Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1991. 3 Fréttir i i i > i i i i i i I t Menntamálaráðherra um aðhaldsaðgerðir ríkisstjómarinnar: Engin ákvörðun enn verið tekin um skólagjöld - segir óljóst hvort umbeðinn tveggja milljarða niðurskurður náist 1 ráðuneytinu „Enn höfum við engar ákvarðanir tekið um það hvort skólagjöld verða tekin upp en við erum að kanna það. Ef af verður munu slík gjöld einvörð- ungu verða innheimt á framhalds- skólastiginu. Varðandi skyldunámið er hins vegar hægt að hugsa sér að taka gjald fyrir vissa hluti en til þess þarf þó lagabreytingar," segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Að sögn Ólafs hefur hann enn rúma viku til stefnu til að móta um- beðnar tillögur fyrir ríkisstjórnina um tveggja milljarða niðurskurð á útgjöldum ráðuneytisins á næsta ári. Hann segir markmiðið að ná útgjöld- unum niður í það sem þau eru á fjár- lögum þessa árs. „Þetta er há upp- hæð sem þarf að ná niður. Ég er ekki að segja að þetta takist en við munum þó leggja fram tillögur um hvernig ná megi markmiðinu," segir hann. í fjárlögum þessa árs er er gert ráð fyrir ríflega 15,5 milljörðum til mennta- og menningarmála. Þar af renna rúmlega 4,5 milljarðar til grunnskólans, tæplega 2,5 milljarðar til Háskólans, ríflega 3,5 milljarðar til framhaldsskólanna og ríflega 1,7 milljarðar til LÍN. Ólafur treystir sér ekki til að nefna tölur varðandi hugsanlegan sparnað með tilkomu skólagjalda á fram- haldsskólastiginu. Hann segir að í flestum framhaldsskólum séu nú þegar innheimt alls konar gjöld af nemendum en hugmyndin með skólagjöldum sé meðal annars að samræma þau. Þó sé ljóst að stærri hluti þeirra muni renna til reksturs skólanna sjálfra. Ólafur segir að ef það verði ofan á að taka upp samræmd skólagjöld verði að öllum líkindum miðað við fasta krónutölu sem hver nemandi verði að borga. Illmögulegt sé að koma við tekjutengingu en hugsan- lega muni LIN koma að einhverju leyti til móts við þá sem þess þurfa. „Við erum ekki að tala um slíkar upphæðir að þetta útiloki neinn frá námi,“ segir hann. Að sögn Ólafs er ráðuneytið að kanna ýmsar aðrar leiðir til að lækka útgjöld ríkissjóðs til menntamála. Varðandi námslánakerfið segir hann inni í myndinni að taka upp vexti á námslánum og herða á endur- greiðslureglum' LÍN. Eins og fyrir- komulagið er nú stefni sjóðurinn í gjaldþrot enda greiðist ekki nema hluti veittra lána til baka. Einnig segir Ólafur að til greina komi að fresta að hluta gildistöku nýrra grunnskólalaga um einsetn- ingu skóla, fækkun í bekkjardeildum og samfelldan skóladag. Ef ekki sé ljóst að framlög til grunnskólans þurfi að hækka um minnst hundrað milljónir. -kaa Þyrlukaupanefnd hefur fengið tilboð um ítalskar þyrlur: 15 manna þyrlur á 320 milljónir - hægtaðfáþijárfyrireinaPuma-vél Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- á Grænlandi, í norska hernum og herra og þyrlukaupanefndin hafa nú viðar. Kauptilþoðið hljóðar upp á 320 til skoðunar tilboð frá ítalska fyrir- milljónir fyrir þyrluna fullbúna. Til tækinu Agusta-Bell. Um er að ræða samanburðar var talið aö sovéska þyrlu sem tekur 14 farþega og er full- þyrlan kostaði fullbúin um 400 millj- búin björgunar- og leitarþyrla. Vélin ónir en frönsku Puma-vélarnar, sem hefur meðal annars afísingarbúnað eru 20 manna, um 900 milljónir. á loftinntökum mótora en ekki á Þyrlukaupanefndináaðgeratillögur spöðunum. um val á hentugum þyrlum og flug- Eins þyrlur hafa verið notaðar í vélum til björgunar- og eftirlitsflugs finnsku strandgæslunni og einnig en semur ekki við einstaka aðila. hafa útfærslur af henni verið notaðar -pj Agusta-þyrla eins og finnska strandgæslan notar. Fullbúin kostar hún 320 milljónir. Strandir: Ungarnir hafa næstum þurrkast út - segir fuglafræðingur „Það er ekki ljóst hve mikið er af dauðum fugli en ég fann tæplega 300 lifandi unga á svæði þar sem 7-8 þúsund kollur verpa venjulega og búast má við yfir 20 þúsund ung- um,“ sagði Arnór Sigfússon fugla- fræðingur. Arnór er að undirbúa skýrslu til umhverfisráðherra eftir að hafa rannsakað áhrif lýsismengunarinn- ar á Ströndum á fuglalífið. „Það má því segja að ungarnir hafi næstum þurrkast út, sérstaklega norðan Ófeigsfjarðar, en æðakoll- urnar sjálfar eru þó þarna um allt. Ungadauðinn hefur því að öllum lík- indum engin sérstök áhrif á stofninn í framtíðinni. Það er alvarlegra mál ef fullorðni fuglinn drepst," sagði Arnór. Arnór sagist ekki vera búinn að taka saman hve mikið væri þarna af fullorðnum fugli svo enn væri ekki hægt að segja til um hvort hon- um hefði einnig fækkað verulega. Hann sagöi að fita væri mjög víða í sjónum og að hana væri enn að reka upp á fjörur. Hún klessist í fiðri fuglanna og skemmir vatnsvörn þein-a svo þeir ofkælast og deyja. „Ég fann m.a. einn fálka sem var allur í lýsi en ég get ekki sagt til um hvort það er komið frá lýsismengun- inni eða hvort fíll hefur spýjað á hann til að veija sig.“ Fálkinn er nú í umsjá Náttúru- fræðistofnunar þar sem búið er að þvo hann einu sinni. Taldar eru helmingslíkur á að hann lifi þetta af en hann var ipjög magur þegar hann fannst og þarf nokkra daga til að jafna sig og ná upp kjörþyngd. -ingo FJALLABÍLL Á Lada Sport er ódýr 4 manna terOabíll sem treysta má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið gera bílinn mjög örugganog stöðugan í akstri. Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði með fjögurra og fimm gíra skiptingu. Farangursrými má stækka með því að velta fram aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár. & LADA SPORT FÍNU VERÐI BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Armúla 13108 Reykjavik Símar 6812 00 & 312 38

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.