Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991 33 Fréttir Jökulsárlón í hættu Eiiiar R.agurösson, DV, Öræfum; Landbrot sjávar við ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi hefur verið mjög í sviðsljósinu síðustu vikur og mán- uði. Menn óttast og hafa áhyggjur af að sjórinn leggi jafnvel undir sig brúarstæðið og breyti Jökulsárlón- inu fagra og fræga í óbrúanlegan fjörð líkt og þekkist og gerst hefur á Grænlandi. Bent hefur verið á að ef það gerist þá yrði að nota bílfeiju til að tengja saman hringveginn. Það er auðvitað von allra að til slíks komi ekki en sá möguleiki er þó vissulega fyrir hendi. Til að sýna hverju má búast við eru hér 30 ára gamlar myndir, sem Sigurður Bjamason á Hofsnesi í Öræfum tók 1961, og þær sýna hvernig Öræfmgar fóru að áður en Jökulsá var brúuð 1967. Við stýrið á bátnum situr hinn kunni náttúrufræðingur Hálfdán Björnsson á Kvískeijum en Kví- skerjamenn sáu um að feija fólk og tæki yfir ána. Við jeppann stendur Sigurjón Gunnarsson á Litla-Hofi en hann var ásamt þeim Gunnari Bjarnasyni, Hofi, Jóni Gunnarssyni, Það er stutt úr fjörunni að brúnni. Myndin tekin vestan megin 18. febrúar sl. DV-mynd Einar Beðið eftir ferjunni 1961. DV-mynd Sigurður Svínafelli, og ljósmyndaranum okk- ar Sigurði Bjarnasyni, Hofsnesi, á leið austur yfir ána og var förinni heitið til Akureyrar, - ungir piltar þá á leið í sitt fyrsta sumarfrí árið 1961. Við afhendingu Menningarverðlauna í dag verður boðið upp á hörpuskelfisk i hvitlaukssmjöri, geirnyt í fenn- elsósu og sæbjúgu með ostrusósu. Sæbjúga að austur- lenskum hætti - viöafhendinguMennmgarverölaunaDV Sem fyrr leikur matarlistin stórt hlutverk við afhendingu Menning- arverðlauna DV. Að venju er leitað eftir hráefni úr hafinu sem er óal- gengt á borðum hérlendis en er engu að síður hreinasta hnossgæti. Síðustu vikur hafa Matreiöslu- menn Hótel Holts þreifað sig áfram með hugmyndir og uppskriftir að nýstárlegum réttum. í dag verður boðiö upp á hörpu- skelfisk með hvítlaukssmjöri í for- rétt, borinn fram í skelinni. í aðal- rétt verður fiskur sem heitir geir- nyt, stundum kallaður rottufiskur, og er hann borinn fram með fenn- elsósu, grænmeti og sæbjúgum að austurlenskum hætti. Með þessu verður drukkið hvítt Chateau de Rions en það er framleitt í Borde- aux í Frakklandi af íslendingnum Jóni Ármannssyni. Að sögn Eiríks Inga Friðleifsson- ar, yfirmatreiðslumeistara Hótel Holts, eru geirnytin gufusoðin í 2-3 mínútur enda er fiskurinn við- kvæmur fyrir ofeldun. Ferskt fenn- el er maukað og jafnað út með ijóma svo úr verði bragðmikil sósa. Sæbjúgu eru vel þekkt í Austur- löndum, aðallega Kína, en þar þykja þau hin mesti herramanns- matur og nokkurs konar þjóðar- réttur sem er þó á fárra færi að veita sér nema við hátíðleg tæki- færi. Gestir í Kína vita aö þeir eru mikils metnir fái þeir sæbjúgu hjá gestgjafa sínum. Kínverska heitið yfir sæbjúgu þýðir sjávarginseng en sæbjúgun eru talin allra meina bót. Þau auka þrek og heilastarf- semi og lengja lífið. Matreiðslu- maðurinn Ríkarður Chan, frá Mal- asíu, eldar sæbjúgun að hætti aust- urlenskra. Ríkarður segir íslensku sæbjúgun nánast eins og þau sem veiðast í hlýrri sjó. Þau eru ívið minni en bragðið er það sama. Þurrkuð sæbjúgu eru snöggsoð- in, síöan látin bíða í soðinu í 12 tíma og margfalda þau þá rúmmál sitt. Rétt fyrir eldun eru þau hreinsuð, skorin í strimla og síðan léttsteikt í olíu á pönnu ásamt bambus- strimlum. Þetta er bragðbætt með salti, pipar og ostrusósu og borið strax fram. Máltíðinni lýkur að venju með kaffi. konfekti og Novok púrtvíni. JJ Jökulsárbrú séð úr fjörúnni austan árinnar. DV-mynd Einar Hálfdán á Kviskerjum ferjar ieppa yfir Jökulsárlón 1961. DV-mynd Sigurður Aukablað Hljómtæki DV-hljómtæki, sérstakt aukablað um hljómtæki, er fyrirhugað miðvikudaginn 27. febrúar nk. í DV-hljómtælgum er ætlunin að segja frá hljómtæig- um, sem eru á markaðinum, og skýra út fyrir lesend- um hin mismunandi gæði hljómtækja. Bent er á að auglýsingum í þetta upplýsingablað þarf að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 21. febrúar. ATH.! Póstfaxnúmerið okkar er 27079 og auglýsingasíminn 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.