Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1991, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. MARS 1991.
Iþróttir
Sigurður Einarsson
Fullt nafn: Sigurður Einarsson
Fæðingardagur og ár: 28.9.1962 í Reykjavík.
Hæð og þyngd: 1,89 m á hæð og 105 kg.
Menntun: B.S. íþróttafræði og stjórnun.
Heimili: Hvannarlundur 12, Garðabæ.
Maki: Debora Anne.
Böm: Dóttir sem heitir Anna Viktoría.
Félag: Glímufélagið Ármann.
Besti árangur: 1989 kastaði ég 82,82 metra í Monte Carlo.
Stórmót OL 1984 og 1988, HM 1987, Evrópumót 1986 og 1990, World
Cup 1989 og úrslit á Grand Prix 1989.
Langtíma takmörk: Komast á Grand Prix 1991 og HM 1991. Setja ís-
landsmet 1991, keppa á ÖL 1992, setja íslands- og Norðurlandamet
sama ár og jafnframt Evrópumet og heimsmet.
spenntan. Það verður gaman að sjá
hvað kemur út úr manni í sumar",
segir Vésteinn en bætir við að það
sé ekkert miðað við þá æfingu sem
Siggi er í! Ekki vill Sigurður sam-
þykkja þessi ummæli Vésteins:
„Mér hefur samt gengið alveg ólýs-
anlega vel í allan vetur og er að
bæta mig á öllum sviðum. Þar
skiptir mestu að ég er laus við öll
meiðsli og vegna þessara framfara
get ég vart beðið eftir keppnistíma-
bilinu. Miðað við árstíma erum við
báðir í ótrúlega góðu formi og erum
aö kasta lengra á æflngum en þor-
andi er að segja frá.“
Aldrei meira skipulag
- Hverjar eru ástæðurnar fyrir því
að þið standið svona vel og hverjar
eru breytingarnar?
„Það má segja að helsta ástæðan
fyrir því sé að aldrei áður hefur
verið meiri skipulagning hjá okk-
ur. Allar æfingar, tímasetningar,
mataræði og allt okkar líf er skipu-
lagt út í ystu æsar, alveg frá 1. okt-
óber 1990 til 20. september 1991. Svo
er þetta líka í fyrsta skipti sem við
Sigurður æfum saman alveg frá
byrjun og hefur það hjálpað mjög
mikið. Vésteinn segist hafa kynnst
þessu fyrirkomulagi hjá kollegum
sínum frá Austur-Evrópu sem eru
þjálfaðir samkvæmt því frá barns-
aldri.“
„Ætla að kasta
yfir 70 metra“
- Núna virðist þetta ár og það
næsta vera það sem þið hafið verið'
að bíða eftir og stórir hlutir eru
framundan. Hvað á að gera og
hversu langt ætlið þið aö ná í ykk-
ar greinum?
„Mér hefur alltaf verið efst í huga
það takmark að bæta árangur
minn,“ segir Vésteinn, „en í ár hef
ég sett markið aðeins hærra. í sum-
ar ætla ég aö kasta kringlunni yfir
70 metra og í fyrsta skipti veit ég
að ég get það ef aðstæður leyfa. Nú
svo ætla ég að komast í úrslit á
lokamóti Grand Prix í september
og svo hef ég sett mér það takmark
að reyna að komast á pall á heims-
meistaramótinu í Tokyo. Ef allt
þetta gengur upp (sem það gerir) á
maður góða möguleika á að vera
mjög ofarlega á lista yfir bestu
kringlukastara heims. Þar vil ég
vera og ég veit að ég get það.“ Því
má bæta við að í fyrra var lengsta
kast ársins 68,92 m og ekki eru
margir líklegir til að bæta sig á
þessu ári. Ef Vésteinn nær að kasta
yfir 70 m þá yrði það eitt af lengstu
köstum ársins.
„Reyni strax við metið“
„Það væri gaman að byrja sumarið
á þvi að slá íslandsmetið í spjót-
kasti sem er 85,46 metrar,“ segir
Sigurður. Það er nokkuð sem hefur
verið á dagskrá hjá mér í langan
tíma en meiðsli undanfarin ár hafa
komið í veg fyrir það. Núna í ár
verður það hins vegar mitt fyrsta
verk að reyna. í sambandi við
keppnistímabilið í Evrópu og
Grand Prix mótin stefni ég á aö
komast í eitt af þremur efstu sæt-
unum á lokamóti Grand Prix. Á
heimsmeistaramótinu í Tokyo er
takmarkið að komast í úrslit (helst
á pall ef vel gengur). Það sem gerir
gæfumuninn hjá mér í ár er að ég
er laus við öll meiðsli og hef trú á
sjálfum mér, sérstaklega vegna
þess að undirbúningurinn gengur
alveg ótrúlega vel.“
- Nú eruð þið búnir að vera að
þessu í yfir tíu ár og hafið báðir
náð vissri viöurkenningu 'í heimi
frjálsíþrótta. Hvað eigið þið eftir
mörg ár í þessu?
„í dag nær langtímaáætlunin
fram yfir ólympíuleikana 1992,“
segir Sigurður. „Hvað þá tekur við
er óvíst. Nú í dag væri ég tilbúinn
að eyða öðrum tíu árum í þetta en
ég endurskoða þetta eftir ólympíu-
leikana 1992.
Hefur kastað kringlu
í 20 ár
Ég hef núna kastað kringlu í um
20 ár og á þó alveg nóg eftir. Lang-
tímáætlunin nær fram yfir Ólymp-
íuleikana 1992, eins og hjá Sigga.
Ég stefni á að fara á fjórðu Ólymp-
íuleikana árið 1996 í Atlanta," segir
Vésteinn.
- Núna eruð þið báðir afreks-
iþróttamenn á heimsmælikvarða
og stundið þetta sem fulla vinnu.
Hvernig fariö þið að því að láta
enda ná saman?
„Hér áður fyrr var maður á
skólastyrkjum hér í Bandaríkjun-
um og svo hefur maður fengið
styrki að heiman af og til. Svo hafa
komið styrkir frá Afreksmanna-
sjóði íslands en þó aldrei neitt sem
hægt hefur verið að treysta á. Mað-
ur lifir bara spart og treystir á guð
og lukkuna og þá reddast þetta
allt,“ bætir Vésteinn við. Sigurður
segist þó stundum hugsa um hvað
íslenskir afreksíþróttamenn heföu
getað náð langt ef betri aðstæður
hefðu verið fyrir hendi. íslensk
frjálsíþróttayfirvöld verða að fara
að gera einhverjar langtímaáætl-
anir til að reyna að virkja öll þau
frjálsíþróttaefni sem eru til heima.
Stefna báðir á íslandsmet
Árið 1989 voru Sigurður og Vé-
steinn mjög ofarlega á heimslista
yfir sínar greinar, eins og áður
hefur komið fram, Sigurður þriðji
og Vésteinn fimmti. Það var árang-
ur sem ekki var metinn sem skyldi
hér á landi á sínum tíma, en það
sem þessir tveir afreksíþróttamenn
ætla að gera í sínum greinum í
sumar kemur ekki til með að fara
framhjá neinum.
Sigurður stefnir á að slá íslands-
metið í spjótkasti strax í byrjun
sumars og Vésteinn ætlar að kasta
kringlunni yfir 70 metra og ef það
tekst kemur hann til með að eiga
eitt lengsta kast ársins í heiminum.
Báðir ætla þeir að reyna að komast
á pall á heimsmeistaramótinu í
Tokyo í haust, sem og á loka-stiga-
móti Alþjóðlega frjálsíþróttasam-
bandsins.
Eftir að hafa eytt degi með þess-
um tveim íslensku heljarmennum
þá efast greinarhöfundur ekki um
að þeir geti náð því sem þeir stefna
að. Þaö verður án efa spennandi
að fylgjast með árangri þeirra í
sumar.
Gylfi Þórisson - Alabama/-SK
DV-mynd Halla Einarsdóttir,
• Sigurdur Einarsson hefur lengi átt við meiðsli aö striða og þau hafa
háð honum verulega. Besti árangur hans er 32,82 metrar og er Siggi
staðráðinn i að bæta árangur sinn i sumar. Hefur hann reyndar sett
markiö hátt og eins og fram kemur í greininni hér að ofan stefnir hann
að heimsmeti á næsta ári. Veröur mjög spennandi að fylgjast með Sig-
urði i sumar og vonandi að meiðsli haldi sig víðs fjarri.