Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. — Helgarblað 130 kr. Fáránleg tillaga Varla þarf að taka fram að ef tillaga fiskifræðinga gengur eftir um samdrátt í afla munu tekjur útgerðar, sjómanna, fiskverkunarfólks ogþjóðarinnar allrar drag- ast saman svo um munar. Það er að segja ef ekkert er gert til að mæta skerðingunni. Aflasamdrátturinn á hins vegar að geta orðið hvatning til útgerðar og fiskvinnslu- fyrirtækja að nýta betur þann fisk sem dreginn er úr sjó, einkum með fækkun skipa og samruna fiskvinnslu- húsa. Miklu skiptir sömuleiðis að sem best verð fáist fyrir hráefnið og ljósglætan í þeim efnum er einmitt sú að íslendingar fái tollfrjálsan aðgang að evrópsku efna- hagssvæði sem þýðir að hægt er að leggja meiri áherslu á fullnýtingu fisksins hér heima. Verðmætasköpun af því tagi er okkar svar við aflasamdrættinum og ómetan- leg búbót fyrir framtíðina. Er það með endemum að skynibornir menn sjái ekki þann stórkostlega hag sem við höfum af slíkum markaði og hafi á móti þeim tilraun- um sem gerðar eru til að ná þeim samningum. En meðan beðið er eftir árangri af viðræðum við Evrópubandalagið er sannarlega hægt að taka til hendi. Fyrirsjáanlegur aflasamdráttur gerir þá kröfu til hags- munaaðila í atvinnugreininni að draga úr yfirbyggingu, ofQárfestingu og fækka þeim dragbítum sem gera öll meðaltöl óhagstæð. Útgerðin segist tapa þegar hún hefur reiknað út afkomu sína með vonlausa togaraútgerð í dæminu. Fiskvinnsluhúsin segjast tapa þegar meðaltal á rekstri alltof margra fiskvinnsluhúsa er reiknað út. Aldrei er spurt hvort ekki megi leggja niður þá útgerð og þá fiskvinnslu sem dregur meðaltalstölurnar niður fyrir mínusstrikið. Aldrei er tekið með í dæmið að það eru of mörg skip um of lítinn afla og það eru of mörg hús sem vinna úr aflanum. Ef svo heldur fram sem horfir stefnir allt í það að sjávarútvegurinn verði víða um landið nokkurs konar atvinnubótavinna í líkingu við landbúnaðinn. Tapið er bætt upp með gengisfellingum, óafturkræfum afurða- lánum og efnahagsráðstöfunum sem meðal annars koma í veg fyrir eðlilegan kaupmátt og betri lífskjör. Launþegar skulu átta sig á því að erfiðleikar við gerð kjarasamninga í haust munu fyrst og fremst stafa af því að sjávarútvegurinn sem undirstöðuatvinnugrein á íslandi segist ekki geta greitt hærra kaup vegna þess að afli dragist saman. Og af hverju getur sjávarútvegur- inn ekki greitt hærra kaup? Vegna þess að sífellt er verið að taka tillit til lökustu fyrirtækjanna; fyrirtækj- anna sem hvort sem er er ofaukið. Samtök fiskvinnsluhúsa hafa lagt til að útflutningur á ferskum fiski verði bannaður. Leggst þar lítið fyrir kappana. Áfram á að vera við sama heygarðshornið, vísa til 5% taps á rekstrinum og einblína á eigin hags- muni. Þetta er fáránleg og eigingjörn hugmynd. Öllum er ljóst að útflutningur á ferskum fiski hefur bætt kjör sjómanna og útgerðar, aukið þjóðartekjurnar og styrkt lífskjörin. Það er út í hött að banna mönnum að fá hærra verð fyrir sjávarafla og gera þeim skylt að leggja fiskinn upp hjá fyrirtækjum og fiskvinnsluhúsum sem bjóða upp á lakari kjör. Það er ávísun á lífskjara- skerðingu, einmitt á þeim tíma þegar öllu skiptir að fá sem besta nýtingu og hæst verð fyrir minnkandi afla. Aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi felst ekki í bönnum og boðum. Hún felst í því að útgerð og fisk- vinnsla taki sig í endurhæfmgu, lagi sig að breyttu sam- félagi, mörkuðum og neyslukröfum. Ellert B. Schram Með aðild að evrópsku efnahags- svæði framseljum við mikinn hluta fullveldis okkar til útlendinga, meiri hluta en nokkurt fé fær bætt. í DV þann 12. júlí sl. birtist stutt kjallaragrein eftir Jón Kristjáns- son, þingmann Framsóknarflokks- ins. I þessari grein hélt hann því fram að EES væri í grundvallarat- riðum frábrugðið EB. Jón heldur því fram að það geti þjónað hags- munum íslendinga að gerast aðilar að EES samningnum ef ákveðnir fyrirvarar halda. Þetta sé stefna Framsóknarllokksins og því hæpið að setja stafina sína á pappír áður en umræða fer fram á Alþingi um samninginn. Viðvitum nóg til að hafna EES og EB Aðild að EB fellur strax á fyrsta „Það er óþolandi að Hæstiréttur skuli ekki lengur verða æðsti dóm- stóll islendinga," segir m.a. í grein Bjarna. ÁEESogEBer bara stigsmunur og einfaldasta prófinu. 250 þúsund manna þjóð getur ekki gerst aðili að þjóðasamfélagi með yfirþjóðlegu valdi, þar sem atkvæðisréttur og þar með áhrif fara eftir íbúafjölda. Við þær aðstæður yrðum við áhrifalaus um eigin örlög, ósjálf- stæð þjóð sem fljótt myndi hverfa. EES fellur einnig á einföldu prófi. Prófið, sem fellir EES, er afsal full- veldis. Þvi til viðbótar kemur að hkur eru á að EES sé aðdragandi EB aðildar. Þetta er mikil áhætta. Framsal löggjafarvalds og framkvæmdavaids Löggjafarvald er réttur til að setja lög, til að breyta þeim og til að af- nema þau. Með EES samningnum verður Alþingi að taka á móti nýrri Jámsíðu með um 1400 lagabálkum. Alþingi verður að taka við lögum þessum án þess að hafa nokkum tíma rétt á aö breyta þeim. Alþingi getur ekki fellt lög þessi úr gildi. Islensk lög skulu víkja fyrir þess- um lögum en þau útlendu ríkja. Þetta er mikil skerðing á löggjafar- valdi Alþingis. íslensku ráðherrarnir eru valda- mikhr menn. Hver ráðherranna er æðsti framkvæmdastjóri síns sviðs. í EES ber honum að fram- kvæma fjórfrelsin, ekki eins og landi hans eða honum hentar, held- ur eftir útlendri áætlun og undir eftirUti útlendra manna. í sumum tilvikum felur útlenda áætlunin í sér meginhluta verkefna íslensks ráðherra, í öðrum lítinn hluta. Þró- un þjóðfélags okkar er ekki nema að hluta í höndum okkar sjálfra. Þetta er Uka mikil skerðing á full- veldi íslands. Framsal dómsvalds Sérstakur EES dómstóll, sem samt er hluti af EB dómstólnum í Luxemburg, hefur dómsvald yfir því hvort við förum rétt að í með- ferð hinna aðsendu laga. Utanríkis- ráðherra leggur mikla áherslu á það hlutverk þessa dómstóls að vemda hagsmuni íslenskra aðila gagnvart útlendingum en nefnir ógjama þetta hlutverk. - Munið þið aumingja Danina og Stórabeltis- brúna? Eða núna það nýjasta, hót- un skoskra viskíframleiðenda um að kæra Svía fyrir áfengislöggjöf- ina þeirra, sem er mjög áþekk lög- gjöf okkar! Ef íslensk fyrirtæki eða íslensk stjórnvöld fara út fyrir ramma hinnar nýju Jámsíðu mun þessi útlendi dómstóll skera úr og jafn- vel dæma fyrirtæki eða stjórnvald, því þessi dómstóll hefur fuUnæg- ingarvald á bak við sig. Þetta líkist ekki Mannréttindadómstólnum 'í Strassburg. - Þar eiga íslendingar alltaf dómara og dómar hans era álit. Fullnægingarvald er ekkert ann- að en að vitna til skuldbindinga aðildarríkja. Víst er það mjög al- KjaUarinn Bjarni Einarsson aöstoðarforstjóri Byggðastofnunar varleg skerðing á valdi íslenskra dómstóla og þar með skerðing full- veldis að útlendur dómstóll skuli geta dæmt íslendinga og jafnvel íslensk stjórnvöld. Það er óþolandi að Hæstiréttur skuli ekki lengur verða æðsti dómstóll íslendinga. Fyrirvarar halda ekki Fyrirvarar eru ávallt tímabundn- ir, þeir standa í ákveðið aðlögunar- tímabil. Auk þess mun utanríkis- ráðherra þegar hafa fallið frá nokkram þeirra. Fyrirvararnir, sem Jón Kristjánsson vill treysta á, og segir aö við hin eigum líka að gera, eru ýmist þegar fallnir eða munu standa í nokkur ár hver. Að opna ísland Á undanförnum árum og áratug- um hefur hagkerfi okkar verið opn- aö stig af stigi gagnvart hagkerfi annarra þjóða, hagkerfi heimsins. Einnig höfum við tekið upp evr- ópska staðla, svo sem DIN staðla, eftir því sem við höfum þurft að gera það. Þegar litið er um öxl sést að mikið hefur gerst á þessu sviði. Nýtt og stórt skref eru hin nýju lög um erlenda fjárfestingu. Þetta höf- um við gert sjálf án nærvera er- lendra áætlana og erlends dóm- stóls. Við höfum gert þetta af eigin hvötum, í þágu okkar sjálfra, og við höldum þessu áfram eftir því sem það hentar okkur. í EES verðum viö að opna landið samtímis fyrir erlendu atvinnulífi, fiármagni og vinnuafli. Að vísu er ekki líklegt að útlent verkafólk streymi til landsins í stórum stíl af sjálfsdáðum, en erlendir verk- takar, sem fá hér verkefni, munu aö sjálfsögðu spara sér fé með því að flytja til landsins verkafólk frá Suður-Evrópu sem vinnur fyrir brot af því kaupi sem isíenskt verkafólk fær. Til þess að standast samkeppni munu innlendir verk- takar verða að gera þetta líka. Þetta mun valda atvinnuleysi á Íslandi og stöðnun eöa lækkun launa. - En hvað er þetta allt annað en af- sal fullveldis? Land er afar ódýrt á íslandi því það er svo mikið af því. Hlutfailið á milli verðs mannvirkja og lands er allt annað en í Evrópu. Utlend- um peningamönnum mun finnast þeir vera komnir á landútsölu hérna. Þeir eiga auðvelt með að kaupa stóra hluta af landi okkar án þess að við fáum rönd við reist með því að bjóða miklu meira fé en íslenskur markaður hefur gert. Það sem m.a. lokkar þá til þessa getur orðiö jarðhiti og aðstaða til þess að byggja upp meiriháttar að- stöðu fyrir ferðafólk. Ástæður þess að leitað er nú til þjóðarinnar til þess að reyna að stöðva EES samningana eða, að endingu, að reyna að knýja fram þjóðaratkvæði um þá, er fullveldis- skerðing, sem er öllum sem nenna að kynna sér þessi mál augljós. Félag íslenskra iðnrekenda segir að við getum fengið 1% aukningu á ári í landsframleiðslunni ef við göngum í EES. Ég neita að selja minn hlut í fullveldinu fyrir þetta verð, 14.500 kr. tekjuaukningu á ári, eða fyrir neitt annaö verð. Ég er mjög hissa á að þingmenn Framsóknarflokksins geti mælt með þessu eins og Jón Kristjánsson gerir. Ég vil að endingu benda hon- um á gamla hliðstæðu. Árið 1262 afsöluðum við hluta af fullveldi okkar til konungs Noregs. Viö gerðum við hann mjög hagstæðan samning, Gamla sáttmála. Hann færði okkur svo lögbókina Járn- síðu. En við þennan ágæta samning var ekki staðið og um síðir töpuð- um við bæði fullveldinu og sjálf- stæðinu. Nú á tímum gerast hlut- irnir hratt. Það sem gerðist á fiór- um öldum fyrrum getur nú gerst á einum til tveimur áratugum. Við skulum ekki hætta á það, við skul- um stöðva gerð Nýja sáttmála og vísa Járnsíðu hinni nýju til heima- húsanna. Bjarni Einarsson „Það sem gerðist á fjórum öldum fyrr- um getur nú gerst á einum til tveimur áratugum. Við skulum ekki hætta á það, við skulum stöðva gerð Nýja sátt- mála og vísa Járnsíðu hinni nýju til heimahúsanna.“ .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.