Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991. Utlönd Hamborg: Fréttamaður tekinn vegna njósna Fréttamaður Reuters-írétta- stofunnar í Hamborg, Peter Ca- sper Wolter, var handtekinn í gær sakaður um njósnir fyrir Stasi, fyrrum austur-þýsku ör- yggislögregluna. Wolter er gefið að sök aö hafa veríð njósnari Stasi frá 1978. Á hann að hafa veitt Austur-Þjóð- verjum upplýsingar um starf- semi gagnnjósnadeildarinnar í Köin. Yfirvöld halda því fram að Wolter hafi fengið upplýsingam- ar hjá nánum ættingja sem starf- aði hjá gagnnjósnadeildinni. Sá var einnig handtekinn í gær en siðan sleppt þar sem hannkvaöst hafa látið Reuters-fréttamanninn fá skjölin án þess að hafa hug- mynd um að hann væri Stasi- njósnari. Ritzau Berlín: Embættismaður léstafvöldum bréfasprengju Háttsettur embættismaður í Berlín lést á miövikudagskvöld af völdum bréfasprengju sem sprakk er hann opnaði bréf er honum barst á heimili sítt. Lík embættismannsins fannst ekki fyrr en i gær þegar vinkona hans kom i íbúöina. Embættismaðurinn bar ábyrgð á umdeildrí sölu á stórum hluta Potsdamer Platz til risafyrirtæk- isins Daimler Benz. Lögreglan telur ekki útilokaö að um hafi verið aö ræða mótmæli gegn því að Daimler Benz fái stórt svæöi á Potsdamer Platz. Fjöldi manns og samtök hafa mótmælt sölunni því fyrirtækiö hefur á prjónunum áætlanir um aö reisa stórar skrif- stofubyggingar á svæðinu. Hingað til hafa engin samtök lýst yfir ábyrgð á morðinu. Ritzau Færeyjar: Sovéskur f lótta- maður sóttur um borð í varðskip Milli tuttugu og þrjátíu sovéskir sjómenn ruddust um borð í færeyska varðskipið Tjald og fjarlægðu með valdi ungan sjómann sem hafði flúið skip sitt, sem lá úti í firðinum, við Vágur á Suðurey í Færeyjum. Árdegis á miðvikudag sáu sjónar- vottar lítinn gúmmíbát með einum manni innanborðs úti á firðinum. Tveir smábátar frá sovéska móður- skipinu veittu gúmmíbátnum eftir- för. Maðurinn stökk í sjóinn en var hirtur upp af sovésku sjómönnun- um. Báturinn sigldi til hafnar í Vágur. Þar flúði hinn 23 ára gamli sjómaður um borð í varðskipið sem lá við bryggju. Hann hljóp beint upp í brú þar sem hann lagði ýmis skjöl, þar á meöal vegabréfið sitt, fyrir skipstjór- ann. Þar var einnig staddur hafnar- vörðurinn, Martin Andreasen. Hafnarvörðurinn segist ekki hafa skihð hvað var á seiði en maðurinn var holdvotur og reyndi að útskýra eitthvað. Færeysku embættismennirnir gengu í land til að ræða við sovésku sjómennina sem þar biðu og spurðu hvað væri að. Þeir svöruðu því til að ungi maðurinn væri „klikkaður". Martin Andreasen spuröi þá hvort hann ætti ekki aö sækja lækni en var þá sagt að tveir læknar væru um borð í sovéska skipinu og að maður- inn gæti bara farið með þeim um borð. Þá stundina var hafnarvörðurinn þeirrar skoðunar að það væri besta lausnin. Þessu næst gengu milli tuttugu og þrjátíu sovéskir sjómenn um borð í varðskipið og neyddu flóttasjómann- inn til að fara frá borði og sigldu með hann út í móðurskipið. Hafnarvörðurinn er ekki í vafa um að sovéski sjómaðurinn hafi reynt aö strjúka en þaö var ekki fyrr en eftir á að hann sá eftir að hafa ekki kallað á lögregluna. Skipstjórinn á Tjaldi sagði í viðtali við færeyska sjónvarpið á fimmtu- dag að hann hefði ekki litið svo á að um flótttatilraun hefði verið að ræða, frekar hegðun andlega sjúks manns. Lögregluyfirvöld í Færeyjum hafa ekki krafið skipstjóra sovéska skips- ins neinna skýringa á atburðinum. Ritzau Evrópubandalagið: Svíar sækja um aðild 1. júlí Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, mun þann 1. júlí næst- komandi afhenda forsætisráðherra Hollands, Ruud Lubbers, umsókn Svíþjóðar um aðild að Evrópubanda- laginu. Lubbers tekur þá við for- mennsku í ráöherraráði Evrópu- bandalagsins. Þetta var staðfest af embættismönnum Evrópubanda- lagsins í gær eftir að varaformaður framkvæmdastjórnar þess, Henning Christophersen, haföi skýrt dönsk- um fulltrúum á Evrópuþinginu frá því hvenær Svíar myndu sækja formlega um aðild. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vildi í gær ekki tjá sig um máhð. í dag er búist við aö Carlsson tilkynni formlega hvenær umsókn verðurafhent. TT Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Indland: Enginnflokkur fær meirihluta AUt bendir til þess að enginn flokkur nái meirililuta í kosning- unum á Indlandi, sem lýkur á morgun, samkvæmt skoðana- könnun sem var birt í dag. Töl- urnar eru byggðar á svörum kjós- enda á leið út úr kjördeildum þann 20. maí og 12. júní og koma þær heim og saman við spár margra fréttaskýrenda. Indverska dagblaðið Hindu sem birti skoöanakönnunina sagði hins vegar að morðið á Rajiv Gandhi gerði það að verkum aö skoðanakannanir væru óáreið- anlegar. Blaðið segir að ef kosn- ingamynstríð verði svipað á laug- ardag og hina kosningadagana fái Kongressflokkur Gandhis rétt rúmlega 200 þingsæti. Alls sitja 545 menn á indverska þínginu. Helsti keppinautur Kongress- flokksins, Janataflokkur Hindúa, sem hefur sótt í sig veðriö á und- anförnum tveímur árum, er tal- inn geta fengið um 160 þingsæti. LettarogPólverj- arífóstbræðralag Lettland og Pólland undirrit- uöu vináttuyfirlýsingu á fimmtudg og sfjórnvöld í Lett- landi köhuðu hana tímamót í bar- áttu lýöveldisins fyrir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. „Þetta verður mikilvægt skref í átt til fulls sjálfstæðis fyrir ríki okkar," sagði Janis Jurkans, ut- anríkisráðherra Lettlands. „Við erum pólsku ríkisstjórninni mjög þakklátir." Krzysztof Skubiszewski, utan- ríkisráðherra Póllands, sagði að Pólverjar styddu vonir Letta. „Víð dáumst að staðfestu lett- nesku þjóðarinnar og égfuhvissa ykkur um að hún á hauk í homi þar sem Póhand er,“ sagði hann. {yfirlýsingunni, sem var undir- rituð í Varsjá, skuldbinda rikin tvö sig til að taka upp fullt sfjórn- málasamband „þegar aðstæður leyfa“. Varfærnislegt orðalagið endurspeglar þaö að Pólverjar vilja ekki styggja Sovétríkin sem enn eru með hálfa mhljón her- manna í Póhandi. Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram i dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Bergstaðastræti 31A, hluti, þingl. eig. Bjami Már Bjamason, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Klemens Eggertsson hdl., Veðdeild Lands- banka íslands og Ólafur Garðarsson hdl. Bræðraborgarstígur 9, hluti, þingl. eig. Merking hf., þriðjud. 18. júní ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, íslands- banki hf., Fjárheimtan hf., Steingrím- ur Eiríksson hdl., Kristinn Hallgríms- son hdl., Helgi Sigurðsson hdl., Haf- steinn Hafsteinsson hrl. og íslands- banki hf. Dalsel 6,1. hæð t.h., þingl. eig. Salvar Guðmundsson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 10.30. Uppboðsheiðendur em Lands- banki íslands og Helgi Sigurðsson hdl. Flugvallarvegur, Flugbj., þingl. eig. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík, þriðjud. 18. júni ’91 kl. 14.15. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Fomhagi 19, hluti, þingl. eig. Jóna Gestsdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og Hróbjartur Jónatansson hrl. Hverfisgata 72, rishæð, þingl. eig. Sigrún Sveinsdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Ólafúr Gústafsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. írabakki 20, hluti, þingl. eig. Björgvin H. Gunnarsson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeild Landsbanka íslands. Jakasel 10, þingl. eig. Jón Ámi Ein- arsson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafúr Axelsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Kambasel 56, 034)1, þingl. eig. Hrefna Pétursdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Lan^sbanka íslands og Ásgeir Thor- oddsen hrl. Kaplaskjólsvegur 61, hluti, talinn eig. Sigurður Sigurðarson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki Islands og Veðdeild Lands- banka íslands. Kleppsvegur 38, hluti, þingl. eig. Val- ur B. Sigurðsson og Aðalheiður Há- konardóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 19, hluti, þingl. eig. Kristín Friðnksdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 24B, hluti, þingl. eig. Axel S. Blomsterberg, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 41, hluti, þingl. eig. Arko sf., teiknistofa, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Lágholtsvegur 4-14, hluti, þingl. eig. Steintak hf., þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Mávahlíð 18, hluti, þingl. eig. Magnús Svanur Dómaldsson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Njálsgata 8C, hluti, þingl. eig. Am- fríður Jónatansdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Njálsgata 33B, þingl. eig. Hjálmar J. Fomason, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Njálsgata 77, efri hæð og risíbúð, þingl. eig. Vilborg Sigmundsdóttir, þriðjud. 18. júm ’91 kl. 13.45. Uppboðs- beiðandi er Tryggingastofhun ríkis- ins. Nóatún 24,1. hæð t.h., þingl. eig. Sig- ríður Amkelsdóttir og Eyþór Eiríks- son, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Baldur Guð- laugsson hrl., Ólafiu' Axelsson hrl., Ásdís J. Rafnar hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Ásgeir Thoroddsen hrl. Orrahólar 7, hluti, þingl. eig. Friðgeú Björgvinsson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Rjúpufell 27, hluti, þingl. eig. Áslaug Alexandersdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Samtún 12, hluti, þingl. eig. Gunnhild- ur Halldóra Axelsdóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veð- deild Landsbanka Islands. Seljabraut 42, hluti, þingl. eig. Öm Kristinsson, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík og íslandsbanki h£_______________________________ Skeifan 5, hluti, þingl. eig. Sigríður Þorbjamardóttir, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Ólafúr Axelsson hrl. Tjamargata 39, 1. hæð og kjallari, þingl. eig. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttú og Haukur Haralds, þriðjud. 18. júní ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Baldur Guðlaugsson hrl., Ólafúr Ax- elsson hrl., Ásdís J. Rafnar hdl., Guð- jón Ármann Jónsson hdl., Ölafur Gústafsson hrl. og Skúli J. Pálmason hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Fannafold 131, hluti, tahnn eig. Tryggvi Gunnar Sveinsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 18. júní ’91 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Is- landsbanki hf., Landsbanki íslands og Veðdeild Landsbanka íslands.__ Hveríisgata 82, 5. hæð, þingl. eig. Walter H. Jónsson, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjud. 18. júní ’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Reynú Karlsson hdl. Kleppsvegur 40, 4. hæð f.m., þingl. eig. Baldur Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 18. júní ’91 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Fjár- heimtan hf. og Veðdeild Landsbanka Islands. Langholtsvegur 109, hluti, þingl. eig, Húsakaup hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 18. júní ’91 kl. 17.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.____________________ Laugavegur 45,034)1, þingl. eig. Bygg- ingafélagið Ós hf., fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 18. júní ’91 kl. 18.00. Úppboðsbeiðendur em Fjárheimtan hf. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 136, hluti, þingl. eig. Bjami Hermann Smárason, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 18. júní _’91 kl. 18.30. Uppboðsbeiðendur em Ás- geú Thoroddsen hrl., Veðdeild Lands- banka íslands, tollstjórinn í Reykjavík og Tryggingastofiiun ríkisins. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.