Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1991, Blaðsíða 28
F R ÉTTAS KOTIÐ Hiifir þú ábendingu eða vitneskju uni Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í sinia 62-25-25. Fyrir greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot. sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- i DV. greiðast 2.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjónr- Auylýsinyyi - Áskriír-'Ðröifing: Slntí '27022 Vatnstankur á steypubíl frá BM Vallá sprakk með miklum látum i Austur- bænum i gær. Biilinn var ekki á ferð en hús hans skemmdist og rúður brotnuðu. Ökumaðurinn stóð álengdar þegar atburðurinn átti sér stað og sakaði hann ekki. Talið var að loki hefði staðið á sér og þvi myndast mikill þrýstingur sem gerði það að verkum að þykkt stálið i vatnstankinum gaf sig með fyrr- greindum afleiðingum. Á myndinni skoðar steypubilstjórinn. Hjalti Þor- geirsson. ummerkin eftir sprenging- ‘ 'Hna. DV-myndGVA Herskipakomuraar: Ingibjörg Sólrún fær ekki listann Ingibjörg Sólrún Gíslaóóttir al- þingiskona fær ekki umbeöinn lista frá utanrikisráðuneytinu um her- skipakomur í islenskar hafnir. Ráöu- nejtiö óskar eftir frekari rökstuön- ingi fjTir beiðni þingkonunnar áöur •' -’^en ráöist verði í gerð slíks hsta. í svari utanríkisráöunettisins seg- ir aö ástæöan fyrir því að heimsókn- ir flota Atlantshafsbandalagsins vanti á lista þann. sem Ingibjörg Sól- rún fékk. sé aö gögn þar aö lútandi hafi verið geymd undir öðrum skjalalvkli en aðrar herskipakomur. -JSS Skrúfubilun orsökin ..Ég verð nú að viðurkenna aö ég er mjög reiður vegna þessa máls en allt bendir til þess aö skrúfubilunin hafi orðiö vegna lélegs viöhalds vél- ■ arinnar í Bandaríkjunum," sagöi Claus Boffild en hann og kona hans nauðlentu tveggja hreyfla vél á Keflavikurflugvelli á mánudags- kvöldið. Litlu munaði að illa færi þvi vélin haföi missti afl á báðum hreyflum þegar 16 sjómílur voru ófarnar að Keflavikurflugvelli. Hjónunum tókst þó að lenda heilu og höldnu með að- stoð góðra manna. -ingo Uffe Ellemann kemur í dag Uffe Ellemann Jenssen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, kemur til landsins í dag. Að lokinni opinberri heimsókn hingað verður hann hér á landi í nokkra daga við laxveiðar. -JGH LOKI Löggan virðist steini lostin! Sýslumaðurinn í Austur-Skaftafellssýslu í morgun: Lögreglan „kíkti“ á Austurríkismenn- ina í gærkvöldi - Náttúruverndarráö krefst aðgeröa og vill útiloka fararstjórann ..Ég sagði þeint að þeir yröu lík- lega ekki ónáðaðir nteira á sirnú ferð. Lögreglan sagðist ekki hafa talið ástæðu til frekari aðgerða eft- ir að hún hafði rætt við hópinn í gærkvöldi." sagði Stefán Bene- diktsson. þjóðgarðsvörður í Skafta- felli, við DV í morgun vegna aust- urriska ferðamannahópsins sem vitni sáu höggva úr bergi með meitlum og slaghömrum við Hall- bjarnarstaðarkamb á Tjörnesi um helgina. Sýslumaðurinn í Austur-Skafta- feilssýslu óskaði eftir aö vegalög- reglan hefði tal af hópnum sem var á ferð í umdæminu í gær og gisti í Skaftafelli i nótt. Sýslumaður sagð- ist í morgun ekki vita hvort vega- lögreglan heföi leitað að verkfær- um og steinum i bil Austurríkis- mannanna í gær. „Ég veit aö lögreglan kíkti á þá en veit ekki hvort henni var sýndur farangur. Lögreglumaður sagöi mér í gærkvöldi að sér fyndist meira gert úr þessu máli en hann sæi ástæöu til. Þaö eru örugglega margir útlendingar sem haga sér verr og hafa ekki fengið fyrir þaö áminningu," sagði sýslumaðurinn í morgun. Austurrikismennirnir eru vænt- anlegir til Reykjavíkur í vikunni. Aö sögn framkvæmdastjóra Nátt- úruvemdarráðs veröur farið fram á þaö við viðeigandi aðila að fár- angur Austurríkismannanna verði skoðaöur áöur en hópurinn heldur úr landi. Eínnig verður farið fram á að austurrískur fararstjóri hóps- ins, sem er á undanþágu, fái ekki leyfi til slíks aftur. Hann hefur áður fariö með hópa um landið og átti að fara með annan til í sumar, Að sögn talsmanns BSÍ í gær hefur fararstjórinn ekki farið að tilmæl- um ábyrgra aðila i ferðaþjón- ustunni varðandi umgengni um landið. Umhverfisráðherra sagði í gær að hann sæi ástæðu til breyt- inga í náttúruverndarraálum. Hann bíður nú. tillagna frá Nátt- úruverndarráði. -ÓTT - Sjá nánar bls. 4 Talsverðan reyk lagði frá einbýlishúsi við Bröndukvísl á ellefta timanum i gærkvöldi og var miklu slökkviliði stefnt á staðinn. Þegar komið var á vettvang urðu reykkafarar að fara inn um glugga. Húsið var mannlaust. íbúar höfðu gleymt að slökkva á hellu undir potti sem stóð á eldavél. Mikill reykur hafði borist um húsið og urðu skemmdir af þeim völdum. Slökkviliðið reykhreinsaði húsið. Engar skemmdir urðu af völdum elds. -ÓTT/DV mynd S Veðrið á morgun: Áfram frem- urhlýtt Á morgun verður austlæg átt, hæg fram eftir degi en síðan held- ur vaxandi. Þokuloft verður á Ströndum en annars nokkuð bjart veður víðast á Norður- og Vesturlandi. Skýjað verður sunn- anlands og austan og fer líklega að rigna við suðurströndina þeg- ar líður á daginn. Fremur hlýtt verður áfram, hlýjast á Suðvest- ur- og Vesturlandi. EFTA-EB: íslendingar áhorfendur Sæ.nska fróttastolan TT sagði frá |)ví í gærkvöldi að íslendingar væru að verða áhorfendur í viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins um cvrópskt efnahagssvæði. Efnahags- bandalagið gerði ekki lengur kröfur um veiðiheimildir við ísland en hóldi fast við kröfuna um að fá aö veiða við Noreg. Því séu meginviðræðurn- ar í málinu við Norðmenn. Fram kemur í skeytinu að mjög sé deilt um árangur ráðherrafundarins í Lúxemborg í júní. Norðmenn haldi fast við aö það hafi náöst samkomu- lag. Á hinn bóginn haldi Evrópu- bandalagið hinu gagnstæða fram, aö ekkert samkomulag liggi fyrir. -JGH Síldarverksmiöjumar: Tilsjónarmenn skipaðir Sjávarútvegsráðuneytið og fjár- málaráðuneytið hafa skipað Agnar Kofoed-Hansen rekstrarráögjafa til- sjónarmann með rekstri Síldarverk- smiðja ríkisins og af hálfu Lands- bankans hefur Haraldur Valsteins- son verið skipaður tilsjónarmaður. Skipan tveggja tilsjónarmanna var eitt af skilyrðum þess að ríkisstjórn- in gætl heimild til að verksmiöjurnar fengju að taka 300 milljón króna lán með ríkisábyrgð til bjargar rekstri verksmiðjanna. Þeir tveir, ásamt Þorsteini Gíslasyni, formanni stjórn- ar SR, munu á næstu dögum hefja viöræður viö Landsbankann um skuldbreytingar á lánum upp á tæp- an hálfan milljarð króna. En sjávar- , útvegsráðherra hafði einnig sett það sem skilyrði að bankinn skuldbreytti lánum verksmiðjanna til að 300 millj- óna króna lánið fengist. Sjávarútvegsráðherra hefur og skipað þriggja manna nefnd til að vinna að undirbúningi að frumvarpi um sölu á Síldarverksmiðjunum sem verður lagt fram á Alþingi í haust. í nefndinni sitja Eggert Hauksson, for- stjóri Plastprents, sem er formaður nefndarinnar, Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður og Valbjörn Steingrímsson rekstrarfræðingur. -J.Mar Yfirverkfræð- ingur segir upp Árni Gunnarsson hefur sagt upp starfi yfirverkfræöings Hitaveitu Reykjavíkur. Sem kunnugt er var honum sagt upp fyrirvaralaust 15. júlí en sú uppsögn var síðan dregin til baka. Ástæðan er samstarfsörðug- leikarviðhitaveitustjóra. -pj Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.