Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1991, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1991. 25 DV íþróttir gærkvöldi og skoraði sex mörk. Hálfdán Þórðarson kemur engum vörnum við. DV-mynd Ingi T. Björnsson, Eyjum. 11 bikarkeppninni í handknattleik: li í Eyjum 29-25, og leikur til úrslita gegn Víkingi unni en dómarar leiksins voru vissir um að boltinn hefði farið í stöngina. Þegar þrettán mínútur voru til leiksloka náðu FH-ingar tveggja marka forystu, 21-23. Eyjamenn voru ekki af baki dottnir og skoruðu sex mörk í röð meðan FH skor- aði ekki eitt einasta. Þessi leikkafli réð baggamuninn og sig- ur Eyjamanna var kominn í örugga höfn. Að ÍBV er komið í úrslit í bikarn- um er besti árangur meistaraílokks í sögu félagsins frá upphafi. Þetta er frá- bær árangur þegar litið er á þá stað- reynd að handknattleikur hefur ekki verið iðkaður af alvöru í Eyjum í nema 15 ár eða frá því að íþróttamiðstöðin var tekin í notkun 1976. Að auki hafa Eyja- menn tryggt sér sæti í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn. Sigurður Friðriksson var bestur í liði Ejjamanna í annars jöfnu og góöu liði. Óskar Ármannsson var yfirburðamaður í FH-liðinu. „Það var sterkt fyrir okkur að leika á heimavelli og áhorfendur eiga þakkir skildar fyrir frábæran stuðning. Þetta var týpískur bikarleikur og ekkert gefið eftir. Við erum í góðu formi um þessar mundir og það gerði útslagið í þessum leik. Ég hef fimm sinnum leikið til úr- slita í bikarkeppni og aldrei tapað, en í öll þessi skipti lék ég með Víkingum en núna gegn þeim,“ sagði Sigurður Gunn- arsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, í sam- tali við DV eftir leikinn í gærkvöldi. „Við lékum illa undir lokin, liðið spil- aði ekki sem heild heldur hver fyrir sig. Markið, sem ég skoraði, var fullkomlega löglegt, upp úr því náði ÍBV hraðaupp- hlaupi og skoraði, sem þýddi nánast tvö, sem hefði hæglega-getað ráðið úrslitum þegar upp var staðið,“ sagði Þorgils Ött- ar Mathiesen, þjálfari og leikmaður FH. • Óli Olsen og Gunnlaugur Hjálmars- son dæmdu leikinn. • Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 7/3, Gylfi Birgisson 6, Jóhann Pétursson 6, Sigbjörn Gunnarsson 5, Sigurður Gunn- arsson 3, Þorsteinn Viktorsson 2. • Mörk FH: Óskar Ármannsson 8, Stefán Kristjánsson 6, Þorgils Óttar 4, Hálfdán Þórðarson 3, Pétur Petersen 2, Gunnar Beinteinsson 1. -JKS ilkur íslandsmeistarar stúlkna kominn í örugga höfn. Víkingar unnu HK í gærkvöldi, 3-0. Hrinurnar fóru. 15-12, 15-3, 15-6. Víkingur sýndi mikla yfirburði og þurfti ekki aö hafa mikið fyrir sigrinum. Einn leikur var í 1. deild karla er HK sigraði Fram, 3-0. 15-8, 15-9, 15-6. -JKS/gje Undanúrslitin 1 bikarkeppninni 1 handknattleik: Einstefna - ótrúlega léttur sigur Víkinga á Haukum, 21-32 „Þetta var góður leikur hjá okkur og það kom mér á óvart hve auðveld- ur sigurinn var. Ég held að við eigum mjög góða möguleika í úrslitaleikn- um en það verður örugglega erfiður leikur,“ sagði Sovétmaöurinn Alexej Trufan, leikmaður Víkings, eftir að Hæðargarðsliðið haíði rassskellt Hauka, 21-32, í undanúrslitum bikar- keppninnar í Hafnarfirði í gær- kvöldi. Yfirburðir Víkinga voru al- gerir og liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að það er lang- efst í 1. deild og í úrslitum bikar- keppninnar. Strax í upphafi var ljóst hvert stefndi. Víkingar náðu strax 3 marka forystu og þrátt fyrir mikla baráttu náðu Haukamenn ekki að halda í við þá. Karl Þráinsson og Trufan léku sér að vörn Hauka og skoruðu að vild í fyrri hálfleik á meðan heima- menn klúðruðu hverri sókinni á fæt- ur annarri. Munurinn jókst jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 9-17, Víkingum í vil. Seinni hálfleikurinn var nánast formsatriði. Víkingar komust í 11-23 en Haukum tókst að minnka muninn í 8 mörk. Undir lokin keyrðu Víking- ar aftur upp hraðann og tryggðu sér 11 marka sigur. „Við komum öflugir í leikinn og náðum að keyra yfir þá í byrjun. Mér líst vel á úrslitaleikinn gegn Eyja- mönnum og við ætlum þá að hefna ófaranna frá því á dögu'num, sagði Víkingurinn Ami Friðleifsson eftir leikinn. „Þeir léku mjög vel en við gerðum of mörg mistök í sókninni og vorum oft óheppnir. Ég var samt ánægður með baráttuna hjá okkur,“ sagði gamla kempdh, Steinar Birgisson, leikmaður Hauka, óánægður með tapið gegn sínum gömlu félögum. Haukaliðið var mjög slakt í þessúm leik og leikmenn liðsins náðu sér aldrei á strik gegn geysisterku Vík- ingsliði. Petr Bamruk var í strangri gæslu en hornamennirnir ungu, þeir Sveinberg Gíslason og Óskar Sig- urðsson voru atkvæðamestir í liðinu. í mjög sterku Víkingsliði voru þeir Trufan og Karl Þráihsson bestu menn en Birgir Sigurðsson og Hrafn Margeirsson, markvörður voru einnig mjög öflugir. • Mörk- Hauka: Óskar Sigurðsson 5, Sveinberg Gíslason 5, Siguijón Sig- urðsson 3, Steinar Birgisson 2, Petr Bamruk 2, Sigurður Árnason 2, Snorri Leifsson 1/1 og Pétur Árnason 1- ■ • Mörk Víkinga: Alexej Trufan 8, Árni Friðleifsson 6/4, Karl Þráinsson 5, Birgir Sigurðsson 4, Bjarki Sig- urösson 3, Björgvin Rúnarsson 2, Dagur Jónasson 2, Hilmar Sigur- gislason 1 oglngimundurHelgason 1. • Dómarar voru Gunnar Kjart- ansson og Árni Sverrisson og kom- ust þeir vel frá leiknum. -RR • Árni Friðleifsson skoraði sex mörk fyrir Vikingsliðiö gegn Haukum i Hafnarfirði í gærkvöldi. Á myndinni er eitt þeirra í uppsiglingu og vörn Hauka kemur engum vörnum við. Víkingar mæta ÍBV í úrslitaleik bikar- keppninnar í Laugardalshöllinni 2. mars næstkomandi. DV-mynd Brynjar Gauti England - bikarkeppnin: Dramatík á Goodison Park - æsipennandi leik Everton og Liverpool lauk, 44 • Tony Cottee skoraði tvö af mörk- um Everton gegn Liverpool i gær- kvöldi. Everton.og Liverpool hafa marga hildi háð á knattspyrnusviðinu en viðureign liðanna í gærkvöldi sló lík- lega öll met. Liðin áttust við öðru sinni í 16 liða úrshtum bikarkeppninnar og skildu jöfn, 4-4, og þurfa því að mætast í þriðja skiptið og vann Everton hlut- kesti og verður leikið á Goodison Park 27. febrúar. Eftir venjulegan leiktíma í gær- kvöldi var staðan 3-3. Peter Beard- sley kom Liverpool yfir á 32. mínútu eftir harða sókn. Graeme Sharp jafn- aði í upphafi síðari hálfleiks meö skalla en Beardsley kom Liverpool aftur yfir um miðjan hálfleikinn. Sharp jafnaði aftur, 2-2, skömmu síð- ar en áður höfðu hðin sótt á víxl og spennan var gífurleg. Cottee jafnaði á lokamínútunni Ian Rush skoraði þriðja mark Liv- erpool en einni mínútu undir lok venjulegs leiktíma jafnaði Tony Cottee, 3-3. Peter Barnes kom Liv- erpool í 3^4 í fyrri hluta framlenging- ar en Cottee var aftur á ferðinni í síðari hlutanum og þar við sat. 38 þúsund áhorfendur voru á Goodison Park í gærkvöldi og hafa ekki veriö fleiri á heimaleik liðsins í vetur. Þrátt fyrir að völlurinn hafi verið þungur og erfiður yfirferðar kom það ekki að sök því að oft sýndu liðin bestu hliöar sínar. Spennan verður örugglega ekki síðri þegar hðin mætast í þriðja skiptið eftir viku. Það lið, sem sigrar, mætir West Ham United á Upton Park í Lundúnum í átta hða úrslitum keppninnar. • í gærkvöldi var einn leikur í 2. deild þegar Brighton sigraði Leicest- er á heimavelh, 3-0. Smah, Wilkins og Wade skoruðu fyrir Brighton. -JKS 2. deild Middlesboro-WBA..............3-2 Swindon-Sheff. Wed...........2-1 Sampdoria áfram Sigurganga Sampdoria í ítölsku knattspyrnunni heldur áfram en lið- en hún varð Evrópumeistari í ís- dansí fyrir mánuði, getur nú tekið gleði sína á ný. 3. deild Bury-Leyton Orient 1-0 ið er nú í efsta sætí í 1. deild. í fyrra- kvöld lék Sampdoria gegn Torino í Klimova var tekín í lyíjapróf eftir sigurinn á EM og var fyrra sýnið, Shrewsbury-Huddersfield Southend-Reading 0-0 1-2 bikarkeppninni og sigraði 3-2 eftir vítaspyrnukeppni. Þetta var önnur sem rannsakað var i Búlgaríu, „gruggugt“. Það síðara sem rannsak- 4. deild Aldershot-Darhngton....... 0-2 viðureign liðanna en fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. að var í Köln reyndist lúns vegar hreint og því var Klimova sýkn- uð. Einn forráðamanna alþjóða sam- bandsins sagðist ekki skhja hvernig slik mistök gætu átt sér stað. Það kom mjög á óvart á sínum tima er Scarborough-Cardiff. Walsah-Lincoln Skoska úrvalsdeildin St. Johnstone-Ðundee Utd 12 0-0 0-1 Kl imova getur tekið gleði sína á ný • Sovéskihsthlauparinnáskautum, Marina Klimova frá Sovétríkjunum, St. Mirren-Dunfermline 2-2 það var gefið út að Klimova hefði fall- ið á Iyfjaprófinu enda eru hstdansar- ar á skautum taldir hafa lítil not fyr- ir slfkan óþverra. Sjálf neitaði Khmova jafnan lyfjanotkun og bætti því við á sínum tíma að hún væri andstæðingur pilluáts og tæki ekki einu sinni pillur við höfuðverk. Engin óvænt úrslit í NBA-deíldinni • Nokkrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt og var óvenju lítið um óvænt úrslit. Helst var að það kæmi á óvart að Boston Celtics tapaði á heimavelh sínum gegn Phoenix Suns. Örsht urðu þessi: Charlotte-Indiana.... NJ Nets-Sacramento... NYKnicks-Atlanta..... 76ers-Seattle........ Phoenix-Boston....... Chicago-Washington... Houston-LA Lakers.... Milwaukee-Miami Heat Portland-Dallas...... .....102-115 .......97-83 .....102-110 ,104-107(írl.) .....109-105 ...118-113 .....110-112 ......116-90 .....107-100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.