Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1991, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1991.
30
Garðar og gróður
Rólur eru sívinsælar og mörgum finnst þær ómissandi á leikvöllum. En
rólur má lika setja upp i heimagörðum.
STEIN
HELLUR
48x40
20x40 20x20 15x30 32x32
HAGSTÆÐ KJÖR - SENDUM HEIM
Vinnuhælið Litla Hrauni
Sölusími 98-31104
Grímsstaðir 50 ára
AFMÆLISTILBOÐ
er á eftirtöldum tegundum meðan byrgðir
endast:
Birkivistur í pokum kr. 190,-
Gljámispill í pokum kr. 155,-
Glávíðir í pokum kr. 90,-
Garðyrkjustöðiií
Grímsstaðir
Heiðmörk 52
Hveragerði, sími 98-34230
Athugið, útsölustaðir:
Hellisgerði,
Hafnarfírði
Drangavellir, Keflavík
Það hefur færst í vöxt að margir íbúar taki sig saman og komi fyrir leiktækjum á sameiginlegum opnum svæðum.
Nú er hægt að velja um margskonar tæki fyrir börn og gormadýrin sem hér sjást hafa notið mikilla vinsælda.
Útileiktæki bama:
Ekki bara sand-
kassar og rólur
vegasölt o.s.frv. Timbrið er fúavarið
og lakkað og allir stórir fletir eru
lakkaðir í hinum ýmsu litum.
Smásmiðjan, sem einnig er til húsa
í Kópavogi, framleiðir hin hefð-
bundnu járnleiktæki fyrir börn.
Leiktækin; rólur, vegasölt, renni-
brautir og sandkassar, eru bæði
keypt í heimagarða og á leikvelli.
Smásmiðjan framleiðir yfirleitt eftir
óskum kaupenda og skilar fram-
leiðslunni ýmist fullmálaðri eða
grunnaðri.
Eining í Stykkishólmi er með tré-
leiktæki, s.s. sandkassa, gormaleik-
tæki, klifurgrindur, lestir, yfir-
byggða sandkassa, sparkveggi, hús,
garðborð, rólur, vegasölt o.s.frv.
Tækin eru öll úr gagnvörðum viði
og jám aðeins notað í samtengingar.
Hægt er að fá hinar ýmsu stærðir,
allt eftir þörfum hvers og eins.
Hjá Sækó í Kópavogi eru bæði
framleidd járn- og tréleiktæki. Járn-
tækin eru meira tekin en viðurinn
sækir á. Smíðað er eftir þörfum
hvers og eins. Rólur, vegasölt, sand-
kassar, gormatæki og rennibrautir
eru það vinsælasta en ýmislegt fleira
er hægt að útbúa, s.s. pínugolf.
Framangreindir framleiðendur
setja leiktækin upp fyrir kaupendur
eða hafa til þess menn á sínum snær-
um,sé þess óskað. -hmó
Börnum fmnst alltaf gaman að
leika sér úti og ekki er verra ef ein-
hver tæki og tól eru til taks.
Hérlendis eru nokkrir aðilar sem
framleiða útileiktæki fyrir böm. Er
þá bæði um að ræða tæki sem henta
í heimagarða og stærri tæki fyrir
opin svæði og leikvelli. Það hefur
færst í vöxt að íbúasamtök og íbúar
fjölbýlishúsa taki sig saman og fjár-
festi í útileiktækjum á sameiginlega
leikvelh.
Tréeðajám?
Barnasmiðjan í Kópavogi framleið-
ir leiktæki fyrir börn, aðallega úr tré
en oft styrkt með járni sem lítið sést.
Hægt er að fá ýmis tæki, s.s. sand-
kassa, kastala, klifurgrindur, rólur,
„Hvað ætlar þú að fá?“ Mörgum börnum finnst búðarleikur skemmtilegur
og þá er ekki verra að hafa svona fínt hús til taks.
Ráðgjöf fyrir
garðeigendur
— upplýsingar alls staðar veittar endurgjaldslaust
Oft em garðeigendur í stökustu
vandræðum þegar þeir vita ekki
hvemig best er að snúa sér í garð-
ræktinni. Ýmsar spumingar koma
upp sem vandi getur verið að fá
svör við.
Flestir þeir sem selja plöntur eru
með sérfræðinga í sinni þjónustu
sem veita viðskiptavinum nauð-
synlegar upplýsingar. Einnig má
nefna að garðyrkjumenn eru sér-
fræðingar á þessu sviði og geta oft-
ar en ekki svarað spumingum sem
vakna. Nokkrir aðilar bjóða einnig
sérstaklega upp á þá þjónustu að
veita upplýsingar á sviði garðrækt-
ar. Upplýsingamar eru aUs staðar
veittar endurgjaldslaust.
Skógræktarfélag Reykjavíkur er
með sérfræðinga á sviði tijáræktar
og almennrar garðræktar í sinni
þjónustu. Þar er hægt að fá allar
almennar upplýsingar um trjárækt
og jafnvel um garðrækt almennt.
Fagfólk hjálpar einnig til við val á
trjám og mnnum. Hægt er að leita
ráða hjá Skógræktarfélagi Reykja-
víkur á opnunartíma sem era alhr
virkir dagar kl. 8-19 og kl. 9-17 á
laugardögum og sunnudögum.
í Blómavali er blómalínan opin
alla fimmtudaga frá kl. 17-21. Þar
situr Hafsteinn Hafliðason fyrir
svöram og svarar spumingum
varðandi garðyrkju og blómarækt.
Hægt er að hringja í Blómaval eða
jafnvel koma á staðinn. Þar, sem
og á flestum öörum sölustöðum
plantna, eru sérfræðingar við á
opnunartíma og veita ýmsar upp-
lýsingar.
Félagsmenn í Garðyrkjufélagi ís-
lands geta leitað ráða hjá starfs-
fólki félagsins. Garðyrkjufélagið er
áhugamannafélag og veitir upplýs-
ingar eftir bestu getu án þess að
það séu alltaf sérfræðingar sem
sitja fyrir svömm. Opiö er mánu-
daga og fimmtudaga kl. 14-18 og á
fimmtudagskvöldum kl. 20-22.
Sem fyrr segir em þeir sem selja
plöntur oftast fúsir að veita þær
upplýsingar sem óskað er eftir
varðandi plöntur og garðrækt og
hafa oft sérfræðinga í sinni þjón-
ustu sem geta gefið góð ráö.
-hmó