Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Side 10
26 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991. Garðar og gróður Grasagarður Reykjavíkur: Mikil litadýrð á öllum árstímum i i i i i t gáfu borginni um 200 villtar íslensk- ar plöntur sem formlega voru afhent- ar viö opnun garðsins. En þetta voru ekki fyrstu plönturn- ar í Laugardal. Hjónin Eiríkur Hjart- arson og Valgeröur Halldórsdóttir voru frumkvöðlar aö trjárækt í Laugardal. Árið 1929 nefndu þau nýbýli sitt Laugardal en fyrir þann tima var það svæði sem nú er nefnt Laugardalur kallað Laugarmýrar- blettir. Árið 1955 keypti borgin gróð- ur og byggingar af þeim hjónum og er Grasagaröurinn að hluta á því svæði. Stærstur hluti garðsins er hins vegar á svæöi þar sem nýbýlið Laugartunga stóð. Eigendur þess voru Jón Björnsson og Gréta Björns- dóttir en borgin keypti mannvirki þeirra og gróður árið 1967. Nýr hluti Grasagarðsins, trjágarð- urinn, er þar sem áður hét Laugar- ból. Nú er garðurinn því næstum kominn út að Þvottalaugunum í Laugardal. Fjöldi tegunda óljós í upphafi voru um 200 tegundir í garðinum. Nú eru þar á milli 4000 og 5000 tegundir, þar af um 400 ís- lenskar sem haldið er aðgreindum. Nákvæm talning hefur þó ekki farið fram á síðustu árum. Stefnan er sú að vera með eitt ein- tak af hverri plöntu. Til að byggja upp gróðurumhverfi eru þó notuð fleiri eintök af ýmsum trjám og runn- um. Strax eftir stofnun garösins var farið að hafa samband við grasa- garða erlendis og fræ fengin frá þeim. Fljótlega var svo farið að safna fræi hérlendis. Grasagarðurinn í Laug- ardal er nú í sambandi við yfir 300 erlenda garða og stofnanir í meira en 40 löndum vegna fræskipta. „Við sækjumst eftir því sem við teljum geta vaxiö hérlendis og höfum geta notað fræ sunnarlega frá ef það er í nokkurri hæð. T.d. virðast vaxt- arskilyrði hér og í um 2000 m hæð í Ölpunum vera svipuð,“ segir Sigurð- ur. Stöðugt eykst plöntusafnið en ein- hver affoll verða alltaf. Garður sem þessi getur orðið til að auka fjöl- breytni gróðursins og því sem stend- ur sig best er fjölgaö. Reynt er að koma því til aðila sem aftur geta - garðurinn sýnir okkur fjölbreytileika jurtaríkisins Þessi fallega rós dafnar vel I Vetrargarðinum. DV-myndir Brynjar Gauti Skólarnir koma reglulega í heim- sókn og m.a. má nefna Myndlistar- skólanema sem koma til aö teikna og Félag eldri borgara er með árlegan ratleik í garðinum. Auk þess koma margir daglega í gönguferðir og íbú- ar í nágrenninu venja komur sínar mikið í garðinn. Einum hópi gesta má ekki gleyma og það eru þeir sem ætla að fara að byggja upp garða sína. Þá kemur fólk oft og skoðar plöntumar og sér hvemig þær verða þegar þær hafa vaxið upp. Oft kemur þaö með teikn- ingar arkitekta og plöntulista með sér. 30 ára afmæli Grasagarður Reykjavíkur var stofnaður á 175 ára afmæli Reykja- víkurborgar, þann 18. ágúst 1961, og verður því 30 ára í ár. Segja má að gjöf hjónanna Katrínar Viðar og Jóns Sigurðssonar skólastjóra hafi verið kveikjan að stofnun garðsins en þau Fyrir nokkram árum vissi aðeins lítill hluti Reykvíkinga'um Grasa- garð Reykjavíkur í Laugardal. Nokk- ur breyting hefur orðið þar á, ekki síst eftir aö uppbygging í Laugard- alnum jókst. Seint verða þessari perlu borgarinnar gerð full skil. Samband vió um 350 erlenda garða Þrír starfsmenn í fullu starfi vinna í Grasagarðinum allt árið. Forstöðu- maður frá upphafi er Sigurður Al- bert Jónsson garðyrkjufræðingur, Dóra Jakobsdóttir er lífíræðingur, með grasafræði sem sérgrein, og Jó- hanna Þormar er garðyrkjufræðing- ur. Auk þeirra þriggja kemur lausa- fólk til starfa á sumrin. DV fékk þau til að segja okkur lítillega frá Grasa- garðinum. Plönturtil að eyða ólykt Hlutverk grasagarða hefur verið breytilegt í gegnum árin. Alltaf hafa þeir haft ákveönu menningarlegu hlutverki að gegna auk þess að vera skrúðgarðar. í upphafi vora þetta skrautgarðar fursta. Svo hefur fólk alltaf nýtt sér lækningamátt jurta og með fyrstu grasagörðunum spruttu upp við klaustur og spítala. Á Vesturlöndum fylgdu garöar ný- lendustefnunni er Bretar tóku að flytja heim ýmsan gróður. Fínir garöar urðu stöðutákn og best þótti að geta sýnt sem mest af óvenjuleg- um jurtum sem voru svo seldar dýru verði. Á 17. og 18. öld uröu lyktar- sterkar plöntur vinsælar til að eyða ólykt. I dag er aðalmarkmiðið þaö að sýna fólki fjölbreytileika jurtaríkisins. Hérlendis má auk þess bæta við því sérhlutverki að vernda flóru íslands því við eigum tegundafáa flóru (inn- an við 500 tegundir). Nýtt hlutverk grasagarða um allan heim er svo að koma plöntum, sem útrýmt hefur verið, aftur til heimkynna sinna. Fræðsluhlutverk garðsins er mik- ilvægt. Á haustin koma skólabörn mikið í heimsókn, allt frá leikskóla- börnum til lífiræðinema við Háskól- ann. Allir aldurshópar En hverjir koma helst í Grasagarð- inn? Það er mjög stór hópur sem þangað kemur. Þau Dóra, Sigurður og Jóhanna segjast ekki hafa hug- mynd um hversu margir komi ár- lega, það skipti þúsundum. Dóra seg- ir að ef ský dragi frá sólu sé eins og fólkið spretti upp. Allar plöntur eru vel merktar og íslenskum plöntum er haldið aðgreindum frá öðrum. Ýmislegt má raekta á svölum húsa - bæði blóm og tré íbúar fjölbýlishúsa hafa sjaldnast einkagaröa fyrir sig. En vill það fólk ekki líka rækta blóm og aðrar plönt- ur? Við leituðum til starfsmanns í Gróðrastöðinni Mörk og báðum um leiðbeiningar um það hvaða gróður hentar á svalir. Sumarblóm Flestar tegundir sumarblóma geta dafnað á svölum. Það fer samt nokk- uð eftir því hvar svalirnar eru hvaða blóm henta best. Stjúpur og fjólur eru einna bestar því þær eru lág- vaxnar og harðgerðar auk þess sem þær era duglegar að blómstra. Ef skjólgott er á svölunum eru tóbaks- horn og hengibrúðarauga tilvalin blóm á svalimar. Sjaldnast er mikið pláss á svölum svo blómakassar, hengdir á handrið, era hentugir. Einnig má nota hengi- potta eða frístandandi potta. Best er ef af pottunum rennur, þ.e. loftgöt era í botninum. Ekki má geyma að vökva blómin. Það er best að gera með því að dýfa þeim alveg ofan í vatn. Þá næst góð vökvun og sjaldnar þarf að vökva. Tré Ýmis tré og runna má rækta á svöl- um. Nefna má runnamura, íslenskan eini, gljámispil og dvergfura en margar aðrar plöntur koma til greina. Tréker era einna hentugust því vatn rennur af þeim og steinker vilja springa þegar frystir. Best er aö hafa möl í botninum og moldina þar ofan á. Þykkt malarlagsins fer eftir því hve kerið er djúpt. Ýmsar fleiri plöntur má rækta á svölum en ef þær eiga að standa úti þarf að kanna hvort ræturnar þola frost. Rætur rósa t.d., þola frost illa og þaö sama á við um fleiri plöntur. -hmó Páskaliljur i pottum eru skemmtilegar en slíkir pottar geta vel staðið á svöium ef þar er ekki mjög mikið rok. Best er ef aðstaða er til að geyma pottinn inni í kaldri geymslu að vetrinum. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.