Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Qupperneq 8
24
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991.
Sláttutraktorar,
1, raforl, kantklippur,
hekkklippur o.fl. Einungis
viðurkennd hágæðamerki,
s.s. Murray, Echo og AL-KO.
i varahluta og viðhaldsþjónusta.
um allt land. Ótrúlega lágt
verð. Opið frá kl. 10 -4 á laugardögum.
Sláttuvéla- &
Hjólamarkaður
Hvellur
SmiSjuvegi 30, Kópavogi
Sími 689 699 og 688 658
...
LÚXUS NUDDPOTTAR
ÚR ACRÝL
MARGIR LITIR - 4 GERÐIR
Acrýl er háglansandi plastefni sem
auðvelt er að þrífa. Þolir vel íslenska
hitaveituvatnið og sólarljósið án þess
að upplitast. Margra ára reynsla á
arcýl-pottum sannar yfirburði þess
efnis.
TREFJAR HF.
Stapahrauni 7 - Hafnarfirði - Símar 652027 & 51027
GRÓÐRARSTÖÐIN
SKULD
LYNGHVAMMI 4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651242.
HEIMASÍMAR GUNNAR HILMARSSON
53602 OG GUÐRÚN Þ. JÓNSDÓTTIR 53235.
VIÐ HÖFUM SÉRHÆFT OKKUR I RÆKTUN
Á ISLENSKA BIRKINU
EIGUM EINNIG TIL ÚRVAL ANNARRA
RUNNA SUMARBLÓMA OG
SKÓGARPLANTNA.
OPIÐ TIL 21.00 ALLA DAGA NEMA
SUNNUDAGA TIL KL. 18.00.
Garðar og gróður
Fyrr á árum hélt Dahlíuklúbburinn sýningar og hafði til þess aðstöðu í Laugardal. Margir komu og skoðuðu þessi
undurfögru blóm. DV-myndir Áslaug Pétursdóttir
Dahlíur:
Fallegustu blómin
- segir Áslaug Pétursdóttir
Ýmsir klúbbar og félög á ýmsum
sviðum eru starfandi hérlendis.
Dahlíuklúbburinn er einn þeirra.
Þaö er klúbbur áhugafólks um rækt-
un og garðrækt, meö sérstaka
áherslu á dahlíur.
Undurfögurblóm
Glitfifill er hiö íslenska nafn yfir
dahlíur. í Skrúögaröabókinni er
þeim lýst meö þessum orðum: „Glit-
fíflar eru fjölærar jurtir frá Mexíkó,
en þar vaxa þeir hátt til fjalla, sumar
tegundir allt upp aö 2600 m hæð yfir
sjávarmáli. Frumbyggjar í Mexíkó,
aztekarnir, munu fyrstir manna hafa
lagt stund á glitfíflarækt. Til Evrópu
bárust þeir síðari hluta 18. aldar.
Glitfíflar hafa undurfógur blóm, fjöl-
breytileg að stærö, gerö og lögun, og
spenna litir þeirra yfir mestallt lit-
rófiö.“ Svo mörg voru þau orö.
Formaður Dahlíuklúbbsins er Ás-
laug Pétursdóttir. „Dahlíur eru
skemmtilegar við aö eiga ef vel tekst
til. Aö mínu mati eru þær meira
spennandi en rósir. Dahlíur geta orð-
ið einstaklega fallegar ef maður fær
góðan einstakling. Þær eru viljugar
ef þær koma til og vaxa mjög hratt,“
segir Áslaug. „Ég er með um 30 í
ræktun núna en þaö er ekki mikiö.
Oft hef ég verið með meira. Ég veit
þó ekki hvort ég set þær allar út.“
Breyttstarfseíni
Dahlíuklúbburinn var stofnaður
árið 1967 og verður því 25 ára á næsta
ári. Stofnandi var Kristinn Helgason,
mikiil dahlíuræktandi, og voru fé-
lagsmenn 15. Nú eru um 50 manns í
klúbbnum.
Fólk í klúbbnum ræktar allt mögu-
legt en félagiö var upphaflega stofnaö
Dahlíur eru mjög'litskrúðugar. Þessi
heitir Lavender Perfection.
í kringum dahlíur. Starfsemin á því
sviði hefur nokkuð dregist saman
hin síðari ár. Er það einkum vegna
þess að sú gróðrastöð í Hollandi sem
félagið var í hvað mestu sambandi
við, lognaðist út af. Ekki hefur enn
tekist að finna annan ræktanda í
hennar stað.
Áslaug segir að það vilji brenna viö
að dahlíuhnýði sem seld eru hérlend-
is séu ekki rétt merkt. Þó á pokanum
standi ákveðnar upplýsingar þá eru
þær ekki alltaf réttar. Þessi rugling-
ur komi frá mörkuðm erlendis en
ekki frá kaupmönnum hér.
„Dahlíur eru stór flokkur blóma
og spanna breitt svið. Til eru yfir
40.000 dahlíunöfn og eru þær í ýms-
um stærðum og gerðum. Blómin eru
allt frá litlum kúlum sem eru 2,5 cm
í þvermál upp í það aö vera um 26
cm.“
Áhugi á garðrækt skilyrði
„Yfir veturinn eru haldnir fjórir
fundir, oftast með fræðsluerindi. Að
vorinu eyðum við svo einum degi í
skógrækt því klúbbmeðlimir hafa
áhuga á mörgu fleiru en dahlíum. í
raun getur hver sem hefur áhuga á
garðrækt gengið í félagið. Skilyrðin
hafa eitthvað mildast en í upphafi
var áhugi á dahlíum skilyrði. Að
sumrinu fórum við oftast einn dag í
skoðunarferð, oft til nágrannasveit-
arfélaganna og skoðum garða. Tví-
vegis hefur klúbburinn farið til út-
landa á dahlíusýningar og ennfrem-
ur hefur hann haldið sýningar í
Laugardal a.m.k. átta sinnum, síðast
árið 1982. Þær vöktu mikla athygli,"
segir Áslaug. Frá 1974 hefur Dahlíu-
klúbburinn svo flutt inn runna. Af-
mælisverkefni verður að taka þenn-
Áslaug Pétursdóttir, formaður Dah! ■
íukiúbbsins, hefur ræktað margar
dahlíur í gegnum árin. Nú er hún
með um 30 i ræktun en hún kveðst
oft hafa verið með fleiri.
an innflutning saman og skoða hvað
hentar hér á landi.
Ræktun hérlendis
Dahlíur er auðvelt að rækta hér-
lendis. Best er að hafa gróðurhús til
að koma þeim til en stofugluggar
hafa líka reynst ágætlega. Við báðum
Áslaugu að gefa okkur grunnleið-
beiningar um ræktun.
í byrjun apríl þarf að setja hnýði
niður. Hnýði er forðarót þar sem
næringarforði plöntunnar er geymd-
ur. Dahlíuhnýöi er hægt að kaupa í
flestum gróðrastöðvum. Það er sett
niður í pott og vökvað vel. Gott er
að fylgjast vel með og ekki vökva að
ráði fyrr en komið er líf. Aldrei má
hnýðið þó skrælna.
Upp úr moldinni geta komiö fleiri
en einn stilkur. Það fer svo eftir
stærð blómsins hvort þeir eru alhr
látnir vaxa áfram eða einhver þeirra
er klipptur af.
í byrjun júní má setja dahlíurnar
út í garð. Þeim þarf að velja skjólsæl-
an staö og hugsa vel um þær. ís-
lenskt sumar geta þær vel þolaö ef
ekki næðir mikið en frost þola þær
alls ekki. Best er að binda dahlíur
upp til stuðnings. Þessar jurtir þurfa
töluverða vökvun og góðan áburð.
Dahlíur geta blómstrað fram að
frosti. Þær má veria fyrir lítilsháttar
næturfrosti ef von er á því, t.d. með
þvi að vefja dagblöðum um þær.
Hnýðin er hægt að stinga upp að
hausti og geyma til næsta vors. Þá
er blómið skorið ofan af. Geymslan
hefur reynst vandasöm og hver og
einn þarf að þreifa sig áfram í þeim
efnum. Hnýðin geymast misvel,
þurfa kulda en þó ekki frost og mega
ekki þorna um of. Að vori eru þau
svosettafturniður. -hmó