Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 3
25
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991.
Bílar
Power Plus með 240
þús. km ábyrgð
Þetta er þaö sem Power Plus er
sagt gera. Þetta er einfalt tæki, kostar
ekki nema 12 þúsund krónur eða þar
um bil komið í bíl, og er með ábyrgð
í 240 þúsund kílómetra akstur. Það á
að spara eldsneyti um aö minnsta
kosti 7% og auka vélarorkuna merkj-
anlega með bættri nýtingu eldsneyt-
isins og draga verulega úr mengun
af völdum útblásturs. Það á að gera
vélum, sem eiga að nota blýbensín,
kleift að nota blýlaust bensín sér að
meinalausu og lægri oktantala á ekki
að skipta máli.
Samt er þetta hálfgerður hókus-
pókus í segularmbandastíl. Þetta er
stálhólkur, álíka um sig og þriðjung-
ur af hjólhestapumpu, og inni í hon-
um ekki annað en tinstykki og seg-
ulstál, álíka í laginu og sælgætið
Mentos. Hólkurinn er settur á bens-
ínleiðsluna milli bensíndælu og
blöndungs eða innspýtingar. Bensín-
ið fer inn öðrum megin og út hinum
megin. Á leiðinni skolast það um tin
og stál og fær af tininu þann eigin-
leika að smyija og hreinsa eldsneyt-
isveginn og af stálinu á að verða efna-
breyting sem gerir úðann finni þann-
ig að hann brennist og nýtist betur.
Einfalt, kæri Watson?
Mengunarvörn á einkabílinn
Frá því í fyrrahaust hefur yöar ein-
lægur verið að heyra álitlegar sögur
af ágæti þessa búnaðar. Niðurstaðan
varð þvi sú að prófa hann sjálfur í
einkabílnum og segja lesendum DV-
bíla frá niöurstöðum jafnóðum og
þær liggja fyrir. Leitað var samstarfs
við umboðsaðila Power Plus á ís-
landi, David Butt hjá DEB-þjón-
ustunni á Akranesi, og Jón Baldur
Þorbjörnsson, deildarstjóra tækni-
deildar Bifreiðaskoðunar íslands hf.
Báðir brugðust vel við og mánudag-
inn 22. júlí síðastliðinn hittust allir
viðkomandi á vinnustað Jóns Bald-
urs hjá Bifreiðaskoðun íslands.
Útblástur mældur
fyrir ísetningu
Leikurinn hófst á þætti Jóns Bald-
urs: að mæla ástand bösins sem tæk-
ið skyldi sett í. Þetta er BMW 518,
árgerð 1988. Kílómetrateljari sýndi
að bílnum hafði alls veriö ekið 31759
km. Yðar einlægur kom höndum yfir
þennan bíl fyrir sex mánuðum, þá
nýstilltan og yfirfarinn. Síðan hefur
ekki verið hróflað við neinu, ekki
einu sinni litið á kerti. Framleiðandi
gefur upp að nota megi blýlaust bens-
ín á þessa vél, þó ekki lægri oktan-
tölu en 95.
Frá því að bíllinn komst í mína eigu
hef ég tekið 95 oktana blýlaust bens-
ín, utan einu sinni úti á landi þegar
ég, mér til undrunar, komst að því
að á milli Akureyrar og Borgamess
fann ég ekki bensínsölu með 95 okt-
ana bensíni. Þá tók ég slettu af 98
Eins og sjá má fer ekki mikið fyrir tækinu þar sem það er fest með einni klemmu á hvalbakinn fyrir aftan og
ofan vélina. Myndir DV-bílar S.H.H.
aðstæður (sumar heimildir segja þó
aðeins 70-80 þús. km) er enn ekki
mikil reynsla á hvernig hann endist
á klakarásum íslenskra vega og
gatna, svo dæmi sé tekið, eða urð-
arkömbum malarveganna. Þar að
auki er auðvelt að skemma hann inn-
an frá, svo sem með því að láta blý-
blandað bensín á bíiinn. Meira þarf
ekki til. Það þarf ekki nema mjög lít-
ið af blýi í bensín til að skaða hvarf-
ann mjög verulega, ef ekki eyðileggja
hann endanlega.
oktana blýbensíni í staðinn. Meðal-
eyðsla frá því að bíllinn komst í mína
eigu hefur verið 10,11 á 100 km, þar
af síðustu 1283 km 9,3 1 á 100 km.
Rétt er að minna á að alltaf getur
skeikað einhverju með áfylhngu sem
skekkir þetta dæmi þegar tiltölulega
stuttur akstur er annars vegar.
Útblástursmæling leiddi í ljós kol-
sýring (CO) upp á 2,4% en kolvetni
(HC) 330 ham.
Undratækið sett í
Þá var bílnum skotið út fyrir dyrn-
ar og David Butt kom Power Plus-
tækinu fyrir. Það reyndist mjög auð-
velt. Bensínleiðslan kemur á inn-
sprautunina aftanvert á vélinni og
uppi á hvalbaknum þar upp af var
einmitt kjörin festing fyrir Power
Plus-hólkinn. Eina hreytingin, sem
þurfti að gera, var að setja nýja bens-
ínslöngu að og frá tækinu, eitthvað
um 30 sm samanlagt. Allt verkið tók
um 30 mínútur. Þegar dísilbíll á í
hlut er það eitthvað smávegis flókn-
ara en það er önnur saga.
Útblásturinn mældur eftir
ísetningu
Að svo búnu var vélin látin ná eðli-
legum vinnsluhita á ný og Jón Bald-
ur mældi útblásturinn öðru sinni.
Kolvetni (HC) reyndist óbreytt en
kolsýringur (CO) virtist strax hafa
minnkaö lítillega; stóð nú i 2,1%.
Rétt er aö geta þess að full virkni
Power Plus-tækisins er ekki komin
fram fyrr en eknir hafa verið 800 til
1000 km.
Næsti leikur verður sá að bílnum
verður ekið 1000 til 1500 km. Það
verður ekki gert sérstaklega heldur
eftir því sem dagleg verkefni falla
til. í sumar hefur veriö töluvert um
akstur með kerru og fyrirsjáanlegt
að það verður áfram að minnsta kosti
fyrsta hluta reynslutímans þannig
að aksturinn verður sambærilegur í
hvivetna.
Þegar þar að kemur verður lesend-
um DV-bíla skýrt frá niðurstöðun-
um: hvernig mengunin mælist og
hvort eyðslan hefur breyst, hvort
krafturinn hefur aukist merkjan-
lega. Síðan höldum við tilrauninni
áfram með því að skipta yfir á lægri
oktantölu næstu 1000-1500 km - og
hver veit nema við höldum svo
áfram, til að mynda með því að skipta
um kerti og láta svo stilla gripinn
sem vendilegast.
Þetta lítur út fyrir að geta orðið
ágætlega fróðleg framhaldssaga.
S.H.H.
Verða hvarfalausir bílar
ódýrari?
Frá næstu áramótum eiga allir
nýir bílar að vera búnir hvarfa. Sagt
er að verð nýrra bíla hækki við það
um 100 þúsund eða þar um bil og
rætt hefur verið um að stjómvöld
ættu með einhveijum hætti að koma
til móts við bílainnflytjendur/bíla-
kaupendur til að létta þeim hvarfa-
skylduna. Það er ugglaust gott og
blessað en ekki alveg víst hver við-
bótarkostnaðurinn er í raun og vem.
Evrópa er öll að ganga inn í hvarfa-
skylduna þannig að hvarfi verður
staðalbúnaður á öllum nýjum bílum.
Og það er dýrara að sérpanta bíla
heldur en taka þá með staðalbúnaði.
Samkvæmt því gæti hugsanlega orð-
ið dýrara að ætla sér að taka bílana
án hvarfa en með honum.
Þrívirkir hvarfar
Því verður hins vegar ekki á móti
mælt að dugandi hvarfi með viðeig-
andi rafeindastýrðu eldsneytis- og
kveikikerfi hreinsar útblásturinn
dável. Talað er um að hvarfar séu
David Butt og Jón Baldur lesa niðurstöðuna af mæli: CO 2,4%, HC 330 ham.
„þrívirkir" en í því felst að það eru
þrenns lags mengandi efnasambönd
sem eyðast í þeim. Það er í fyrsta
lagi kolsýringur (CO), í öðru lagi
kolvetni (HC) - sem er í rauninni
ekki annað en það eldsneyti sem ekki
hefur brunnið og nýst í vélinni - og
í þriðja lagi níturoxíð (NOx). Af þess-
um þremur efnum er talið að hér á
landi sé síst ástæða til að gera sér
mikla rellu af hinu síðastnefnda; því
valda landshættir og veðurfar.
í hvarfalausum bíl í góðu lagi er
kolsýringur í útblæstri í hægagangi
gjarnan 1-2% og hjá Bifreiðaskoðun
Islands er ekki gerð athugasemd fyrr
en hann er kominn upp í 4,5%. í
hvarfalausum bíl má líka búast við
að kolvetni mælist 100 til 500 ham
(hlutar af milljón - alþjóðaeiningin
er kölluð ppm = parts per million).
í bíl með virkum hvarfa í lagi ætti
kolsýringurinn að fara niður fyrir
0,1% en kolvetnið niður fyrir 50 ham
(eða að minnsta kosti niður fyrir 100
ham).
Af þessu má sjá að hann getur gert
dágott gagn.
A hinn bóginn hlýtur að teljast
dálítið vafasamt að leggja alla ein-
beitingu og vinnu í búnað sem a)
eykur eldsneytiseyðslu, b) dregur úr
orku, c) eykur tilkostnað. Hið ákjós-
anlega hlýtur að vera ódýr búnaður
sem sparar eldsneyti og eykur orku,
samtímis því að hann eyðir meng-
andi efnum úr útblæstri vélarinnar.
SUMIR
Subaru »1.1800, 5 g., 5 d., Ijós-
blór, ek. 62.000. V. 830.000.
Audl 80E ’88 I800, 5 g„ 4ra
d„ rauöur, e 1.430.000. k. 37.000. V.
MMC Pajero st. 3000 '89, 5
g., 3|a d., ratiöur, ek. 40.000.
V. 1.650.000.
mm bhar
Hekluhúsinu, Laugavegi 174
MMC Pajero SW 3000 '90,
sjáltsk., 5 d., blár-grár, ek.
29.000. V. 2.400.000.
AÐRIR
MMC Galant GLS 2000 ’69,
5 g„ 4ra d., blár, ek. 13.000.
V. 1.150.000.
MMC L-300 dlSil 2400 '91, 5
g., 5 d., grár, ek. 10.000. V.
1.950.000 átgr.
ERU EINFALDLEGA BETRIEN
... notuðu bílarnir hjá Bílaþingi eru til marks
um það
OPIÐ í DAG,
LAUGARDAG KL. 10-14
MMC Lancer GLX 1500 '90,
sjáHsk., 4ra d., rauður, ek.
16.000. V. 900.000 stgr.
VW Golf Manhattan 1600
'90, 5 g„ 3ja d„ btár, ek.
17.000. V. 900.000.
MMC ECLi PSE turbo 4WD
’90, 5 g„ 2ja d„ rauður, ek.
16.000. V. 2.750.000.
Mazda 626 coupé 2000,
sjáltsk., 2Ja d., slllurl., ek.
54.000. V. 1.090.000.