Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 8
32 MÁNUDAGUR 25. MARS 1991. “t“ íþróttir Með brjóstín ber á „rúbbíleik“ Þaö er ekki bara á Laugardalsvellinum sem það gerist aö nakið fólk tekur upp á þeim íjanda að hlaupa inn á leikvelli. Þessi mynd var tekin í Hong Kong um helgina en þá truflaði þessi yngismær leik tveggja „rúbbíliða". SimamyndReuter Tveir heimsbikarmeistarar frá Sviss Svissneskt skíðafólk reið feitum hesti frá heimsbikarkeppninni á skíðum. Á myndinni eru Chantal Boumissen, til vinstri, en hún varð heimsbikarmeistari í bruni kvenna, og Franz Heinzer sem varð heims- bikarmeistarí í bruni karla og risasvigi. Bæði eru þau frá Sviss. Símamynd Reuter • Monica Sales hampar sigur- laununum en hún (ékk um 7 millj- ónir króna fyrir sigurinn. Simamynd Reuter Tennis: Monica Sales vann Sabatini Nífján ára gbmul júgóslavnesk stúlka, Monica Sales, sigraöi á miklu kvennamóti í tennis sem lauk í Bandarikjunum um helg- ina. Sales lék til úrslita gegn Gabrielu Sabatini frá Argentínu og sigraði 6-3 og 7-5. Sigur Sales kom ekki svo mjög á óvart því hún er í öðru sæti á heimslistanum á eftir Steffi Graf en Sabatini er í þriðja sæti. ,JÉg reyndi allt hvaö ég gat til að forö- ast þriðju iotuna því ég var oröin dauðuppgefin,“ sagði Sales eftir að sigurinn var í höfn. -SK Knattspyma: - Sáþriðjier tekinn við Þjálfurum hjá spænska liðinu Reíil Madrid gengur illa að halda vinnunni. Um helgina var þriðji þjálfarinn ráðinn á þessu tímabili og er það met í sögu félagsins. Júgóslavinn Radomir Antic tók við um helgina af Alfredo Di’Stef- ano sem var aðeins hjá liðinu í nokkrar vikur. Real Madrid hef- ur gengiö mjög illa á yfirstand- andi keppnistímabili og liðið er fyrir löngu búið að missa af bar- áttunni um meistaratitilinn. -SK • Radomir Antic frá Júgóslavíu, hinn nýráðni þjálfari hjá Reai Madrid. Nær hann aó halda starfinu út tímabilið? Símamynd Reuter DV Úrslitakeppnin um spænska titilinn í handknattleik: Bidasoa féll úrtoppsætinu - Islendingamir atkvæðamiklir með félögum sínum Teka sigraði Bidasoa í aðalleik helgarinnar í úrshtakeppninni um spænska meistaratitilinn í hand- knattleik. Teka lék á útivelli og sigr- aði, 17-18, eftir æsispennandi viður- eign. Leikurinn var mjög jafn allan tímann en þegar skammt var til leiksloka hafði Bidasoa tveggja marka forystu en Teka reyndist sterka á lokasprettinum. í hálfleik var staðan, 9-11, fyrir Teka. Alfreð skoraði 6 mörk fyrir Bidasoa Alfreð Gíslason átti mjög góðan leik fyrir Bidasoa og var markahæstur, skoraði sex mörk. Kristján Arason er allur að braggast eftir meiðslin sem hann hefur átt við stríða og skor- aði fjögur mörk í leiknum. Bidasoa var í efsta sæti fyrir umferðina um helgina en með ósigrinum tóku Sig- urður Sveinsson og félagar hans í Atletico Madrid forystuna. „Það var mjög súrt aö tapa þessum leik. Við áttum alla möguleika að vinna sigur, vorum tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka. Keppnin er orðin geysilega jöfn og spennandi," sagði Alfreð Gíslason, í samtali við DV í gærkvöldi. Sigurður Sveinsson skoraði tvö mörk þegar Atletico Madrid sigraði Mepansa auðveldlega, 22-17, eftir að staðan í hálfleik var, 12-6, fyrir At- letico. Granollers sigraði á útivelli Granollers vann góðan sigur á úti- velli gegn Arate, 20-21, en Árate hafði forystu í hálfleik, 10-8. Geir Sveins- son skoraði fjögur mörk af línunni fyrir Granollers en Ath Hhmarsson skoraði þijú mörk. Þá sigraði Avidesa lið Caja Madrid, 29-19, og Barcelona sigraði Ahcant á útivehi, 16-22. Spánn - úrslitakeppni Atletico...8 6 Barcelona... 8 6 Teka.......8 5 Bidasoa....8 6 Cajamadrid 8 4 Avidesa....8 3 Alacant....8 2 Mepamsa....8 2 Granollers..8 2 Arrate......8 1 1 1 174-153 13 0 2 185-166 12 2 1 186-169 12 0 2 175-164 12 0 4 182-191 8 1 4 187-179 7 1 5 173-183 5 0 6 170-187 4 1 5 202-212 5 0 7 151-181 2 Mörk íslendinganna: Alfreð Gíslason, Bidasoa......62 Sigurður Sveinsson, Atletico..42 Áth Hilmarsson, Granohers.....32 Geir Sveinsson, Granollers....20 Kristján Arason, Teka.........16 -JKS íslandsmót: Góður árangur hjá fötluðum — 14 íslandsmet sett í sundi 225 þátttakendur frá 16 félögum tóku þátt í íslandsmóti íþróttasam- bands fatlaðra um helgina. í sundi voru sett 14 Islandsmet og settu eftirtaldir metin: Rut Sverris- dóttir, Óðni, 100 m flugsundi, Halldór Guðbergsson, ÍFR, 100 m baksundi, Rut Sverrisdóttir, Óðni, 100 m skrið- sundi, Karen Friðriksdóttir, ÍFR, 100 m skriðsundi, Jón B. Ásgeirsson, ÍFR, 100 m bringusundi, Jón H. Jóns- son, SH, í 100 m baksundi, Rut Sverr- isdóttir, Óðni, 100 m baksundi, Jón H. Jónsson, ÍFR, 100 m skriðsund, Karen Friðriksdóttir, ÍFR, 100 m bringusundi, Halldór Guðbergsson, ÍFR, 200 m fjórsundi og Lilja M. Snorradóttir, SH, 200 m fjórsundi. Önnur úrslit á íslandsmótinu verða í blaðinu á morgun. -JKS HK á leiðiitni uppíl.deild Gyifi Kriatjánsson, DV, Akureyri: Það viröist nokkuð Jjóst að HK muni leika í 1. deild handboltans næsta keppnistímabil. Liðíð vann góðan 23-26 sigur á Þór á Akur- eyri um helgina. Þóráeinnig möguleika á 1. deild- ar sæti þrátt fynr tapið, er í harðri baráttu við Breiðabhk. En það verður að segjast eins og-er að eins og hðin léku þennan leik sinn eiga þau aðeins eitt erindi upp í 1. deild þaö aö faha beint niður aftur. Gunnar Gíslason skoraði 7 mörk fyrir HK en hjá Þór var Páll Gísla- son markahæstur með 7(6) mörk. Staðan er þannig: Afturelding-ÍH..........24-34 Keflavík-Njarðvík........9-15 Þór-HK..................23-26 Völsungur-HK............20-27 Úrslitakeppni: HK......... 5 4 1 0 120-95 13 Þór.Ak..... 4 2 1 1 106-90 7 UBK........ 3 2 1 0 68-48 6 Njarðvík.... 5 2 1 2 101-105 5 Völsungur 4 1 0 3 84-114 2 Keílavik.... 5 0 0 5 94-123 0 Fallkeppni: ÍH.........23 11 2 10 153-107 24 Ármann....23 8 2 13 121-94 18 Aftureld....23 8 0 15 110-119 16 ÍS.........23 1 1 21 83-147 3 Landsflokkaglíman 1991: Ólaf ur lagði Jóhannes Ólafur Haukur Ólafsson, KR, varð sigurvegari í +90 kg flokki á Lands- flokkaglímunni sem fram fór í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um helgina. Ólafur lagöi þar erkióvininn, Jóhannes Sveinbjömsson, HSK. Amgeir Friðriksson, HSÞ vann í -74 kg flokki, Helgi Bjamason, KR, í -81 kg flokki og Jón Birgir Valsson,KR,í-90kgflokki. -SK Kvennahandbolti - C-heimsmeistarakeppnin: jr Island bakdyramegin inn í B-keppni HM íslenska kvennalandsliðið í handknattleik komst eft- ir allt saman í B-keppnina þrátt fyrir slaka frammi- stöðu í C-keppninni á Ítalíu þar sem liðið vann aðeins tvo leiki. ísland tapaði leik um 5. sætið íslenska liðið lék um fimmta sætiö í C-keppninni um helgina og tapaði þar fyrir spönskum stúlkum, 20-26. Þar með hafði íslenska landshðið misst af sæti í B-keppninni en eftir leikinn var síðan ákveðið að næsta B-heimsmeistarakeppni færi fram í Ungverjalandi og þar sem ungverska hðið hafnaði í einu af fimm efstu sætunum losnaði sæti fyrir íslenska liðið. í leiknum gegn Spánverjum var Erna Lúðvíksdóttir markahæst með sex mörk en Rut Baldursdóttir kom næst með 4 mörk. -SK 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.