Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Síða 2
26
MÁNUDAGÚR 25. MARS 1991.
íþróttir dv
Enska knattspyrnan:
Liverpool fór
hamförum
- tók Derby í kennslustund en Arsenal náði aðeins jöfnu
• T Knattspyrna
%
1. deild:
Chelsea-Southampton.......0-2
Coventry-Manch. City......3-1
Derby-Liverpool...........1-7
Everton-Nott. Forest......0-0
Leeds. Utd-Cr. Palace.....1-2
Manch. Utd-Luton Town.....4-1
Norwich-Arsenal...........0-0
Sunderland-Aston Villa....1-3
Tottenham-QPR.............0-0
Wimbledon-Sheff. Utd......1-1
Liverpool....29 19 6 4 59-25 63
Arsenal......29 18 10 1 51-13 62
Cr.Palace....30 17 7 6 41-33 58
Leeds........28 13 7 8 41-30 46
Manch. Utd ...30 12 10 8 46-35 45
Wimbledon ..,29 10 12 7 43-36 42
Manch. City ..29 11 9 9 41-riO 42
Tottenham....28 10 10 8 39-36 42
Chelsea......30 11 7 12 43-49 40
Norwich......28 11 5 12 33H2 38
Everton......29 10 7 12 36-34 37
Nott. Forest.,.29 8 11 10 41-39 35
Sheff. Utd...30 10 5 15 27H4 35
Aston Villa....28 8 10 10 34-33 34
Coventry.....30 9 7 14 31-36 34
Southampton30 9 6 15 45-54 33
QPR..........29 8 8 13 33-44 32
Luton........31 9 5 17 35-52 32
Sunderland...30 6 8 16 3146 26
Derby........28 4 8 16 26-55 20
2. deild:
Blackburn-Oldham..........2-0
Bristol C-Wolves..........1-1
Charlton-Port Vale........0-0
Hull-West Ham.............0-0
Ipswich-Plymouth..........3-1
Middlesbro-Watford........1-2
Notts County-Leicester....0-2
Oxford-Bamsley............2-0
Portsmouth-Newcastle......0-1
Sheff. Wed-Bristol R......2-1
Swindon-Brighton..........1-3
WBA-Millwall..............0-1
Oldham.......35 20 9 6 67H0 69
West Ham.....35 19 12 4 47-23 69
ShefF. Wed...34 17 14 3 62-35 65
Brighton.....35 17 6 12 55-55 57
Middlesbro....36 16 8 12 55-37 56
Millwall.....36 15 11 10 52-38 56
BristolC.....36 16 6 14 54-51 54
Notts County 34 14 10 10 51H6 52
Barnsley.....33 13 10 10 49-34 49
Wolves.......36 11 16 9 51-47 49
Newcastle....34 12 12 10 35-36 48
Bristol R....37 12 11 14 47-48 47
Ipswich......34 11 13 10 45-50 46
Charlton.....36 11 12 13 .45-47 45
Oxford.......36 10 15 11 57-60 45
PortVale.....36 12 8 16 46-52 44
Plymouth.....36 9 14 13 43-55 41
Swindon......36 9 13 14 47-52 40
Blackburn....36 11 7 18 42-60 37
Leicester....36 11 6 19 48-69 39
Portsmouth...37 9 10 18 42-60 37
WBA..........36 8 11 17 40-49 35
Hull.........36 8 11 17 48-73 35
Watford......36 6 13 17 32-51 31
3. deild:
Birmingham-Reading.......1-1
Bournemouth-Southend.....3-1
Brentford-Bradford.......6-1
Bury-Cambridge...........3-1
Chester-Tranmere.........9-2
Exeter-Preston...........4-0
Orient-Huddersfield......1-0
Mansfleld-Shrewsbury.....2-1
Rotherham-Fulham.........3-1
Stoke-Bolton.............2-2
Swansea-Grimsby..........0-0
Wigan-Crewe..............1-0
Southend....35 22 4 9 59H2 70
Grimsby.....36 20 8 8 55-27 68
Boiton......36 18 10 8 49H0 64
Bury........37 17 10 10 57-46 61
Tranmere....36 17 9 10 52-39 60
4. deild:
Aldershot-Lincoln..........0-3
Blackpool-Torquay..........1-0
Carlisle-Walsall...........0-3
Hereford-Darlington........l-l
Maidstone-Hartlepool.......1-4
Northampton-Chesterfield...2-0
Peterborough-Stockport.....0-0
Rochdale-Gillingham.........1H
Scunthorpe-Halifax.........4-0
York-Burnley...............2-0
W rexham-Cardiff...........1-0
Skotland:
Dundee Utd-Aberdeen........1-2
Dunfermline-St. Jonhstone..3-2
Hearts-Hibernian...........3-1
Motherwell-St. Mirren......3-1
Celtic-Rangers.............3-0
Liverpool endurheimti efsta sætiö
í 1. deild ensku knattspyrnunnar á
laugardaginn var með því að taka
botnliðið Derby County í kennslu-
stund, 1-7. Arsenal gerði á sama tíma
aðeins jafntefli gegn Norwich á úti-
velli. Daninn Jan Mölby hjá Liver-
pool skoraði fyrsta mark leiksins úr
vítaspyrnu á 7. mínútu eftir að Ian
Rush hafði verið feldur innan víta-
teigs. Dean Saunders jafnaði einnig
úr vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn
og var þetta 18. mark hans á keppnis-
tímabilinu. John Barnes náði foryst-
unni á nýjan leik fyrir Liverpool að-
eins sex mínútum síðar með glæsi-
legu skoti.
Liverpool skoraði síðan fimm mörk
í síðari hálfleik. John Barnes bætti
við sínu öðru marki, bakvörðurinn
Steve Nicol skoraði einnig tvívegis
og þeir Ian Rush og Ray Houghton
eitt hvor. Liverpool lék frábæra
knattspyrnu í síðari hálfleik en vörn
Derby var orðinn eitt gatasigti því
liðið lagði allan þungann í sóknar-
leikinn.
• Bryan Gunn, markvöðrur Nor-
wich City, var í aðalhlutverki á
Carrow Road þegar Arsenal kom
þangað í heimsókn. Arsenal sótti stíft
í leiknum en Gunn varði allt sem á
markið kom. Arsengd er því einu stigi
á eftir Liverpool og bæði liðin hafa
leikið jafnmarga leiki. Flensufarald-
ur stakk sér niður í herbúðum liðsins
fyrir helgina og léku nokkrir leik-
menn hálfslappir og beittu sér ekki
sem skyldi.
• Crystal Palace er það lið sem
komið hefur hvað mest á óvart í
deildinni í vetur. Palace gerði góða
ferð norður til Leeds og sigraði, 1-2.
Ian Wright kom Palace yfir á 11.
mínútu en Gary Speed jafnaði fyrir
heimamenn fimm mínútum fyrir
leikhlé. Á lokamínútunni tryggði
John Salako Crystal Palace sigurinn,
sem nú er aöeins fimm stigum á eftir
Liverpool í þriðja sætinu.
• Manchester United er í stuði
þessa dagana. Eftir góðan sigur gegn
franska liðinu Montpellier í síðustu
fylgdi í kjölfarið stórsigur gegn Lut-
on á Old Trafford. Steve Bruce kom
United yfir á 7. mínútu en David Pre-
ece jafnaði fyrir Luton á 34. mínútu.
United sótti án afláts í síðari hálfleik
og uppskeran var þrjú mörk. Bruce
skoraði sitt annað mark í upphafi
síðari hálfleiks, Mark Robins gerði
þriðja markið á 70. mínútu og þegar
leiktíminn var að fjara út skoraði
Brian McClair íjórða markið. Tæp-
lega 42 þúsund áhorfendur voru á
Old Trafford á laugardaginn var.
• Coventry City vann loksins sig-
ur en hann var afar kærkominn því
liðið er á hættulegu svæði í deild-
inni. Cyrille Regis og Mick Gynn
skoraði í fyrri hálfleik en á fyrstu
mínútu síðari hálfleiks minnkaði
Clive Allen muninn fyrir Manchest-
er City. Það var síðan Kevin Gallac-
her sem gulltryggði sigur Coventry
tuttugu mínútum fyrir leikslok.
• Josep Venglos, hinn tékkneski
þjálfari Aston Villa, brosti breitt eftir
sigurinn gegn Sunderland á Roker
Park en bæði liðin eru í hópi neðstu
liða. Tony Cascarino skoraði tvívegis
í leiknum, einu sinni í hvorum hálf-
leik og David Platt gerði þriðja mark-
ið en áður hafði David Davenport
minnkað muninn fyrir Sunderland
sem er nú í næst neðsta sæti.
• Chelsea tapaði á Stamford
Bridge fyrir Southampton. Alan She-
arer skoraði fyrra markið á 24. mín-
útu og Matthew Le Tissier það síðara
á 56. mínútu.
• Alan Cork kom Wimbledon yfir
á 21. mínútu gegn Seffield United en
Brian Deane jafnaði fyrir Sheffiéld
um miðjan síöari hálfleik úr víta-
spymu. Sheífield United var lengst
af í neðsta sætinu en gott gengi á síð-
ustu vikum hefur gert það að verkum
liðið er komið af aðalhættusvæðinu.
Nágrannarnir, Tottenham og QPR,
áttust við á White Hart Lane og varð
markalaust jafntefli í tilþrifalitlum
leik. Á sömu lund urðu úrslit í viður-
eign Everton og Nottingham Forest
á Goodison Park.
West Ham og Oldham
efst og jöfn í 2. deild
Oldham tapaði fyrir Blackburn á úti-
velli og á sama tíma gerði West Ham
markalaust jafnteíli gegn Hull í fiski-
borginni frægu. Oldham og West
Ham eru nú jöfn og efst í 2. deild en
þessi félög hafa skipst á að hafa for-
ystu í deildinni í allan vetur. Flest
bendir því til að þessi lið leiki í 1.
deild á næsta tímabili en Sheffield
Wednesday er íjórum stigum á eftir
í þriðja sætinu.
• Hið fornfræga félag West Brom-
wich Albion er komið í alvarlega fall-
hættu eftir ósigur gegn Millwall á
The Hawthorns á laugardaginn var.
-JKS
• Joe Milter skoraðí annað
mark Celtic gegn Rangers á
Parkhead i Glasgow í gær.
Celtic
vann
Rangers
Celtic vann góðan sigur á Rang-
ers, 3-0, á Parkhead í skosku úr-
valsdeildinni í gær. Anton Rogan,
Joe Miller og Tommy Coyne
skoruðu fyrir Celtic. Þetta var
annar sigur Celtic á Rangers í röð
en þessi félög áttust við í bikarn-
um um síðustu helgi. Scott Nispet
hjá Rangers var rekinn af leik-
velli í síðari hálfleik.
Guðmundur Torfason og félag-
ar i St. Mirren halda áfram að
tapa, nú á útivelli gegn Mother-
well.
Rangers er efst í úrvalsdeild-
inni með 44 stig, Aberdeen 41,
Dundee United 36, Celtic 33, He-
arts 28, St. Johnstone 27, Dun-
fermline 24, Motherwell 23, Hi-
bemian 19 og St. Mirren 15.
-JKS/G.Sv
Sigurður
lékmeð
varaliðinu
Sigurður Jónsson lék sinn fyrsta í
þrjá mánuöi með varaliði Arsenal á
laugardaginn var. Arsenal lék þá
gegn Charlton og beið lægri hlut,
2-3. Sigurður Jónsson lék allan leik-
inn á miðjunni og sagðist hann i
spjalli við DV hafa veriö ánægður
með frammistöðu sína í leiknum.
„Ég var svo svolítið stífur eftir leik-
inn og ef það mjög eölilegt eftir að
hafa ekkert leikið í þrjá mánuði. Ég
fann ekkert fyrir meiðslunum svo ég
held að þetta sé allt á réttri leið og
er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði
Sigurður Jónsson.
Áðspurður hvort hann gefi kost á
sér í landsleikina sem verða á næst-
unni sagði Siguröur að hann ætlaði
að sjá hvernig honum vegnaði í
næstu leikjum en hann gæfi ekki
kost á sér nema hann væri 100%
heill.
Guðni Bergsson ekki
í leikmannahópi Spurs
Guðni Bergsson var ekki í leik-
mannahópi hópi Tottenham gegn
QPR. Guðni sagðist í samtali við DV
halda að ekkert gerðist i sínum mál-
um fyrr en í sumar varðandi þaö
hvort hann yfirgæfi herbúðir félags-
ins.
-JKS
• Peter Shilton, tyrrum landsiiðsmarkvörður Englendinga, má muna sinn fífil fegurri. i leiknum gegn Liverpool á
laugardaginn var mátti Shilton hirða knöttinn sjö sinnum úr markinu og er það líklega met hjá kappanum. Derby
fékk háðulega útreið og tapaði, 1-7. . Símamynd Reuter