Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 9
MiÐyiKip^Gy^.^tuööii ? - DV Útlönd Vopnaöur Króati leitar skjóls undan árás Serba i miðbæ Vinkovci í gær. Simamynd Reuter Samskipti Bandaríkjanna og Kína: Endurnýjun bestukjara- samnings fyrirsjáanleg Kínverskir ráöamenn fögnuöu í dag niðurstöðu kosningar í öldunga- deild bandaríska þingsins sem virð- ist greiða götu endumýjunar viö- skiptasamnings milli Bandaríkjanna og Kína án nokkurra skilmála. Atkvæði í öldungadeildinni fóm þannig að 55 þingmenn gegn 44 vildu að ákveðnir skilmálar fylgdu end- urnýjun bestukjarasamnings land- anna. Atkvæðamunurinn var ekki nógu mikill til að koma í veg fyrir að forsetinn geti beitt neitunarvaldi sínu og komið samningnum í gegn. Ye Rugen, talsmaður ráöuneytis erlendra viðskipta 1 Kma, virtist sannfærður um að Kína gæti reitt sig á að forseti Bandaríkjanna, George Bush, myndi styðja skilmálalausa endurnýjun samningsins. Bestukjarasamningurinn leiðir til forréttinda Kína í viðskiptum við Bandaríkin upp á milljarða dollara árlega. Áður hafði fulltrúaþing Bandaríkjanna samþykkt frumvarp þess efnis að samningurinn yrði ekki samþykktur nema með skilmálum sem meðal annars fólu í sér að Kína þyrfti að taka sig á í mannréttinda- málum. Reuter Einkaritarinn tekur á sig sökina Einkaritari zúlúleiðtogans Man- gosuthu Muthelezi hefur tekið á sig alla sökina fyrir leynigreiðslur stjómar Suður-Afríku til Inkatha- flokksins og sagt starfi sínu lausu. Embættismenn Inkathaflokksins tilkynntu í gær að þeir mundu end- urgreiöa rúmar fimm milljónir króna sem Pik Botha utanríkisráð- herra hefui^ viðurkennt að hafa af- hent þeim. Ríkisstjómin hefur einnig viður- kennt að hafa afhent verkalýðsfélagi Inkatha rúmlega 30 milljónir króna. Stjórn Suður-Afríku ræddi greiðsl- umar í gær en de Klerk forseti varð- ist allra frétta eftir fundinn. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld að ráð- herrar verði látnir segja af sér vegna málsins. Reuter Fjöldamord Vitni hafa nú sagt frá fjöldamorð- um í norðurhluta Mósambíks þegar uppreisnarmenn Renamo tóku Nampulahéraö þann 29. júní síðast- liðinn. Að sögn æddu uppreisnar- menn í gegnum bæinn Lalaua í norð- urhluta landsins og nálæg þorp og drápu um þúsund manns. „Búöarhillumar vom tæmdar og afhöggnir hausar bæjarbúa settir þar til sýnis í staðinn," var haft eftir vitni í dagblaði í gær. Fólk, sem flúði Lalaua til nálægs bæjar, Ribaue, sagði frá þessum atburðum. Einn sagði að nályktin í bænum heföi orð- ið svo sterk að uppreisnarmennimir sjálfir heföu yfirgefið miðbæinn og komið sér upp búðum í úthverfi. Uppreisnarmennirnir fóm um nálæg í Mósambík þorp og brenndu niður meira en tvö þúsund heimili. Embættismenn í hjálparstofnun ríkisins segja að um fjögur þúsund flóttamenn hafi komið til Ribaue um síðustu helgi og þörfm væri mikil fyrir mat, föt og lyf. Uppreisnarhreyfing Renamo hefur barist síðan 1975 fyrir því aö steypa ríkisstjóminni af stóli. Hreyfmgin hefur þráfaldlega verið ásökuð um fjöldamorð og hefur hrottaskap hennar verið líkt við Rauðu khmer- ana í Kambódíu. Friðarviðræður við ríkisstjómina byrjuðu fyrir um ári og síðan þá hefur litlum sögum farið af ofbeldi hreyfingarinnar fyrr en núna. Slóvenskt dagblað í morgun: Herinn stjórnar atburðarásinni - ástandið í Júgóslavíu versnar enn Nýir bardagar milli Serba og Kró- ata og háværar deilur meðal leiðtoga Júgóslavíu um misheppnaðar friðar- umleitanir þeirra hafa magnað kreppuna í landinu enn frekar. Tveir króatískir lögregluþjónar til viðbótar voru drepnir og fjöldi manns særöist í sex klukkustunda löngum bardögum við serbneska skæmliða í gær, nærri Palace í aust- urhluta Króatíu, að sögn sambands- hersins. Fimm króatískir lögreglu- þjónar særðust í öðrum bardögum. Alls hafa nú 36 manns að minnsta kosti látiö lífið í bardögum milli Serba og Króata síðan á föstudag. Leiðtogar júgóslavnesku lýðveld- anna sex og ríkisstjórnin reyndu að komast aö friöarsamkomulagi í borg- inni Ohrid á mánudagskvöld en til- raunir þeirra fóru út um þúfur. „Fundurinn í Ohrid staðfesti valda- leysi stjómmálaleiðtoga lýðveldanna í suðurhluta landsins á sama tíma og æðsta yfirstjórn hersins fer ekkert í launkofa með að hún stjómar at- burðarásinni," sagöi slóvenska dag- blaðið Vecer í morgun. Óeirðir brutust út í Júgóslavíu eftir aö Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði sínu 25. júní. Serbneski minnihlutahópurinn í Króatíu, sem í eru 600 þúsund manns, er andvígur sjálfstæðisviðleitninni. Síðustu friðarumleitanirnar sigldu í strand þegar Franjo Tudjman, for- seti Króatíu, sagði að sérhvert sam- komulag yröi að fela í sér heim- kvaðningu sambandshersins í Króat- íu í búðir sínar. Hernum er ætlað að halda friðinn á átakas'væðum í lýð- veldinu. Leiðtogar Serbíu sökuöu Króata um að koma í veg fyrir frið. Forseti Júgóslavíu, Stipe Mesic, sem er Kró- ati, svaraði með því að saka Serbíu um að ætla að imilima þá hluta Kró- atíu þar sem Serbar búa og njóta við það fulltingis hersins sem er að mestu stjórnað af Serbum. Mesic sagðist ætla að kalla saman fund í forsætisráðinu í dag eða á morgun. „Það er eins og þeir hafi aldrei ætlað sér að ná samkomulagi. Serbía ásakar Króatíu og Króatía kennir Serbíu um á meðan landið er að hrynja í kringum þá,“ sagði stjórnar- erindreki. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að herinn hafi tekist á hendur lykilhlutverk í kreppunni og sé mest áberandi í margklofnu forsætisráð- inu sem samkvæmt stjórnarskrá landsins fari með æðstu stjórn hans. „Herinn bíður enn átekta. Hann er þegar í Króatíu og ég efast um að hann hafi spilað út síðasta trompinu sínu,“ sagði einn stjórnarerindreki. Reuter ÚTSALAN UriTlCrF ■■■J ■ kjr Á MORGUN REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651680 Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.