekki sem skyldi vegna Persaflóastríðsins. Fimmtíu þúsund lögreglu- og hermenn em í viðbrags- stöðu í landinu vegna hættu á hryðjuverkum og því þurfti að skera niður gæslu á knattspyrnuvöllum landsins. Úrslit í deildinni urðu þannig í gær: Atalanta-Torino..............0-1 Bari-Cagliari....'...........4-1 Bologna-Napoli...............1-0 Fiorentina-Cesena............2-0 Inter Milano-Lecce...........5-0 Juventus-Genoa...............0-1 Parma-AC Milan...............2-0 Roma-Pisa....................0-2 Sampdoria-Lazio..............1-1 • Staða efstu liða er þannig: Inter...........17 10 4 3 35-20 24 Juventus ..17 8 6 3 26-15 22 Parma ..17 8 6 3 20-12 22 ACMilan ..16 8 5 3 17- 9 21 Sampdoria ..16 7 6 3 23-13 20 Genoa ..17 6 7 4 19-15 19 Torino ..17 6 7 4 17-14 19 Amórsvafá nuddbekknum - þegar Bordeaux gerði jafntefli við Nantes Amór Guðjohnsen varð fyrir óskemmtilegri reynslu. þegar lið hans, Bordeaux, sótti heim Nantes í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Tveimur tímum fyrir leikinn veiktist Arnór heiftarlega af matareitrun og gat ekki spilað með. „Ég missti algjörlega af leiknum því ég fékk háan hita og steinsofnaði á nuddbekknum inni í búningsklefa! Það eina sem ég veit um leikinn er að Bell, markvörður okkar, varði vítaspyrnu," sagði Arnór í samtali við DV í gærkvöldi, en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Toppliðin töpuðu Marseille tapaði óvænt fyrir Lille, 1-0, en heldur þó fimm stiga forystu þar sem Mónakó og Auxerre töpuöu líka. Mikil öryggisgæsla var á öllum leikjum vegna Persaflóastríðsins en úrslit urðu þessi: Lille - Marseille........... 1-0 Auxerre - Paris SG............0-1 Montpellier - St. Etienne.....0-0 Caen - Cannes.................0-1 Rennes - Sochaux..............1-1 Nice - Brest..................2-0 Nantes - Bordeaux.............0-0 Metz - Toulouse....'...........2-1 Toulon - Nancy................2-0 Lyon - Mónakó.................1-0 • Staða efstu hða í deildinni er þannig: Marseille......23 15 3 5 43-19 33 Mónakó.........23 10 8 5 27-21 28 Auxerre........23 10 7 6 32-22 27 Montpellier....22 9 6 7 36-24 24 Cannes.........23 8 8 7 19-18 24 Lille..........23 6 12 5 22-22 24 • Bordeaux er í 12. sæti með 21 stig. -VS/GH íslendingaliðimum gekk vel á Spáni: SMrieikur hjáAKreð - skoraði 9 mörk í sigri Bidasoa íslendingaliðin í spænska hand- boltanum eru öll komin í 8 liða úr- slit bikarkeppninnar eftir góða frammistöðu í 16 hða úrslitunum um helgina. Liðin átta sem eftir eru keppa til úrslita í Valencia og verður leikið frá miðvikudegi til sunnudags. Þar mætast Kristján Arason og Sig- urður Sveinsson því Teka dróst gegn Atletico Madrid. Granollers leikur við nágranna sína, Barcelona, Bida- soa mætir Arratemg loks eigast við Valencia og Cajamadrid. • Alfreð Gíslason átti stórleik með Bidasoa í gær þegar liðið sigraði Pontevedra, 28-23. Hann var sérstak- lega dijúgur á upphafsmínútum leiksins og gerði ahs 9 mörk. Bidasoa vann fyrri leikinn 24-22 og þá skor- aði Alfreð 2 mörk. • Atletico Madrid heimsótti Kan- arías og sigraði örugglega, 14-21. Sig- urður Sveinsson skoraði 3 mörk en í fyrri leiknum, sem Atletico vann 28-19, skoraði hann 7 mörk. • Teka vann stórsigur á Mepansa á útivehi, 21-30, og skoraði Kristján Arason eitt afmörkum Teka liðins. Hann gerði 2 mörk í fyrri leiknum sem Teka vann, 30-24. • GranollerstapaðifyrirMichehn, 23-20, en komst naumlega áfram þar sem hðið vann fyrri leikinn, 26-22. Geir Sveinsson skoraði 1 mark fyrir Granohers í gær en hann gerði 4 í fyrri leiknum. -GH/VS • Ben Johnson, kanadiski spretthlauparinn sem er nýkominn úr tveggja ára banni, tapaði á föstudag sinu öðru hlaupi í röð þegar hann beið lægri hlut fyrir Andre Cason frá Bandarikjunum í 50 metra hlaupi á innanhússmóti í Los Angeles. Cason hljóp vegalengdina á 5,69 sekúndum en Johnson, sem átti lélegt viðbragð, varð annar á 5,74 sekúndum. Hér gengur Johnson af velli eftir hlaupið. Simamynd/Reuter • Petra Kronberger frá Austurriki (til hægri) vann tvo glæsilega sigra í risastórsvigi kvenna i heimsbikarnum á skíðum í Meribel i Frakklandi um helgina. Hún hefur nú unnið átta mót i vetur og hefur mikia yfirburði i stiga- keppni kvenna. Þar er hún nú með 276 stig en næst er Caroie Merle frá Frakklandi með 92 stig. Til vinstri er Michaela Gerg frá Þýskalandi sem varð önnur á laugardaginn en hún er níunda í stigakeppninni. Símamynd/Reuter • Gernot Reinstadler, tvítugur Austurrikismaður, lést á laugardagsmorgun- inn á sjúkrahúsi i Sviss eftir að hafa slasast illa i brunkeppni heimsbikars- ins á skíðum i Wengen á föstudag. Reinstadler rakst utan í girðingu við brautina og kastaðist síðan niður brekkuna. Hann var strax fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Interlaken en læknum tókst ekki að bjarga lifi hans. Af þessum sökum var keppni í bruni og svigi karla í Wengen um helgina afiýst. Símamynd/Reuter Júlíus með f imm - þegar Asnieres tapaði í franska handboltanum Júlíus Jónasson og félagar í Paris Asnieres töpuðu, 23-18, fyrir Créteil í frönsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik í gærkvöldi. Leikurinn var jafn lengst af, Créteil yíirleitt með nauma forystu, og jók muninn undir lokin. Asnieres er um miðja deild og sigl- ir lygnan sjó, á litla möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna en er ekki í fallhættu. Júlíus var markahæsti leikmaður Asnieres í leiknum, skor- aði 5 mörk. -VS íþróttir Sport- stúfar Lið Anderlecht heldur uppteknum hætti í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu og á laug- ardaginn sigraði liðið St.Truiden á útivelli, 1-2. Úrslit í Belgíu urðu annars þessi: Molenbeek-Standai’d........0-1 Waregem-Beerschot..........1-1 Cercle Briigge-Lierse......0-0 Lokeren-Club Briigge.......0-1 Gent-Genk..................6-1 St.Truiden-Anderlecht......1-2 Antwerpen-Ekeren...........0-1 • Gent er 1 efsta sæti með 33 stig, Anderlecht 32, Club Brugge 29 og Standard Liege 29. Maradona sektaður og ætlar að hætta Diego Maradona var á laugardag- inn sektaður um ríflega háifa milljón íslenskra króna af ítalska knattspymusambandinu fyrir að neita að mæta á fund aganefndar sambandsins. i síðustu viku geröi sérstakur knattspyrnudómstóll honum að greiða íjórar milljónir króna fyrir að sleppa æfmgurn og leikjum með liði sínu, Napoli, en félagið lagði fram kröfu þar að lútandi. Maradona lýsti því yfir á fóstudaginn að hann ætlaði að hætta með Napoli í vor og leggja skóna endanlega á hilluna í árslok. Van Breukelen kyrr Hans van Breukelen, hollenski landsliösmarkvörðurinn í knatt- spymu, hefur framlengt samning sinn viö PSV Eindhoven til ársins 1994. Þar með era umræður um að hann fari á ný til Nottingham Forest í Englandi úr sögunni. Frosnir vellir í Hollandi Aðeins þrír leikir fóru fram í hollensku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina en öörum leikjum varö að fresta vegna lé- legra vallarskilyrða. PSV og Groningen skildu jöfn í Eind- hoven, 1-1. Roda sigraði Willem, 1-0, og lið Waalwijk og Fortuna Sittard skildu jöfn, 1-1. • PSV er í efsta sæti með 26, Ajax er í öðm með 23 en á tvo leiki til góða og Groningen er í þriöja sæti með 22 stig. Sjálfsmark færði Barce- iona sigur á Real Madrid Barcelona vaim sætan sigur á Real Madrid, 2-1, í spænsku 1. deildinni á laugardagskvöldið, og var þetta þriðji ósigur meistara Real í röð. Michael Laudrup kom Barcelona yfir, Emílio Butragu- eno jafnaði, en síðan skoraði Júgóslavinn Spasic sjálfsmark sem tryggði Barcelona sigurinn. Úrslit á Spáni urðu þessi: Real Zaragoza - Cadiz........3-0 Real Mallorca - Sociedad.....2-1 Sevilla - Logrones...........1-0 Castellon - Oviedo......’t...l-0 Barcelona - Real Madrid......2-1 Atletico Madrid - Espanol....4-0 Sporting Gijon - Valencia....l-l Osasuna - Real Betis.........3-0 Atl.Bilbao - Valladolid......0-1 Tenerife - Burgos............1-0 • Staða efstu liða er þessi: Barcelona...19 14 3 2 34-13 31 Atl. Madrid...l9 10 7 2 29-10 27 Osasuna.....18 9 7 2 25-12 25 Sevilla......19 10 3 6 22-14 23 RealMadrid. 19 9 3 7 24-20 21 Þjóðverjar Evrópu- meistarar í borðtennis Þjóðveijar sigruðu Júgóslava, 3-0, í úr- slitaleik Evrópu- keppni landsliða í borðtennis í Munchen í gær. Átta þjóðir kepptu um titilinn í þýsku borginni um helgina en í undan- úrslitum sigmðu Júgóslavar Sov- étmenn, 3-1, og Þjóðverjar lögöu Frakka, 3-1. Svíar og Englending- ar urðu í 5.-6. sæti og Hollending- ar og Ungveijar í 7.-8. sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.