Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Page 1
Mallorca: E yj adrottningin í Miðj arð arhafinu Miðjarðarhafseyjan Mallorca hef- ur meira að bjóða ferðamönnum en sand, sól og sjó. Að vísu sækjast flest- ir ferðamenn, sem þangað koma, í sól og afslöppun og vilja ekkert ann- að. Fyrir þá sem vilja annað og meira í bland við sóhna er Mallorca kjörinn dvalarstaður því eyjan er ekki stór og vegalengdir litlar. Landslag Mall- orca er fjölbreytt og skiptist í fjall- lendi, víkur og stórar og litlar hvítar strendur. Þetta er landslagið sem liggur að sjónum en stærsti hluti eyjarinnar er frjósöm slétta þar sem eyjarskeggjar leggja stund á ræktun. Mallorca tilheyrir svoköhuðum Baléaric-eyjum og er hún stærst í klasanum. Aðrar nálægar eyjar eru Menorca, Ibiza og Formentera. Mall- orca hefur verið einn helsti sumar- leyfisstaður ís.lendinga í áraraðir. íslendingar eru þó aðeins lítið brot af heildinni því árlega koma um þrjár milljónir ferðamanna til Mallorca. íbúar Mallorca eru af katalónskum uppruna og eru í viðmóti aðeins öðruvísi en Spánverjar í heildina. Katalóníumenn hafa í gegnum ald- irnar verið auðugri og þróaðri en aðrir Spánveijar og sjást þess merki í hegðun þeirra og afstöðu. Mallorca-búar tala ekki eiginlega spænsku, kastilísku, heldur mallorc- ísku sem er afbrigði af katalónsku. Spænskumælandi ferðamönnum eru þó allir vegir færir en eyjarskeggjum, sérstaklega eldri kynslóðinni, þykir afar vænt um að vera ávarpaðir á mallorcísku. Sem dæmi um það má nefna að góða nótt á kastilísku er buenas noches en á mallorcísku bona nit. Sama er að segja um góðan dag og fleiri ávarpsorð ásamt flestum öðrum orðum. Mörgum finnst ruglandi að sjá strönd ýmist skrifaða sem playa eða platja og velta jafnvel fyrir sér hvort orðin þýði yflrleitt það sama eða hvort um tvö aðskilin hug- tök sé að ræða. Nafnaruglingur á götum getur valdið enn meira hugar- angri hjá óbreyttum ferðamanni. Puerto de Sóller er litill, fallegur bær á vesturströnd Mallorca. Ferðamenn, sem til Mallorca koma, ættu að renna þar við í ökutúr þótt ekki væri nema til þess að njóta útsýnis yfir höfnina. Síðan Franco lést hafa miklar breyt- ingar orðið á viðhorfum og hafa eyj- arskeggjar smátt og smátt verið að færa götuheitin til katalónska upp- runans. Götuheiti á korti er þá ekki þaö sama og skiltið við götuna segir til um. Stafsetning á korti getur verið kastihsk en mallorcísk á götuskhti en munurinn er sjaldan það mikhl að úr verði óleysanlegt vandamál. Mallorca-búar eru orðnir svo vanir Evrópubúum að enskan og þýskan standa ekki í 'þeim. Þetta á þó aðal- lega við þá sem starfa við ferðaþjón- ustuna, kringum hótel og veitinga- staði. Margir þjónar tala meira að segja hrafl í íslensku eftir áralöng samskipti við íslenska ferðamenn. Víða hafa Norðurlandabúar komið sér þannig fyrir að íslendingum kem- ur einna best kunnátta í skandinav- ískum málum. Þess má sjá dæmi á Cala Mayor og nágrenni þar sem matseðlar eru á Norðurlandamálum og það jafnvel á íslensku. SKELLTU ÞÉR í STUTTA EN GÓÐA GOLFFERÐ TIL SKOTLANDS Í APRÍL Brottför 9. apríl Heimkoma 16. apríl Gist á Station Hotel í Ayr. 57.500. Verð f. mann í tvíbýli kr. Innifalið: Flugfar, gisting, hálft fæði og akstur til og frá Glasgow-flugvelli. M.v. gengi og flug 21.02.'91.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.