Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 3
FÍMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991.
31
DV
Fréttir
Fyrirhugað áætlunarflug Flugfélags Norðurlands til Keflavíkurflugvallar:
Ræður ekki við afgreiðslugjöldin
- sem eru þrisvar sinnum hærri en í Reykjavík og gætu komið í veg fyrir áætlunarflug FN til Keflavikur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Há afgreiðslugjöld á Keflavíkur-
flugvelli geta hugsanlega komið í veg
fyrir að Flugfélag Norðurlands hefji
áæflunarflug á milli Akureyrar og
Keflavíkur, en samkvæmt áæflun á
þetta flug að hefjastum mánaðamót-
in mars/apríl.
„Það er rétt að afgreiðslugjöldin í
Keflavík eru það há að við getum
ekki hafi þetta flug samkvæmt
þeim,“ segir Siguröur Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri Flugfélags Norð-
urlands, en hann viidi að öðru leyti
ekki mikið tjá sig um málið á þessu
stigi.
Samkvæmt upplýsingum DV nema
afgreiðslugjöldin í Keflavík 368 doll-
urum eða um 20 þúsund k'rónum fyr-
ir 20 sæta vél eins og FN hyggst nota
á flugleiðinni. Til samanburðar má
geta þess að afgreiðslugjöld fyrir
samskonar vél í Reykjavík hafa verið
2.700 krónur en eru að hækka um
þessar mundir í 6 þúsund krónur svo
þarna munar verulegu.
Flugleiðir hafa einkaleyti á af-
greiðslu flugvéla á Keflavíkurflug-
velli. Félagið gerði samning við fyrir-
tæki hlaðmanna sem þar starfa um
afgreiðslu allra flugvéla, og sam-
kvæmt heimildum DV er sá samn-
ingur mjög óhagstæður þeim aðilum
sem fljúga til Keflavíkur á minni
flugvélum.
„I rauninni má segja að þetta mál
sé fast vegna afgreiðslugjaldanna og
óvissa með það hvort við getum haf-
ið þetta flug, við getum ekki greitt
það sem upp er sett. Hinsvegar er
rétt að benda á að við erum í viðræð-
um við Flugleiðir um þetta mál og
meðan svo er, höfum við von um að
málið leysist," sagði Sigurður Aðal-
steinsson.
NISSAN PRIMERA
FÆDDUR SIGURVEGARI
Sýning laugardag og sunnudag kl. 14-17.
■ BlLL ÁRSINS I DANMÖRKU ■
■ BlLL ÁRSINS I FINNLANDI ■
■ BlLL ARSINS I í NOREGI ■
■ GULLNA STÝRIÐ I ÞÝSKALANDI
BlLL ÁRSINS I PORTÚGAL
1. VERÐLAUN I ENGLANDI
1. VERÐLAUN Á ÍTALÍU
Ingvar Helgason hf.
Sævarhöfði 2, Sími 67 40 00