Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13: JÚLÍ 1991. Fréttir Gaia til Grænlands: Íbúartókuvík- ingaskipinu með mikilli viðhöfn íbúarnir á strönd Suöur-Græn- lands sáu á aðfaranótt miðvikudags- ins sjón sem ekki hefur sést í hálfa öld. Um miðnættið kom tignarlegt víkingaskip siglandi inn fjörðinn, sem Julianeháb stendur við, og lagð- ist að bryggju. Þama var komið vík- ingaskipið Gaia, með Ragnar Thorset og áhöfn hans í stafni. Það var mikið um dýrðir í bænum. Allir sem vettlingi gátu valdið fóru niður að höfn tii aö heilsa víkingun- um. Þeir höfðu farið um langan veg og voru heldur fegnir þegar bæjarfé- lagið bauð þeim til hádegisverðar. Að skilnaði voru víkingunum af- hentar leirkrúsir sem taka hálfan lítra af guðaveigum. Á næstu dögum mun víkingaskipið Gaia koma við á allmörgum sögu- frægum stööum á Suður-Grænlandi. Síðan verður stefnan sett á „Vín- land“ og siglt í kjölfar fleys Leifs heppna sem fór þessa sömu leið fyrir nákvæmlega 1000 árum. Stefnabóndanum sem drófyrirí Flekkudalsá „Það þýðir ekki annað en sýna hörku í málinu, hann fer með þetta í blöðin og við í Veiðifélagi Flekku- dalsár og Stangaveiðifélagi Akraness höfum ákveðið á stefna honum,“ sagði Ólafur Pétursson, formaður Veiðifélags Flekkudalsár í gærdag. En eins og DV greindi frá á fimmtu- daginn gerði Agnar Guðjónsson, bóndi á Harastöðum við Flekku- dalsá, sér lítið fyrir og dró fyrir í eig- in veiðiá. Hann náði fimm löxum. „Við erum búnir að fá okkur lög- fræðing og málið er komið á fullt. Þessi maður á ekki titt í ánni,“ sagði Ólafur formaður ennfremur.- G.Bender Laxarog endurí tjörninni Helgi Jónsscm, DV, ÓlaMrði: Fyrir nokkrum dögum var 10 punda hrygna veidd úr bæjartjörn- inni. Henni hafði verið sleppt þar fyrir ári síðan. Hún var merkt með sérstakri merkingu frá Hafrann- sóknastofnun og var sleppt við ósinn neðan við gildruna. Þegar þessu lauk var þrjátíu smálöxum sleppt í bæj- artjörnina. Það er því mikið líf við tjörnina þar sem að auki lifa 20 endur og um það bil jafnmargir andarungar í hólman- um. Þeim fækkar hins vegar því krummi er duglegur að heimsækja tjörnina til að finna sér æti. Hann gómaði 5 litla unga á dögunum og eru nú uppi hugmyndir um að fá skotvissan mann til aö losna viö vargfuglinn. Noröurland vestra: Akureyringurí starf iðnráðgjafa Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Ráðinn hefur verið eftirmaður Unnar Kristjánsdóttur í starf iðnráð- gjafa Norðurlands vestra sem hefur aðsetur á Blönduósi. Sá heitir Krist- bjöm Björn Garðarsson, tæknifræð- ingur frá Akureyri. Kristbjörn tekur við starfi Unnar í haust, Hann var valinn úr hópi átta umsækjenda. Starf iðnráðgjafa varð til við stofnun Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra á sínum tíma. Undanfarin ár hefur mikill hluti vinnutíma hans farið í aðstoð við endurskipulagningu á rekstri fyrir- tækja á svæðinu. Nýr og stórlega endurbættur farsími fró MITSUBISHI MITSUBISHI Fullkomin tvíátta handfrjáls notkun. (Símalínan er opin í bábar áttir í einu við símtöl). Styrkstillir fyrir öll hljób sem - fra símanum koma s.s.hringing, tónn frá tökkum o.fl. Einnig er hægt að slökkva á tóninum frá tökkum símtólsins. Fullkomið símtól í réttri stærð. Léttur, meöfærilegur, lipur í notkun. Bókstafa- og talnaminni. Hægt er ab setja 98 nöfn og símanúmer í minni farsímans. Tímamæling á símtölum. Gjaldmæling símtala. Hægt er ab hafa verðskrá inni í minni símans og láta hann síöan reikna út andvirði símtalsins. Hægt að láta símann slökkva sjálfvirkt á sér, t.d. ef hann gleymist í gangi. Getur gefið tónmerki með 1 mín. millibili á meðan á samtali stendur. Stillanle^t sjónhorn skjás þannig að auðveldara er að sja á símtólið. Tónval, sem er nauðsynlegt t.d. þegar hringt er í Símboöa. Stilling á sendiorku til að spara endingu rafhlöðunnar. Hægt er að tengja aukabjöllu eba flautu við farsímann, sem síðan er hægt stjórna frá símtólinu. 6 hólfa skammtímaminni. Hægt er ab setja símanúmer eða aörar tölur í minni á meðan verib er að tala í farsímann. Endurval á síðasta númeri. Langdrægni og öryggi Mitsubishi-farsímanna er þegar landsþekkt Japönsk gæbi tryggja langa endingu. eining Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli. tólfestingu, tólleiðslu (5 ml, sleoa, rafmaqnsleiðslum, hana- frjálsum nljóðnema, loftneti og loftnetsleiðslum. Verð aðeins 115.423,- eða 99.990, stgr. Verðdæmi á Mitsubishi-bíleiningu: 3. Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli, nettri burðargrind. rafhlöðu 1,8 AH, loftneti og leiðslu í vindlakveikjara. Verð aðeins 126.980,- eða kr. á mán. í 30 mán. m/Munaláni11 109.990, stgr. Útreikningar miðast við að um jafngreiðslulán sé að ræða (annuitet), 25% útb., eina afb. á mánuði til allt að 30 mán. og gildandi vexti á óverðtryggðum lánum Islandsbanka hf. jjjj V/SA Samkort Greiðslukjör til allt að 12 mán. MUNÁLAN Bjóðum hin vinsælu Munalán, sem er greiðsludreifing á verðmætarí munum til allt að 30 mán. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.