Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 6
30 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. fþróttir DV Fullt nafn: Vésteinn Hafsteinsson. Fæðingardagur og ár: 12.12.1960 á Selfossi. Hæð og þyngd: 1,90 metrar á hæð og 125 kíló. Menntun: íþróttafræðingur, B.S. gráða. Heimili: Lilla M4, Ifelsingborg, Svíþjóð, 25435. Maki/börn: Eíginkonan heitir Anna Östenberg. Félag: Ungmennafélag Selfoss - HSK. Besti árangur: 1989 kastaði ég 67,64 í Reykjavík og setti íslandsmet. Stórmót: HM 1983 og 1987, Evrópumótið 1990 og OL 1984 og 1988. Langtíma takmörk: Kasta yfir 70 metra 1991 og slá NL-met Ricky Bruck sem er 71,26 metrar, stefni á HM 1991, OL 1992, EM 1994, HM 1995 og OL 1996. Stefni á úrslit og pall og að hætta með góða tölu á pappímum. Þegar greinarhöfundur gekk inn í lyftingasalinn heyrðust hávær öskur og hvatningarhróp og athygli allra viðstaddra beindist að einu horríinu í salnum. Þegar nær dró mátti sjá að tvö heljar- menni voru að reyna að slá persónuleg met sín í hnébeygju. Voru þar á ferð þeir Vésteinn Hafsteinsson, íslandsmethafi 1 kringlu- kasti, og Sigurður Einarsson spjótkastari. Staðurinn er háskóla- bær í miðju Alabamafylki í Bandaríkjunum þar sem þeir stunda nú æfingar fyrir væntanlegt keppnistímabil og þá helst fyrir heimsmeistaramótið í Tokyo næsta haust. • Vésteinn Hafsteinsson hefur átt íslandsmetiö í kringlukasti siðan árið 1983. Hann segist aldrei hafa verið í betri æfingu en einmitt nú og ætlar að kasta kringlunni yfir 70 metra i sumar. Véstein þarf vart að kynna. Hann hefur haldið íslandsmetinu í kringlukasti síðan 1983, þegar hann kastaði 65,60 m, og sló þá níu ára gamalt met Erlends Valdimarsson- ar. Það kast var á því ári 23. besti árangurinn í heiminum. Síðan þá hefur Vésteinn verið ósigrandi á íslandi, sem og á háskólamótum í Bandaríkjunum þar sem hann stundaöi nám við háskólann í Alab- ama á árunum 1982 til 1986. Þess má geta að Vésteinn heldur enn þann dag í dag öllum metum í kringlukasti í þeim skóla. Vésteinn á alþjóðlegu móti í Svíþjóð, og sá árangur kom honum í 12. sæti á heimslistanum. Þetta met var síðan tekið af Vésteini vegna „ólöglegs" vallar. Það var svo áriö 1989 sem Vésteinn kastaði 67,64 m (núver- andi íslm.) og var þar með orðinn 5. besti kringlukastari í heiminum. Síðan þá hefur Vésteinn sett mark- iö hátt fyrir heimsmeistaramótið í Tokyo og ólympíuleikana 1992 í Barcelona. Sigurður Einarsson hefur iðkað spjótkast lengur en margir halda. Þess má geta að á sínum yngri árum var hann einn besti spjót- kastari íslendinga en vegna meiðsla varð hann að taka sér frí frá spjótkasti í rúm tvö ár. Það var svo 1982 sem hann hélt utan til Bandaríkjanna, í Alabamaháskól- hefur tvisvar keppt fyrir íslands hönd á ólympíuleikum, ’84 og ’88, á heimsmeistaramóti árin ’83 og ’87, og svo núna síðast á Evrópumeist- aramótinu í Spht síðastliöið haust, þar sem hann náði aö komast í úrslit. Árið 1987 sló Vésteinn sitt eigið íslandsmet, og kastaði 67,20 m ann, sem svo margir aörir íslenskir frjálsíþróttamenn gerðu á þessum tíma. Sigurður var nær ósigrandi á háskólamótum og sló hann öll skólamet þar og kastaði lengst 79,74 m. Stendur það met enn í dag. Sig- urður hefur keppt fyrir hönd ís- lands á ólympíuleikunum 1984 og 1988, heimsmeistaramótinu 1987 og Evrópumeistarámótunum 1986 og nú síðast 1990 í SpUt, þar sem hann var hálfan metra frá því að komast í úrslit vegna meiðsla. Aðeins á 5 mótum í fyrra Sigurður hefur átt í svolitlum vandræðum með meiðsli á ferli sín- um og keppti hann t.d. aðeins á fimm mótum á síðastliðnu keppnis- tímabili. Vegna þessa hefur hann staðið í skugganum af Einari VU- hjálmssyni, Islandsmethafa í spjót- kasti lengst af. En æfingar og þrautseigja komu honum á toppinn árið 1989 þegar hann stóð sig mjög vel á stórmótum erlendis og hafn- aði í 3. sæti yfir stigamót Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins. Svo varð hann í 3. sæti á lokamóti Grand Prix í Mónakó, og bætti þar per- sónulegan árangur sinn og kastaði 82,82 metra. Síðar á árinu var hann síðan kosinn 3. besti spjótkastari í heiminnm af Track/field News, sem er virtasta tímarit um frjáls- íþróttir í heiminum, og er það besti árangur íslendings á þessum vett- vangi. Síðast en ekki síst var hann svo valinn í Evrópuúrvalið til þess að taka þátt í heimsbikarnum. Þegar Sigurður og Vésteinn höfðu lokið sínum æfingum í lyft- ingasalnum þennan daginn var sest niður heima hjá Vésteini og greinarhöfundi strax boðið upp á prótínmjólkurhristing með ban- anabitum. Þá var komið með stórt fat af grófu brauði og ferskum ávöxtum því að maöur verður að hafa eitthvað til að narta í á með- an, segir Vésteinn. Lyftingar allt áriö Eftir að hafa séð hvað þeir tóku hrikalega á í lyftingunum lá bein- ast við að spyrja þá á hverju undir- búningurinn byggðist og hvenær hann hefði hafist. „Venjulega er keppnistímabiliö í Evrópu búiö um miðjan september og þá eru teknar 2-3 vikur í hvíld. Svo er yfirleitt byrjað um 1. októ- ber, á uppbyggingaræfingum sem skipt er niður í 3-4 vikna hluta með mismunandi áherslum í hverjum hluta. Eru það mest lyftingar og styrktaræfmgar í 4-5 mánuði með kastæfingum inn á milli. Á þessum tíma er líka reynt aö laga tæknina og fleira. Þegar nær dregur keppn- istímabiiinu er kastað miklu meira en lyftingarnar halda áfram allt árið en breytast yfir keppnistíma- bilið. Aflt þetta er miðað við að kraftur og tækni sé rétt stillt á rétt- um tíma á sumrin,“ bætir Sigurður við. - Þið stoppið þá ekki nema 2-3 vikur allt árið? „Já, það er rétt,“ segir Sigurður. „Til að vera í hópi þeirra bestu þýðir ekkert annað, þetta er okkar vinna og búið að vera það í yfir tíu ár.“ Tæknin líka stórt atriði - Hvort eru lyftingar og styrktar- æfingar eða tækni og kastæfingar mikilvægari? „Það er mjög misjafnt hjá íþrótta- mönnum. Hjá okkur Sigurði er þetta mjög svipað. Við þurfum að leggja töluvert mikla áherslu á lyft- ingarnar en tæknin er líka stórt atriði. Það er engin ein aöferð til við þetta; hver íþróttamaöur hefur mismunandi þarfir," bætir Sigurð- ur við. - Hvenærbyrjiðþiðsvoaðkeppa á vorin? „Keppnistímabilið í Evrópu hefst í byrjun júní en opin háskólamót hér í Bandaríkjunum byrja í lok mars, og í maí eru nokkur stór al- þjóðleg mót sem við komum til með að keppa á. Opnu háskólamótin eru mikið til æfmgamót fyrir okkur og liður í undirbúningi okkar fyrir keppnistímabilið í Evrópu." HM í Tokyo ber hæst - Núna komiö þið til með að keppa á flestum stærstu mótum heims í sumar. Hver eru þau helstu og hversu stór eru þau? „Það stærsta er að sjálfsögðu heimsmeistaramótið í Tokyo í haust og erum við báðir búnir að ná lágmarksárangri fyrir það mót, það er mikilvægasta mótið sem við tökum þátt í á þessu ári,“ segir Vésteinn, „en keppnistímabilið í frjálsíþróttum í heiminum byggist upp á stigamótum Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins (International Grand Prix). Það eru 18 Grand Prix-mót á hverju ári og að minnsta kosti sjö mót i hverri grein. Þá eru inn á milli stór alþjóðleg mót, sem viö keppum á, og svo verkefni með íslenska landsliðinu erlendis ásamt nokkrum mótum heima á íslandi." - Hversu góðir þurfið þið að vera til að komast inn á þessi Grand Prix-mót? Gríðarleg samkeppni „í fyrsta lagi þarf maöur að vera á lista yfir 50 bestu í heiminum í sinni- grein sem er þó ekki nóg vegna þess að kannski komast bara um tíu í hverri grein á hvert mót. Það er því alveg gríðarleg sam- keppni um að komast inn á þessi Grand Prix-mót og stundum kemur það ekki í ljós fyrr en viku fyrir mót hverjir komast inn. Stundum fær maður jákvætt svar mjög snemma sem er mjög gott. Við er- um báðir komnir inn á nokkur Grand Prix-mót nú þegar og önnur eru í sigtinu. Og er það viss viður- kenning fyrir okkur,“ segir Sigurð- ur. - Hversu góður er undirbúning- ur ykkar núna, miðað við áður? „Ég hef aldrei verið í betri æfingu en núna, sem gerir mann svolítið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.