Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Færeyskur bátur kærður fyrir ólöglegar veiðar hér við land brot á samningum varðar sviptingu veiðiheiimlda „Þaö kom kæra frá sjómanni á Hornaíirði að færeyski báturinn, Moming Star, heíði verið á veiðum í íslenskri lögsögu þann 16. þessa mánaðar og hann hefði gefið upp mikið magn af ufsa sem hann hefði verið að veiða. Þetta fannst sjómann- inum undarlegt því að hann hafði veriö á veiðum á svipuöum slóðum og veitt bæði þorsk og ufsa. Því taldi hann að færeyski báturinn heföi ekki greint rétt frá þeim afla sem hann var með um borð,“ segir Helgi Hall- varðsson, yfirmaður gæslufram- kvæmda hjá Landhelgissgæslunni. Helgi sagði aö Landhelgisgæslan hefði ekki haft tækifæri til aö senda skip gæslunnar til að ganga úr skugga um sannleiksgildi þessarar ásökunar því skip gæslunnar væru bundin við önnur verkefni um þessar mundir. Því hefðu þau ekki getað farið á staðinn. Hins vegar hefði kæran verið send sjávarútvegsráðu- neytinu til athugunar. í sjávarútvegráöuneytinu fengust þær upplýsingar að óskað hefði verið sérstaklega eftir því við Sjóvinnu- stovuna i Færeyjum að hún sendi upplýsingar um aflasamsetningu Morning Star til ráðuneytisins hið fyrsta en báturinn sigldi til Færeyja þann 17. þessa mánaðar. Að sögn Jóns B. Jónssonar, skrif- stofustjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu, fær ráðuneytið á hverju ári ábendingar frá sjómönnum sem telja að Færeyingar stundi ólöglegar veið- ar hér við land. í sumum tilvikum hafi eftirlitsskip verið send á vett- vang en það hafi aldrei sannast á Færeyinga að þeir hafi stundað ólög- legar veiðar í íslenskri landhelgi. Færeyingar og íslendingar hafi gert milliríkjasamning sín í milli um veiðiheimildir og brot á honum geti varðað það að Færeyingar missi veiðiheimildir sínar hér við land. „Það er fyrst og fremst Færeyinga að tryggja það að eftirlit sé með þeim hætti í Færeyjum að það sé öruggt að þeir standi við þá samninga sem þeir hafa gert við ríkisstjórn Islands um veiðiheimildir. Þeir geta ekki svikist undan neinni ábyrgð í því. Þeir verða að fylgjast með veiðun- um og hafa það eftirlit sem við getum treyst. Við erum með það eftirlit með þessum bátum sem við getum en við höfum ekki mannskap til að vera um borð í færeysku skipunum hér við land, auk þess sem við höfum ekki lögsögu í Færeyjum til aö ráðskast þar. Færeysk stjórnvöld verða því aö tryggja það að þarlendir þegnar hlíti þeim reglum sem hafa verið settar um þessi mál,“ segir Jón -J.Mar Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráöherra og Eiöur Guðnason umhverf- isráðherra við aðra af tveim varnarliðsþyrlum sem verða til aðstoðar við hreinsun á Straumnesfjalli. DV-mynd Hlynur Hreinsun á Straumnes^alli: Allar minjar um herinn skulu fjarlægðar Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði; Önnur af tveim flutningaþyrlum Vamarhðsins er nú stödd við ísa- fjarðardjúp og verður til aðstoðar við hreinsun á Straumnesfjalli. Mun hún einkum verða notuð til að flytja þungar vinnuvélar frá staðnum en þetta er eina leiðin til að koma stór- um tækjum þaðan. Hreinsa á allar minjar um herinn nema byggingar en þama eru nokkur stór steinhús. Utanríkisráðuneytið stendur að framkvæmdinni í samvinnu við Náttúmverndarráð og umhverfis- ráðuneyti. Vamarhðið lánar þyrl- umar þar sem þær era þegar staddar við djúpið vegna heræfinga Atlants- hafsbandalagsins sem þar hefjast 30. júh. Er htið á þessar aðgerðir sem hluta af þjálfun. Herinn yfirgcif stöðina 1960 og af- salaði sér öhu sem þar var til ís- lenska ríkisins. íslendingar tóku það sem nýtilegt var af tækjakosti á sín- um tíma. Mikið varð þó eftir og verð- ur þyrlan notuð m.a. til að bera eina skurðgröfu, 2 dráttarvélar, vagna og fleira. Skurðgrafan, sem er 8 tonn, er flutt með því að hengja hana neð- an á þyrluna. Einnig verða fluttir burtu rafgeymar og hugsanlega hættuleg efni. Nýtilegt efni verður notaö í brotajám en annað verður urðað á stáðnum. Utanríkisráðherra og umhverfis- ráðherra vom viðstaddir í fyrradag, fyrir hönd ráðuneyta sinna, th þess að fylgjast með gangi mála ásamt frammámönnum fyrir vestan. Þeir sem vinna verkið af hálfu íslendinga em björgunarsveitimar fjórar við djúpið: frá Bolungarvík, Hnifsdal, ísafirði og Súðavík. Stjómandi verksins er Jón Guðbjartsson, slysa- vamarmaður úr Bolungarvík. Þyrlan getur borið aht að 10 tonn sem er jafnframt eigin þyngd henn- ar. Spaðar em að framan og aftan og em sæti fyrir farþega meðfram hhðunum. Er hún ætluð til flutninga á herhði eða til þungaflutninga. Uppsetning er FLJÓTLEG samsetningin EINFÖLD og þau eru Ó D Ý R Verð kr. 399.000,-stgr.* að tekur aðeins örfáar mínútur að tjalda upp, öll handtök einföld og auðveld. Hægt er að velja um að hafa fortjaldið með eða ekki. Tjaldvagninn er haganlega innréttaður og útbúinn með gashitara og eldavél, svefnplássi fyrir fimm manns á tveimur hæðum, matarborði o. fl. Vönduð hollensk gæðaframleiðsla þar sem hvergi er til sparað; allt stál ryðfrítt, sterk 13" dekk og góð fjöðrun. Tjaldsýtiingin er enn í fullutn gangi.fjöldi uppsettra tjalda. _ MUNALÁN TIL ÞRIGGJA ÁRA SEGLAGERÐIN______ ÆGIR 7 • SÍMI 91-621780 * StuftgreiösluvenVullt innifuliö nemu skrúningurkostnuöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.