Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991.
Fréttir
Áhrif tengingar krónunnar vlð ECU:
Krónan mundi geta gengið
kaupum og sölum erlendis
Áhrif þess að íslenska krónan
tengdist ECU, gjaldmiðli myntbanda-
lags Evrópu, ætti að verða sú að
krónan yrði „alvörugjaldmiðill".
Hún mundi geta gengið kaupum og
sölum á alþjóðlegum mörkuðum eins
pg nú er um alvörugjaldmiðla þjóða.
íslendingar hafa haft mikla armæðu
af því að krónan hefur verið litin
homauga. Nú stefna íslendingar
hraðbyri að tengingu við mynt-
bandalag Evrópu, EMU, með því að
gengi íslenskrar krónu verði bundið
við ECU.
Til þess að krónan verði jafngild
alvörugjaldmiðlum þarf annaðhvort
aö koma til gjaldeyrismarkaður hér
á landi eða tenging við ECU. Verði
af tengingu við ECU skiptir öllu að
hún veröi trúverðug. Menn haldi al-
mennt að íslendingar muni standa
við sitt og ekki hlaupast undan
merkjum. Þá yrði gengi krónunnar
skráö um allar trissur og hún gengi
kaupum og sölum. íslenskur ferða-
maður þyrfti til dæmis ekki lengur
að skipta krónum í gjaldeyri hér
heima. Hann hefði bara krónur með
sér í ferðina líkt og Bandaríkjamað-
urinn hefur sína dollara og Bretinn
sín pund.
Reikningseining
EMU er myntbandalag Evrópu og
eru í því Efnahagsbandalagsríkin.
ECU er síðan gjaldmiðilseining þessa
bandalags. Öll Norðurlöndin nema
ísland hafa tengt gjaldmiðla sína við
ECU og líklegt að íslendingar geri
fljótlega hið sama, eins og DV hefur
skýrt frá. Gjaldmiðilseiningin ECU
er ekki í formi seðla heldur er ein-
göngu um óbeina notkun að ræða.
Ríkin tengja gjaldmiðla sína við ECU.
Búin yrði til karfa þar sem mikil-
vægi hinna ýmsu Evrópugjaldmiðla
fyrir krónuna yrði sett í hlutíoll,
Sjónarhom
Haukur Helgason
„vigt“. Gengi krónunnar yrði fast
nema hvað hugsanleg væri breyting
upp á 2,25% hið mesta. Gengið
breyttist síðan meö ECU gagnvart
þeim myntum sem væru utan þessa
Evrópukerfis en úr sögunni yrði að
íslensk stjómvöld gætu notað gengis-
breytingar sem hagstjórnartæki.
Gengið færi eftir gjaideyrismarkaðn-
um og því yrði ekki breytt þótt til
dæmis frystingin hér heima væri
rekin með tapi.
Lækkun vaxta fylgir
Þetta verður því geysimikil breyt-
ing fyrir okkur. Með gengisfestunni
fengist miklu meiri stöðugleiki en
verið hefur hér. Verðbólga yrði lítil
þar sem gengisfellingar settu hana
ekki lengur af stað. Veröbólga yrði
svipuö og í ríkjum Vestur-Evrópu.
Þá mætti búast við lækkun vaxta hér
á landi þegar viö tengdumst ECU.
Til dæmis lækkuðu vextir í Svíþjóð
og Finnlandi strax og gjaldmiðlar
þessara ríkja tengdust ECU, til sam-
ræmis viö vexti í öðrum ríkjanna.
Þar sem ekki yrði unnt að nota
gengisfellingu sem hagstjórnartæki
yrðum við að mæta efnahagsvanda,
svo sem taprekstri útflutnings-
greina, með öðrum aögerðum. Þá
gæti til dæmis komið upp að laun
yrðu að standa í stað í einhvern tíma.
Á móti kemur kosturinn af því að
hafa litla verðbólgu og lága vexti og
aukinn stöðugleika.
ECU er reikningseining eins og
áður var nefnt. Þessi eining hefur
meðal annars verið notuð við gerð
lánasamninga og viðskipti með salt-
fisk, svo eitthvað sé nefnt. Þótt salt-
fiskseljendur fengju dollara í hendur
hafa viðskiptin farið fram í reikn-
ingseiningunni ECU. Þessi reikn-
ingseining er miklu stööugri og
traustari trygging en gjaldmiðlar
einstakra ríkja.
Þrjár af pólsku konunum i verbúð Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Þær voru hrifnar af vistinni hér og ætluðu að halda
til Tálknafjarðar. DV-mynd Brynjar Gauti
Þóröur Friðjónsson, stj órnarformaður Framkvæmdasjóðs:
Framkvæmdasjóður
er í raun gjaldþrota
- nýjar flárskuldbindingar ekki til umræðu
„Framkvæmdasjóður verður ekki
gjaldþrota í eiginlegri merkingu þess
orös því ríkissjóður ábyrgist allar
skuldbindingar hans. Hins vegar er
það spurning hvort eigið fé sjóðsins
sé búið. ÍTjósi þeirrar stöðu, sem
komin er upp í fiskeldinu og hjá Ála-
fossi, höfum við greint forsætisráð-
herra. frá þeirri ákvörðun stjómar
sjóðsins að það sé ekki rétt að sjóður-
inn taki á sig nýjar fjárskuldbinding-
ar. Þannig höfum við tekið á þessu
máli,“ segir Þórður Friðjónsson,
stjómarformaður Framkvæmda-
sjóðs íslands.
Eigið fé Framkvæmdasjóðs íslands
var um síöustu áramót einungis 503
milljónir. Miðað við fyrirsjáanlegt
hmn í fiskeldinu og mikla erfiðleika
í rekstri Álafoss, með tilheyrandi
gjaldþrotum, er raunveruleg hætta
talin á því að sjóðurinn tapi eitthvað
á þriöja milljarö á næstimni. Ljóst
er að sjóðurinn veröur uppiskroppa
með eigið fé á þessu ári nema ríkis-
sjóður grípi inn í. í raun er sjóðurinn
þvi orðinn gjaldþrota en þar sem rík-
issjóður er ábyrgur fyrir skuldbind-
ingum hans munu áfollin óhjá-
kvæmilega lenda á skattgreiðendum.
Að sögn Þórðar er ekki hægt að
áfellast stjórn sjóðsins fyrir þá erfiðu
stöðu sem komin er upp hjá honum.
Ábyrgðin hvíli alfarið hjá ríkis-
stjórnum síðustu ára sem vísvitandi
hafi látið sjóöinn annast áhættusama
lánafyrirgreiðslu til Álafoss og
ýmissa fiskeldisfyrirtækja.
„Sjóðurinn er í eigu ríkisstjómar-
innar og heyrir undir forsætisráð-
. herP& og því verður sjóðstjórnin að
fara eftir þeim fyrirmælum sem hún
fær. Samkvæmnt gildandi lögum á
sjóöurinn að lána innan ramma
lánsfjárlaga og þannig geta bæði Al-
þingi og ríkisstjórn fengið sjóðnum
alls konar verkefni. Þaö hefur hins
vegar verið dapurlegt að horfa upp á
hvernig farið hefur fyrir þessum at-
vinnugreinum sem ríkisstjórnir
undanfarinna ára hafa hlúð sérstak-
lega að.“
I maí síðastliðnum námu útlán
Framkvæmdasjóðs til fiskeldisins
alls um 1.750 milljónum en að auki
hefur sjóðurinn leyst til sín eignir í
fiskeldi upp á 350 milljónir. Þessir
fjármunir em nú í töluverðri hættu
þar sem gjaldþrot og rekstrarstöðvun
virðist bíða allflestra flskeldisfyrir-
tækja í landinu.
Fyrir Framkvæmdasjóð er það
hins vegar ekkert nýtt að tapa mikl-
um fjármunum vegna útlána sinna.
Þegar um miðjan sjöunda áratuginn
neyddist sjóðurinn til að breyta úti-
standandi lánum Álafoss við sjóðinn
í hlutafé til að bjarga þvi frá gjald-
þroti og upp úr því eignaðist sjóður-
inn fyrirtækið.
Á árinu 1989 neyddist sjóðurinn
svo til aö afskrifa allt sitt hlutafé í
fyrirtækinu. í dag nema skuldir Ála-
foss við Framkvæmdasjóð eitthvað á
fjórða hundrað milljónir og að auki
á sjóðurinn hlutafé í fyrirtækinu fyr-
ir 190 milljónir. Fyrirséð er að þessir
fjármunir eru nú að mestu tapaðir.
Að sögn Þórðar er orðið mjög brýnt
að ríkisstjómin endurskoði hlutverk
og starfsemi sjóðsins.
„Ég tel ekki rétt að ríkisstjórnir
hafi víðtæk afskipti af fjárfestingum
í einstökum atvinnugreinum. Það
væri eðlilegra og vísara til árangurs
ef slíkar ákvarðanir væru teknar á
viðskiptalegum forsendum og þá af
viðskiptalífmu. sjálfu. Rök reynsl-
unnar leiða einfaldlega í ljós að af-
skipti þess opinbera eru mjög
óheppileg. Nægir í því sambandi að
benda á fiskeldið."
-kaa
30 Pólverjar unnu hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvikur:
Harðduglegt og
áreiðanlegt fólk
- flestir á leið heim en nokkrir til Tálknafjarðar
Um 30 Pólverjar unnu viö Hrað-
frystihús Ólafsvíkur þegar rekstri
þess var hætt á föstudag í síöustu
viku. Heldur fleiri konur voru í
hópnum og unnu þær í fiskvinnu
meðan karlamir unnu við beitingu
og saltfiskverkun. Pólverjarnir hafa
flestir veriö í Ólafsvík frá því
snemma í vetur og áttu reyndar að
fara heim 21. júní. En vegna gjald-
þrots hraðfrystihússins fara þeir lík-
lega heim í dag. Fjórar kvennanna
höfðu ekki verið nema stuttan tíma
í Ólafsvík og vildu vera hér á landi
áfram. Hafa þær því verið ráðnar í
vinnu í fiskverkun á Tálknafirði.
DV hitti þijár pólsku kvennanna í
Ólafsvík á mánudag. Þær voru mjög
ánægðar með dvölina þar og heldur
vonsviknar yfir örlögum hraðfrysti-
hússins. Þær voru einmitt á leiö til
Tálknafjarðar og tjáðu blaðamanni
að þeim litist vel á að vera hér áfram.
Meðal Pólverjanna í hópnum er
nokkuð af fjölskyldufólki sem skilið
hefur maka og börn eftir heima og
sent peninga heim reglulega. Þetta
er þriðja árið sem svo margir Pól-
verjar vinna hjá hraðfrystihúsinu í
Ólafsvík. Tvö fyrstu árin voru þeir
mjög ánægðir með tekjurnar en í ár
hefur uppskeran oröið aðeins rýrari,
meðal annars vegna sterkari stöðu
Bandaríkj adollars.
Þá eru einstaklingar í hópnum.
Eins og gengur og gerist hefur róm-
antíkin náð að festa rætur í verbúð-
arlífmu á efstu hæð hraðfrystihúss-
ins. Þannig fer ein pólsku kvennanna
ekki heim í bráð þar sem hún mun
giftast Ólsara á næstunni.
DV ræddi viö einn verkstjóra við
hraðfrystihúsið og lýsti hann yfir
mikilli ánægju með Pólverjana.
Hann sagði þá hörkuduglega og mjög
áreiðanlega í vinnu. „Þetta er meiri-
háttar starfsfólk."
-hlh
Atlantal-samkomulagið:
Af staða okkar verð-
ur tilkynnt f ormlega
- segir Þórarinn V., framkvæmdastj órl VSÍ
„Við erum ekkert í sambandi við
Atlantal-menn núna en þaö getur
verið að á einhverju stigi málsins
gerum viö þeim formlega grein fyrir
stöðunni. Þaö liggur fyrir að sérhvert
snitti, sem birtist í íslenskum fjöl-
miðlum og snýr að þessu verkefni,
er snúið yfir á ensku og sent þessum
fyrirtækjum. Þeir hafa það til hlið-
sjónar og því er það skynsamlegt af
okkar hálfu að gera þeim grein fyrir
því að athugasemdir okkar beinast
að okkar viðsemjendum, íslenskum
verkalýðsfélögum, en ekki þeim,“
segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands. Hann er nú staddur í
Lúxemborg á fundi Evrópusam-
bands atvinnurekendaog fyrirtæKja.
Atlantal-menn hafa vérið í Lúxem-
borg á fundum en Þórarinn segir að
hann hafi hvorki hitt þá né ætli sér
að hitta þá vegna samkomulagsins
sem þeir gerðu við verkalýðsfélög á
Suðurnesjum.
„Auðvitað er það okkur mikilvægt
að á íslandi, þar sem 90% af vinnuafl-
inu er bundið í verkalýðsfélögum, sé
samræmt samhengi þar á milli og að
atvinnurekendur standi þolanlega
saman líka. Öðruvísi getum við ekki
haldið uppi mótun skikkanlegra lífs-
kjara. Þaö er mikilvægt að þessi
stóru fyrirtæki standi sameiginlega
í þessum málum og það er okkar ósk
að þetta fyrirtæki komi á einhveijum
tíma inn í Vinnuveitendasambandið.
En í okkar huga hefur einn af við-
semjendum okkar beitt býsna sóða-
legum brögöum til að fyrirbyggja þaö
að þetta fyrirtæki geti oröið aðili að
VSI,“segirÞórarinn. -ns