Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1991, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1991, Side 5
laikUrdagur' i7 aúNí • 1991. ‘35 Bílar Mælaborðið er ákaflega þýskt og greinilegt. Mikið af ferskloftsristum er þar að gömlum og góðum Audisið. .*. • *-w Að sjálfsögðu er Audi 100 fáanlegur með leðurklæðningu, að minnsta kosti meðan grínpís og aðrir álíka fara ekki að reka nefið i það. Einnig heldur Audi enn fast í viðarrönd í mælaborði og hurðum. í lýsingu stendur að hún sé úr þýskum viði, ekki innfluttum ... Hér má sjá aðalatriði Procon Ten-kerfisins. Við ákveðið högg rykkist stýris- hjólið að mælaborði og dregur úr likum á að ökumaður skelli með höfuðið á því. Ennfremur kippa bílbeltin i og draga úr framkasti ökumanns og far- þega. kom með hann til okkar, kvaðst hafa komið honum í 240 km hraða og frískir strákar, sem við hittum í flug- vélinni á leiðinni heim, höfðu farið víða um Evrópu á Audi 100 2,3, en sú vél er „aðeins“ 133 hö. og uppgef- inn hámarkshraði 202 km/klst, sögð- ust, ef ég man rétt, hafa komið sínum bíl í 239,5 km/klst og hefði hann enn verið stöðugur og traustur eins og Búnaðarbankinn. - Þægilegur er þessi bíll hins vegar ekki samkvæmt þessari stuttu reynslu minni nema í 180-190, sem dugar líka ágætlega í flestum tilvikum. Öryggið og Procon Ten Af sjálfu leiðir að bíll með þessu aíli og hraðamöguleikum verður að vera vel búinn frá öryggissjónar- miði. Að mínu viti felst það fyrst og fremst í því að vera þannig úr garði gerður að auðvelt sé að hafa stjórn á honum undir sem flestum kringum- stæðum. Ekki verður betur séð en að Audi 100 uppfylli þá kröfu. Afl- stýrið svarar mjög vel, án þess að vera grautarlegt, og þyngdarjöfnun milli fram- og afturása virðist vera mjög góð. Fjöðrun á framhjólum er MacPherson með rásfestuörmum að neðan (bottom track control arms) en að aftan vindifjaðrir með tveimur eltiörmum og Panhardöxli. Við þetta bætast svo læsivarðir hemlar á öllum bílum nema þeim allra ódýrasta. En ef nú allur þessi góði búnaður skyldi ekki duga og allt stefni í óefni er Audi 100 líka dável til þess fallinn að sinna um sína. Vitaskuld er hann með krumpusvæði fremst og aftast til að drepa niður högg áður en það nær íveruklefa (kannski ættum við að kalla það káetu?) bílsins þar sem fólkið situr. Þar að auki er hann svo með svokölluðu „Procon Ten“-kerfi en það felst einkum í því að við högg af ákveðnum styrkleika fer af stað búnaður sem á sekúndubroti rykkir stýrishjólinu fram og undan fram- kasti ökumannsins en kippir sam- tímis í bílbeltin til að halda honum fóstum við sætið. í samræmi viö þetta hefur sætið verið styrkt og seturammanum breytt þannig aö varla eiga að vera likur til þess að ökumaður eða framsætisfarþegi rykkist undan beltinu í stefnu niður á gólf, eins og stundum hefur komið fyrir við árekstur. Til viðbótar við þetta eru Audi 100 bílarnir með sérstaka styrktarbita í hurðunum en hurðirnar aftur á móti leggjast út yfir póstana framan og aftan þannig að bitar og póstar taka meginþunga hliðarhöggs á bílana. Ennfremur eru bílamir fáanlegir með loftpoka sem verkar í tengslum við Procon Ten-kerfið og grípur öku- manninn, ef til áreksturs kemur, og verndar hann fyrir slysum. Þessir loftpokar hafa sýnt, í alvörunni ekki síður en í tilraunum, að þeir veita alveg ótrúlega vemd. Það veit mín trú að innan örfárra ára verða þeir orðnir staðalbúnaður hjá öllum metnaðarfullum framleiðendum. Enginn á að kastast út Þá má líka nefna að fram- og aftur- rúður eru límdar í með þeim hætti að þær eiga alls ekki að slást út þó til áreksturs komi. Það tryggir í fyrsta lagi að þeir sem í bílnum eru eiga ekki að geta kastast út en reynsl- an hefur sýnt að í yfirgnæfandi flest- Framhald á næstu síðu Lada Lux 1600 ’88, ek. 14.000. V. 330.000. Lada Lux ’89, léttstýri, ek. 28.000. V. 380.000. Lada Samara 1500 ’90, 5 d., ek. 10.000. V. 480.000 stgr. Lada Samara ’87, ek. 65.000. V. 230.000. Lada Safir ’88, ek. 40.000. V. 240.000. Lada 1200 ’88, ek. 20.000. V. 230.000. Notaðir LADA bílar & LAN lut 14, simi 681200. Mazda B2600 4x4 ’87, verð 820.000, vsk.-bíll. Mazda E2000 '86, verð 700.000, vsk.-bíll. Mazda 323 ’88, verð 590.000. Nissan Pulsar ’86, grár, verð 530.000. Hyrjahöfða 2 áður Bílasala Alla Rúts s. 681666 Betríbílar á betraverði og betríkjörum Daihatsu Charade ’90. V. 690.000. BMW 520i '89, nýja lagið. V. 2.400.000, sóllúga, álf., sjálfsk., hlaðinn aukahl. Tilboð vikunnar BMW 325i '87. V. 1.690.000, til- | boðsverð 1.490.000, sóilúga, í álf., 4ra d., ABS bremsur. iyk/ & ^ j -yui Renault 21 GTS ’87. V. 810.000. -«g BMW 520 84. V. 670.000, sjálfsk. BMW 518 SE '88. V. 1.290.000, fallegur bill. Tilboð vikunnar Renault 9 GTL ’83. V. 260.000, i tilboösverð 160.000. m —■ BMW 318i ’88 Verð 1.220.000. sjálfsk. Engum likur Þú færð góðan bíl hjá okkur á hagstæðari kjörum en þig grunar! Athugið: BMWog Renaultbílar iokkareigu eru yfirfarnirá verkstæðiokkar. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 676833 og 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.