Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Síða 8
8 Útlönd Dómstóll á Fílabelnsströndinni dæmdi tvo blaðamenn í þriggja mánaða tugthúsvist í gær fyrir að móðga Felix Houphouet-Boigny forseta. Nokkur hundruð reiöir stuðningsmenn Aiþýðutylkingar Fílabeins- strandarinnar (FPI) fóru í mótmælagöngu um höfuöborgina, Abidjan, eitir að dómurinn var kunngerður. Lögregian • lcaut táragasi á mannijöld- ann. Sjónarvottar segja aö nokkrir hafi slasast í átökunum. Jacques Kacou ritstjóri og Georges Coffy blaðamaður hafa veriö I haldi frá júníbyijun eftir aö grein undir fyrirsögninni „Varið ykkur, Houphou- et er búinn að tapa glórunni“ birtist í vikublaðlnu Liberté (Frelsi). í grein- inni er forsetinn sakaður um að hafa sigað víkingasveitum sínum á stúd- entagarða í maí. Verkfall í háskólanum og mótmælaaðgeröir fylgdu í kjöl- farið og urðu þess óbeint valdandi að námsmaður, sem studdi ríkisstjóm- ina, var myrtur í júní. Fjöldamorðingi finnst fyrir tiiviljun Lögregia í bænum Milwaukee i Visconsin í Bandaríkjunum fann í gær marga líkamshluta og stórt ker fuilt af sýru í íbúð 31 árs gamals manns. Ibúö mannsins, sem var handtekinn, var þakin myndum af líkömum sem búið var að lima mismunandi mikiö i sundur. Lögreglan telur að fundist liafi líkamshlutar sem tilheyra 14-18 líkum. Stórt sýruker fannst einnig í íbúðinni og er talið að maðurinn hafi notað það til að leysa upp lík- amsparta. Annar maður benti lögreglunni á íbúðma eftir aö hann haíöi komið þar inn í heimsókn og húsráðandi hótað honum með stórum hnífi. Nágrannar mannsins lýsa honum sem kurteisum, hljóðlátum manni sem var aldrei með nein vandræði eða læti. Þó höfðu nágrannarnir fundið megna rotnunarlykt leggja frá íbúðinni nokkrum sinnum á síö- asta ári. „Hann sagöi mér að frystikistan hans hefði bilað og kjöt, sem væri í henni, hefði rotnaö,“ sagði einn nágranninn. Krikketleikarar í k vennaf ansi Ástralskur landsliösmaöur í krikket svaf hjá þrjátíu konum á keppnis- ferðalagi hðsins um Vestur-Indíur fyrr á árinu. Svo segir að minnsta kosti í bók sem kom út í Sydney í gær. Mörgum Ástralanum fannst erfitt að standast „ákall hins ljúfa lífs“, segir í bókinni sem heitir Kalypsókrikket. Einn þeirra dvaldist meira aö segja næturlangt með konu fyrir fimmta leikinn. Astralir töpuðu leikjum sínum í keppnisferðínni Fyririiði ástralska landsliösins segir að staðhæfingar bókarinnar séu tilhæfulausar og séu bara ómerkilegar sölubrellur. Höfúndur bókarinnar er íþróttafréttamaðurinn Roland Fishman. Hann fór með krikketleikurun- um til Vestur-Indía og fylgdist náið með þeim þar. Fishman segir aö kynlífssögumar séu hreint ekki uppspuni heldur hafi hann þær eftir leikmönnum úr liðinu. Flóttamenn vilja til Þýskalands Pólsk og þýsk sljórnvöld haía ákveðið að herða til muna gæslu á sameig- inlegum iandamærum sínum til að koma í veg fyrir flóttamannastraum en fátækt fólk frá Rúmeníu og Búlgaríu reynir nú í þúsundatah að kom- ast yfir landamærin frá Póllandi og yfir til Þýskalands. Þúsundir fióttamanna búa í flótíamannabúðum í Póllandi og bíða þess að komast til Þýskalands til að leita sér að atvinnu og húsnæði. Um sið- ustu helgi greip pólska lögreglan hundruð manna sem reyndu að komast yfir Oder-Neisse-fljótið. Sumir flóttamannanna kaupa sér aðstoð sérfræð- inga sem þekkja allar flóttaleiðimar og þéna stórum á að smygla fólki yfir til Þýskalands. Víetnamskir hermenn enn í Kambódíu? Son Sann sfaðhæflr að ennþá séu luglr þúsunda hermanna frá Vfetnam f Kambódíu. Simamynd Reuter Yfirmaöur einnar af uppreisnarhreyfingum Kambódíu sagði í fyrradag að rikisstjórnin i Phnom Penh væri hrædd við að bjóða Sameinuðu þjóð- unum inn í landlð þar sem ennþá væru tugir þúsunda víetnamskra her- manna staddir í Kambódíu. Son Sann, yfirmaöur þjóðfrelsisfylkingar Khmera, staðhæíði aö ennþá væru um 55 þúsund hermenn frá Víetnam í landinu sem sumir hverjir hafi nú íklæöst kambódiskum einkennisbúningum. Ríkissljóm Kambódíu neitaöi ásökunum Bandaríkjastjórnar í maí síö- asthönum um að þúsundir vfetnamskra hermanna hefðu snúiö á nýjan leik til Kambódíu eftir aö her Víetnams dró sig formlega út úr landinu i september 1989. ReutcrogRitzau Hinn 31 árs gamli Jeffery Dahmar, fyrrum starfsmaður í súkkulaói- verksmiðju, hefur verfð handtek- ínn, grunaður um alft að 18 morö. Simamynd Reuler MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991. DV Bandaríkin og ísrael sammála: Palestínumenn frá Jerúsalem ekki á f riðarráðstef nu Moshe Arens, vamamálaráðherra ísraels, segist hafa trú á því að ísra- elsmenn hafi náð samkomulagi við Bandaríkin um hverjir eigi að vera fulltrúar Palestínumanna á friðar- ráðstefnu um Mið-Austurlönd. Þar með er mikilvægri hindrun friðar- viðleitni Bandaríkjastjórnar rutt úr vegi. Utvarpið í ísrael skýrði frá því í morgun að samkomulagiö gerði ráð fyrir að Palestínumönnum frá Jerú- salem yrði meinað að koma á fyrsta áfanga ráðstefnunnar þar sem semja á um framtíð landsvæða araba sem ísraelsmenn hafa hernumið frá 1967. ísraelsmenn eru andvígir því að Palestínumenn frá Austur-Jerúsal- em taki þátt í ráðstefnunni en Palest- ínumenn líta á borgina sem höfuð- borg framtíðarríkis síns. Faisal Husseini, einn helsti leiðtogi Palestínumanna, hafnaði tillögunni eins og ísraelska útvarpið skýrði frá henni. Husseini fór fyrir sendinefnd Palestínumanna sem hitti James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að máh fyrr í vikunni. Heim- ildarmenn meðal araba segja að sá fundur hafi verið sérlega erfiður. Sendiherra ísraels í Bandaríkjun- um, Zalman Shoval, sagði að það ylti nú á Palestínumönnum að koma frið- arviðræðunum af stað. Dan Meridor, dómsmálaráöherra ísraels og náinn samstarfsmaður Shamirs forsætisráðherra, sagði í gær að Baker hefði gefið honum ástæðu til bjartsýni yfir málefnum Austur-Jerúsalems í marsmánuði þegar þeir hittust í Washington. Frétt ísraelska útvarpsins í morgun sagði að samkomulagið gerði ráð fyrir að Ísraelsmenn hefðu neitunarvald yfir því hveijir skipuðu sendinefnd Pa- lestínumanna og að hún yrði aðeins skipuð mönnum frá herteknu svæð- unum sem væru reiðubúnir að lifa í sátt við ísrael. Shamir forsætisráðherra sagði í gær að hann byggist við að friðarvið- ræður við arabaríkin mundu hefjast innan tveggja mánaða en krafðist þess að fyrst yrði útkljáð hverjir færu fyrir Palestínumönnum. Baker sagði í Kuala Lumpur í gær að ísraelsmönnum hefðu ekki verið sett nein tímamörk um hvenær þeir ættu að svara en sagðist vona að það yrði fyrir leiðtogafund risaveldanna 30. júlí. ísraelskur embættismaöur, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði í morgun að hann væri bjartsýnn þótt ekki hefði allur ágreiningur ver- ið leystur og að ekki væri langt í að friðarráöstefna yrði haldin. Reuter Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, heilsar upp á sendiherra Egypta- lands á þjóðhátíðardegi Egypta í gær. Shamir sagðist búast við að friðarvið- ræður við arabaríkin hæfust innan tveggja mánaða. Simamynd Reuter írökum leyft að selja olíu? Forseti Bandaríkjanna, George Bush, gaf í skyn í gær að hann kynni að leyfa írak að selja ohu til að geta keypt mat og lyf. Bush sagði að þrátt fyrir að Sadd- am Hussein hefði ekki farið eftir öll- um skilmálum vopnahlésins þá „munum við sjá hvað við getum gert,“ sagði Bush. „Við erum ekki í deilum við konur og börn í Irak held- ur við einræðisherrann (Hussein)," sagði Bush viö fréttamenn í gær. Embættismenn í Hvita húsinu sögðust þói í gær ekki vera sannfærö- ir um að írak þyrfti á því að halda að selja olíu til að geta keypt mat og aðrar nauðsynjavörur. Einnig sögðu þeir að efnahagsþvingunum Samein- uðu þjóðanna yrði alls ekki að fullu aflétt. Utanríkisráðherra Bretlands, Douglas Hurd, sagðist í gær styðja að Irak fengi að selja takmarkað magn olíu. Reuter Miðstjómarfundur Kommúnistaflokks Sovétríkjanna: Átakalínur skerpast enn Spenna magnast og átakalínur skerpast innan Kommúnistailokks- ins nú þegar nær dregur miðstjórn- arfundi flokksins sem haldinn verð- ur á morgun en þar á að ræða nýja stefnuskrá. Mikill skoðanamunur er á milli harðlínumanna annars vegar sem telja að perestrjoka Gorbatsjovs Sov- étforseta hafi leitt ógæfu yfir landið og umbótasinna hins vegar sem vilja enn frekari breytingar. Mikhail Gorbatsjov mun leggja nýja stefnuskrá fyrir fundinn sem gerir ráö fyrir að flokkurinn snúi baki við hugmyndafræöi Marx og Lenins en taki þess í stað upp svo- kallaðan mannúðlegan lýðræðissós- íalisma, Talið er næsta víst að haröl- ínumenn muni vera þessum tillögum andsnúnir en þeir vilja leggja áherslu á þjóðemismál og skapa sterka þjóðernishreyfingu fyrir Sov- étríkin öll til að vega upp á móti uppreisn lýðveldanna. Tólf harðlínu- menn gáfu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að Sovétríkin væru „að deyja, gliðna í sundur og sökkva í myrkur og tómarúm". Bæöi harðlínumenn og umbóta- Gorbatsjov stendur trammi fyrir miklum erfiðleikum við að halda Kommúnistaflokknum saman á mið- stjórnarfundinum sem hefst á morg- un. Símamynd Reuter sinnar eru að skipuleggja ný samtök sín á milli sem munu enn frekar undirstrika átakalínumar sem fyrst komu fram á flokksfundi Kommún- istaflokksins fyrir ári er Boris Yelts- in og aðrir róttækir fulltrúar gengu út. Umbreytingarnar, sem orðið hafa í sovésku samfélagi að undanfömu, hafa grafið undan áratuga áhrifum og völdum Kommúnistaflokksins. Boris Yeltsin, forseti Rússlands, hefur bannað stjórnmálastarfsemi í fyrirtækjum og stofnunum sem hing- að til hefur verið grunnurinn í stjómmálastarfi Kommúnistaflokks- ins. Gorbatsjov gagnrýndi í gær þetta bann Yeltsins og sagði að það myndi leiöa til spennu og ósættis í landinu. Leiðtogar margra lýðvelda funda nú sín á milli rétt fyrir utan Moskvu. Hægt mjakast í samkomulagsátt um nýjan samning sem gerir ráð fyrir laustengdari samskiptum lýðveld- anna í nokkurs konar sambandsríki. Ágreiningsatriði snúast nú mest um framtíðar vamar- og utanríkistefnu. Sovétríkin komu á óvart í gær þeg- ar þau sóttu um fulla aðild að Al- þjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Á fundi sjöveldanna í London fyrir viku var ákveöið að veita Sovétríkjunum aukaaðild en þessi umsókn um fulla aðiid kemur ráðamönnum í Bandaríkjunum aö óvörum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.