Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1991, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991. Viðskipti_____________________________________________________________________________dv Pétur Blöndal stærðfræðingur: Stjórnmálamenn verða að þora að segja: Því miður - halli ríkissjóðs bráðasti vandinn í íslensku efnahagslífi Fyrstu þrír mánuðirnir í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Peningalegur sparnaður er að minnka. Innlán eru að minnka á sama tíma og útlán eru að aukast. Pétur Blöndal, stæröfræðingur og fráfarandi forstjóri Kaupþings, segir aö hinn gegndarlausi halli ríkissjóðs, sem nú hafi leitt af sér stórfelldan yfirdrátt ríkisins í Seðlabanka, sé sá vandi sem bráöast sé að leysa í ís- lensku efnahagslífi. „Stjórnmála- menn geta ekki skotið sér undan því lengur að taka á þessu máli. Þetta er þeirra brýnasta verkefni núna.“ Vextirnir hljóta að hækka og hækka „Halli ríkissjóðs kom í veg fyrir vaxtalækkun á síðasta ári og olli meira að segja ákveðinni vaxta- hækkun í árslok. í ljósi þess að sparnaður einstaklinga er aö dragast saman, og jafnvel stöðvast, er fjár- magnsmarkaðurinn núna þaninn til hins ýtrasta. Þegar ríkissjóður er rekinn með halla við svona aðstæður hækka vextimir og hækka. Þetta er náttúrulega hlutur sem stjórnmála- menn veröa að taka á.“ Afföll húsbréfa vegna halla á ríkissjóði Pétur segir að það sé beint sam- hengi á milli halla ríkissjóðs og þeirra affalla sem kaupendur hús- eigna á húsbréfamarkaðnum verða nú að greiöa. „Afíoll húsbréfa hafa verið að auk- ast að undanfórnu og þau eiga eftir að aukast enn meira á næstunni verði ekki gripið í taumana. Þetta stafar af þeirri miklu lánsíjárþörf ríkisins, sem er vegna hallareksturs- ins, og eykur heildareftirspurnina eftir peningum á fjármagnsmark- aðnum. Á sama tíma virðist fram- boöið, peningalegur sparnaður landsmanna, vera að dragast saman. Þetta dæmi gengur alls ekki upp.“ Á ríkisheimilinu eyða menn meira en þeir afla Pétur segir ennfremur: „Á ríkis- heimilinu eru menn alltaf að eyða meira en þeir afla. Hins vegar hafa einstakhngar tekið vel við sér og breytt um hugsunarhátt. í stað þess aö halda uppi mikilli eyðslu með miklum lánum reyna einstaklingar nú að draga eftir mætti úr eyðsl- unni, væntanlega vegna hárra vaxta. En það virðist sem háir vextir hafi engin áhrif á herrana sem stjórna Qármálum ríkisins. Þeir taka ekki við sér þótt vextir hækki. Auðvitaö Pétur Blöndal stærófræðingur: „Það er spurning hvenær stjórnmála- menn þora að segja við kjósendur: Því miður, við höfum ekki efni á þessu. Fyrir þessa hræðslu stjórn- málamanna eru kaupendur fast- eigna nú að greiða 17 prósent afföll af húsbréfum." eiga stjórnmálamennirnir að taka minna af lánum og skera heldur nið- ur eyöslu ríkissjóðs." Þjóðin spyrji hvort hún hafi efni á gæluverkefnum „Það er auðvitað gömul tugga aö það sé miklu auðveldara að eyða pen- ingum en hætta að eyða þeim. En auðvitað verður þjóðin að fara að taka á þessu máli. Þjóðin verður að spyrja sig hvort hún hafi efni á þess- um jarðgöngum fyrir norðan og vest- an, hvort hún hafi efni á hundraða milljóna króna halla Síldarverk- smiðja ríkisins vegna mikilla fjár- festinga fyrirtækisins á undanförn- um árum. Og svona mætti áfram lengi telja.“ Því miður, við höfum ekki efni á þessu „Stjórnmálamenn eru gjarnir á að spreða peningum alveg endalaust og botnlaust. Það er spurning hvenær þeir hafa þor til að segja hreinlega við kjósendur: „Því miöur, þetta er of dýrt. Við höfum ekki efni á þessu.“ Það er einmitt fyrir þessa hræðslu stjórnmálamanna sem kaupendur fasteigna og húsbréfaeigendur eru núna að greiða. Þeir eru að borga 17 prósent afföll vegna þess að stjóm- málamenn eru alltaf að spreða pen- ingum skattgreiðenda umfram það sem þeir fá í skatta. Stjórnmálamenn eru alltaf að gefa kjósendum gælu- verkefni en minnast ekki á að gælu- verkefnin kosta peninga. Jarðgöng eru auðvitað sjálfsagður hlutur í augum þeirra sem búa fyrir vestan en þegar litið er á kostnað ganganna, miðað við þann fjölda heimila sem nýtur þeirra, eru þetta svo óheyrilegar tölur að það dytti ekki nokkrum manni í hug að fara út í svona framkvæmir nema af því að það eru aðrir sem borga." Annað ástand en í fyrra Pétur segir ennfremur að ríkissjóð- ur hafi ekki getað selt spariskírteini og ríkisvíxla í byrjun ársins vegna þess að húsbréfin hafi tekið svo mik- ið til sín, svo og hafi sparnaður minnkað. Þess vegna hafi ríkið orðið að hlaupa í Seðlabankann og prenta peninga. „í fyrra jókst sparnaður lands- manna þannig að þótt ríkið kæmi inn á markaðinn með stórauknum þunga höfðu sparifjáreigendur við að spara á móti kröfum og þörfum ríkisins. Núna hefur sparnaður minnkað. Þrátt fyrir það heldur ríkið áfram á sömu braut. Munurinn er bara sá að það kemur ekki skuldabréfum sínum út núna nema láta vexti rjúka upp. Orð viðskiptaráðherra um engan bráðan vanda Pétur segir að á ársfundi Seðla- bankans hafi viðskiptaráðherra, sem er yfirmaður bankamála, sagt að næsta ríkisstjórn stæði ekki frammi fyrir neinum bráðum vanda. „í fljótu bragöi gætu margir haldið að þetta væri rétt hjá honum. Það er ekkert atvinnuleysi, engin verk- fóll og fiskiskipaflotinn er í góðum gangi. Málið er hins vegar að hinn bráöi vandi ríkisstjórnarinnar er einmitt hinn gegndarlausi og stöðugi halli ríkissjóðs. Hann er sérstaklega bráður vegna þess aö nú hefur sparn- Austurland: Góður afli netabáta á Fáskrúðsf irði Kvótabátur keyptur til Fáskrúðsfjarðar Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfiröi: Nýlega festi útgerðarfélagið Akkur kaup á 29 tonna stálskipi, Sigurbjörgu SU 44, sem gert var út frá Vestmannaeyjum..Skipið var smíðað á ísafirði 1979 og fylg- ir því um 150 tonna þorskígildi auk 40 tonna af kola. Kaupverð skipsins er um 43 milljónir króna. Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Afli smábáta, sem veiða í net á Fáskrúðsfirði, hefur verið ágætur að undanfórnu eða allt að tveimur tonn- um eftir nóttina. Netin leggja trillurnar að mestu gegn!.þorpinu svo stutt er að fara á miðin. Það eru tíu trillur sem nú veiða hér í net. Auk þess eru bátar á línuveiðum en þá er lagt utan við landið og því lengra að fara. FRAMBJOÐENDURIREYKJAVIK SITJA FYRIR SVÖRUM virka daga frá kl. 16.30-18.00 að Laugavegi 17, 2. hæð, sími 622908 - 620277 Allir velkomnir Jói á Litla-Tindi og háseti hans koma að landi með góðan afla. DV-mynd Ægir aður dottið niður af einhverjum ástæðum. Á þessu verða stjórnmála- menn að taka.“ -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÓVERDTR. Sparisjóðsbækurób. 4,5-5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp 6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp Sértékkareikningar 4,5-5 Lb VlSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 2.5-3,0 Nema ib 15-24mán. 6-6,5 Ib.Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR7.1 -8 Lb.lb Gengisb. reikningar í ECU8.1 -9 Lb.lb ÓBUNDNIRSÉRKJARAR, Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir óverðtr. kjör, hreyfðir 10,25-10,5 Nema Ib BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb Óverðtr. kjör 12,25-13 Bb INNLGJALDEYRISR. Bandarikjadalir 5,25-6 Ib Sterlingspund 11,5-12,5 ib Vestur-þýskmörk 7,75-8 Ib Danskarkrónur 7,75-8,8 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÓVERDTR. Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb 7,75-8,25 Lb AFURÐALAN Isl. krónur 14,75-15,5 Lb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir ö 8,8-9 Sp Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.lb Vestur-þýsk mörk 10,75-10.9 Lb.lb.Bb Húsnæðislán 4,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 91 15,5 Verðtr. mars 91 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala apríl 3035 stig Lánskjaravísitala mars 3009 stig Byggingavisitala apríl 580 stig Byggingavisitala apríl 181,2 stig Framfærsluvísitala apríl 151 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun 1 . april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,493 Einingabréf 2 2,964 Einingabréf 3 3,603 Skammtímabréf 1,839 Kjarabréf 5,397 Markbréf 2,878 Tekjubréf 2,067 Skyndibréf 1,602 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,636 Sjóðsbréf 2 1,846 Sjóðsbréf 3 1.827 Sjóðsbréf 4 1,583 Sjóðsbréf 5 1,101 Vaxtarbréf 1.8712 Valbréf 1.7415 islandsbréf 1,143 Fjórðungsbréf 1,074 Þingbréf 1,142 Öndvegisbréf 1,130 Sýslubréf 1,153 Reiðubréf 1,119 Heimsbréf 1,053 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Eimskip 5,35 5.60 Flugleiðir 2,30 2.39 Hampiöjan 1,80 1,88 Hlutabréfasjóðurinn 1,84 1,93 Eignfél. Iðnadarb. 2,29 2,35 Eignfél. Alþýðub. 1.57 1,64 Skagstrendingur hf. 4,40 4,60 islandsbanki hf. 1,50 1,57 Eignfél. Verslb. 1,73 1.80 Olíufélagió hf. 6,30 6.60 Grandi hf. 2.45 2,55 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Skeljungur hf. 6,40 6.70 ÁrmannSfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagiö 1,35 1.42 Utgerðarfélag Ak. 3,95 4.10 Olis 2,25 2,35 Hlutabréfasjóður VÍB 0.99 1.04 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auólindarbréf 0.975 1.026 Íslenski hlutabréfasj. 1,06 1.11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2.41 2.52 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, ib= íslandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.