Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1991, Blaðsíða 1
r '3t Sjónvarp á mánudögum: Musteristréð Á síöasta ári réðst breska sjón- varpsstöðin BBC í gerð fjögurra þátta syrpu byggða á metsölubók breska rithöfundarins Oswalds Wynds, The Ginger Tree. Handrit skrifaði Chri- stopher Hampton, sá hinn sami og hreppti óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að stórmyndinni Dan- gerous Liasions sem Glenn Close og John Malkovich léku í. í þessari sjón- vapssyrpu leika þau Samantha Bond og Adrian Rawlins aðalhlutverkin en þau eru kunnir sviðsleikarar í Bret- landi. Auk þeirra skipa japönsku leikararnir Fumi Dan og Daisuke Ryu stór hlutverk. The Ginger Tree segir sögu ungrar og ákveðinnar stúlku í Skotlandi aldamótanna, Maryar Mackenzie, sem afræður að takast á hendur langferð til Austurlanda íjær, þar sem unnusti hennar, Richard Coll- ingsworth, gegnir herþjónustu. Hinn tilvonandi eiginmaður er lítt hrifmn af uppátæki unnustu sinnar en brúðkaupið er haldið. Strax verð- ur Mary ljóst að eiginmaðurinn hef- ur meiri áhuga á frama innan hers- ins heldur en hjónabandinu. Richard fer til að taka þátt í styrjöldinni milli Rússa og Japana og skilur Mary eft- ir. Hún verður einmana og yfirgefin í ókunnu landi sem hún ekki skilur. Hún þiggur teboð japansks hermála- fulltrúa og hjá honum finnur hún ástina. Þau taka upp leynilegt ástar- samband sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Þegar Richard kemur heim úr her- þjónustunni kemst hann að því að Mary á von á barni með elskhuga sínum og hendir henni út af heimil- inu. Mary á einskis annars úrkosti en að leita til elskhugans sem er gift- ur og fjögurra barna faðir. Hann út- vegar henni húsnæði en tekur son þeirra af henni og kemur honum í fóstur. Mary er ekki á því að gefast upp og fara aftur til Skotlands. Með fá- dæma dugnaði tekst henni að koma á fót klæðaverksmiðju og gengur vel í hönnun og sölu. En hana skortir alltaf ást og umhyggju og veit að hana fmnur hún aðeins hjá syninum sem hún fær ekki að hitta. Mary heillast af japanska liðsforingjanum og úr verður ástarsamband. Rás 1 á summdag -tveggja alda minning Rás 1 mun minnast tveggja alda skólastarf og einkalíf. Meðal ann- afmælis Sveinbjarnar Egilssonar ars verður lesið úr kvæðum hans, með tveimur þáttum er Finnbogi skólasetningarræðu er hann flutti Guðmundsson hefur tekið saman við setningu Reykjavíkurskóla árið og Pétur Pétursson les með honum. 1846 og ennfremur úr bréfi er hann Síðari þáttur er klukkan 13.00 á skrifaði konu sinni frá Kaup- sunnudag og verður þá ijallað um mannahöfn þetta ár, 1846. orðabókaverk hans, skáldskap, Mary með soninn sinn litla. Sjónvarp á sunnudag Hljómgeislinn titrar Allt frá árinu 1983 hefur hópur tónlistarfólks og tónlistarunnenda unnið ötullega að því að hrinda í framkvæmd áratuga löngum draumi um byggingu sérstaks húss er hýst geti tónlistarflutning affjöl- breyttasta tagi, veitt honum verð- ugan ramma og hljómburð. Árið 1986 var efnt til samkeppni um hönnun hússins meðal norænna arkitekta og varð íslendingurinn Guðmundur Jónsson hlutskarpast- ur. Jafnframt hefur Reykjavíkur- borg úthlutað lóð undir væntanlegt hús í Laugardalnum og sýnt áform- um þessum ýmsa aðra velvild. Allt frá byrjun hefur undirbún- ingshópurinn staðiö fyrir fjársöfn- un af ýmsu tagi og frá því í haust hefur verið hringt skipulega í 20.000 einstaklinga og þeim boðið að gerast styrktaraðilar með árlegu framlagi á greiðslukortum. Til að fylgja eftir fjáröflun þessari verður svo sýndur þáttur í Sjón- varpinu á sunnudag þar sem ýmsir kunnir listamenn af ólíkum toga koma fram og túlka list sína, hinum góða málstað til framdráttar. Ljóst er að í hópi túlkenda verður þrautæfður barnasextett, auk þess sem söngarinn Egill Ólafsson og gítarleikarinn Pétur Jónasson láta í sér heyra. Einnig mun japanski gítarsnillingurinn Kazuhito Yam- ashita heiðra samkunduna með nærveru sinni og væntanlega nokkrir úr hópi sígildra iújóðfæra- leikara hérlendra. Blúsmenn Andreu koma fram og ekki má gleyma Mezzoforte. Gestgjafi verður tónlistarmaður- inn Valgeir Guðjónsson og mun hann taka á móti gestum sínum að Kjarvalsstöðum. Svona mun tónlistarhúsið líta út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.