Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1991, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 1991. 15 Rýnt í ný grunnskólalög Ný lög um grunnskóla hafa verið samþykkt. Það má þakka fylgni menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar. Hér mun ég stikla á stóru og eink- um fjalla um áhrif laganna á innra starf grunnskólans. í þessum lögum er margt að fmna sem, ef vel er á haldið, getur eflt skólastarf. Mun ég fyrst drepa á þá þætti laganna en víkja í lokin að því sem mér finnst veikt í þess- um nýju lögum. Spor í rétta átt Meðal ákvæða, sem tvímælalaust verða að teljast spor í rétta átt, eru: 1. Fækkun nemenda í 1.-3. bekk þar sem nemendur skulu flestir verða 18 í 6 ára bekkjum og 22 í 7 og 8 ára bekkjum. Þetta á að gerast á næstu þrem árum. Að vísu hefði ég kosið að sjá að minnsta kosti 9 ára börnin búa við sömu reglu en hiröi ekki að gagn- rýna það sérstaklega. 2. I 4.-10. hekk skulu innan sama árafjölda nemendur verða flestir 28 í hekk. Þetta er ögn í rétta átt en flestum finnst sem hér hafi verið fullskammt gengið, einkum hvað varðar yngri bekki þessa ald- urshóps. Ákvæði um námsráðgjafa í grunnskólum eiga að koma til framkvæmda innan fimm ára eftir nánari ákvörðun fjárveitinga- valdsins. Þessi þjónusta innan skólanna er orðin mjög hrýn og þeir sem þegar hafa reynt þessa starfsemi vilja ekki án hennar vera. Þessi grein er þó að mínu mati allt of veik og gefur ríkisstjóm möguleika á að hunsa þetta enn um stund. Þvi er brýnt að þessu verði fylgt vel eftir. Fyrir stærstu skólana eru ákvæði um heimild til að ráða fleiri en einn aðstoðarskólastjóra brýn. Þessir skólar búa við mjög skarðan hlut hvað varðar kvóta til stjórnunar- starfa og vinnuálag stjórnenda þessara stofnana er óhóflegt. Um þetta þarf að setja vandaða KjaUarinn Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri Árbæjarskóla i Reykjavik reglugerð hið fyrsta og bæta veru- lega stöðu þessara skóla og um leið tryggja hagsmuni þeirra nemenda sem þar lifa og starfa. Ákvæði um að koma á skólamál- tíðum er hið þarfasta mál og þarf að vinna að nánari útfærslu þess sem fyrst en aðlögunartími sam- kvæmt lögunum er þrjú ár. Ákvæði 50. gr. um valgreinar í 8.-10. bekk og heimild til að meta þátttöku nemenda í atvinnulífi sem nám fmnst mér mikilvægt. Ég get þó í þessu sambandi ekki látið hjá líða að minna á að eins og nú horfir þarf að skerða val- greinar í 10. bekk á hausti komanda þar sem Námsgagnastofnun telur sig ekki fá það fjármagn frá ríkis- sjóði sem til þarf svo unnt sé að kaupa þann bókakost sem nauð- synlegur er til kennslu í þessum greinum. Um val í öðrum bekkjum er því vart að ræða að sinni. Veikleiki laganna Ég hirði ekki um að fjalla um þversagnir í þessum lögum sem ég hef aflað mér heimilda um að verði leiðréttar á næsta Alþingi, þó svo þær rýri vissulega gildi laganna eins og þau standa nú. Ég mun því í umfjölluninni ganga út frá því sem ég veit besta meiningu löggjaf- ans. Það á að taka þrjú ár að ná inn í skólana því tímamagni sem lögin frá 1974 mörkuðu þótt til bóta megi teljast að skerpa ákvæðin um lág- marksviðmiðanir sem öðruvísi voru oröuð í eldri lögum þótt mein- ingin væri trúlega hin sama. Eina lenging skóladagsins er í 1.-3. bekk þar sem skólavikan á að lengjast um 2 vikustundir. Enn um stund mega skólarnir því búa við skert tímamagn sem stjórnmála- menn liðinna ára hafa sogið út úr grunnskólanum í „sparnaðar- skyni“. Éinsetinn skóli er í raun merk- ingarlaus ef ekki fylgir heils dags skólavist nemenda. Hvað þennan þátt varðar, svo og um þær tilætl- anir að þessu markmiði verði náð á næstu 10 árum, er fátt að segja. Reynsla liðinna áratuga hefur sýnt að slík stefnumörkun er lítils virði. Þaö sýnir framkvæmd grunnskóla- laganna síðastliðin 18 ár þar sem viö höfum mátt þola skerðingu á skerðingu ofan þrátt fyrir yfirlýsta stefnu allra flokka um lengingu skóladags, samfelldan og jafnvel einsetinn skóla og annan inni- haldslítinn fagurgala. Hér hefðu margir viljað sjá metn- aöarfyllri ákvæði en til að slík stefnumörkun geti orðið raunhæf þarf víðtæka samvinnu þeirra aðila sem standa þurfa straum af þeim kostnaði sem svo róttækum breyt- ingum fylgja; þar á ég einkum við sveitarfélögin í landinu. Raunar hygg ég þó að það verði ríkissjóði þyngra í skauti að standa straum af rekstrarkostnaði einsetins skóla en það verður sveitarfélögunum að reisa þær byggingar sem til þess þarf. Þá vil ég drepa á ákvæði laganna um skólaráð sem mér finnast harla veik en ráðið er skipað einum nem- anda, einu foreldri og einum starfs- manni skólans. Þetta er í raun sömu aðilar og eiga rétt til setu á kennarafundum með málfrelsi og tillögurétt. Þetta ákvæði finnst mér missa marks. Ákvæði laganna um árganga og fagstjóm finnast mér burðarlítil og lítt skilgreind. 57. gr. laganna um aga er aö mínu mati loðin. Setja þarf skýrari ákvæði um meðferð slíkra mála í reglugerð. Þar þarf meðal annars að taka tillit til réttar kennara gagnvart einstakhngum sem valda því að þeir geta ekki rækt störf sín sem skyldi. Einnig þarf að tryggja rétt nemenda sem verða þolendur þar sem um agavandamál er að ræða. Löggjafinn virðist hins vegar hafa verið býsna upptekinn af að tryggja sem best hag þeirra aðila sem eru gerendur í slíkum málum. Býsna rúm lög Hér hefur verið stiklað á stóru og eins og ætíð helgast umræðan af skoðunum þess sem á pennanum heldur. Almennt verður að telja að þessi lög séu býsna rúm og hafi til að bera nauðsynlegan sveigjan- leika. Á komandi árum verður það framkvæmd þeirra sem skiptir sköpum um hvort við náum að sækja fram til betra skólahalds á íslandi. Þar mun reyna á samstarfsvilja og metnað þeirra sem ráða munu ferðinni í þessum málaflokki á komandi tíð. Viktor A. Guðlaugsson „Raunar hygg ég þó að það verði ríkis- sjóði þyngra í skauti að standa straum af rekstrarkostnaði einsetins skóla en það verður sveitarfélögunum að reisa þær byggingar sem til þess þarf.“ Frelsi gegn ofbeldi Fáum finnst gaman að dansa við Kára og oft er mikið kapphlaup um fáa en rándýra leigubila, segir m.a. í greininni. Fyrir skömmu birtist sérstaklega athyglisvert lesendabréf eftir Þórð Pálsson heimspekinema í einu dag- blaðanna. Þar var farið nokkrum orðum um ástæður þess að ofbeldi hefur færst í vöxt í miðborg Reykjavíkur og hvernig mætti draga úr því. Höfundur bréfsins hafnaði því alveg að það væri skyndibitastöð- um og pulsuvögnum að kenna að mönnum væri misþyrmt og undir þá skoðun er sjálfsagt að taka. Samlokun skemmtistaða í bréfinu var réttilega bent á það öngþveiti sem skapast í miðborg Reykjavíkur klukkan þrjú eftir miðnætti um helgar. Þá er öllum skemmtistöðum lokað í einu og mörg þúsund skemmtistaðagestir standa skjálfandi á götum borgar- innar með flaksandi hálsbindi og regnþynnta augnskugga. Margir hefðu viljað skemmta sér lengur og eigendur skemmtistaða hefðu án efa ekkert á móti því að auka viðskiptin. En samkvæmt reglum frá því opinbera er ekkert gaman eftir að klukkan slær þrjú og menn eiga að hypja sig heim í háttinn. Að finna leigubíl Þar sem tilskipanir hins opinbera um hvenær skemmtistaðir eru opnir eru nær undantekningalaust virtar þurfa allir að fá leigubíl á sama tíma. Fáum finnst gaman að standa mjög lengi á sparifótunum og dansa við Kára. Hefst því mikið KjaHarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ kapphlaup um fáa en rándýra leigubíla. Þeir eru fáir af því að rík- ið skammtar leyfi til akstursins og dýrir af sömu ástæðu. Til allrar hamingju er svarti markaðurinn hins vegar ekki langt úndan og mörgum er bjargað heim í hús af hans mönnum. Ríkið fær hins vegar ekki krónu af afrakstri þeirra sem þannig aka og getur þakkað það heimsku þeirra sem reglugerðirnar settu. Því miður getur sá svarti ekki bjargað öllum frá dansinum við Kára og leita þeir sem eftir eru nú skjóls og eru orðnir svangir. Því miður þarf hið opinbera einn- ig að skipta sér af því hvenær fólk fær sér að borða. Takmarkanir á þeim tíma sem veitinga- og skyndi- bitastaðir eru opnir gera það að verkum að vinir okkar standa áfram kaldir og hungraðir á stræt- um borgarinnar. í stað þess að gæða sér á góðum mat í skjóli fyrir veðrum og vindum eru vinir okkar orðnir tilvalin bráð fyrir þá menn sem gera sér leik að því að lúberja og ræna fólk í skjóli nætur. Til hvers? Það er ótrúlegt hversu langt hið opinbera gengur til að gera hf ein- staklinganna ömurlegra en það annars væri. Það lætur sér ekki nægja að láta greipar sópa um launaumslög þeirra heldur setur það óteljandi lög og reglugerðir sem virðast hafa þann eina tilgang að gera htið úr venjulegu fólki. Til hvers eru reglur um það hvenær skemmtistaðir eru opnir? Er fólk yfirleitt ófært um að ákveða hversu lengi það getur skemmt sér? Er til einhver opinber staðall í skrifborðsskúffu einhvers ráðuneytis um að klukkan þrjú eft- ir miðnætti sé venjulegu fólki ekki treystandi til að halda áfram að skemmta sér á eigin ábyrgð? Er virkilega betra að senda fólkið út í fang glæpamanna? Hverju breytti það þó að gestir veitingahúsa og skemmtistaða væru að tínast út fram undir morgun eða þar til eig- endur lokuðu stöðum sínum? Það breytti engu nema að blessað fólkið fengi leigubíl og kæmist heim til sín í stað þess að ráfa um göturnar eins og kótilettur með buffhamar á eftir sér. Frelsi gefur lausnir Forsjárhyggjusinnar boða lausn- ir. Þær byggjast á afskiptasemi hins opinbera. Frjálslyndir menn boða frelsi einstakhnganna til að finna sínar eigin lausnir. Þeir átta sig einnig á að íhlutun og afskipta- semi hins opinbera er ljón í vegi einstaklinganna að lausn eigin mála. Án afskiptasemi af því hvenær þjónustustaðir eru opnir og af leigubílaakstri tæki við samkomu- lag einstaklinganna þar sem hver hefði hag af að þjóna öðrum. Þá yrðu þjónustustaðir opnir þegar fólk þyrfti á þeim að halda og eftir- spurn eftir leigubílum fuhnægt. Misindismenn fengju hins vegar færri tækifæri til að svala ofbeldis- hneigð sinni og gráti það hvaða reglugerðaþræll sem vill. Glúmur Jón Björnsson „An afskiptasemi af því hvenær þjón- ustustaðir eru opnir og af leigubíla- akstri tæki við samkomulag einstakl- inganna þar sem hver hefði hag af að þjóna öðrum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.