Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
Afmæli
Andrés Bj amason
Andrés Bjarnason gullsmiður,
Hraunbæ 126, Reykjavík, er sjötug-
urídag.
Starfsferill
Andrés fæddist á Búðum á Fá-
skrúðsflrði og ólst upp á Fáskrúös-
firði til sextán ára aldurs en flutti
til Vestmannaeyja 1937 og starfaði
þar í fiskaðgerð og viö bifreiðaakst-
ur hjá Ástþóri Matthíassyni. Hann
flutti síðan til Reykjavíkur 1941 og
hefur búið þar síöan.
Andrés lauk prófum frá Iðnskól-
anum vorið 1944 og prófi í eldsmíði
vorið 1945. Hann var yfirsmiöur í
eldsmiðjunni í Hamri til 1949 er
hann hóf nám í gullsmíði en sveins-
bréf í þeirri grein fékk hann 1957.
Hann rak síðan vinnustofu á ýms-
um stöðum í Reykjavík og verslun
á Laugavegi 58 í tólf ár. Frá því í
júní 1980 hefur Andrés unnið við
bólstrun hjá Gamla kompaníinu.
Fjölskylda
Andrés kvæntist 5.5.1945 Ólöfu
Guðmundsdóttur, f. 18.9.1922, hús-
móður en hún er dóttir Guðmundar
Guðfinnssonar, héraöslseknis og
augnlæknis, og Margrétar Lárus-
dóttur húsmóður.
Börn Andrésar og Ólafar eru
Margrét, f. 2.12.1945, verslunarmað-
ur á Fáskrúðsfirði, var gift Sigurði
Arnþórssyni verkstjóra en þau
skildu og eiga þau fjögur börn, og
Dúi, f. 7.9.1950, nemi í næringar-
fræði við háskóla í Gautaborg, var
kvæntur Helgu Egilsdóttur listmál-
ara en þau skildu og eiga þau einn
son en sambýliskona Dúa er Guö-
rún Berg Ágústsdóttir, nemi við
háskóla í Gautaborg og eiga þau tvo
syni.
Systkini Andrésar: Þórður, f. 5.4.
1905, nú látinn, skósmiður í Vest-
mannaeyjum; Guðrún Björg, f. 31.6.
1906, nú látin, húsmóðir á Djúpa-
vogi; Garðar eldri, dó ungur; Ágúst,
f. 10.9.1909, nú látinn; Oddný Guð-
rún, f. 23.4.1914, búsett í Vest-
mannaeyjum; Andrea, f. 1.7.1917,
nú látin, húsmóðir í Reykjavík;
Karl, f. 21.2.1921 en hann lést rétt
eftir fermingu; Hansína, f. 21.2.1921,
húsmóöir í Reykjavík; Garðar
Björgvin, f. 28.5.1928, nú látinn,
stýrimaður í Reykjavík.
Foreldrar Andrésar: Bjarni B.
Austmann, f. 19.8.1876, d. 1.5.1955,
verkamaður á Fáskrúösfirði og í
Vestmannaeyjum, og kona hans,
StefarúaMarkúsdóttir, f. 29.8.1884,
d. 10.4.1975, húsmóðir.
Ætt
Bjarni var sonur Bjarna Bjarna-
sonar, b. á Freyshólum, Bjarnason-
ar frá Krossi, Magnússonar. Móðir
Bjarna Bjarnasonar var Guðfinna,
dóttir Einars, frá Setbergi, Kristj-
ánssonar og Margrétar Pétursdótt-
urfráBót. .
Móöir Bjarna Austmanns var Álf-
heiður Jónsdóttir.
Stefanía, móðir Andrésar, var
dóttir Markúsar á Vopnafirði, er fór
til Vesturheims, Guðnasonar, b. í
Hvammi í Kjós, Jónssonar, b. í
Króki í Kjós, Ólafssonar. Móðir
Guðna var Vilborg Jónsdóttir, b. á
Sýrlæk í Flóa, Jónssonar. Móöir
Markúsar var Sigríður, systir Þor-
bjargar, langömmu Sigríðar, móður
Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur.
Sigríður var einnig systir Guð-
mundar, afa Þorbjörns á Bíldudal,
afa Þórðar Þorbjarnarsonar borgar-
verkfræðings og Þorbjörns Brodda-
sonar lektors. Sigríður var dóttir
Gísla, hreppstjóra í Hrísakoti, bróð-
ur Péturs, langafa Guðrúnar, móður
Bjarna Benediktssonar forsætisráð-
herra. Gísli var sonur Guðmundar,
dbrm. í Skildinganesi, Jónssonar.
Móðir Sigríðar var Guörún Þór-
Andrés Bjarnason.
oddsdóttir, b. á Ingunnarstöðum,
Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var
Guörún Jónsdóttir, b. á Fremra-
Hálsióg ættföður Fremra-Hálsætt-
arinnar, Árnasonar.
Móðir Stefaníu var Ingunn Ein-
arsdóttir frá Hamri í Hamarsfirði
Ólafssonar. Móðir Ingunnar var
Sigríöur Eyjólfsdóttir.
Andrés verður að heiman í dag.
Til hamingju með
afmælið 21. febrúar
90 ára
Herdis Bjarnadóttir,
Stóruborg syðri, Þverárhreppi.
85 ára
Gísli Fr. Petersen,
Oddagötu 16, Reykjavík.
75 ára
Sanyiel Björnsson,
Dalbraut21, Reykjavík.
Hilmar Sæberg Björnsson,
Suðurgötu 75, Hafnarfirði.
SkúliTheódórs,
Hrafnistu, Reykjavik.
70 ára
Álfheiður Jónsdóttir,
Hamarsstíg 4, Akureyri.
60ára
Pétur Axelsson,
Grenimel, Grenivík.
GuðmundurR. Karlsson,
Klapparstíg 1, Reykjavík.
Guðjón Ragnarsson,
Mosgerði 20, Reykjavík.
Albert Wathne,
Nökkvavogi 33, Reykjavík.
Guðmundur K. Guðmundsson,
Breiðvangi 7, Hafnarfirði.
50 ára
Hreggviður Muninn Jónsson,
Heimatúni 4, Fellahreppi.
Valgerður Anna Jónasdóttir,
Safamýri 11, Reykjavík.
Baldvin Hermannsson,
Norðurvangi29, Hafnarfirði.
Helgi Guðmundsson,
Hjallabraut 90, Hafnarfirði.
40ára
Jóel Kristinn Jóelsson,
Melabraut 34, Seltjarnarnesi.
Oddný Snorradóttir,
Grímsstöðumll, Skútustaða-
hreppi.
Steingrímur Ingvarsson,
Litlu-Giljá, Sveinstaðahreppi.
Brynjólfur Sigurbjörnsson,
Hafhargötu44B, Seyðisfirði.
Margrét Guðnadóttir,
Frostaskjóli 19, Reykjavík.
Hinrik Benedikt Karlsson,
Steinahlið 5A, Akureyri.
Sturla Jónsson,
Tungusíöu 15, Akureyri.
Hallbera Friðriksdóttir,
Klifvegi 4, Reykjavík.
Hannes Elísson,
Fjarðarseli 27, Reykjavík.
Magnús Már Guðmundsson,
Flúðaseli 8, Reykjavík.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 686270
BREYTT AÐSETUR -
BREYTT SÍMANÚMER
Þann 22. febrúar nk. flytja skrifstofur fjölskyldudeild-
ar fyrir mið- og vesturbæ úr Vonarstræti 4 í Skógar-
hlíð 6.
Sama dag flytja skrifstofur unglingadeildar úr Vestur-
götu 17 í Skógarhlíð 6.
Símanúmer fyrir báðar deildir verður 625500.
Vegna flutninganna verða ofangreindar skrifstofur
lokaðar föstudaginn 22. febrúar og mánudaginn 25.
febrúar en opna þriðjudaginn 26. febrúar í Skógar-
hlíð 6.
Ósk Elín Jóhannesdóttir
Ósk Elín Jóhannesdóttir húsmóðir,
Unufelli 46, Reykjavík, ér fimmtug
ídag.
Starfsferill
Ósk Elín fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Kirkjubóli í Bjarnardal í
Önundarfirði. Hún stundaði nám
við Héraðsskólann í Reykjanesi við
ísafjarðardjúp í tvo vetur, vann á
vertíð í Vestmannaeyjum og starfaði
við elliheimilið á ísafirði. Hún flutti
sautján ára til Reykjavíkur og starf-
aði þá m.a. við framreiðslu.
Fjölskylda
Ósk Elín giftist 21.10.1967 Jóhanni
Ólafi Sverrissyni, f. 24.11.1940, næt-
urverði en hann er sonur Sverris
Guðmundssonar sem nú er látinn
og Ólafar Guöbjörnsdóttur en þau
bjuggu að Straumi á Skógarströnd.
Börn Óskar Elínar eru Sigurlaug
Ragnhildur Sævarsdóttir, f. 7.10.
1962, aðstoðarfjármálastjóri, búsett
í Kópavogi, gift Einari ísleifssyni og
eiga þau eina dóttur, Hildi Ingu, f.
27.5.1989; Sævar Unnar Ólafsson, f.
23.8.1967, starfsmaður hjá Fóður-
blöndunni í Reykjavík; Ólöf Bessa
Ólafsdóttir, f. 18.12.1968, búsett í
Noregi; Sverrir Halldór Ólafsson, f.
2.5.1970, verkmaður í Reykjavík;
Jóhannes Ragnar Ólafsson, f. 16.9.
1971, verslunarstjóri í Reykjavík;
Margrét Rebekka Ólafsdóttir, f. 9.5.
1977; Óskar Elías Ólafsson, f. 18.12.
1980.
Foreldrar Óskar Elínar: Jóhannes
Birkiland rithöfundur og Ragnhild-
ur Sigurlína Magnúsdóttir húsmóð-
ir. Jóhannes var sonur Stefáns Páls-
sonar, b. á Uppsölum í Blönduhlíð,
og Sæunnar Guðmundsdóttur.
Ragnhildur Sigurlín var dóttir
Magnúsar Þórarinssonar á Akra-
Ósk Elin Jóhannesdóttir.
nesi og Margrétar Ólafsdóttur.
Ósk Elín tekur á móti gestum að
heimili sínu laugardaginn 23.2. nk.,
eftir klukkan 17.00.
Æska Björk Jóhannesdóttir, Hjalta-
bakka 14, Reykjavík, er fimmtug í
dag.
Starfsferill
Æska Björk fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp viö Rauðarárstíginn.
Hún lauk gagnfræðaprófi, námi við
Hjúkrunarskóla íslands og stundaði
nám við Samvinnuskólann á Bif-
röst. Þá stundaöi hún nám við Skák-
skólaíslands.
Æska Björk hefur unnið viö barn-
fóstrustörf og heimilisstörf. Hún
starfaði á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, Landspítalanum ogá
Kleppsspítalanum. Þá afgreiddi hún
í söluturninum við Hlemm, vann í
fiski í Hraðfrystistöö Reykjavíkur
og hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur,
starfaði hjá Sláturfélagi Suöurlands
og hjá Vinnufatagerð Islands.
Æska Björk hefur stundað fram-
reiðslustörf m.a. við veitingahúsiö
Brytann í Hafnarstræti, við veit-
ingahúsið Heitt og kalt í Hafnar-
stræti og viö veitingahúsið Lauga-
veg 28. Þá starfaði hún hjá Múla-
lundi, á Vinnustofu SÍBS.
Fjölskylda
Æska Björk giftist 26.6.1971 Þor-
steini Diego Hjálmarssyni, f. 4.8.
1932, verkamanni en hann er sonur
Hjálmars Jónssonar úr Dýrafirði,
og Halldóru Friðgerðar Sigurðar-
dóttur frá Steinhólum í Grunnavík-
urhreppi.
Börn Æsku Bjarkar eru Jóhanna
Björk, f. 17.8.1965, skrifstofutæknir,
og Þorsteinn, f. 28.3.1967, tölvufræð-
ingur.
Systkini Æsku Bjarkar: Sigurjón,
Einar, Magnús, Ingibjörg, Ragn-
hildur Unnur og Ósk Elín sem er
tvíburasystirÆsku Bjarkar.
Foreldrar Æsku Bjarkar voru Jó-
hannes Birkiland rithöfundur og
Æska Björk Jóhannesdóttir.
Ragnhildur Magnúsdóttir húsmóð-
ir.
Æska Björk verður heima á af-
mælisdaginn.
AÐALFUNDUR
Breiðfirðingafélagsins
verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar í Breió-
firðingabúð kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Stjórnin
í myrkri
gildir
4
að sjást.
• ^ Notaðu
endurskinsmerki!
yUMFERÐAR
RÁÐ