Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 1991. 3 M0BLER Stjómmál Eggert Haukdal kosinn á þing þrátt fyrir hrakspár: Þetta tókst með quðs hjálp Kvennalistinn átti einn mann á þingi af Vesturlandskjördæmi en missti hann í kosningunum nú. Dan- fríður Skarphéðinsdóttir var þing- maður Kvennalista í Vesturlands- kjördæmi. „Ég kann engar skýringar á því af hverju við misstum þing- mannssæti okkar í Vestuflandskjör- dæmi. Það var geysimikið unnið að okkar stefnumálum í kjördæminu og við fundum fyrir miklum hljóm- grunni fyrir okkar stefnumálum. Við vorum eini flokkurinn sem Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráöherra og varaformaður Framsóknar- flokksins, fylgist spenntur með úrslitunum í félagsheimili Framsóknarflokks- ins á Höfn í Hornafirði. DV-mynd Júlía Imsland Gurmlaugur Stefansson, prestur 1 Heydölum: Gat ekki skorast undan - fer á þing fyrir Alþýðuflokkinn á Austurlandi „Bætt lifskjör fólks hér á Austur- landi eru mitt baráttumál. Það eru atvinnumál og byggðamál hér í fjórð- ungnum sem þarf að vinna að og því gat ég ekki skorast undan þegar til mín var leitað," sagði Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, þeg- ar hann var spurður um ástæðu fyr- ir því að hann fór í framboð þótt hann hefði lýst því yfir að hann væri hættur afskiptum af pólitík. Gunn- laugur sest á þing fyrir Alþýöuflokk- inn í Austurlandskjördæmi en hefur áður setið á þingi fyrir Alþýðuflokk- inn í Reykjanesi frá 1978 til 1979. „Það leggst vel í mig að fara í þetta starf á Alþingi aftur en ég mun starfa áfram sem sóknarprestur hér fyrir austan,“ sagði Gunnlaugur. „Staða okkar alþýðuflokksmanna er mjög góð núna.“ - Alþýðuflokkurinn hefur ekki átt þingmann í Austurlandskjördæmi í áratugi. Hverju viltu þakka þessa fylgisaukningu í kjördæminu? „Fyrst og fremst ómældu starfi fjöl- mennrar baráttusveitar karla og kvenna hér í kjördæminu sem hefur unnið ótrúlegt starf.“ -JJ Eigum ekki innkomu nema stjórnarf lokkar óski þess - segirlngibjörgSólrúnGísladóttir „Ég er bæði sátt og ósátt við okkar árangur. Ef marka má skoðanakann- anir sýnir það að við unnum á frá því þær hófust í kosingabaráttunni. Ég var ekki svo óraunsæ að telja að viö myndum auka fylgið en ég gerði mér vonir um að það yrði óbreytt. Samtök um kvennalista eru eina pól- itíska hreyfingin sem hefur tekist að halda velli sem ný samtök. Þau voru stofnuð um ákveðnar hugmyndir og það er því að þakka að við héldum velli - við höfum staðið við okkar fyrirheit sem gefxn hafa verið fyrir kosningar. Ef við hefðum svikið þau hefði fólk ekki séð tilganginn með að sjá okkur inni í þessari flokka- flóru,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, sem var í 1. sæti Samtaka um kvennalista í Reykjavík. Hún hefur ekki setið áður á þingi. Konurnar fengu þrjá þingmenn kjörna í höfuð- borginni. - Það hefur verið orðað á síðustu árum að Samtökin hafi skorast und- an stjórnarþátttöku. Telur þú að þið munið eiga undir högg að sækja ef þið verðið ekki sterklega inni í mynd- inni í shku nú? „Ég held ekki. Við eigum enga inn- komu nema ef þeir sem nú sitja í rík- isstjóm óski þess,“ sagði Ingibjörg Sólrún. -ÓTT Júlíus Sólnes: Sömu örlög og önnur framboð Júlíus Sólnes var fyrsti maður á hsta Fijálslyndra í Reykjaneskjör- dæmi og tókst ekki að halda sæti sínu á þingi. „Við höfum ekki haft tæk- ifæri enn til þess að ræða stöðuna í flokknum eftir þessi úrslit. Við eig- um eftir að taka ákvörðun um hvort við viljum halda þessu starfi áfram eða ekki. Við áttum í sjálfu sér hálft í hvoru von á þessum úrslitum þar sem margt benti til þess. Flokkurinn er með þessu úrslitum að hljóta sömu örlög og öh önnur framboð sem stefnt hefur verið gegn fjórflokka- kerfrnu. í frjálslynda flokknum er mikið af dugmiklu fólki og mér þykir það slæmt ef þetta fólk tvístrast og heldur ekki áfram þessu góða starfi Hvað sjálfan mig varðar er ég ekk- ert fannn aö velta framtíðinni fyrir mér. Ég hef alltaf haft nóg að gera og hef það örugglega áfram," sagði Júlíus. ÍS Danfríður Skarphéðinsdóttir: Kann engar skýringar - heföiviljaöbetriárangurálandsvísu „Fólk stóð hér vel saman og vann vel. Ég þakka að sjálfsögðu samhug sjálfstæðismanna í þessu kjördæmi fyrir árangurinn. Út af fyrir sig hefði maður viljað betri árangur á lands- vísu. En flokkurinn vann sigur og það er árangur að ná inn þriðja manni hér. Það hefur alltaf verið kappsmál sjálfstæðismanna á Suð- urlandi að halda þremur-mönnum inni. Það tókst núna aftur enda var málefnastaðan sterk," sagði Eggert Haukdal, 3. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi, við DV. Eggert á langa þingsetu að baki. Þegar Ami Johnsen fór í annað sæti hstans í prófkjöri í vor, í staö Egg- erts, gerðu menn því skóna að hthr möguleikar væru á að hann yrði aft- ur kosinn á þing. Um það vildi Egg- ert ekkert segja annað en þetta: „Það er búið að vera ágætt sam- starf milli frambjóðenda og eining og samhugur meðal sjálfstæðis- manna á Suðurlandi í þessari kosn- ingabaráttu." - Menn létu þau orð falla um kosn- inganóttina að þú hefðir níu líf. „Já, var það ekki á sjónvarpsstöðv- unum. Annars hef ég komist í gegn- um margar kosningar þó mér hafi verið spáð út. En þetta tókst með guðs hjálp og góðra manna,“ sagði Eggert Haukdal. -ÓTT setti fjölskyldu- og launamálin á odd- inn. Samt sem áður virðist það ekki hafa nægt til að halda sæti okkar. Þrátt fyrir að ég sé dottin út af þingi er ég ekki hætt afskiptum af stjórn- málum. Ég get hugsað mér að starfa að ýmsum öðrum málum í pólitík þó ég sé ekki á þingi. Það er mikið starf óunnið í kvennabaráttunni og ekki síst úti á landsbyggðinni. Það er nauðsynlegt fyrir Kvennahstann að vinna að málefnum kvenna úti á landi,“ sagði Danfríður. ÍS BÍLDSHÖFÐI 20 112 REYKJAVÍK Húsgagna höllín REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI FAX 91-673511 SÍMI 91-681199 sem svo margír hafa beðíð eftír vegna þess að hann er fallegur, vandaður og svo kostar hann aðeíns kr. 76.490,- Eínnig stórkostíegt úrval af húsgögnum fyrír ferm- ínguna-. borðstofusett, sófasett, hornsófar, sófa- borð, skápar og skenkar, svefnsófar, unglíngahús- gögn ogfl.fl. Nýjar vörur teknar ínn í hverrívíku. Góð greíðslukjör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.