Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. 11 Utlönd Hvíta-Rússland: Viðrædum lofaðvið verkfallsmenn Tugir þúsunda verkfallsmanna í Hvíta-Rússlandi sneru aftur til vinnu í gær eftir að yfirvöld höföu samið um viöræður sem eiga að hefjast í dag. Leiðtogi verkfalls- manna lagði hins vegar áherslu á að verkfalhð hefði ekki verið stöðv- að heldur hefði aðeins verið gert á því hlé. Efnt hafði verið til verk- fallsins, sem lamað hefur höfuö- borgina Minsk í tvo daga til að mótmæla gífurlegum verðhækk- unum í síðustu viku. Víst þykir hins vegar að yfirvöld- um í Hvíta-Rússlandi muni reynast erfitt að koma til móts við kröfur verkfallsmanna um meðal annars afsögn Gorbatsjovs Sovétforseta og annarra ráðamanna auk minni áhrifa kommúnistafiokksins. í Moskvu gaf einn forystumanna hinna opinberu verkalýðssamtaka þar í skyn að menn væru ekki sátt- ir við verðhækkanirnar. Hótaði hann mótmælum l.maí og ef við- ræður hefðu ekki hafist þá myndu samtökin boða verkfall. Ráðamenn í Georgíu stóðu fyrir verkföllum í gær til að leggja áherslu á yfirlýsinguna um sjálf- stæði lýðveldisins sem gefin var út fyrr í vikunni auk þess sem þeir voru að mótmæla nærveru sové- skra hermanna í héraðinu Suður- Ossetíu. Að minnsta kosti fimmtíu manns hafa látið lífið síðustu mán- uði í átökum milli aðskilnaðar- sinna í Georgíu og Suður-Ossetíu- Verkfallsmenn í Minsk í kröfu- göngu í gær. Verkfalli þeirra var síðan frestað eftir loforð yfirvalda um viðræður. Símamynd Reuter manna sem andvígir eru sjálfstæöi Georgíu. Hundruð þúsunda kolanámu- verkamanna víðs vegar í Sovétríkj- unum héldu áfram verkfallsað- gerðum sínum í gær en verkfall þeirra hefur nú staðið í sex vikur. Reuter Stokkhólmur: H//LASER PC tölva fyrir lærdóm, leik og störf * Intel 8086/10MHz örgjörvi * 640 KB minni * 3,5" drif 720 KB * Stýrikerfi MS-Dos 4,01 * VGA skjákort * PC Tools V. 6.0 * Prentkapall, stýripinnatengi, hlið- og raðtengi o.fl. Aukahlutir: 40 MB harður diskur kr 28.225 VGN litskjár kr. 31.680 aukadrif 5 !4" Rændu byssum á lögreglustöð Fjórir grímuklæddir menn réðust inn á lögreglustöö í Lidingö í Stokk- hólmi aðfaranótt fimmtudags og stálu þeir 36 lögreglubyssum. Kom- ust þjófarnir inn um glugga sem „ gleymst hafði að loka. Viðvörunar- B kerfið virkaði ekki og gátu því þjóf- jj arnir komið talstöðvarmanni á óvart f og bundið hann. -------------------- I Kasmír: Sænsku | gíslarnir biðja í um hjálp I | i I I | I i I I I mm | mm I Þjófarnir höfðu einnig á brott með sér skotfæri og nokkrar farstöðvar. TT Kl. 0.7I/V Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 ERTU I BILAHUGLEIÐINGUM? „í fyrstu var farið vel með okkur, eins og gesti. Nú eru mannræningj- arnir orðnir örvæntingarfullir. Vin- samlegast grípið til skjótra aðgerða," Þetta voru orð annars þeirra Svía sem rænt var í Kasmír í Indlandi á páskadag. Skilaboð hans voru á seg- ulbandsspólu sem afhent var frétta- mönnum í Srinagar í Kasmír í gær- kvöldi. Fyrr um daginn bárust fréttir af því aö indversk lögregla hefði á mið- vikudaginn fundið húsið þar sem Svíarnir hafa verið í haldi í næstum tvær vikur. Þegar lögreglan réðst til inngöngu höfðu mannræningjarnir komist undan með gísla sína. Á morgun rennur út fresturinn sem mannræningjarnir hafa veitt indverskum yfirvöldum. Þeir krefj- ast þess að Sameinuðu þjóðunum og mannréttindasamtökunum Amnesty International veröi leyft að senda nefndir til Kasmír til að rannsaka þar meint mannréttindabrot ind- versku öryggislögreglunnar. Ind- versk yfirvöld hafa vísað kröfunni á bug. TT VERÐ FRA KR: 453.000.- TIL AFHENDINGAR STRAX! & LANDBÚNAÐARVÉLAR HE 108 Reykjavík Símar 68 12 00 & 312 36 | i I I I I I I [ I 1 I i ■■ i I í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.