Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1991.
35
jálfari íslands, sést hér með veiðihattinn^
;ama happ þegar Ásgeir stjórnar íslenska
umar meðan hatturinn hefur verið á höfði
DV-mynd GVA
Ifari
íulag við stjóm KSÍ
samkomulag og allt gert í góðu. Ég hef
ekkert nema gott aö segja um dvöl mína
á íslandi. Þetta hefur verið mjög ánægju-
legur tími. Ég hef fengið mikla reynslu
en fyrst og fremst hef ég kynnst góðu
og elskulegu fólki. KSÍ var eins og ein
stór fjölskylda ef svo má að orði kom-
ast. En ég saknaði mikið fjölskyldu
minnar í Svíþjóð og það er vissulega
erfitt fyrir fjölskyldumann eins og mig
að vera mjög lengi í burtu frá mínu fólki.
Ég mun nú fara heim til Svíþjóðar en
kem aftur í ágúst til að stjórna íslenska
hðinu gegn Dönum og það mun verða
minn síðasti leikur með liðið. Ég hef
ekki ákveðið hvað ég mun gera á næst-
unni en það kemur ýmislegt til greina,"
sagði Bo í samtali við DV í gærkvöldi.
Aðspurður um hver væri minnisstæð-
asti landsleikurinn sagði Bo það vera 5-1
sigurinn gegn Tyrkjum í síðustu viku.
„Ég vil að lokum óska Ásgeiri velfarn-
aðar í sínu nýja starfi en ég á eflaust
eftir að koma oft til íslands hér eftir og
horfa á knattspymu," sagði Bo að lok-
um.
-RR
íþróttir
Njarðvíkingar
í Kaplakrikann
- munu leika þar gegn júgóslavnesku meisturunum
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Njarðvíkingar hafa ákveðið að
leika Evrópuleik sinn gegn júgó-
slavnesku meisturunum Zibona
Zagreb í íþróttahöllinni í Kapla-
krika í haust. Leikurinn fer fram
3. október en viku síðar mætast
liðin aftur á heimavelli Júgóslav-
anna. Vegna ástandsins, sem nú
er í Júgóslavíu, hefur komið til
greina að leika seinni leikinn á
Italíu eða á Spáni en það er þó
ekki enn ljóst.
Búumst við miklum
áhorfendafjölda
„Við ákváðum að leika í Kapla-
krika vegna þess að okkar hús
er allt of lítið fyrir svona leik. Við
búumst viö miklum fjölda áhorf-
enda á leikinn enda er hér um
að ræða geysiöflugt lið. Júgóslav-
ar eru bestir í körfubolta í Evrópu
og þetta eru algerir snilhngar og
því ólíklegt að fólk vilji missa af
þessum viðburði," sagði Jón Ein-
arsson, varaformaður körfu-
knattleiksdeildar Njarðvíkur, í
spjalli við DV í gær.
Reynum að fá
annan Kana lánaðan
„Rodney Robinson kemur til
landsins 17. ágúst og mun leika
með okkur. Við höfum verið í
sambandi viö umboðsmann í
Þýskalandi um að fá annan Kana
lánaðan þar sem leika má með
tvo útlendinga í Evrópukeppni
og ef það gengur ekki þá reynum
við að fá einhvern útlending lán-
aðan hér,“ sagði Jón ennfremur.
Leikmannasamningar
frágengnir
Njarðvíkingar hafa gengið frá
leikmannasamningum við alla
sína menn og munu því ekki
missa neina úr hópnum. Helgi
Rafnsson mun að öllum líkindum
leika aftur með Njarðvíkingum í
vetur en hann hefur verið meidd-
ur í baki. Þjálfari Njarðvíkur,
Friðrik Rúnarsson, er nú staddur
á virtu þjálfaranámskeiði í Eng-
landi og dvelur þar nokkurn
tíma. Auk þess hafa Njarðvíking-
ar ráðið bandarískan þjálfara,
Patrick McCall, til að stjórna
þjálfun hjá yngri flokkum félags-
ins þannig að það er mikil upp-
sveifla um þessar mundir hjá
Njarðvíkingum.
Þróttur vann
ÍKstórt
Fjórir leikir voru háðir í 3.
deildinni í gærkvöldi. Þróttur
vann öruggan sigur á ÍK, 5-2, á
Neskaupstað. Þráinn Haralds-
son, Kristinn Guðmundsson, Ey-
steinn Kristinsson, Sófus Hákon-
arson og Kristján Svavarsson
gerðu mörk heimamanna en
Hallsteinn Traustason og Úlfar
Óttarsson skoruðu fyrir ÍK.
Völsungur og BÍ gerðu 1-1 jafn-
tefli á Húsavík og gerði Hörður
Benónýsson mark Völsunga en
Pétur Jónsson skoraði fyrir BÍ.
Dalvík vann 1-3 sigur á KS á
útivelli. Ágúst Sigurðsson, Valdi-
mar Pálsson og Árni Sveinsson
skoruðu fyrir Dalvíkinga en
Björn Sveinsson fyrir KS.
Skallagrímur vann 3-0 sigur á
Reynismönnum. Garðar Jóns-
son, Bergþór Magnússon og Finn-
ur Thorlacius gerðu mörk Borg-
nesinga.
Leik Magna og Leifturs var
frestað.
• Loks léku í 4. deild í gær-
kvöldi Einherji og Sindri og unnu
Vopnfirðingar, 2-1. Hallgrímur
Guðmundsson gerði bæði mörk
•þeirra en Elvar Grétarsson skor-
aði fyrir Sindra. -RR/KH/MJ
• GSÞJ-hlaupið verður haldið til heiðurs þessum köppum: (frá vinstri)
Guðmundur Arason, Jóhann Jóhannesson, og Þorsteinn Einarsson.
Jóhann verður 85 ára næsta miðvikudag og þá fer fram stórmót að
Varmá honum til heiðurs, svokallað JJ-mót.
Aldnar kempur heiðraðar
Frjálsíþróttadeild Ármanns efnir til götuhlaups næsta þriðjudag. Um er
að ræða GSÞJ-hlaupið og er til heiðurs Guðmundi Arasyni, forystumanni
Ármanns til margra ára, Jóhanni Jóhannessyni* frjálsíþróttaleiðtoga, Þor-
steini Einarssyni, fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkisins, og til minningar um
Jens Guðbjörnsson, fyrrverandi formann Ármanns, Jón Þorsteinsson,
íþróttakennara, Gunnar Eggertsson, fyrrverandi formann Ármanns, og Stef-
án Kristjánsson, fyrrverandi íþróttafulltrúa Reykjavíkur. Hlaupnir, skokk-
aðir eða gengnir verða 10,4, eða 2 km. Lagt verður af stað frá Ármannsheim-
ilinu við Sigtún kl. 20.30 stundvíslega (mæting 30 mín fyrir hlaup). Skrásetn-
ing verður í Ármannsheimilinu frá 23.-30. júli í síma 38140. Hugsanlegir
þátttakendur greiða 500 krónur og er hlaupið tilvalin æfing fyrir Reykjavík-
urmaraþonið.
• Miövikudaginn 31. júlí efnir fijálsíþróttadeild Ármanns til stórmóts að
Varmá í Mosfellsbæ. Mótið er til heiðurs Jóhanni Jóhannessyni, forystumanni
frjálsíþróttadeildar Ármanns í rúm 60 ár, en hann verður 85 ára sama dag. Á
mótinu keppa allir okkar sterkustu frjálsíþróttamenn og konur og að auki
hafa Ármenningar boðið fjórum erlendum gestum til mótsins. -SK
Bogdan hætti við
Pólski handknattleiks-
þjálfaritm Bogdan
Kowalczyk, af mörg-
um talinn besti þjálfari
sem starfað hefur hér á landi, er
hættur við að þjálfa hð Lyon í
Frakklandi á næsta keppnistíma-
bili eins og hann hafði ákveðið.
Ein af ástæðunum fyrir ákvörð-
un Bogdans er að franska liðið
stóð ekki við gefin loforð, meðal
annars um aö kaupa tvo sterka
leikmenn fynr næsta tímahil.
Bogdan er íslendingum að góðu
kunnur og gerði íslenska landsl-
iðið að stórveldi, náði einstökum
árangri með landshðið og lið Vík-
ings. Bogdan þjálfaði hér á landi
í rúman áratug og hefur ekki úti-
lokað að hann komi aftur til ís-
lands að þjálfa.
Eftir að hlutimir fóru að taka
óvænta stefnu í Frakklandi hafði
austurríska félagið Insbruck
samband við Bogdan fyrir milli-
göngu Guðjóns Guömundssonar
sem er vinur og félagi Bogdans.
Þar gengu hlutimir hratt fyrir sig
og Bogdaan hefur skrifaö undir
samning við- félagið. Insbruck
hafhaði í fyrra í 8. sæti 1. deildar
og stefna forráðamenn hösins á
aukna velgengni næsta vetur.
Með Bogdan í broddi fylkingar
ætti það markmiö aö nást
Bogdan hefur undanfarið ver-
ið í sumarfríi á Ítalíu en kemur
til starfa hjá Insbruck eftir
viku.
Það réö miklu um ákvörðun
Bogdans að b-heimsmeistara-
keppnin í handknattleik fer sem
kunnugt er fram í Austurríki á
næsta ári og starfandi þar getur
hann fylgst betur með keppninni
en eha. Þar getur Bogdan meöal
annars fylgst með gengi íslenska
landshðsins undir stjóm Þor-
bergs Aðalsteinssonar og Einars
Þorvarðarsonar. Þá em mun
meiri peningar í boði í hand-
knattleiknum í Austurríki en í
Frakklandi.
-SK
Sport-
stúfar
• Opna Kays mótiö i
golfi var haldið hjá
golfklúbbnum Keili
um síðustu helgi. Leik-
ið var í karla- og kvennaflokki
með og án forgjafar. Veður var
frábært og völlurinn á Hvaleyr-
inni, þar sem landsmótið í sumar
verður haldið að hluta, var í mjög
góðu ásigkomulagi. 137 þátttak-
endur tóku þátt i mótinu og urðu
úrsht sem hér segir: Ásgeir Guð-
bjartsson, GK, sigraði í karla-
flokki án forgjafar á 71 höggi.
Björn Knútsson, GK, varð annar
á 72 höggum og Hörður Arnar-
son, GK, varð þriðji á 72 höggum.
Með forgjöf sigraði Jakob H. Böð-
varsson, GK, á 62 höggum nettó.
í kvennaflokki án forgjafar sigr-
aði Ragnhildur Sigurðardóttir,
GR, á 73 höggum og með forgjöf
sigraði Inga Magnúsdóttir, GK, á
65 höggum nettó.
Vervoortfarinn
frá Bordeaux
Belgíski landshösmaðurinn
Patrick Vervoort var um helgina
seldur frá 2. deildar hði Bordeaux
til ítalska félagsins Ascoli. Vervo-
ort sagðist himinlifandi með að
sleppa frá franska liðinu þar sem
það væri ekki mikið spennandi
að leika í 2. deildinni þar, Arnór
Guðjohnsen er sem kunnugt er
hjá Bordeaux en hðið vann fyrsta
leik deildarkeppninnar um síö-
ustu helgi.
Valur vann
í 4.
Valsstúlkumar urðu Islands-
meistarar i 4. flokki kvenna en
úrslitin fóru fram á Valsvellinum
um sl. helgi. Mynd af meistaralið-
inu og umsögn um mótið verður
því miður að bíða betri tíma.
3. flokkur karla - A-riðill:
Valur-Stjarnan.............2-0
Með þessum sigri komust Vals-
strákarnir í 4. sætið í riðlinum
og eru komnir með 10 stig. Þeir
eru því með í baráttunni um úr-
slitasæti sem er mjög hörð og tví-
sýn í þessum riðli.
Bikarkeppni 2. flokks, undanúr-
slit:
Fram-Þór, A................3-1
Framarar komnir i úrshtin og
mæta annaöhvort ÍA eða ÍBV í
úrshtum.
-Hson
MJ^
A I R
JUSTD0IT.
REYKJAVÍKUR
MARAÞON
25
DAGAR
TIL STEFNU