Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991 21 Garðar og gróður Hæðamismunur i garöinum er mikill, 5 m eru frá lægsta punkti í þann hæsta. Nýlega hafa þau Þorvaldur og Hulda lokið við að gróðursetja blómstrandi runna innan við limgerðið á milli lóöanna. Þau hjónin hafa að öllu leyti byggt garðinn upp sjálf. DV-mynd BG anna. Fyrstu plönturnar fóru svo í garðinn árið eftir en þær misstu þau eiginlega allar. Það var því eiginlega ekki fyrr en ’83-’84 að plöntur fóru að koma í garðinn. Merkilegur matjurta- garður Segja má að garðurinn sé á tveimur eða jafnvel þremur pöllum. Mat- jurtagarðurinn fær mikið pláss en hann hefur vakið mikla athygli. „Við byrjuðum á því að setja niður kart- öflur hér og þar í garðinum til að bijóta jarðveginn niður. Þegar garð- urinn var teiknaöur var strax gert ráð fyrir matjurtagarðinum," segir Þorvaldur. í dag er svona stór mat- jurtagarður sjaldséður í görðum. Þar rækta þau Hulda og Þorvaldur m.a. kartöflur og ýmis konar grænmeti. í kringum garðinn hefur Þorvaldur komið fyrir gömlu uppsláttartimbri, eins konar stigum, sem gerir aðkom- una mun hreinlegri og þægilegri. Til hliðar við matjurtagarðinn er svo safnhaugur. Hann er þrískiptur, eitt hólf fyrir hvert ár. Allur úrgang- ur úr garðinum, fyrir utan gras, fer í hauginn. Grasið fyllir hauginn fljótt, svo því er komiö fyrir annars staðar. „Við notum alla moldina sem við fáum og meira til. Það þarf alltaf að vera að bæta við því jarðvegurinn sígur og svo fýkur eitthvað af hon- um,“ segir Þorvaldur. Moldina gróf- sigta þau áður en hún fer í garðinn og það sem ekki vill í gegnum sigtið fer aftur í hauginn. í garðinum er lítil tjörn og gos- brunnur sem Þorvaldur útbjó sjálf- ur. Hann gerði litla laut og lét tvö- falt byggingarplast þar ofan í. Ofan á það kemur svo möl. Hann segist ekki viss um að plastið þoli mikinn átroðning og nú sé komið á markaö- inn gúmmíefni sem henti líklega bet- ur. Um 600 manns að skoða garðinn á ein- um degi „Ég hef meiri áhuga á blómarækt og við höfum mest veriö með blóm og svo tré. Nú erum við hins vegar nýbúin að gróðursetja blómstrandi runna innan við hekkið." í garðinum er ekki mikið um stór tré. „Við erum með gott útsýni og höfum ekki viljað eyðileggja það,“ segir Hulda. Niður við götu hafa þau hins vegar gróður- sett mikið af trjám sem m.a. er ætlaö að hljóðeinangra vegna umferðar- innar. Vegna hæðamismunarins koma þau tré seint til með að skyggja á garðinn. Fyrir þremur árum voru þau Hulda og Þorvaldur beðin um að sýna garð sinn í árlegri garðaskoöun hjá Garðyrkjufélagi íslands. Þau brugðust vel við þeirri beiðni og á einum degi komu nálægt 600 manns og skoöuðu. „Veöríö var alveg yndis- legt, sól og hlýtt. Þaö sem mesta at- hygli vakti var matjurtagarðurinn og safnhaugurinn eins og nú er kom- inn í annan hvern garð,“ segir Hulda. Þau hjónin hafa verið félagar í Garðyrkjufélaginu frá því garðrækt- aráhugi þeirra kviknaði. Alltaf fara þau í garðaskoðun og þar segjast þau oft fá sniðugar hugmyndir sem hægt er aö breyta og betrumbæta. Útiveran heillandi „Það skemmtilegasta við garðrækt frnnst mér útiveran og að sjá árangur erfiðisins. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að fá þennan áhuga fyrir garðrækt en þetta kviknaði allt saman þegar viö byrjuðum að vinna garðinn. Núna finnst mér þetta ofsa- lega spennandi," segir Hulda. „Við eyðum miklum tíma í garðin- um, flestar frístundir fara í garðinn að sumrinu. Það er heilmikið verk að halda við stórum garði. Flest kvöld á sumrin, þegar gott er veður, erum við úti við. Maður ætlar sér stundum að sitja kyrr í sólinni en áður en maður veit af er maður far- inn að bogra og beygja sig niður í garðinum. Við höfum gert allt sjálf í garðin- um. í vor kom í fyrsta sinn fagmaður inn í garðinn og klippti fyrir okkur trén,“ segir Þorvaldur. Mikill hitamismunur „Það munar 2-3 vikum á því hvað gróðurinn hérna er seinni til heldur en niðri í bæ enda erum viö í um 80 m yfir sjávarmáli. Við græðum hins vegar mikið á því að norðanáttin nær sér aldrei almennilega upp hér í Breiðholti og þá verður hlýrra hér. Þannig getur verið hlýrra hér í sól heldur en niðri í bæ, en aftur kaldara ef kalt er,“ segir Þorvaldur Við tefjum þau hjón ekki lengur frá því að fara út í garðinn á fögru vor- kvöldi því eins og þau segja þá má alltaf finna eitthvað að gera i garðin- um. -hmó GARÐEIGENDUR ATHUGIÐ! Garður er húsprýði, en verður hann það án blóma ? höfum langa reynslu í ræktun blóma og úrvalið af sumar- blómum, fjölærum blómum, rósum, kálplöntum, trjám og runnum hefur aldrei verið meira. Komið, skoðið eða hringið, það borgar sig. GARDYRKJUSTOÐ Ingibjargar Sigmundsdóttur, Heiðmörk 38, Hveragerði. Sími 98-34800, hs. 98-34259. Sláttuvélaviðgerðir Viðgerðarþjónusta á slattuvélum vélorfum og öllum smærri vélum. Varahlutaþjónusta í STIGA, YARD-MAN og MAJOR sláttuvélar og ASPERA mótora. Sérhæfð viðgerðarþjónusta á öllum gerðum mótora. P. Kárason, Faxafeni 10, s. 685755 Gróðurhús fyrir íslenska veðráttu. Gróðurhús sem þolir óveður og storma. Formfagurt - sterkbyggt - dönsk hönnun. Heildverslun. Smiðshús-E. Sigurjónsdóttir 225 Bessastaðahreppur - sími 650800 Classica

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.