Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 14. JONÍ 1991. Afmæli Guðný Jóhannsdóttir Guðný Jóhannsdóttir, Kvisthaga 27, Reykjavík, verður sjötíu og fimm áraámorgun. Eiginmaður hennar er Kristján Sigurmundsson forstjóri. Þau hjón- in taka á móti gestum í Blómasal Hótel Loftleiða milli klukkan 15.00 og 18.00. Fréttir TJTrvínÁn* Norska bjálkahúsið endurbætt í sumar Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Ákveðið hefur verið að ráðast í endurbætur á norska bjálkahúsinu á Hofsósi í sumar. Nú er frágengið að Þjóðminjasafnið mun standa straum af endurbótunum og hefur Hofsós- hreppur útvegað það íjármagn sem til þarf en áætlaður kostnaður er 6,5 milljónir. Norska bjálkahúsið er eitt elsta sinnar tegundar í heiminum. Taliö er að það hafi verið reist um 1777 sem pakkhús' fyrir dönsku verslunina á Hofsósi. Síðan hefur það gegnt ýms- um hlutverkum og var til dæmis slát- urhús um tíma. Það er Valgeir Þorvaldsson sem mun hafa umsjón með endurbótun- um. Þak hússins mun breytast tals- vert. Þaö verður sett í sína uppruna- legu mynd, bárujámiö fjarlægt en tvöföld timburklæðning sett í stað- Norska bjálkahúsið á Hofsósi er eitt elsta sinnar tegundar i heiminum, reist um 1777. inn. Þá verður skipt um þá viði í verði Drangeyjarsafn til húsa í húsinu sem lúnir eru orðnir. Hug- norska bjálkahúsinu. myndir eru uppi að með tíð og tíma Hraðfrystihúsið hf. á Hnífsdal: Gef ur veglegar peninga- gjaf ir til líknarmála Hlynur Þór Magnússon, DV, Isafirdi: Hraöfrystihúsið hf. í Hnífsdal varð 50 ára fyrr á þessu ári. Fyrir skömmu voru haldnir aðalfundir þess og Mið- fells hf. sem er dótturfyrirtæki frysti- hússins. Þar var samþykkt að færa nokkrum aðilum peningagjafir, sam- tals um fimm milljónir króna. Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði var færð ein milljón króna til kaupa á hjartastuðtæki til notkunar í sjúkrabifréið og til tækjakaupa fyrir endurhæfingardeild. Tvær milljónir króna renna í björgunarsjóð nem- endafélags Stýrimannaskólans eða þyrlukaupasjóð. Ein milljón fer tO Styrktarfélags vangefinna á Vest- fjörðum til kaupa á sumarbústað fyr- ir skjólstæðinga þess. Björgunar- sveitin Tindar í Hnífsdal fékk hálfa milljón í húsbyggingarsjóð og Barna- skólinn í Hnífsdal sömuleiðis hálfa milljón til viöhalds og fegrunar inn- anhúss. Hraðfrystihúsið hf. i Hnífsdal var stofnað 19. janúar 1941 og var hlutafé þess í upphafi 45 þúsund krónur. Á því hálfrar aldar tímabili sem liðið er frá stofnun fyrirtækisins hefur það þolað sjö mögur ár. Hin 43 árin hefur verið hagnaður af rekstri þess. Þessar gjafir eru fordæmi og hvatn- ing til annarra að láta gott af sér leiða. Jóakim Pálsson er núverandi stj órnarformaður Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal. Myndgáta >vir ©OS3 Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. Lausn gátu nr. 52: Stöðumæla- vörður. Andlát Valgerður Bergþórsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Ljósalandi 21, Reykja- vík,. lést í Landspítalanum í gær, fimmtudaginn 13. júní. Jarðarfarir Þórunn Gunnlaugsdóttir, Hjarðar- túni 3, Ólafsvík, sem andaðist 6. júní sl„ verður jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju laugardaginn 15. júní kl. 14. Sigurður J. Gíslason, frá Uppsölum í Selárdal, sem lést á Elliheimilinu Grund 6. júní sl„ verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugardaginn 15. júní kl. 14. Jarðsett verður í Selár- dalskirkjugarði. Baldvin Júlíusson, Fossheiði 28, Sel- fossi, verður jarðsunginn frá Selfoss- kirkju laugardaginn 15. júní kl. 15. Sigríður Jóna (Nanna) Sigþórsdóttir verður jarðsett frá Egilsstaðakirkju á morgun, 15. júní, kl. 14. Yngvi Markússon, Oddsparti, sem lést 5. júní sl„ verður járðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 15. júní kl. 14. Guðmundur Bjarnason frá Lambadal er látinn. Hann fæddist í Minna- Gerði í Dýrafiröi 17. október 1910. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Sigurðsson og Gunnjóna Vigfúsdótt- ir. Guðmundur kvæntist Þórlaugu Finnbogadóttur og eignuðust þau 6 börn og einn fósturson. Þau hjónin bjuggu í Lambadal til 1960 að þau fluttu til Reykjavíkur. Þar varð Guð- mundur fljótlega sinn eigin húsbóndi og rak verslun með þilplötur. Útfór Guðmundar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. - talandi dæmi um þjónustu ijv aa __ •________•• , , >_______________ rW ^ rá * - /* -------------------• -------------—------------- Æ % HLJOMPLOTUUTSALA GEISLADISKAÚTSALA KASSETTUÚTSALA IVERSLUNINNIA RAUÐARARSTIG 16 - S. 11620 & 28316 i A Ii »1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.