Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1991, Page 8
38
LAUGARDAGUR !.• JÚNÍ 1991.'
Sérstæd sakamál
Ástkonan kröfuharða
Þau kynntust á framabrautinni,
læknirinn kunni og unga, fallega
konan sem var ráðgjafi stjórnmála-
manna. Ástir þeirra og metorða-
girnd stýrðu gerðum þeirra og
margt bendir til að þau hefðu náð
langt hefði læknirinn ekki verið
kvæntur sjúkri konu.
Paul Vickers var staðráðinn í því
að ná langt. Hann var virtur skurð-
læknir og stjórnaði sérdeild fyrir
slasaða á sjúkrahúsi í bænum Gat-
eshead á Norður-Englandi. Lækn-
isstörfm tóku þó ekki allan tíma
hans því hann var einnig ráðgjafl
hjá bresku heilbrigöisþjónustunni
og lét til sín taka á stjórnmálasvið-
inu.
Hann gerði sér um þessar mundir
góðar vonir um mikinn frama.
Hann stefndi að því að komast á
Evrópuþingið en tækist það ekki
ætlaði hann sér að reyna að verða
heilbrigðisráðherra.
Aðeins eitt fannst honum standa
í vegi fyrir því að hann gæti náð
þangað sem hann vildi komast.
Kona hans, Margaret, sem hann
hafði verið kvæntur í sautján ár,
var gerólík honum. Hún hafði verið
stærðfræðikennari á árum áður og
var afar hlédræg. Og þegar hér var
komið sögu var hún orðin sjúk.
Hún þjáðist af alvarlegu blóðleysi
og beinmergurinn gegndi ekki
lengur hlutverki sínu sem skyldi.
Af þessum ástæðum hafði hún lit-
inn áhuga á samkvæmislífi. í fáum
orðum sagt gat hún vart verið ólík-
ari ástmey eiginmannsins en raun
bar vitni.
Ást við fyrstu sýn
Vickers hitti Pamelu Collinson á
fundi í Strassborg. Pamela var sér-
fræðingur í stjórn og efnahagsmál-
um, hafði stundað rannsóknir á
vegum neðri málstofunnar bresku
og var nú ráðgjafi og ræðuritari
kunnra stjórnmálamanna. Hún var
dugmikil, falleg og ætíð klædd sam-
kvæmt nýjustu tísku. Hún var líka
fyrrverandi fegurðardrottning og
vissi hvernig hún átti að koma
fram til að hafa sem mest áhrif.
Paul Vickers og Pamela Collinson
virtust sem sköpuð hvort fyrir ann-
að. Báðum var vel ljóst að hveiju
hitt stefndi og þegar þau höfðu hist
á nokkrum fundum tókust með
þeim ástir. Ekki hafði samband
þeirra staðið lengi þegar Vickers
fór að íhuga skilnað við konu sína.
Vinir hans, sem hann ræddi málið
við, vöruöu hann hins vegar ákaft
við því. Þaö gæti haft alvarlegar
afleiðingar fyrir hann á stjórn-
málasviðinu að snúa baki við
sjúkri eiginkonu. í raun gæti það
komið í veg fyrir að hann hiyti
þann frama sem hann þráði svo
mjög. Því virtist lækninum aðeins
um eitt að ræða ætti hann fá frelsiö.
Rétt aukaáhrif
Vickers hafði að sjálfsögðu víð-
tæka læknisfræðilega þekkingu og
því var hann ekki lengi að finna
rétta vopnið til að heyja frelsisbar-
áttuna með, eins og síðar var kom-
ist að orði. Það var lyfið CCNU,
mjög sterkt efni sem gengur einnig
undir nafninu lomustine og er not-
að tii að koma í veg fyrir útbreiðslu
krabbameinsfrutna. Það er notað á-
sjúkrahúsum undir afar ströngu
eftirliti vegjna þ'eirra alvarlegu
aukaáhrifa. sem þaö getur haft.
Þeirra gætir meðal annars í bein-
mergnum.
Á haustdögum 1978 fór Vickers
að blanda smáum skömmtum af
CCNU í lyf sem Margaret átti að
taka. Aukaáhrifanna tók senn að
gæta. (Á þessum tíma hafði aðeins
einn læknir á Englandi leyfi til að
ávísa á lyfið og af 33 lyfseðlum, sem
hann hafði gefið út þegar rannsókn
á lyfseðlaútgáfu hans hófst, höfðu
ellefu farið tii Pauls Vickers. í ljós
kom svo að þeir voru gefnir út á
Paul Vickers.
nöfn sjúklinga sem voru ekki til.)
í febrúar næsta ár var Margaret
lögð á sjúkrahús því beinmergur-
inn var að ganga til þurrðar. Þegar
hún hafði legið þar í mánuð hafði
hún náð sér svo vel að hún gat enn
á ný snúið heim til mannsins síns.
En í júní var hún aftur komin á
sjúkrahús og fimm dögum síðar
var hún látin.
Úrslitakostir Pamelu
CCNU finnst ekki í líkama sjúkl-
inga og verður heldur ekki greint
á venjulegan hátt við krufningu.
Þá er það bragölaust og því höfðu
hvorki Margaret né neinir aörir
minnstu hugmynd um að því hefðj
verið blandað saman við lyf henn-
ar. Og þar eð hún hafði lengi verið
veik og Vickers virtist bera sig illa
við fráfall hennar vöknuðu engar
grunsemdir. Leiðin að markinu
virtist því greiðfær.
Nú, þegar „síðustu hindruninni"
hafði verið rutt úr vegi komst Vic-
kers að því aö ást Pamelu var ekki
lengur eins heit og hún hafði verið.
Hún fór nú að sýna á sér aðra hlið.
Hún var ekki lengur ástkonan blíða
sem hún hafði verið, heldur skap-
mikil og kröfuhörð kona.
Þegar Paul Vickers benti henni á
að það kynni ekki að vera skyn-
samlegt að gangastrax í hjónaband
var hún ekki sama sinnis. Hún lýsti
yfir því að hún vildi halda brúö-
kaupið í desember og þegar sá
mánuður rann upp skýrði hún
mahnsefninu frá því aö hún hefði
gengiö frá öllum nauðsynlegum
skjölum þar að lútandi. Vickers
reyndist þó ekki tilbúinn að ganga
í hjónaband og benti Pamelu á að
Margaret hefði dáið fyrir aðeins
fimm mánuðum. Þá setti Pamela
honum úrslitakosti. Hann fengi
þrjá mánuði til aö hugsa sig um.
Enn andvígur
hjónabandi
Er mánuðirnir þrír voru á enda
en sagðist nú halda að hann hefði
ráðið konu sinni bana. Benti hún í
því samþandi á að hann hefði beðið
sig um að sækja fyrir sig skammt
af lyfinu CCNU en það væri að öll-
um líkindum það sem hann hefði
notað til að ráða konu sinni bana.
Paul Vickers var þegar tekinn til
yfirheyrslu. Hann vísaði á bug öll-
um þeim ásökunum sem Pamela
hafði komið með og sagði að hún
væri að reyna aö hefna sín þar sem
hann hefði neitað að kvænast
henni.
Rannsóknin hefst
Paul Vickers ræddi nokkuð
frjálslega um samband sitt við
Pamelu Collinson en lýsti svo yfir
því að það hefðu verið mistök hjá
honum að taka upp samband við
hana. Hún hefði verið kröfuhörð
kona sem hefði viljað ráða lífi hans
og það hefði hann ekki getað sætt
sig við. Þess vegna hefði hann neit-
að að kvænast henni. Engu að síður
ákvað rannsóknarlögreglan, sem
var nú kunnugt um ákæruna á
hendur lækninum, að ganga úr
skugga um hvort verið gæti að Pa-
mela hefði eitthvað til síns máls.
Byrjað var á því að yfirheyra
lækninn sem ávísað hafði á CCNU
sem og starfslið sjúkrahússins sem
Margaret hafði verið flutt á
skömmu fyrir andlátið. Það sem
þannig kom fram varð til þess að
bæði Paul og Pamela voru haridtek-
in.
Máliö vakti þegar í staö geysi-
mikla athygli og ekki varð hún
minni þegar ákærur voru gefnar
út á hendur þeim.
Fyrir rétti
krafðist Pamela þess að þau giftu
sig. Þá fannst Paul Vickers sá kost-
ur ekki lengur góður enda fannst
honum Pamela ekki sú kona sem
hann hafði talið hana vera. Því vís-
aði hann kröfu hennar á bug. Það
skyldi hann ekki hafa gert því nú
kom í ljós að Pamela Collinson var
líka hefnigjörn. Henni fannst Paul
Vickers hafa smáð sig og nú skyldi
hann fá að borga fyrir það.
í maímánuði 1980 gekk hún inn
á lögreglustöð í London og bað um
viðtal. Það var auðsótt og þegar
hún var sest andspænis lögreglu-
varðstjóra kvaðst hún þurfa að
skýra frá grunsemdum sem að
henni hefðu sótt um nokkurn tíma.
Hún lýsti nokkuð kynnum sínum
af Paul Vickers og sambandiþeirra
Þegar í réttarsalinn var komið
hélt Paul Vickers því fram að ásak-
anir á hendur honum um að hafa
ráðið konu sinni bana væru al-
rangar. Þvert á móti hefði hann
sinnt konu sinni af alúð í veikind-
um hennar. Gæti hann í því sam-
bandi nefnt tólf sérfræðinga sem
hann hefði leitað til í þeim tilgangi
að fá ráð vegna veikinda hennar.
Hann lét þó vera að minnast á lyfið
CCNU.
Vörn læknisins kom honum ekki
að neinum notum. Sækjendur
höfðu næga vitneskju um lyfseðla
á tilbúin nöfn og annað til að sann-
færa kviðdómendur um sekt hans.
Og í nóvember 1981 var hann sekur
fundinn og dæmdur í sautján ára
fangelsi. Hann áfrýjaði dóminum
en tapaði málinu á nýjan leik þegar
um það var fjallað af áfrýjunarrétti
tveimur árum síðar. Þar með var
endi bundinn á framavonir manns-
ins sem ætlaði sér að annaðhvort
að komast á Evrópuþingið eða
verða heilbrigðisráðherra. Og
sömuleiðis var af honum dæmdur
rétturinn til að stunda lækning-
ar.
Pamela Collinson var óaðfinnan-
lega klædd meðan réttarhöldin
stóðu yfir. Hún var lengst af sak-
leysisleg á svipinn og leit varla á
fyrrverandi elskhuga sinn. Hún
var sýknuð af ákærunni um að
hafa átt þátt í því að myrða Marger-
et Vickers en fékk hálfs árs skil-
orðsbundinn dóm fyrir að hafa sótt
skammt af CCNU og farið með
hann til Pauls Vickers. Hélf hún
því fram að hún hefði ekki haft
minnstu hugmynd um að hann
hefði ætlað sér að nota það til að
stytta konu sinni aldur. Þvert á
móti hefði hún staðið í þeirri trú
að hann hefði ætlað að nota þaö
við tilraunir á sjúklingum.
Þótt Pamela væri ekki sakfelld
fyrir morð glataði hún þeirri virð-
ingu sem hún hafði notið áður. Hún
hætti öllum afskiptum af stjórn-
málum og hætti að sækja sam-
kvæmi þeirra sem hún hafði svo
lengi umgengist. Þar meö lauk
framaferli hennar.