Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUK 18: aÚLÍ I991i 9 Hefðbundin hunda- þj álfun einskis virði - gullfiskar dýra gáfaðastir Doktor Robert Mugtord með íslensku verðlaunatikinni Hólmfriði frá Kolsholti sem er hreinræktaður íslenskur hundur. DV-mynd GVA Hér á landi er nú staddur doktor Robert Mugford, sem er breskur dýrasálfræðingur, sem getið hefur sér gott orð fyrir nýstárlegar að- ferðir viö þjálfun dýra og með- höndlun ýmissa vandamála. Mug- ford sérhæfir sig í atferiisvanda- málum hunda, sérstaklega árásar- girni og rekur eina stærstu með- ferðarstofnun fyrir gæludýr í Bret- landi. Þjónusta hans er meðal ann- ars notuð af hennar hátign Elísa- betu Bretadrottningu sem er áhugasamur hundaræktandi. En hvemig eru aðferðir Mugford frá- brugðnar hefðbundnum aðferð- um? Þjálfum hunda eins og börn „Viö kjósum að þjálfa hunda t.d. á þann hátt að fylgjast með hátt- erni þeirra og festa með jákvæðri hvatningu þá hegðun sem viö vilj- um varðveita með því að tengja þaö skipunum. Við byrjum að þjálfa hvolpa mjög unga sem gengur þvert á hefðbundnar aðferðir. Það þarf ekki að neyða hunda eða önn- ur gæludýr til neins. Hefðbundin þjálfun miðar við aga og kúgun og að gera manninn að húsbónda og drottnara. Þetta teljum við rangt. Við teljum að sársaukatengd þjálf- un sé einskis virði. Frekar viljum við draga fram jákvæða eiginleika hundsins. Þessi aðferð er mikið notuð við börn nú til dags og miðar að því að leyfa einstaklingnum að blómstra fremur en að steypa alla í sama mót og við beitum hunda og gæludýr sömu meðulum," segir Robert i samtali við DV. Nútíma aðferðir við hundaþjálfun einskis virði Hann bendir á að mikið af vitn- eskju vísindamanna um þaö hvern- ig dýr læra sé vísindaleg rannsókn- arvinna sem hann sé aðeins að færa sér í nyt. Hann segir að nú- tíma aöferðir við hundaþjálfun, sem byggir á þýskum arfi, sé stöðn- uð og úrelt. Þær aðferðir sem byggjast á því aö leggja inn hegðun til þess að foröast sársauka séu úreltar. Samband gæludýrs og eiganda eins og gotthjónaband „Annars hef ég ekki minni áhuga á köttum, hestum eða kindum og öðrum gæludýrum en hundum. Hundar eru afar algengir og vanda- mál þeim tengd eru að sama skapi útbreidd. Þá hef ég ekki síður áhuga á fólki en dýrum. Gott sam- band gæludýrs og eigandá er eins og gott hjónaband. Til þess að laga vandamál í slíku sambandi þarf ekki síður að kanna eigandann. Þannig er ein algengasta ástæðan fyrir árásargirni hunda of náið samband hundsins við eigandann," segir hann. Þjálfun án sársauka Mugford sýnir okkur sérstakan múl sem hann hefur hannað til hundaþjálfunar og meiöir hundinn aldrei en gefur eigandanum meira vald yfir dýrinu samt sem áður. Meðal annarra brellna sem Mug- ford lumar á eru lyktarhylki sem hengd eru um háls hunda og gefa frá sér óþægilega lykt ef hundurinn geltir. Það telur hann mannúðlegri aðferð til þess að venja hunda af ótímabæru gelti en raflost eða bein- línis barsmíðar og skammir eins og fram til þessa hafa verið notað- ar. „Röng þjálfun getur valdið tauga- áfalli bæði hjá hundum og köttum. Þeir verða ofvirkir og upp koma ýmis hegöunarvandamál." Algengustu vandamálin sem gæludýraeigendur leita til Mug- fords með eru árásargirni í hund: um. Er hægt að venja hund af því aö bíta eða verður að láta svæfa hann? Ekki gera eigendurna að píslarvottum „Samkvæmt okkar rannsóknum er hægt í 8 af hverjum 10 tilfellum að venja þá af því. Sum tilfelli eru þó ólæknandi. Gott dæmi eru bola- bítar sem mikiö hefur veriö rætt um að banna í Englandi eftir að þeir hafa bitið fólk hrottalega. Mér finnst það skýrt dæmi um misnotk- un mannsins á náttúrunni þar sem árásargirni og grimmd hafa verið ræktuð upp í hundum til þess að þjóna manninum. Slíka hunda á hins vegar ekki endilega að aflífa en skylda eigendurna til þess að hafa þá ávallt mýlda á almanna- færi, banna innflutning og koma í veg fyrir framhaldsræktun með geldingu. Annars verða eigendum- ir að píslarvottum í augum al- mennings. Gagnslausir nema sem gæludýr Það má ekki gleyma því að hund- ar eru gagnslausir nema sem gælu- dýr og ef fólk fær ekki ánægju út úr sambandi sínu við hundinn þá á það að losa sig við hann. Rann- sóknir sýna að fólk, sem hefur gott og ástríkt samband við gæludýr, eða dýr sem það umgengst, hefur venjulega gott samband við fólk. Auk þess getum viö gegnum gælu- dýrin okkar lært að meta villt dýr og náttúruna í heild.“ Mugford segir aðferðir þær sem hann beitir við lausn vanda gælu- dýraeigenda í mörgum atriðum lík- ar þeim sem sálfræðingar beita við fólk. Þannig er tekin ítarleg sjúk- dómssaga, læknirinn er aldrei gagnrýninn eða skipandi og niður- stöðurnar settar fram í ítarlegri skýrslu. Mugford bendir á sam- band tveggja, þ.e. manns og dýrs, og segir að lausnin liggi oftast i eig- andanum og umgengni hans við dýrið. Hafa mikla athyglisgáfu - En þarf ekki einhver lágmarks- greind að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að tala um sálfræðUega meðferð á dýrum. Hafa dýr ein- hveija greind í sama skilningi og menn? „Eflaust hafa þau það. Rannsókn- ir sýna að dýr læra ýmislegt mjög auðveldlega. Gæludýr eru mjög næm á hegðun eigendanna og verða vör við minnstu breytingar með þeim skynfærum sem eru þroskaðri en okkar. Þó held ég að dýr séu ekki gædd neinu sjötta skilningarviti.“ Svín mjög vanmetin - Nú þekki ég bónda sem heldur því fram að svín séu allra húsdýra greindust og beri trýni og bóga yfir t.d. hunda í þessum efnum. Hann segir ennfremur að hestar séu álika heimskir og hænsni. Er hægt að segja að ein tegund sé annarri greindari? „Svín eru mjög vanmetin. Þau eru afar greind og þeirra stærstu mistök voru að láta manninn gera sig að húsdýri. Annars er mjög erf- itt að bera saman greind einstakra tegunda því manninum hættir til þess að leggja sinn eigin, þ.e. mann- legan mælikvarða á það. Hestar álíka greindir og hænsni Almennt held ég að megi segja að hjarðdýr, eins og t.d. hestar, kýr og þess vegna hænsni, séu á mann- legan mælikvarða heimskari en t.d. hundar, kettir og ýmsar fuglateg- undir. Dýr, sem eru ekki hjarödýr, eiga yfirleitt auðveldara með að læra og þannig er t.d. miklu auð- veldara að temja hund en hest. Hitt er svo annað mál að um þetta er ekki mikið vitað og t.d. sýna ýmsar rannsóknir að gullfiskar eru afar gáfaðir og eigi euðvelt með að læra. Fæstir setja fiska í samband við greind í mannlegum skilningi en á vissan hátt má segja aö þeir séu e.t.v. allra dýra greindust," seg- ir Mugford. Kattaeigendur gáfaðri og listfengari Mugford heldur áfram að segja frá ýmsum rannsóknum, sem gerð- ar hafa verið, meðal annars á því hvers konar fólk kýs hvernig gælu- dýr. Þannig leiddi rannsóknin í ljós að hundaeigendur eru glaðlynt, sjálfstætt en einþykkt fólk með mikla félagsþörf. Kattaeigendur virtust almennt vera greindari en í meðallagi, hstfengari, hlédrægari og mun fleiri samkynhneigðir voru í þeirra hópi. Gefum féð til góðgerðastarfsemi Mugford mun halda fyrirlestra og vera með ráðgjöf fyrir íslenska gæludýraeigendur í næstu viku á vegum verslunarinnar Goggar og Trýni í Hafnarfirði. Hann segist hlakka til þess að kynnast íslandi og íslenskum dýraeigendum og velta fyrir sér þeim áhrifum sem áratuga hundabann hefur haft á viðhorf íslendinga til gæludýra og þjóðfélagið í heild. Venjuleg vandamálameðferð hjá meðferðarstöð Mugfords í Bret- landi kostar á bilinu frá 50-100 pund. Það jafngildir5-10 þúsund íslenskum krónum. Veröur með- ferð jafndýr fyrir íslenska gælu- dýraeigendur? „Það hefur ekki enn verið ákveð- ið. Ég er ekki endilega í þessu pen- inganna vegna. það er ágóði fyrir mig að kynnast landinu. Fólk hefur hins vegar tilhneigingu til þess að vantreysta ókeypis ráöleggingum svo ég býst við að við ákveðum eitt- hvert hæfilegt viðráðanlegt gjald og gefum svo peningana til góð- gerðastarfsemi." -Pó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.