Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1991, Qupperneq 3
. íGSí iHOl .J-r flUOAOUTgö'? -
FÖSTUOAGUR-14,- JUNL1991- - -
Dans-
staðir
Ártún
Vagnhöfða 11, sími 685090
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar
ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng-
konu leikur fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld.
Casablanca
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Dansleikur á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Hljómsveitin Smellir ásamt
Ragnari Bjarnasyni leikur á
föstudagskvöld.
Fjörðurinn
Strandgötu, Hafnarfirði
Gömlu brýnin skemmta fósudags- og
laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld
leikur Loðin rotta fyrir dansi.
Furstinn
Skipholti 37, sími 39570
Lifandi tónlist föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Dansleikur föstudags- og laugar-
dagskvöld.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hátt aldurstakmark.
Lídó
Lækjargötu 2
Bubbi & Rúnar og félagar leika nýtt
og eldra efni í bland í kvöld. Á laugar-
dagskvöld leikur hljómsveitin Diddi
fyrir dansi og verða Módelsamtökin
með tískusýningu. Ball á sunnudags-
kvöld.
Sportklúbburinn
Borgartúni 32, s. 29670
Opið föstudags- og laugardags-
kvöld á Stönginni. Aðgangur
ókeypis.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Ball fóstudags- og laugardagskvöld.
Rokkpartí á sunnudagskvöld. Þre-
menningarnir Jói, Arnór og Ingó sjá
um Qörið. Heiðursgestir kvöldsins
verða hljómsveitir sem koma af
Kaplakrikavelli.
Hótel Saga
Geirmundur leikur fyrir dansi í
Súlnasal á laugardagskvöld.
Moulin Rouge
Diskótek á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Naustkráin
Vesturgötu 6-8
Opið um helgina.
Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
Klang og kompaný skemmta fóstu-
dags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
K.K. Band leikur fyrir dansi í kvöld.
Á laugardagskvöld sér Loðin rotta
um fjörið. Á sunnudagskvöld
skemmtir Sniglabandið og sýnir nýtt
myndband auk ýmissa uppákoma.
Stórtónleikar með norsku hljóm-
sveitinni Artch á mánudagskvöld.
Púlsinn
Blúsbrot leikur á Púlsinum í
kvöld frá kl. 10.30 en á efnisskránni
er úrval rokktónlistar sl. 20-30 ár.
Glerbrot stígur á svið á eftir Blús-
broti og leikur öðruvísi prógramm.
Sveitirnar eru skipaðar sömum
mönnum en þegar þeir kalla sig
Glerbrot bætast tveir nýir meðlim-
ir í hópinn.
Á laugardag leikur rokksveit frá
Suðurnesjum, Deep Jimi and the
Zepp Creams. Eins og nafngiftin
gefur til kynna leikur sveitin eink-
um tónlist Deep Purple, Jimi
Hendrix, Led Zeppelin og Cream.
Suðurnesjamennirnir leika einnig
á sunnudagskvöldið en á mánudag
kemur fram Rokkhljómsveit ís-
lands.
Gestir sem mæta fyrir kl. 23 á
fóstudag eða laugardag fá boð-
smiða á kvöldið eftir.
Poison er meðal fimm vinsælustu hljómleikasveita i heiminum í dag.
listahátíð í Hafnarflrði:
Guðmund-
Rokktónleikar á
Kaplakrikavelli
- íslenskar og erlendar hljómsveitir
Á sunnudag verða rokktónleikar
á Kaplakrikavelh í Hafnarfirði sem
standa í hálfan sólarhring. Svæðið
verður opnað á hádegi en fyrsta
hljómsveitin, sem ríður á vaðið, er
Artch frá Noregi með Eirík Hauks-
son innanborðs. Poison er síðasta
sveitin á dagskránni en auk áður-
taldra koma fram Quireboys,
Slaughter, Thunder, GCD og Bullet
Boys. Tónleikarnir eru einn af dag-
skrárliðum Listahátíðar í Hafnar-
firði.
Poison er meðal fimm vinsælustu
hljómleikasveita í heiminum í dag.
Hún hefur selt 15-20 milljónir
platna og komið 5 lögum á topp 10
í Bandaríkjunum. Quireboys léku
hér í fyrra með Whitesnake og þeir
eru nú á meðal vinsælustu hljóm-
sveita í Bandaríkjunum. Slaughter
hafa komið lagi á topp 15 í Banda-
ríkjunum en þeir eru þekktir fyrir
sviðsframkomu sínu. Thunder hef-
ur átt 2 lög á topp 20 í Bandaríkjun-
um og þeir félagar eru af mörgum
kallaðir efnilegustu ungliðarnir í
rokkinu í dag. Bullet Boys voru
uppgötvaðir af Ted Templeman,
hinum sama og uppgötvaði Van
Halen, en hann er jafnframt leið-
togi og verndari þeirra. Artch
skartar Eiríki Haukssyni en önnur
breiðskífa sveitarinnar er nýkomin
út í Bandaríkjunum og hafa viðtök-
ur verið góðar. GCD hefur verið
kölluð ferskasta sveitin í íslensku
rokki en hana skipa Rúnar Júlíus-
son, Gunnlaugur Briem, Bubbi og
Bergþór Morthens.
Rokk-partí verður haldið á Hótel
íslandi á sunnudaginn. Það eru
fyrrum skemmtanastjórar i Bro-
adway (Jói, Arnór og Ingó) sem
ætla að sjá um fjörið. Meðal
skemmtiatriða verða sýningar af
öllu tagi, bæði á sviðinu og úti í
sal. Heiðursgestir verða hljóm-
sveitir sem fram koma á Kapla-
krikavelli fyrr um daginn. Rokk-
partíið byrjar kl. 22.
Hljómsveitin Galíleó skemmtir Vestfirðingum í Sjallanum á ísafirði í
kvöld og annað kvöld. Á sunnudag mun sveitin leika á Súgandafirði á
hinum árlega 16. júní dansleik en einnig verður boðið upp á dansleik
fyrir unglingana þar sama dag kl. 18. Galíleó leikur jafnframt væntan-
lega á ísafirði á 17. júni.
nr Rúnar í
Sjallanum
Guðmundur Rúnar trúbador
skemmtir í kjallara Sjallans á Ak-
ureyri um þessar mundir. Um helg-
ina mun trúbadorinn spila frá kl.
23.00.
Þess má geta aö frá Guðmundi
Rúnari er komin út kassetta og
væntanlegur er geisladiskur. Hann
er þó ekki einn á ferð því með hon-
um leikur hljómsveitin Óli blaða-
sali.
Á kassettunni og disknum eru 13
frumsamin lög og textar. Tveir
textar eru eftir Akureyringinn og
skáldið Birgi Marinósson.
Afmælishá-
tíð Amon Ra
Á laugardag eftir viku verður
haldin afmæhshátíð stórhljöm-
sveitarinnár Amon Ra. Sveitin var
stofnuð á Neskaupstað 1971 og
starfaöi á Austfjörðum allt til árs-
ins 1981 en síðasta árið var aö
mestu gert út frá Reykjavík. Hátt í
þrjátíu manns hafa komið við sögu
hjá Amon Ra á þessu tímabili og
munu þeir flestir koma saman af
þessu tilefni og endurvekja stemn-
ingu 8. áratugarins á dansleik í
Egilsbúð.
Sólin fyrir
norðan?
Hljómsveitin Síöan skein sól
verður á faraldsfæti um helgina og
mun halda gunnfána íslenskrar
tónlistar hátt á lofti sem endranær.
Nú fer að líöa að útkomu plötu
þeirra Sólardrengja. Er útgáfutími
áætlaður mánaðamótin júní/júlí.
Hjómsveitin mun kynna efni nýju
plötunnar sem og leika eldri smelli
til gamans og gleði fyrir dansgesti:
í Ýdölum, S-Þingeyjarsýslu, í
kvöld, á Hótel Borg á sunnudags-
kvöldið og 17. júní fyrir gesti á göt-
um miðbæjar Reykjavíkur á sjálfan
þj óðhátíðardaginn.
Rúnar Þór á Rauða ljóninu
Rúnar Þór og hljómsveit spila í Rauða Ijóninu á Eiðistorgi um helgina.
Rúnar Þór og hljómsveit
skemmta gestum Rauða ljónsins á
Eiðistorgi um helgina. Þeir félagar
verða þar í kvöld, föstudaginn 14.
júní, laugardagskvöldið 15. júni og
sunnudagskvöldið 16. júni.
Sem fyrr spila þeir lög ajf plötum
Rúnars Þórs, auk þess áð spila
óskalög. Tónlist Rúnars Þórs
spannar nær allan tónhstarstig-
ann, allt frá ljúfum ballöðum upp
í rokk. Margir þekkja píanólagið
1.12. 87 og fleiri ballöður Rúnars
Þórs. Með Rúnari spila Jón Ólafs-
son á bassa og Jónas Bjömsson á
trommur
Lídó:
Bubbi og Rúnar
Bubbi Morthens, Rúnar Júlíus-
son og félagar troða upp í Lídó í
Lækjargötu í kvöld. Þeir félagar
leika nýtt og eldra efni í bland. Á
laugardag verða Módelsamtökin
með tískusýningu og hljómsveitin
Diddi sér um Ufandi tónlistarflutn-
ing. Á sunnudag verður opið en
dagskráin liggur ekki fyrir.
Samstarfsmenn Karls J. Sig-
hvatssonar heitins hafa uppi áform
um að halda minningartónleika
um hann og er ráðgert að þeir verði
í Lídó 4. júlí.