Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Blaðsíða 27
f'ÖÖ'rtíÖÁGUR 14. JÍjNÍ' 1991.
Skák
Jón L. Árnason
Varla hefur þessi furðulega staða kom-
iö upp í tefldu tafli, enda mun svo ekki
vera. Hér er á ferð eitt þessara frægu sí-
gildu skákdæma Bandaríkjamannsins
Samuels Loyds. Hvemig fer hvítur að því
að þvinga fram mát í fjórða leik?
35
& k 1 1
& 1 A á
A 1 # Á
A Á. A 4
& H _
ABCDEFGH
Lausnin er 1. Hcl Kd5 Eða 1. - Kf5, sem
leiðir til sömu niðurstöðu. 2. e4 +! Kxe4
3. Hel! og eftir 3. - Kd5, eða 3. - Kf5, kem-
lur 4. e4 mát.
Bridge
Isak Sigurðsson
Það vita þaö flestir sem spila gegn Zia
Mahmood að hann er refur, jafnt í sögn-
um sem úrspili, og oft erfitt að átta sig á
honum. í þessu spili opnaði Zia á veiku
grandi, 12-14 punktar á suðurhöndina,
og lyfti síðan áskorun félaga í þrjú grönd
á grundvelli þess aö vörnin vissi lítið
hvernig hans hendi væri samsett. Sagnir
gengu þannig, suður gjafari og enginn á
hættu:
♦ Á43
V D7643
♦ G4
+ KG7
* D1096
V K92
♦ D9
+ Á865
N
V A
S
♦ KG52
V GIO
♦ 732
4» D932
* 87
V Á85
♦ ÁK10865
+ 104
Suður Vestur Norður Austur
1 G Pass 2+ Pass
2* Pass 2 G Pass
3 G P/h
Útspilið var spaði og Zia gaf slaginn tvisv-
ar áður en hann drap á ás. Næst spilaði
hann tígulgosa úr blindum og austur setti
lítið. Zia áætlaði sem svo að góður spilari
myndi leggja drottninguna á í þessari
stöðu og fór þvi upp með ásinn. Drottn-
ingin féll síðan í kónginn. Hann ætlaði
að nota sömu aðferð í lauflitnum, spila
tíunni og setja kónginn ef vestur lagði
ekki drottninguna á. En austur var eitt-
hvað miður sín þegar tiguldrottning fé-
laga féll undir kónginn svo að hann
fleygði lágu laufi í þriðja tígulinn. Sam-
kvæmt reglum um litarsvik skal refsi-
spilið í slaginn í fyrsta sinn sem laufmu
er spilað. Zia þurfti því ekki að geta sér
til um lauflitinn og spilaði strax laufi til
að tryggja sér níunda slaginn.
Krossgáta
7— T~ T~ H □
g’ I \
10 J Ih TT
/3 /? J
!(, 1 /£ mmm
A ZO Tr
H
Lórétt: 1 heybólstur, 6 kall, 8 hestur, 9
mikla, 10 vitlausir, 11 kepp, 13 veiðast,
16 kyrrð, 17 læsir, 19 fæddu, 20 glati, 22
masar.
Lóðrétt: 1 fuglar, 2 landspilda, 3 önugur,
4 ásökun, 5 hljóð, 6 bein, 7 hræðast, 12
nemur, 14 manneslgur, 15 þykkni, 18
munda, 19 mynni, 21 átt.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 stegg, 6 sá, 8 víti, 9 æti, 10 æða,
12 slór, 14 lokkar, 16 af, 17 kasti, 19 ýsur,
20 ótt, 22 arga, 23 át.
Lóðrétt: 1 svæla, 2 tíð, 3 et, 4 giskar, 5
gæla, 6 stórt, 7 ái, 11 akkur, 13 reitt, 15
ofsa, 18 sóa, 19 ýr, 21 tá.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
fsaQörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 14. til 20. júní, að báðum dög-
um meðtöldum, verður í Vesturbæj-
arapóteki. Auk þess verður varsla í Háa-
leitisapóteki kl. 18 til 22 virka daga og
kl. 9 til 22 á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opiö fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá ki. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opiö frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá ki. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11000,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráöleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfmnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma.14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustööinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartímí
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspitalinn: Mánud.-fostud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: KI. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vifdsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
Föstudagur 14. júní:
Cordell Hull fordæmir stefnu Vichy-
stjórnarinnar í Sýrlandsmálunum.
Damaskus umkringd og herlið komið inn í úthverfi
Sidon - Bresk herskip úti fyrir Sidon og Beyrut.
Spakmæli
Meðlætið aflar vinanna og
mótlætið reynir þá.
Óþekktur höf.
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið þriðjud., fimmtud., laugard. og
sunnud. kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi
fyrir hópa í okt - maí. Safnkennari tek-
ur á móti skólabömum. Upplýsingar í
síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafniö í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Geröubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opiö daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn tslands. Opiö alla daga
nema mánudaga 11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavik sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15,
Rvík., sími 23266.
Lífiínan, Kristileg símaþjóftusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir laugardaginn 15. júní.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Nýttu sérstakt tækifæri sem þér býðst til hins ýtrasta, það er
ekki víst að þú fáir annað. Félagslífið lofar góðu.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Fjármálin ganga vel sérstaklega þar sem um kaup og sölu er að
ræða. Gríptu tækifærin, því heppnin er með þér í dag.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Hrútar eru heiðarlegir og fylgnir sjálfum sér. Vertu staðfastur
þegar upp koma mál sem brjóta á móti þinni betri vitund.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Þú ert metnaðargjarn og ættir að einbeita þér að möguleikum til
aö koma þér áfram. Happatölur eru 7, 21 og 25.
Tviburarnir (21. maí-21. júní):
Haltu þig við hagnýt verkefni, sem krefjast ekki mikillar hugsun-
ar. Persónuleg, skapandi verkefni veita þér sérlega mikla ánægju.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Mál sem skiptir aðra persónu miklu máli er á lokasnúningi. Not-
aðu tímann til að vinna að hagnýtum störfum sem skipta þig
miklu máli.
Ljónið (23. júli-22. ágúst):
Það verður mikið að gera hjá þér og þú lendir í öllu mögulegu.
Þú eignast ekki vini með því að taka afstöðu með öðrum í deilu-
máli. Ný vinátta lofar mikilli gleði.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Taktu enga áhættu með peninga í dag. Nýttu þér sambönd þín
ef þú vilt komast til botns í ákveðnu máli eða framkvæma eitt-
hvað sem þekking þín nær ekki yfir.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Skipuleggðu tíma þinn vel. Gættu þess þó vel að ákveða ekki eitt-
hvað að öðrum forspurðum sem málið varðar. Þú færð litla per-
sónulega ósk uppfyUta.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Nú er tækifæri til að taka á mikilvægum málum og ákvarða um
framtíðina. Þú verður að treysta á eigin dómgreind. Ekki sættast
á neina málamiðlun gegn betri vitund.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú munt eiga ánægjuleg samskipti viö aðra. Félagslífið verður
afar spennandi og svo er að sjá aö vinsældir þinar munu aukast.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Gættu að því hvemig þú fjáir þig, því hægt er að misskilja orð
þín. Þú gætir þurft að takast á við ákveðinn vanda en aUar líkur
eru á að þú ráðir fram úr honum með góðra manna hjálp.