Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 10
Útlönd
Seðlabankastjóri Englands:
BCCI var glæpafyrirtæki
Robin U'igh-PoinlH'Tton. seðlalianka-
st.iori Knszlands. stistði 1 g;vr að Al-
þ.iixMoiti lana- og viðskiptabankinn
tBCCll v;vri svo d.iupt sokkinn i tjár-
tnalasvindl að ohupsandi v;vri að
b.iarpa starfsemi hans. að minnsta
kosti ekki a Ihvtlandi.
Seðlabankast.iórinn. sem hefur
s;vtt ámtvli fyrir að loka bankanum
é. júh. sagði að BCCI væri gkvpafyr-
irt;vki og hefði verið þekktur fyrir
tengsl sin við skæruliða frá Mið-
Austurlöndum. Hann sapði seðla-
liankann hafa vitað það frá árinu
1988. Mt'ðal skivruliða, sem áttu
rt'ikning í bankanum. var Abu Nid-
al. leiðtogt byltingarráðs Fatah.
Bltið og sjónvarp á Bretlandi hafa
t'innig haldið þvi fram að leyniþjón-
ustur Bretlands og Bandaríkjanna
hatl átt viðskipti við bankann.
Leigh-Pemberton sagði að sjeikinn
Robin Leigh-Pemberton, seðlabankastjóri Englands, kemur til þinghússins
i gær til aö skýra trá málefnum BCCI bankans. Símamynd Reuter
af Abu Dhabi. sem ætti 77.4 prósent
eignarhlut í bankanum. liefði lofað
fullri samvinnu við rannsókn á mál-
efnum hans. Hann sagði að niður-
stöður rannsóknar. sem seðlabank-
inn heföi fengið í júní. sýndu fram á
utnfangsmikið svindl sem næði mörg
ár aftur i tímann og í væru flæktir
bæði fyrrverandi og miverandi
stjórnendur BCCI. Stjórnarmenn
væru einnig flæktir i svindlið, svo
og fulltrúar hluthafa.
Það var þá sem seölabanki Eng-
lands komst að þeirri niðurstöðu að
BCCI væri búinn að vera.
Seðlabankastjóri lægði aðeins öld-
urnar i kringum John Major forsæt-
isráðherra vegna lokunar bankans.
Leigh-Pemberton sagði að hann hefði
sagt Major. sem þá var fjármálaráð-
herra, i grófum dráttum frá vanda-
málum í BCCI í fyrra en hefði ekki
sagt honum frá víðtæku svindli.
Major hafði fyrr um dagitin sætt
harðri gagnrýni af hálfu Neils
Kinnocks. formanns Verkamanna-
ílokksins, í þingsölum. Kinnock
sagöi að Major hlyti að hafa vitað
um alvarlegt misferli innan bankans
þegar hann var fjármálaráðherra en
hefði ekki aðhafst neitt. Hann sakaði
Major um vanrækslu.
Major, sem var svo reiöur að hann
mátti ekki mæla um stund, sakaði
Kinnock um að bera út róg um sig.
Hann sagði sig og aðra ráðherra
reiðubúna til að bera vitni fyrir sjálf-
stæðri rannsóknarnefnd um málefni
bankans. Reuter
MII)VIKÍJI)A(IUrW. JÚlJ 1991.
Neyöarástand
á Madagascar
Forseti Madagascar, Didier Ratsir-
aka, lýsti í gær yfir neyðarástandi í
ríki sínu. Hann lét brynvarða bíla
keyra um miðborgina og fyrirskipaði
útgöngubann yfir nóttina í höfuð-
borginni Antananarivo og úthverf-
um hennar.
Mikill þrýstingur er á Ratsiraka að
segja af sér eftir 16 ára stjórnarsetu
en friðsamleg mótmæli hafa nú stað-
iö í landinu í meira en sex vikur.
Stjórnarandstæðingar krefjast nýrr-
ar ósósíalískrar stjórnarskrár fyrir
landið. Þeir hafa sett saman nýja
stjórn og útnefnt nýjan forseta, Ra-
kotoharison. Á mánudag og í gær
fóru stórir hópar mótmælenda með
hina nýju ráðherra inn í nokkur
ráðuneyti til að koma þeim í emb-
ætti.
Átök brutust út á milli stjórnar-
andstæðinga og hermanna í gær þeg-
ar forsetinn, Ratsiraka, fyrirskipaði
öryggissveitum sínum að ráðast til
atlögu við mótmælendur.
Um 11 milljónir manna búa á Ma-
dagaskar sem er eyja á Indlandshafi
rétt undan austurströnd Afríku. For-
seti landsins, Ratsiraka, komst til
valda með hervaldi árið 1975. Hann
hefur smátt og smátt breytt stefnu
sinni frá sósíalisma til markaðskerf-
is.
Gagnrýnendur vilja þó frekari
breytingar og saka hann um að hafa
svindlað í kosningum landsins áriö
1989. Frá því í júní hafa hundruö
þúsunda sameinaðra andstæðinga
stjórnarinnar mótmælt í miðborg
höfuðborgar landsins nánast á degi
hverjum.
Reuter
HUN ER KOMIN
the silence of the lamhs
hefur verið metsölubók
Æ austan hafs og vestan síðan hún kom fyrst út árið
W 1988. Samnefnd kvikmynd hefur ekki fengið síðri móttökur
f og fyrstu dagana sem hún var sýnd í Háskólabíói sló hún öll
aðsóknarmet.
Lömbin þagna er nú komin út í islenskri útgáfu Úrvalsbóka.
Geðveikur morðingi gengur laus. Annar er í haldi, Lecter geðlæknir,
dæmdur til lífstíðardvalar á geðveikrahæli. Hann býr yfir vitneskju
sem getur orðið til að binda endi á atferli hins.
En það er ekki fyrir hvern sem er að ná sambandi við Lecter. Clarice
Starling, nemi í lögregluskóla FBI, ung og óhörðnuð, verður til þess
að brjóta ísinn.
Samskiptin milli Clarice Starling og Hannibals Lecters og sagan
sem þau leiða okkur inn í eru magnþrungin átök milli góðs og iils
» Bókin lömbiri þagna færir okkur ennþá æsilegri og sögulegri
K veröld en kvikmyndin getur nokkurn tima gert.
Lömbin þagna er, eins og allar Úrvalsbækur, bók handa
^Kþeim sem hafa yndi af vel skrifuðum, listrænum og
spennandi spennubókum.
METSÖLUBOKIN
FRÆGA
sem þau
L Bókin
^ Lör
^þei
Aðeins
kr. 790,-
URVALSBÆKUR
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ
EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 62 60 10