Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1991.
Fréttir
GreiðsEur til foreldra
fyrir barnagæslu í haust
- segir Markús Öm Antonsson borgarstjóri í yíirheyrslu DV
fer vaxandi. Verður reynt að snúa
þessari þróun við?
Borgin er full af einkabílum
vegna þess að hugur borgarbúa
stendur almennt til þess að eiga
farartæki og nota þau. Ég hef verið
þeirrar skoðunar að íslenskar veð-
urfarslegar aöstæöur kalli á aukna
notkun einkabíla. SVR þarf síðan
að laga sig að breyttum aðstæðum.
Okkur ber einnig að hafa augun
opin fyrir nýrri tækni. Ég nefni
járnbrauta- eða sporvagnasam-
göngur af einhverju tagi.
- Kaupmenn hafa lagt rika áherslu
á að Austurstræti verði opnað aftur
fyrir umferð. Hver er afstaða þín
til þess máls?
Yfirheyrsla
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir
Ég hef ekki heyrt fullnægjandi
rök fyrir því að göngugatan verði
opnuð fyrir bílaumferð á ný.
Fleiri mikilvæg atriði skarast, auk
þess sem mikill kostnaður fylgir því
að reka sjálfstæða stjórnun á hveij-
um stað. Er ekki kominn timi tii
að huga að sameiningu?
Ég held að það sé lítill vilji eða
enginn til slikra hluta hjá ná-
grannasveitarfélögunum eins og
sakir standa. Það er heldur engin
ástæða til þess að Reykjavík fari
að hafa forgöngu um að gera það
að sérstöku baráttumáli sínu.
- Svo við snúum okkur aðeins að
málefnum borgarstjóra, hver eru
laun hans?
Laun hans eru miðuð við laun
forsætisráðherra og er fyrir því
gömul hefð. Þau eru 317 þúsund á
mánuði, auk afnota af bifreið í eigu
borgarinnar og ágætrar skrifstofu.
- Ætlarðu að gefa kost á þér til
endurkjörs eftir þetta kjörtímabil?
Já, það var innifalið í ráðning-
unni að ég veitti borgarstjómar-
flokki Sjálfstæðisflokksins forystu.
Ég mun leggja verk mín á þeim
þrem árum, sem eftir eru af kjör-
tímabilinu, undir dóm kjósenda.
- Hvernig sérðu framtíðarskipan í
miðborg Reykjavíkur á næstu
árum? Sérðu sérsveit lögreglu-
manna standandi þar gráa fyrir
járnum allar helgar?
Nei, ég sé það nú ekki. Hins vegar
hefur þróun mála orðið á þann veg
hér í borginni með vaxandi fjöl-
menni og áhrifum erlendis frá að
það er full ástæða til þess að vera
á varðbergi gagnvart ýmsum mið-
ur æskilegum hliðum á borgarlífi
og aðstæðum í nútímasamfélagi.
Það er ekki gert öðmvísi en með
öflugri löggæslu. Lögregla þarf að
taka ákveðnar á málum heldur en
almennt hefur verið gert.
- Hverjar eru hinar raunverulegu
orsakir fyrir þessu? Er það pylsu-
salan, drykkjuskapurinn, það að
fólk safnast saman á ákveðnu
svæði á ákveðnum tíma?
Þarna kemur margt til sem tvinn-
ast saman. Það má spyrja hvort
ölkránum hafi ekki íjölgað óeðh-
lega mikið á skömmum tíma á litlu
svæði. Þeim er öllum lokað á sama
tíma. Þá skapast leigubílavanda-
mál. Ég er því ekki meðmæltur að
farið sé að hrófla við veitinga-
rekstrinum. Máhð er fremur það
að fólk komist ferða sinna með eðli-
legum hætti úr miðborginni.
- Hvernig er hægt að breyta þessu
ástandi í borginni um helgar?
Þarna vegur forvarnarstarfið
þungt. Rætt hefur verið um sér-
staka unghngasamkomustaði í
miðbænum eöa við hann.
- Þjóna félagsmiðstöðvarnar þá
ekki tilgangi sínum. Eru þær
gagnslausar?
Þær þjóna alveg sínum tilgangi.
Margir unghngar finna sig ágæt-
lega í þeim. En þær höfða ekki endi-
lega th þess fólks sem sækir
miðbæinn.
- Telur þú þörf á að breyta starf-
semi félagsmiðstöðvanna til þess
að fá unglingana úr miðbænum og
út í úthverfin?
Það hafa verið nefnd atriði eins
og að slaka á reglum varðandi
unghnga sem komnir eru inn á þær
undir áhrifum áfengis í stað þess
að vísá þeim út og þar með niður
í miðbæ. Ýmsir halda því fram að
ef sýnt væri meira umburðarlyndi
gæti það hjálpað.
- Hvað með mjúku málin svo-
nefndu, málefni aldraðra og barna
í borginni? Kosningaloforðin í síð-
ustu kosningum gerðu ráð fyrir að
meirihlutinn myndi sinna þessum
hópum vel á kjörtímabilinu?
Það er verið að gera stórátak í
málefnum aldraðra, th dæmis með
hinni stórglæshegu byggð sem er
að rísa við Vitatorg. Þá má nefna
uppbygginguna í Fossvoginum við
Borgarspítalann. Ég tel það rétta
stefnu að byggja sem mest af sölu-
íbúðum af hentugum stærðum og
á viðráðanlegu verði. Loks má
nefna alla þá aðstoð sem borgin
veitir með heimaþjónustu og hjúkt-
un.
- Hvað með börnin? Þau fengu líka
sín loforð fyrir kosningarnar, til
dæmis um að greiða fyrir barna-
pössun heima á heimilunum?
Þetta mál er í vinnslu. Það þarf
til dæmis að athuga hvemig það
kemur út skattalega ef foreldar fá
greitt fyrir að vera heima hjá börn-
um sínum. Síðan þarf að ákvarða
hvenær þetta ætti að eiga við með
tilhti th aldurs bamanna, svo eitt-
hvað sé nefnt.
- Hvenær kemur þetta til fram-
kvæmda?
Það hefur verið talað um að það
gæti gerst í haust. Ég vænti þess
að niðurstöður umræddra athug-
ana liggi fyrir mjög fljótlega.
- Nú hefur farþegum Strætisvagna
Reykjavíkur fækkað allverulega og
þjónusta þeirra verið dregin sam-
an. Á sama tíma er bærinn fullur
af einkabilum og umferðarvandinn
- Hefur verið tekin ákvörðun um
hvort og hvenær Fossvogsbrautin
umdeilda verður lögð?
Ég geri ekki ráð fyrir að það komi
th ákvarðanatöku um hana fyrr en
eftir fimm ár. Vandinn með um-
ferðarþungann hefur verið leystur
tímabundið með öðram ráðstöfun-
um, til dæmis með því að breikka
hluta Bústaðavegar.
- Nú er Reykjavík óðum að stækka
og teygja sig í átt til nágranna-
byggðanna. Er slík þensla æskileg
að þínu mati?
Ég tel þetta fyrst og fremst vel-
ferðarmerki. Fólk vih koma hing-
að. Það er styrkur Reykjavíkur.
- Borgin er farin að ásælast Blika-
staðaland og Vatnsendaland sem
eru raunar framtíðarbyggingar-
svæði Kópavogs og Mosfellsbæjar.
- Ertu hlynntur prófkjöri?
Já, ég hef ahtaf verið mjög
hlynntur því. En það er að sjálf-
sögðu stofnana Sjálfstæöisflokks-
ins að ákveða það.
- Myndir þú kjósa opið eða lokað
prófkjör ef þú mættir velja?
Þetta hefur verið thtölulega opið
prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum.
Hins vegar á það ekki að vera svo
galopið aö menn gangi hér á milli
prófkosninga hinna ýmsu flokka
og hafi þar áhrif án þess að því
fylgi einhver siðferðileg skuldbind-
ing sem er innsigluð með því hjá
Sjálfstæðisflokknum að menn
tengist flokksstarfinu og gerast fé-
lagar.
- Finnst þér að sá sem er efstur í
slíku próflíjöri sé sjálfkjörið borgar-
stjóraefni flokksins?
Það er frambjóðendahópurinn
sem tekur ákvörðun um slíkt. Það
hggur ekki nein bein og breið leið
að borgarstjórastólnum. Þar hafa
áhrif margir samverkandi þættir.
Prófkjörið gefur skýrar vísbend-
ingar um vilja flokksfélaganna í
Sjálfstæðisflokknum um röðun á
lista. Síðan eru önnur atriði sem
viðkomandi stofnanir flokksins
þurfa að taka tihit th.
- Núverandi meirihluti gat ekki
komið sér saman um að velja sér
borgarstjóra úr sínum hópi. Þýðir
þetta að það finnist í raun enginn
hæfur og að_ það þurfi að stokka
upp?
Þarna gáfu kost á sér margir
hæflr menn. Borgarstjórnarflokk-
urinn var fyrst og fremst í erfið-
leikum með að gera upp á milli
þeirra. Það náðist því ekki afger-
andi samstaða um borgarstjóra.
- Er þá samstaða innan meirihlut-
ans núna og allir sáttir?
Alveg fullkomin samstaða. Mér
sýndist að þetta mál væri endan-
lega afgreitt á skömmum tíma og
ekki lengur á dagskrá. Málefnaleg
samstaða innan flokksins er nú al-
gjör og ég vænti mér góðs af sam-
starfi við það ágæta fólk.
- Þú varst duglegur við að berja á
Stöð 2 meðan þú varst útvarps-
stjóri. Nú velta menn því fyrir sér
hver sé stefna þín varðandi opin-
beran rekstur og einkaframtakið?
Það voru svo mörg mál sem komu
upp í samskiptum Ríkisútvarpsins
og Stöðvar 2. Forsvarsmenn henn-
ar voru að reka þau opinberlega
og höfðu uppi fuhyrðingar sem
ekki áttu við nein rök að styðjast.
Því varð að svara. Meginsjónarmið
mitt var að reka Ríkisútvarpið í
samræmi við gildandi lög. Hins
vegar hefur það kannski gleymst
að ég var helsti talsmaður þess um
1970 að útvarpslögum yrði breytt
og einkastöðvar leyfðar.