Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1991, Síða 1
Glæsileg keppnisbraut
fyrir rallíkross tilbúin
fyrsta keppnin á nýju brautinni simnan Hafnarfjarðar á morgun
Það má segja að á morgun verði
brotið blað í sögu akstursíþrótta á
íslandi þegar ný og glæsileg keppnis-
braut, sem er sérhönnuð fyrir keppni
í rallíkrossi, verður tekin í notkun.
Þessi nýja braut er í hrauninu sunn-
an við Krýsuvíkurveginn og er mikið
mannvirki sem lokið hefur verið við
á ótrúlega skömmum tíma.
Það var eins og veðrið væri að
fagna með aðstandendum brautar-
innar á miðvikudagskvöldið þegar
við héldum á fund þeirra til að skoða
herlegheitin en fyrr um daginn hafði
malbikunarflokkur Reykjavíkur-
borgar lokið við að malbika þá hluta
hennar sem lagðir verða bundnu slit-
lagi.
Stenst alþjóðlega staðla .
Það reyndist ekki erfitt að flnna
brautina í hrauninu. Þegar ekið hafði
verið rétt liðlega þrjá kílómetra éftir
Krýsuvíkurveginum blasti við stórt
skilti á hægri hönd: „Hér byggir
Rallykrossklúbburinn rallykross-
braut. Tilbúin maí ’91“. Og mikið
Kynningar-
akstur á
Audi 100
- sjá bls. 30
Hér stendur Birgir Vagnsson, einn þeirra sem staðið hafa i fylkingarbrjósti þeirra sem unnið hafa að gerð brautarinnar i hrauninu við Krýsuvíkurveginn,
í annarri beygjunni sem lokið var við að malbika á miðvikudaginn. í baksýn má sjá gömlu Olísbensínstöðina úr Fellsmúlanum sem nú hefur öðlast
nýtt hiutverk við brautina. Mynd DV-bilar JR
rétt: Steinsnar inni í hrauninu blasti
brautin við, girt vegriðum úr stáli
og varnargörðum úr hjólbörðum.
Brautin er um einn kílómetri að
lengd og stenst alþjóðlega staðla um
gerð slíkra brauta en hún hlykkjast
um hraunið og skiptast á malarkafl-
ar og malbikaðar beygjur. Búið er
að malbika tvær „hárnálarbeygjur"
og stórt rássvæði sem jafnframt
þjónar sem viðgerðar- og undirbún-
ingsvæði.
Ytri brún brautarinnar er öll girt
af með sterklegu vegriði úr stáli,
sömu gerðar og Vegagerðin notar á
hættulegum stöðum í þjóðvegakerf-
inu, en innri brún brautarinnar er
varin af þéttum vegg úr notuðum
hjólbörðum.
Þrjú þúsund hjólbarðar
„Það fóru um þrjú þúsund dekk í
varnarvegginn en þessum dekkjum
hefur verið smalað saman á flestum
hjólbarðaverkstæðunum á Reykja-
víkursvæðinu," sagði Birgir Vagns-
son í Hjólbarðahöllinni, þekktur rall-
kappi sem er einn þeirra sem staðið
hafa í fylkingarbrjósti um gerð þess-
arar brautar og við vorum búnir að
mæla okkur mót við til að fræðast
betur um brautina.
Vegriðið er um átta hundruð metr-
Framhald á næstu síðu
SUMIR ERU EINFALDLEGA BETRIEN AÐRIR
MMC Colt GLX 1500 '88, 5 g„ 3ja d„ grábrúnn, ek. 33.000, v. 640.000. Audl 100 2,2E 2200, ’90, sjáltsk., 4ra d„ blár, ek. 15.000, v. 2.050.000.
MMC L-300 MinibUS, 4X4,
2000, '90, 5 g., S d., blér, ek.
42.000, v. 1.550.000.
MMC Galant GTi 2000 ’89, 5
g„ 4ra d„ tvflitur, ek. 27.000,
v. 1.500.000.
notuðu bílarnir hjá Bílaþingi eru til marks
um það
OPIÐ í DAG KL. 10-5
SUNNUDAG KL^13-17
Toyota Corolla 4x4 Tourlng
1600 ’89, 5 g„ 5 d„ grœnn,
ek. 35.000, v. 1.150.000.
MMC Pajero, langur, 2600,
’88, 5 g„ 5 d„ steingrár, ek.
62.000, v. 1.800.000.
NOTAÐIfí BÍlAfí
Hekluhúsinu, Laugavegi 174
VW Golt GL 1600 ’88, 5 g„
5 d„ dblár, ek. 49.000, v.
750.000. - -
AMC Cberokee Limlted 4000
’89, sjáltsk., 5 d„ vínrauður,
ek. 23.000, v. 2:500.000, feður
o.ll.
MMC GalantGLSi, hlaðbakur,
2000, ’90, sjéllsk., 5 d„ hvítur
ABS, centrallæs., álfelgur, ek.
9.000, v. 1.500.000.
MMC Pajero Super 3000 ’90,
sjálfsk., 5 d„ steingrór, ek.
30.000, v. 2.400.000.