Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1991. 13 Vonarglæta Leiðtogafundurinn í London vekur vonarglætu um að hressa megi við efnahag veraldarinnar sem samkvæmt Sameinuðu þjóö- unum stefnir beint í aukna fátækt. Auðvitað vekja fréttimar um þriðj- ungs minnkun langdrægra kjarna- vopna mesta athygh og ekki síst hér á landi vegna þess að þetta var einmitt eitt af stóru málum forseta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á leiðtogafundi risaveldanna í Reykjavík um árið. Við íslendingar höfum þannig í mannkynssögunni lagt okkar lóð á vogarskálar heims- friðarins. Friður er auðvitað for- senda efnahagsbata og er nú von- andi að ríki veraldarinnar snúi sér í alvöru að minnkun fátæktar og aukningu hagvaxtar. Til lengdar er bara ein fær leið út úr vítahring fátæktarinnar og þaö er aukning fríverslunar í veröldinni. Evrópuvígið sýnir klærnar Þótt slík leið hljómi nokkuð auð- veld eru engar smávegis hindranir í veginum. Evrópubandalagið verður t.d. að leyfa tollfijálsan inn- flutning matvæla á sína sterku markaði. Núverandi stefna banda- lagsins er í þveröfuga átt. „Fortress Evrópa" eða Evrópuvígið heimtar nefnilega fríverslun með allt það sem það á best, fjármagn, vörur, þjónustu og mannskap, en neitar algjörlega að versla með það sem aðrir eiga best, t.d. matvæli. Þannig heldur Evrópubandalagið vísvit- andi niöri efnahag þriðja heimsins sem að öllu jöfnu á bara matvæli til þess að versla með en gæti með sérhæfingu á því sviði eignast fé til þess að iðnvæðast og verða ríkur. Ekki þarf að fjölyrða um það hvaða áhrif þessi stefna bandalagsins hef- ur á efnahag íslendinga, sem eru auðvitað matvælaframleiðendur, og byggja megnið af gjaldeyristekj- um sínum á útflutningi á mat. KjaUarirm Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur Skammsýnin eyðileggur Evrópu Kommissararnir í Brússel beita bæði framleiðslustyrkjum og út- flutningsstyrkjum til þess að kom- ast hjá því að þurfa að flytja inn matvæli. Þessi gegndarlausi fjár- austur mesta efnahagsrisa verald- arinnar í landbúnaði orsakar þannig ástand í heimsviðskiptum að verð á matvælum er ekki í neinu samhengi við þaö sem það kostar að framleiða þessi matvæli. Jörð Evrópu í þessum hildarleik er þannig ofurpínd og sums staðar er álagið á frjómátt jarðarinnar orðiö svo gegndarlaust að moldin nær ekki að endumýja sig. Þannig er bein sekt við því að bera mykju á tún í Hollandi þar sem Holland er smám saman að breytast í einn mykjuhaug vegna ofpíningar landsins. Svindlið í Briissel Á sama tíma eru reyttar upp tólf hundruð þúsund vetrarfóðraðar skjátur á ári í Hollandi meðan Nýsjálendingar t-d. verða að jarða þrjár milljónir fjár í ár vegna mark- aðsleysis og er Nýja-Sjáland þó al- gjört kjörland sauðkindarinnar og fóru.afurðirnar lengst af til Bret- lands. Þá má heldur ekki gleyma því að í haust á að jarða hér á landi 55 þúsund fjár vegna offramleiðslu, sem hvergi er finnanlegur markað- ur fyrir en Evrópubandalagslöndin eru auðvitað söguleg markaðslönd okkar fyrir kjöt. Fjárausturinn frá Brússel í framleiðslustyrkina er sums staðar hugsaður til fram- leiðslustýringar. Ef offramleiðsla er t.d. á svínakjöti í bandalaginu eiga svínabændur ekki að fá styrki o.s.frv. í reynd er þetta allt tómt svindl því framleiðsluskýrslurnar eru bara falsaðar til þess að þjóna vitleysunni í Brússel og peningam- ir renna í stríðum straumum til framleiðenda sem eru að eyðileggja jörðina með framleiðslu á afurðum sem enginn getur torgað eða hefur efni á að kaupa erlendis. „Þannig heldur Evrópubandalagið vís- vitandi niðri efnahag þriðja heimsins sem að öllu jöfnu á bara matvæli til þess að versla mefren gæti með sérhæf- ingu á því sviði eignast fé til þess að iðnvæðast.. „ .. .sums staðar er álagið á frjómátt jarðarinnar orðið svo gegndar- laust að moldin fær ekki að endurnýja sig." Kórónan á vitleysunni Öll þessi vitleysa gefur mesta og besta landbúnaöarlandi veraldar, Bandaríkjunum, afsökun fyrir því að beita framleiðslustyrkjum og útílutningsbótum í anda Brússel. Þar með hefur andskotinn auðvitað hitt ömmu sína og vitleysan verið kórónuð. Síðan er fátækum þriðja heims ríkjum ætlaö að lifa í svona heimi og allir eru undrandi á því að þeir skulu vera að kvarta. Hrís- grjónarughð í Japan er svo einn kapítulinn í þessari vitleysu. Jap- anir Ufa á rís, samt er bannað að flytja inn rís til Japans. Þar í landi er það þjóðaríþrótt að rækta rís í bakgarðinum sem oft á tíðum er ekki stærri en svo að koma megi fyrir einni rólu. Hver er afleiðing- in? Jú, rísverð í Japan, sem þessi duglega þjóð verður að borga fyrir matinn sinn, er allt að tíu sinnum hærra en verð á rís á heimsmark- aði. Samt er bannað að flytja inn rís til Japan. Fara GATT viðræðurnar út um þúfur? Auðvitað eru fleiri þættir til um- ræðu í fríverslunaranda veraldar- innar en samt er eitt alveg kristal- tært. Ef ekki kemur til aukin versl- un í veröldinni og sérhæfmgar með tllhti til landkosta og hæfileika mun spá Sameinuðu þjóðanna um aukna fátækt í veröldinni rætast. í desember sl. sigldu viðræðurnar í strand þar sem lengi hefur verið unnið að lausn þessara mála, þ.e. GATT viðræðurnar í Genf, sem kenndar hafa verið Við Uruguay. Nú lofuðu leiðtogarnir í London því að nýjum krafti verði spýtt í þessar viðræður. Því miður gefur stjórn- málaþróun I helstu ríkum viökom- andi þessu máli, ekki aukna' von um mikinn árangur í reynd. Þann- ig að hætta er á því að ráðherra- fundur GATT-ríkjanna í haust verði að engu. Boltinn í París Hinn nýi forsætisráöherra Frakka, Edith Cresson, er t.d. hörku-verndarsinni og berst'fyrir ríkisforsjá á öllum sviðum. Hún er dyggilega studd af írum innan Evr- ópubandalagsins en bæði Bretár, Þjóðverjar og Hollendingar vilja draga úr vitleysunni í Brússel og sjá aukningu á heimsvelferð. Þama stendur hnífurinn í kúnni. Frakkar þumbast við og írar elta þá. Þannig fá Bandaríkjamenn afsökun og taka þátt í vitleysunni og hóta þvi að snúa sér bara að fríverslunar- samningi við Mexíkó. Gerist það er skollið á viðskiptastríð sem eng- inn sér fyrir endann á. Japanir munu koma sér undan því að leyfa rísinnflutning og veröldin blokke- rast enn frekar í ríkar þjóðir og fátækar. Eftir leiðtogafundinn er boltinn því í París. íslendingar ættu nú að gaumgæfa vel hvort þeir gætu ekki neytt sambanda sinna og aöstoðað heimsvelferðina við að skora það mark sem úrslitum ræð- ur í baráttunni gegn fátækt í ver- öldinni. Guðlaugur Tryggvi Karlsson « Hámarkshraði, til hvers? Kjállarinn Páll Þorgríms Jónsson flokksstjóri „Akstur án ljósa eða með vitlaust stillt ljós er eitt dæmi um hugsunarleysi ökumanna, jafnvel á sólbjörtum sum- ardegi. Bíll sem er ljóslaus er réttlaus verði hann valdur að tjóni.“ Það hafa margir sjálfmenntaðir umferðarfræðingar látið ljós sitt skína í sambandi við akstur vél- knúinna ökutækja undanfarið, einnig fólk sem starfar við umferð- armál. Ég er einn af þessum sjálf- menntuðu sérfræðingum og hef verið mörg ár í umferðinni. Undanfarið hefur verið mikið rætt og ritað um vélhjól og akstur þeirra og þau slys sem hafa orðið. Megnið er neikvætt. Hvers vegna ekki meira- próf? En eitt ber að hafa í huga þegar þessi farartæki eru skoðuð úti á þjóðvegum landsins: að þau hjól, er fara eftir lögum, eru með erlend- um númerum. Sama má segja um bílana er fylgja reglum um hámarkshraða. Sem dæmi get ég sagt frá tveimur erlendum vélhjólamönnum skammt fyrir norðan Staðarskála í Hrútafiröi. Þeir voru á suöurleið og óku þar á 70 km hraða en þar eru hraðatakmörk 90 km. Er ég lagði á Holtavörðuheiðina komu þrír mótorhjólamenn og æddu fram úr mér pg voru þeir á öðru hundraðinu. Ég sá þá ekki aftur fyrr en í Borgamesi. Er ég var undir Hafnarfjalli æddu þeir aftur fram úr mér og fóru ekki hægar en áður. Þetta er það sem allir óttast vegna þeirra tiðu slysa er hafa orðið það sem af er árinu og telja menn or- sakir of htla kennslu á þessi stóru hjól. Hvers vegna ekki meirapróf eins og fyrir ökumenn bifreiða? Nýtt þarfaþing er komið í marga bíla. Það er farsíminn. - Menn tala og aka í umferðinni og nota aðeins aðra höndina á stýrið. Það er mjög mikið kæruleysi eins og umferðin er orðin nú. Afþreying við akstur Hvað skyldi kosta tryggingafélög- in það tjón er verður í umferðinni og rekja má til notkunar á farsím- um í akstri og þar sem ökumenn eru ekki með hugann við umferö- ina á undan sér? - Góður og tillits- samur ökumaður er sá sem annað hvort stöðvar bifreiðina eða sinnir ekki símanum. Ef um áríðandi sím- tal er að ræða hringir viðkomandi aftur og þá getur verið hægara að nema staðar og svara í símann. Ég hef séð bifreiðar kyrrstæðar og ökumenn þeirra að tala í símann en þeir eru bara svo fáir að maður tekur eftir því. Hitt er svo algengt „Hámarkshraði er til þess að virða hann, ekki til þess að brjóta hann." að menn séu að tala á ferð að mað- ur er orðinn vanur því. Ökumaður, er reykir við akstur, er ekki einungis að stytta líf sitt heldur einnig samborgara sinna vegna þess að enginn getur sagt að andartaksgáleysi geti ekki valdið slysum, t.d. er verið að drepa í eða teygja sig eftir tóbakinu. Það sama gildir um neyslu gosdrykkja og annarrar fæður í akstri þar sem menn eru með pylsu í annarri hendi og gos á milli fóta sér og keyra. Aðstoð boðin Ég hef aðeins tínt til þaö sem er neikvætt í fari ökumanna og sjálf- sagt sjá margir sjálfan sig í þessum lýsingum mínúm. En það kann aldrei góöri lukku að stýra að fjalla eingöngu um það sem miöur fer. Margir ökumenn eiga ekki skilið að fá neikvæöa umfjöllun i.'eldur ber að líta á það sem jákvætt er í framkomu hvers og eins en ekki dæma alla eftir litlum hópi. Þaö þarf ekki nema eitt skemmt eph í körfu til þess að önnur skemmist líka. Sama á viö um öku- mennina er aka um götur borga og bæja. Það eru örfáir er koma óorði á heildina. Bifhjólasamtök lýðveld- isins hafa margoft bent á að kennslu á stærri bifhjól sé ábóta- vant og hafa boðist til að aðstoða við þjálfun ökumanna þeirra. Þeir hafa reynslu og þekkingu til þess. - Hvers vegna ekki aö þiggja það og fá þar meö betri og varkárari ökumenn út í umferðina? Akstur án ljósa eða með vitlaust stillt ljós er eitt dæmi um hugsun- arleysi ökumanna, jafnvel á sól- björtum sumardegi. Bíll, sem er ljóslaus, er réttlaus verði hann valdur að tjóni. Fróðlegt væri að vita hvað það kostar tryggingafélögin á ári í tjónabætur, þ.e. í eignar- og slysa- bætur, að ökumenn eru að tala í síma, reykja, borða eða eru ljós- lausir og aka langt yfir hámarks- hraða. Hámarkshraði er til þess að virða hann, ekki til þess að brjóta hann. Ökumenn, munið að þiö eruð ekki einir í heiminum og að aðrir þurfa að komast leiðar sinnar. Virðum umferðarreglur og okkur líður betur að loknum hveijum degi. Aðgát skal í akstri höfð. Þetta er spurning um lengra og betra líf. Komum heil heim að lokinni skemmtilegri ökuferð. Páll Þorgríms Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.