Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1991, Síða 3
FÖSTLjÐAGUE 12. ttÚLÍ '1991.' Dans- staðir Ártún Vagnhöfða 11, sími 685090 Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng- konu leikur fóstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Laugavegi 73 Lifandi tónlist öll kvöld. Casablanca Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Dans-barinn Grensásvegi 7, sími 688311 Dansleikur fóstudags- og laugar- dagskvöld.' Danshúsið Glæsibæ Álfheimum, s. 686220 Hljómsveitin Smellir ásamt Ragnari Bjarnasyni leikur á föstudagskvöld. Fjörðurinn Strandgötu, Hafnarfirði Loðin rotta leikur fyrir dansi í kvöld. Á laugardagskvöld spila Flækingam- ir og Anna Vilhjálms fyrir dansi. Furstinn Skipholti 37, sími 39570 Lifandi tónlist föstudags- og laug- ardagskvöld. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. L.A. Café Laugavegi 45, s. 626120 Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Hátt aldurstakmark. Sportklúbburinn Borgartúni 32, s. 29670 Opið fóstudags- og laugardags- kvöld á Stönginni. Aðgangur ókeypis. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Sýning á skemmtidagskránni í hjartastað - Love Me Tender í kvöld. Ball laugardagskvöld. Hótel Saga Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason og hljómsveitin Smellir leika í Súlnasal á laugardagskvöld. Moulin Rouge Diskótek á fóstudags- og laugar- dagskvöld. Naustkráin Vesturgötu 6-8 Opið um helgina. Nillabar Strandgötu, Hafnarfirði Jón forseti og félagar halda uppi stuði fóstudags- og laugardagskvöld. Tveir vinir og annar í fríi Keflvíska hippasveitin Deep Jimi & The Zep Creams skemmtir á föstu- dags- og laugardagskvöld. Á sunnu- dagskvöld verða tónleikar með Ellen & Flokki mannsins hennar. Á mánu- dags- og þriðjudagskvöld em tónleik- ar með hfjómsveitinni Reykjavíkur- kvintett. Ölkjallarinn Pósthússtræti 17 Guðmundur Haukur leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Trúbador- inn Ingvar sér um stuðið á sunnu- dagskvöld og á mánudagskvöld verð- ur það Einar Jónsson með Ann Andreasen í fararbroddi. 19, Vinir Dóra á Púlsinum Stórblúshljómsveitin Vinir Dóra verður á Púlsinum í kvöld, fóstu- dag og á morgun laugardag. Tilefn- ið er útgáfa geisladisksins Blue Ice sem er gefmn út af Platonic records en diskurinn inniheldur 10 gæðab- lúsa sem hljóðritaðir voru á Púlsin- um 18., 19. og 20. apríl á hijómleik- um Chicago Beau, Jimmy Dawkins og Vina Dóra. Tónleikagestum verður boðið að eignast diskinn á sérstöku tón- leikaverði sem er 1500 krónur og verður diskurinn til sölu við inn- ganginn bæði kvöldin. Hljómsveit- ina skipa Andrea Gylfadóttir söng- ur, Halidór Bragason gítar og söng- ur, Guðmundur Pétursson gítar, Haraldur Þorsteinsson bassi og Ásgeir Óskarsson trommur. Andrea, Dóri og Guðmundur eru nýkomin úr velheppnaðri ferð til Chicagoborgar þar sem þau komu fram á árlegu blúsfestivali með Beau og Dawkins til kynningar á Ice Blue en diskurinn er þegar kominn út í Bandaríkjunum við góðar undirtektir. Þetta eru fyrstu tónleikar Vina Dóra eftir heim- komuna og búast má við góðri stemningu á Púlsinum því Vinir Dóra eru margir og tryggir. Á sunnudaginn spilar hljóm- sveitin GCD á Púlsinum með tvo þekktustu rokkara landsins innan- borðs, þá Bubba Morthens og Rún- ar Júlíusson en auk þeirra skipa hljómsveitina þeir Bergþór Morth- ens og Gunnlaugur Briem. Hljóm- sveitin flytur efni af nýútkominni plötu. Síðan skein sól spilar á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd um helgina. Síðan skein sól á Hlöð- um Hvalfjarðarströnd Hið íslenska tónlistarsumar heldur áfram í glaðasólskini og yndislegu veðri og lætur hljóm- sveitin Síðan skein sól sitt ekki eft- ir liggja í þeim dansi. Á næstunni er væntanleg ný hljómplata með hljómsveitinni sem ber heitir Klikkað. Sveitin mun leika lög af plötunni í kvöld og ann- að kvöld þegar hún spilar á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Síðan skein sól heldur auðvitað uppi söng, gleði og skemmtilegheitum langt fram á nótt. Sálin í 1929 og Ydölum Eftir aö hafa gert víðreist um sýslur Vestur- og Suðurlands und- anfarnar vikur er komið að því að Sálin hans Jóns míns heldur á nyrðri mið. Um helgina skjóta þeir Sálar-menn upp kollinum á Norð- urlandi eystra í fyrsta sinn á þessu sumri. í kvöld, föstudag, heyja þeir frumraun sína á sviði skemmti- hússins 1929 sem er á Akureyri. Á morgun, laugardag, liggur leiðin aðeins austar, eða að Ýdölum í Aðaldal. Eins og greint hefur verið frá þá notaðist gítarleikarinn Guðmund- ur Jónsson við nýja tegund af gítar- nögl um síðustu helgi. Nöglin reyndist afburðavel, svo vel að framleiðendur hennar hafa farið þess á leit við bassaleikara sveitar- innar, Friðrik Sturluson, að hann þolreyni um þessa helgi glænýja tegund bassastrengja sem þeir hafa þróað undanfarin misseri. Strengir þessir eru lítt frábrugðnir hefð- bundnum strengjum í útliti en hljóma engu að síður gerólíkt þeim hefðbundnu. Munurinn liggur í því að þeir eru holir að innan og inni í hverjum þeirra eru þrír örsmáir flberhólkar sem renna frítt eftir strengnum endilöngum. Fyrir vik- ið hefur bassaleikarinn möguleika Friðrik Sturluson, bassaleikari Sálarinnar, verður með tilrauna- starfsemi í bassastrengjum um helgina. á því að hafa hljóminn breytilegan með því einu að halla bassanum mismikið upp eða niður. Ef bassan- um er síðan haldið í láréttri stell- ingu verður hljómurinn eðlilegur en þó hefur því verið fleygt að sjald- an hafi heyrst eins tær og þéttur F-hljómur úr nokkurri tegund bassastrengja. Gestir í 1929 og Ýdölum geta þó dæmt um það sjálfir hvernig þeim líkar hljómurinn frá Friðriki, en tónleikarnir hefjast á báðum stöð- um skömmu fyrir miðnætti. Peter Qerling á Okkur félögunum Danska blúshljómsveitin Peter Qerling Blues Connection heldur tónleika á skemmitstaðnum Okkur félögunum í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld. Peter Qerling er þekkt fyrir stórgóðan blús þannig að Eyjamönnum er fengur í að fá sveitina til tónleikahalds. Vinir Dóra verða með tónleika á Pulsinum um helgina eftir velheppnaða tónleikaför til Chicago. Tveir vinir og annar í fríi: Deep Jimi og Ellen Það verður mikið um að vera á Tveimur vinum og öðrum í fríi um helgina. í kvöld, fóstudagskvöld, skemmtir keflvíska hippasveitin Deep Jimi & the Zep Creams. Þessi áhugaverða sveit hefur getið sér gott orð fyrir vandaðan flutning rokktónlistar frá því í kringum 1970. Á sunnudagskvöldið eru tónleik- ar með Ellen Kristjánsdóttur og Flokki mannsins hennar. Þau eru á fórum til Pori í Finnlandi þar sem sveitin tekur þátt í jasshátíð með nýtt prógramm sem þau spila á Tveimur vinum. í Flokknum eru auk Ellenar Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson, Matthías Ellen Kristjánsdóttir og Flokkur mannsins hennar verða með tón- leika á Tveimur vinum á sunnu- dagskvöld. Hemstock, Friðrik Karlsson og Jó- hann Ásmundsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Suöureyri við Súgandafjörð: Græni bíllinn hans Garðars Á morgun, laugardaginn 13. júlí heldur hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars stórdansleik í félags- heimilinu á Suðureyri við Súg- andafjörð. í Græna bílnum hans Garðars eru fimm ungir og hressir piltar frá Bíldudal sem starfað hafa saman undanfarin 3 ár og leikið vítt og breitt um Vestfirði. Hljómsveitina skipa Þórarinn Hannesson söngv- ari, Viðar Ástvaldsson hljómborðs- leikari, Matthías Ágústsson bassa- leikari, Hjalti Jónsson trymbill og Græni bíllinn hans Garðars heldur dansleik á Suðureyri við Súganda- fjörð á morgun, laugardag. Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari. Dansleikurinn hefst klukkan 23 og stendur til 3. Rúnar Þór á Rauða ljóninu Rúnar Þór spilar ásamt hljóm- sveit á Rauða ljóninu á Eiðistorgi í kvöld, föstudag, og annað kvöld. Þeir sem þekkja til tónlistar Rún- ars Þórs þurfa ekki frekari kynn- ingu en hinum til upplýsingar má geta þess að Rúnar Þór kemur inn á flest svið tónlistar auk þess sem hann spilar sína eigin. Hún er mörgum ballöðuunnendum kunn og margir þekkja Brotnar myndir og píanólagið 1.12.87. Með Rúnari Þór spila Jón Ólafsson á bassa og Jónas Björnsson á trommur. Stjórnin verður í K-17 i Keflavík og Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Stjómin í K-17 og Lýsuhóli Stjórnin heldur áfram för sinni laugardag, heldur sveitin á Snæ- um landiö og leikur í kvöld, fóstu- fellsnesið og leikur á Lýsuhóli. dag, í K-17 í Keflavík og á morgun,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.