Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Blaðsíða 23
' LÁ Ú G A R Ð A G Ú R T S.' JÖLÍrí9þ 1. 23 Svidsljós Brúðhjónin Peter og Lisa ásamt foreldrum brúðgumans, Kirk Douglas og Anne Buydens. Brúðkaup að hætti Douglas Það var enginn fátæktarbragur á brúðkaupi Peters Douglas sem giftist fyrir skömmu unnustu sinni Lisu Maríu Schoeder sölustjóra. Brúð- kaupið fór fram í garðinum hjá for- eldrum Péturs, nánar tiltekið á sund- laugarbakkanum. Fjöldi frægra kvikmyndaleikara mætti og meðal gestanna mátti einnig sjá fyrrum for- seta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, og Nancy, konu hans. Ástæðan fyrir þessu ijölmenni þeirra frægu er sú að Peter Douglas, handritshöfundur og kvikmynda- framleiðandi, er sonur Kirk Douglas, sem frægur hefur oröið að verðleik- um fyrir leik í kvikmyndum í ára- tugi. Synir hans hafa haslað sér völl innan kvikmyndaiðnaðarins og næg- ir að minna á Michael Douglas sem hefur fengið hin eftirsóttu óskars- verðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd- um. Meðal hans frægustu kvik- mynda eru Fatal Attraction, Wall Street, og Black Rain svo fáar séu nefndar. Peter Douglas er þriðji í röðinni af sonum Kirks Douglas og fyrsta barn hans af hjónabandi númer tvö. Fyrsta kona Kirks var leikkonan Diana Dill en seinni konan og móðir Peters er belgíska leikkonan Anne Buydens en hjónaband þeirra Kirks hefur staðið í 36 ár. Peter hefur skrifað handrit nokk- urra kvikmynda en einkum starfað sem framleiðandi þar á meðal við eina mynd, Final Countdown, þar sem faðir hans lék aðalhlutverkið. í brúðkaupsveislunni gæddu gestir sér á kavíar og lambasteik en síðar var stiginn dans fram eftir nóttu eins og vera ber við slík tækifæri. Snyrtifræðingar, athugið! Laus vinnuaðstaða fyrir snyrtifræðing. Fyrir er á staðnum nuddstofa og sólbaðsstofa. Erum á góðum stað í Breiðholti. Þeir snyrtifræðingar, sem áhuga hafa, geri svo vel að leggja inn nafn og símanúmer á DV, merkt „Nudd og sól“ fyrir 19. júlí nk. VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaska.ttur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endUrgreiddur: • Byggjendur ibúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðjsaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað ertil byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstimabil er tveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, mai og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RIKISSKATTSTJORI TakmQrkanir á umferb í Kvosinni vegna gatna- framkvæmda Nú standa yfir gatnaframkvæmdir í Vonarstræti, Tempiarasundi og norburhluta Tjarnargötu, göturnar veröa malbikaöar, stein-lagöar og settar snjóbræöslulagnir í þær. Jafnframt veröur noröurbakki Tjarnarinnar endurbyggður. Nauðsynlegt er aö loka götunum meðan á framkvæmd stendur. Verkiö verður unniö í áföngum. Eftirfarandi er endurskoðuð áætlun um verktíma einstakra áfanga. Verktími: Vonarstræti austan nr. 10..............30. apríl -15. sept. Templarasund...........................5. júlí - 15. ágúst. Vonarstræti frá nr. 8 að Tjarnargötu og Tjarnargata frá Vonarstræti aö nr. 4..1. júlí -15. sept. Tjarnargata frá nr. 4 ab Kirkjustræti....1. júní - 6. ágúst. Tjarnargata frá Vonarstræti aö nr. 20....15. júlí - 20. okt. Til 15. sept. verður ekki unnt að aka um Vonarstræti frá Lækjargötu ab Suðurgötu. Þess í stab er ökumönnum bent á að aka Skólabrú, Pósthússtræti og Kirkjustræti. Framkvæmdum vib Tjarnargötu milli Vonarstrætis og Kirkju- strætis verbur hagað þannig, ab abkoma verbur möguleg að bílastæði Alþingis. Vib upphaf hvers áfanga verbur auglýst nánarum lokanir gatna og breytingar á umferð. Bor Um garverkfræðingurinn í Reykjavík feröardeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.