Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 30
'42 LAUGARDAGUR 13, JÚLÍ'W91. Flóttamenn eru forréttindahópur Hólmfriöur Gísladóttir, starfsmaður Rauða krossins „Flóttamenn eru í raun forrétt- indahópur. Okkur hefur verið falið fyrir hönd ríkisins að koma þessu fólki inn í samfélagið og við styðjum það dyggilega fyrsta árið og höldun raunar lauslega í höndina á því eftir það ef þörf krefur. Aðrir innflytjend- ur verða að standa á eigin fótum og þaö er umhugsunarefni hve mikil ábyrgö þeirra sé sem standa að slík- um innílutningi. Áhersla á tungumálið Það veröur að leggja áherslu á að kenna þessu fólki málið. Annars er hætta á einangrun innan samfélags- ins. Þá myndast hópur manna innan samfélagsins sem ekki getur haft samband við innfædda nema á hækjumáli. Viö bjóðum þessari hættu heim með því að hafa ekki kost á íslenskukennslu fyrir alla út- lendinga sem hér hyggjast setíast að,“ sagði Hólmfríður Gísladóttir, starfsmaður Rauða krossins á ís- landi, í samtali viö DV. Ameríka heillar Nýlega kom til landsins hópur 26 víetnamskra flóttamanna. Þetta er þriðji hópurinn sem kemur hingað tii lands frá hinu stríðshrjáða Víet- nam. Árið 1979 komu 34 og árið 1990 komu 30 manns. Hvemig hefur okk- ur haldist á þessum flóttamönnum? „Af þeim sem upphaflega komu 1979 eru 23 eftir. Þar af fór 7 manna fjölskylda vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna og eitt barn dó skömmu eftir komuna hingað," sagði Hólmfríður. Rauöi krossinn sér fólkinu fyrir húsnæði, félagslegri aðstoð og ís- lenskukennslu fyrstu 12 mánuðina en eftir þaö er ætlast til þess að þaö standi á eigin fótum. „Hingað hafa síðan komið um 40 Víetnamar, skyldfólk og ættingjar þeirra sem hér hafa ílenst. Alls eru því hér á landi um 90 Víetnamar. Þetta er í rauninni svipuð reynsla og varð af hópi Ungverja sem hingað komu 1956. Um 50 komu en 30 ílent- ust hér. Aðrir fóm annað.“ Vegabréf eftir fimm ár Víetnömsku flóttamennirnir fá ís- lenskan ríkisborgararétt eftir um 5 ára dvöl. Samkvæmt reglum ættu að líða 10 ár en vegna stöðu þeirra sem flóttamanna hefur verið gerð á þessi undantekning. „Við höfum í samvinnu við yflrvöld þróað þessar vinnureglur og þaö er byggt á reynslu okkar af flóttamönn- um gegnum árin allt frá komu Ung- verjanna. Við teljum aö samanborið við þann hóp sé árangur okkar nokk- uð góður. Það er staðreynd að margt það fólk, sem hingað kom, virðist standa í þeirri trú að vestan hafs sé hin eina sanna paradís á jörð og þar falli mönnum lífsins gæði í skaut nánast fyrirhafnarlaust. Þó held ég að það fólk, sem kom í þessum nýj- asta hópi, sé nokkuð raunsætt." Eftirsótt í vinnu Flestir Víetnamanna tala fleiri en eitt tungumál en nánast undantekn- ingarlaust ekkert Evrópumál heldur Asíumál. Því vill Hólmfríður nota þetta tækifæri til þess að hamra enn einu sinni á nauðsyn þess að útlend- ingar læri íslensku. „Þó þetta fólk sé undantekningar- laust verkamenn þá er það eftirsótt í vinnu vegna iðni og þolgæði. Það er þó fjötur um fót í vinnunni að tala málið ekki vel og svo erum við ís- lendingar ekki nógu duglegir að tala íslensku við það. Við þurfum að losna við minnimáttarkenndina gagnvart útlendingum þegar okkar eigið tungumál er annars vegar,“ sagðiHólmfríðuraðlokum. -Pá „Ég var algjörlega mállaus" - rætt við Öddu Thanh Adda segir tungumálið vera erfiðasta hjallann sem útlendingar á íslandi þurfa að klifa. „Eg var algjörlega mállaus og var eins og krakki. Eg myndi því telja að málið væri það mikilvægasta. Eg fékk íslenskukennslu á vegum Rauða krossins þegar ég kom til landsins á sínum tíma. Mér finnst hins vegar að eitt ár í íslensku- kennslu sé varla nóg. Ég lærði lang- mest þegar ég fór og var einn vetur á lýðháskólanum í Skálholti," sagði Adda Thanh Hannesdóttir í samtali viö DV. Adda kom hingað til lands 1984 en ættmenni hennar höfðu komið hing- að sem flóttamenn árið 1979. Hún er Suður-Víetnami og kom hingað úr flóttamannabúðum í Hong Kong eins og hópurinn sem er nýkominn. Hún vinnur á skrifstofu Reykjavíkur- borgar við bókhald og segist líta orð- ið á sig sem íslending í húð og hár enda komin með íslenskan ríkisborg- ararétt eins og nafnið bendir til. Hún gaf sér tíma til að skjótast úr vinn- unni út á gamla Hressó til þess að ræða við blaðamenn á alveg sæmi- legri íslensku þó hana reki stöku sinnum í vörðurnar og brosi afsak- andi og segi að hún „kunni ekki að segja“. Adda talar kínversku auk ví- etnömsku en hana lærði hún bæði inni á sínu æskuheimili þar sem fað- ir hennar var kínverskur og síðar í skóla þangað til kínverskukennsla í Víetnam var bönnuð af pólitískum ástæðum. Norðlenskur fram- burður „Það er mikill munur á þessum tveimur málum enda eru þau ekkert skyld. Hins vegar er sáralítill munur á suður- og norður-víetnömsku utan hvað þeir eru með harðari framburð fyrir norðan og nota önnur orð yfir suma hluti." Vissi ekkertumls- land - Hvað vissir þú um ísland þegar þú komst hingað árið 1984? „Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ segir Adda og brosir. „Ég vissi ekki einu sinni hvar í heiminum það var og var að reyna að grafa upp landa- kort eða hnattlíkan til þess að finna hvar á jarðkringlunni það væri.“ - Hvað fannst henni einkennilegast við ísland? „Mér fannst snjórinn skrýtnastur enda hafði ég aldrei séð snjó áður,“ segir hún. - Að hvaöa leyti er íslenskt þjóöfélag frábrugðið því víetnamska? Meiri virðing fyrir eldra fólki „Þetta eru tveir ólíkir heimar," seg- ir Adda og hugsar heim í huganum. „í Víetnam tíðkast það ekki að konur vinni úti eins og hér. Þar er eiginkon- an heima og hugsar um börnin og heimilið en karlmaðurinn vinnur fyrir þeim. _ Mér fannst afar skrýtið hvað börn- in hérna á íslandi bera litla viröingu fyrir foreldrunum og kalla þá jafn- vel því nafni sem þeir heita. Það væri algjörlega bannað heima í Víet- nam. Þar verður þú að segja: Pabbi og mamma. Þar er borin miklu meiri virðing fyrir eldra fólki og yfirmönnum en hér. Þar myndi unglingur aldrei svara kennara sínum eða verkstjóra fullum hálsi eins og hér virðist vera allt í lagi. En þetta eru bara dæmi og mér finnst margir íslendingar, sem ég hef kynnst, hugsa álveg eins og Víetnamar." - Telur þú að þeir flóttamenn, sem komu til landsins fyrir viku, séu bet- ur að sér um ísland og íslendinga en þú varst? Mun betur upplýstir „Já, alveg örugglega. Mér finnst þau vita talsvert mikið um það sem þau eru að fara út í,“ segir Adda en hún hefur unnið við aðstoð við flótta- fólkið fyrir Rauða krossinn eftir því sem tími hennar hefur leyft. Hún hefur einkum aðstoðaö við að túlka. „Þau voru uppfrædd vel í flótta- mannabúðunum í Hong Kong. Hall- dór, einn Víetnamanna sem hér er búsettur, fór út með fulltrúum Rauða krossins til þess aö kynna landið fyr- ir fólkinu. Sum þeirra voru búin að bíða í flóttamannabúðunum í næst- um 7 ár.“ - Er gott að vera útlendingur á ís- landi? Gott að vera á Islandi „Það er mjög gott. Hér er auðvelt að fá vinnu og langflest fólk, sem ég hef kynnst, hefur reynst mér afskap- lega vel. Ég hef í rauninni engu kynnst nema góðu fólki." - Hefur þú orðið vör við fordóma íslendinga í garð útlendinga?_ „Nei, ég get ekki sagt það. Ég man eftir einu skipti þegar ég var nýkom- in og fór í kirkju. Eftir messuna voru allir að takast í hendur en enginn virtist vilja taka í höndina 'á mér. Fólk, sem ég hef kynnst, segir að margir íslendingar séu með fordóma en ég hef aldrei kynnst því sjálf. Ég er bara svona heppin," segir hún og hlær. „Ef fólk er gott við þig þá reyn- ir þú að gefa eitthvað gott til baka, ekki satt?“ Sumirhafa aldrei lært að drekka mjólk 7 Víetnamar hafa haslaö sér völl á íslandi í veitingahúsarekstri og eiga og reka nokkur veitingahús sem njóta talsverðra vinsælda. Hvernig líkar þeim við íslenska matinn? „Ég hef smakkað flestan íslenskan mat og sumt líkar mér vel en annað síður," segir Adda af mikilli kurteisi. „Ég sé að börnin í nýja hópnum eru dugleg að drekka mjólk og sumir hafa sagt við mig að ég ætti að drekka meiri mjólk til þess að stækka. Við erum ekki vön því og ég veit um fólk sem kom hingað 1979 og hefur ekki ennþá lært að drekka mjólk. Við erum ekki vön því.“ - Hvað verður nýju íslendingunum erfiðast? „Að læra málið,“ segir Adda hik- laust. „Um leið og þau eru komin yfir þann hjalla eru þeim allir vegir færir.“ -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.