Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1991, Side 16
MÁNUDAGUR 13/ MA;Í 1991. 16 Merming Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur: Sterk rök þyrfti til að breyta núverandi stefnu - Þétting eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson og Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness fyrstu verkefhin í haust Eins og kunnugt er var síðastliðinn vetur ráðinn nýr leikhússtjóri hjá Leikfélagi ReyKjavíkur. Úr hópi fjöl- margra umsækjanda var Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri hjá Leik- félagi Akureyrar, ráðinn. Sigurður er ekki ókunnur málum hjá LR, hann var í þrjú ár leikhúsritari hjá leik- félaginu áður en hann hóf störf hjá LA. Sigurður er ráðinn frá 1. sept- ember á þessu ári en hefur hafið störf við hiið núverandi leikhússtjóra, Hallmars Sigurðssonar. Verkefni Sigurðar er fyrst og fremst að skipu- leggja næsta sýningarár. DV hafði tal af Sigurði og var hann fyrst spurður hvemig hefði gengið á Akureyri. „Ég hef starfað tvö leikár með Leik- félagi Akureyrar og var það krefj- andi starf um leið og það veitti mér mikla ánægju. Nokkrar skuldir hvíldu á Leikfélaginu þegar ég kom norður en með hagkvæmum samn- ingum og vel heppnuðum leikverk- um, sem hafa gengið vel, stendur Leikfélagið nú vel undir sér. Má nefna að Ættarmótið eftir Böövar Guðmundsson, sem sett var upp í vetur, er metaðsóknarverk hjá LA.“ - Þú starfaðir áður hjá LR? „Ég var leikhúsritari í rúm þijú ár, síðustu þrjú árin sem LR var til húsa í Iönó. Það starf er í raun að- stoðarmaður leikhússtjóra. Þegar ég yfirgaf leikfélagið bjóst ég alls ekki viö að ég mundi starfa þar aftur næstu árin, ég reiknaði alltaf með að vera nokkur ár fyrir norðan.“. - Er Borgarleikhúsið undir stjórn LR? „Borgarleikhúsið er leikhús leik- félagsins og við stjórnum því. Það er í raun okkar eign en húsnæðið er auövitað nýtt undir meiri starfsemi og við höfum algjörlega fijálsar hendur með hvað þar fer inn en reyn- um að sjálfsögðu að nýta það sem mest og fær önnur liststarfsemi hér inni þegar salirnir eru lausir." Engin stefnubreyting fyrirhuguð - Hvert hefur verið þitt byijunarverk hjá Leikfélaginu? „Ég er að vísu ekki ráðinn fyrr en 1. september en það þykir eðlilegt og sjálfsagt aö ráðinn leikhússtjóri komi til starfa hálfu ári áður en formleg skipti fara fram. Það hefur ávallt verið venja að frá áramótum hefur verið byijað að skipuleggja næsta leikár og hef ég unnið að því.“ - Hefur þú sem leikhússtjóri ákvörð- unarrétt um hvaða leikrit verða sýnd. „Það er þannig hjá LR að þar er engin verkefnavalsnefnd eins og til dæmis hjá Þjóðleikhúsinu. Hér geng- ur það þannig fyrir sig að leikhús- stjóri í samvinnu við sinn leiklistar- ráðunaut leggur fyrir leikhúsráð hugmynd að verkefnavah. Þaö er síð- an í höndum leikhúsráðs að sam- þykkja þennan lista í heild eða hafna einhveiju og koma með tillögu um annað. Leikhússtjóri hefur í raun vald til að berja hnefanum í borðiö og halda sig við sínar hugmyndir en vitaskuld gerir hann það ekki.“ - Er einhverra breytinga aö vænta á verkefnavali undir þinni sijóm? „Ég reikna ekki með neinni stefnu- breytingu frá því sem verið hefur. Það má skoða verkefnaval LR í beinu sambandi við aðsókn. Það er afskap- lega erfitt að gagnrýna þá stefnu sem veriö hefur í gangi og það þarf ansi sterk rök til að sveigja frá þeirri stefnu vegna þess að aðsókn hefur verið mjög góð í gegnum árin. Þaö er aftur á móti með LR eins og Þjóðleikhúsið að það er styrkt af almannafé sem þýðir að þaö þarf að vera blandað verkefnaval. Við meg- um ekki sýna áhorfendum okkar Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur. I bakgrunninum má sjá myndir af Sveini Einars- syni, Vigdísi Finnbogadóttur og Stefáni Baldurssyni og Þorsteini Gunnarssyni sem öll eru fyrirrennarar hans i starfi. DV-mynd GVA hroka. Við veröum að hlusta eftir því hvað fólk vill. Það er samt ekki okk- ar hlutverk aö elta smekk fólksins heldur einnig að móta hann. Þá höf- um við einnig okkar meiningar og veröum að sinna leikhópnum. Leik- arar og leikstjórar verða að fá ögrandi verkefni til að glíma við. Hins vegar hef ég persónulega mik- inn áhuga á að sjá íslensk verk í Borgarleikhúsinu og við höfum möguleika á því að vera með mikið af góðum íslenskum verkum. Það gerist ekki þannig að við bíðum eftir því að höfundur skili inn verki held- ur kemur líka til að við leitum til ákveðinna höfunda og veitum árlega ákveðinni upphæð til höfunda til að skrifa fyrir okkur eða fullgera leik- rit. Staðreyndin er sú aö ef skoðaðar eru tölur um áhorfendafjölda í leik- húsum síðustu árin þá hefur aðsókn verið hvað best á íslensk leikrit. Ef litið er á fimmtán vinsælustu leikrit- in hjá LR síðustu fimmtán árin þá kemur í ljós að tíu þeirra eru is- lensk. Þetta eru kannski ekki alveg nákvæmar tölur en marktækar. Það fara því saman, íslensk leikrit, sem viö höfum mestan áhuga á að sýna, og góð aðsókn.“ - Fyrstu verkefni næsta leikárs? „Við erum langt komnir með að skipuleggja næsta leikár og verður byrjað á að sýna tvö íslensk leikrit. Á litla sviðinu verður sýnt nýtt ís- lenskt leikrit, Þétting eftir Svein- björn I. Baldvinsson. Það gerist á okkar timum, ekki kannski endilega 1991, og er raunsæisverk. Leikrit þetta er að mínu viti sterkt og áhrifa- mikið drama. Á stóra sviðinu verður fyrsta verkefnið Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness. Leikrit þetta var áður sýnt í Iðnó veturinn 1966-1967.“ Engar uppsagnir á dagskrá - Er ekki mikill munur að starfa sem leikshússtjóri hjá LR og á Akureyri? „Starf leikhússtjóra er í stórum dráttum þaö sama. Munurinn liggur í því að hér ertu eingöngu í stjómun- arstörfum og ákvarðanatöku en hjá LA var maður nánast í öllu. Það var ekki bara að ákveða hveijir ættu aö gera hlutina heldur þurfti maður sjálfur aö sjá um litlu hlutina sem skipta máli, eins og auglýsingamál, sölumál, kynningar og fleira. I raun gerði ég allt á Akureyri, allt nema að leika og leikstýra sem er ekki mitt fag. í meginatriðum er starf leik- hússtjóra aUs staðar það sama, að vera í forsvari fyrir þann hóp sem vinnur í leikhúsi, hvað á gera í hús- inu, hveijir eiga aö gera það og móta Ustræna stefnu." - Nú hefur mikið verið rætt um upp- sagnimar hjá nýráðnum þjóðleik- hússtjóra. Hefur þú eitthvað shkt í huga? „Nei. Hér er ekki sama kerfi og er í Þjóðleikhúsinu. Við eram með eng- in ákveðin stöðugUdi á fastráöning- ar. Við getum verið með eins margra fastráöna leikara og við viljum. Nú eru hér átján leikarar á fóstum ráön- ingarsamningi og á hveiju ári þarf aö nota 35-45 leikara. Nýtingin á okkar fastráönu leikumm hefur ver- ið og er mjög góð svo að fyrir næsta leikár verða engar breytingar gerðar og engum sagt upp. Hins vegar er ljóst að það verður nokkrum leikur- um bætt við á árssamning. Ég reikna með að í framtíðinni verði ekki um það að fastráöa leikara til margra ára heldur verði gerðir eins, tveggja eða þriggja ára samningar. Það er að mínu mati eðlilegra fyrir alla aðila. -HK Kristjana F. Arndal með myndir sinar. Ósk,VonogTrú BæjarUstamaður Akureyrar í fyrra var Kristjana F. Arndal. Hún hyggst síðar á árinu halda sýningu á Akureyri á verkum sínum sem hún vann í fyrra en í milUtíöinni hefur hún gert þijár teikningar, með tússi, sem kallast Ósk, Von og Trú. „Mér fínnst þessar myndir skýra sig best sjálfar," sagði Kristjana í smá- spjaUi um myndirnar. Aðspurð kvað hún myndirnar standa vel saman en þær gætu allt eins ver- iö hver í sínu lagi. Það sem teng- ir þær eru rúður í verkunum sem eru svo brotnar upp í Trú, Mynd- imar era gefnar út i 300 eintökum hver. Kristjana nam við Listahá- skólann í Stokkhólmi (Konsthög-. skolan) 1975-1980. Var hún fjögur ár í málardeild og það flmmta og síöasta i grafíkdeild. Hún sótti framhaldsnám 1982 við annan Mstaháskóla 1 Stokkhólmi (Monu- mentalskolan). Verkin þrjú eflir Kristjönu fást í GaUerí List, List-inn í Síöumúla i Reykjavík ogBókasafni Hafnar- fjarðar og á Akureyri hjá lista- manninum sjálfum og i Gallerí Allrahanda. FéSög listamanna mót- mælabrottrekstri Þjóðleikhússtjóra, Stefáni Bald- urssyni, hefur borist bréf frá fimm forsvarsmönnum ýmissa Ustamannafélaga þar sem mót- mælt eru brottrekstri hans á fastráönum leikurum og leik- stjóram. Segir í bréfinu að undir- ritaðir mótmæU þessum aðferð- um. Það sé eðfilegt að Þjóðleik- húsið hagi svo stefnu sinni að það eigi hveiju sinni aðgang að sem breiðustum hópi listafólks. Hins vegar verði að gæta að þvi að öll fyrirtæki og stofnanir hafa skyld- um að gegna viö starfsmenn sína og það sé ekki sæmandi aö láta nýjar stjómunaraðferðir birtast i fyrirvaralausum brottrekstri fólks. Dvalarstyrkjumti] listamanna úthiutað Menntamálaráð íslands hefur um alllangan tíma úthlutað dval- arstyrkjum tii listamanna sem hafa í hyggju að dveljast erlendis til að vinna að Ustgrein sinni. Úthlutunarapphæðin í ár var 1,5 milljónir. Þeir Ustamenn, sem hlutu styrki í ár, era Erla Þórar- insdóttir myndlistarmaöur, til dvalar í Frakklandi, Guðrún Kristjánsdóttir rayndlistarmað- ur, til dvalar í Frakklandi, Haf- steinn Austmann rayndlistar- maður, til dvalar í Frakklandi, Halldór Einarsson Laxness leik- sfjóri, til dvalar í Frakklandi, Lára Rafhsdóttir píanóleikari til dvalar í Englandi, Siguröur Ey- þórsson myndlístarmaður, til dvalar í Austurríki, Steinunn Sig- urðardóttir rithöfundur, til dval- ar í Svíþjóð, Steinunn Þórarins- dóttir myndUstarmaður, til dval- ar á ítaUu, og Þorsteinn Gauti Sigurðsson myndUstarmaður, til dvalar á ítaUu og í Sovétríkjun- um. Dvalarstyrkimir eru allir upp á 100.000 krónur hver. Auk þess veitti sjóðurínn 150.000 krón- ur til sjö myndUstarmanna sem kalla sig Norðanvind, 50.000 krónur til tveggja glerfistar- manna og tíu styrki til jafn- margra listamanna aö upphæð 40.000 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.