Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 4
26
Bflar
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991.
672277
NÝJA BÍLAHÖLLIN
FUNAHÖFÐA 1-112- Rvík.- FAX 673983
GMC Jimmy 6,2 dísil turbo, árg. '88, svart-
ur, sjálfsk., 44" dekk, einn með öllu. V. 3.950
þ. Skipti.
Dodge Ramcharger 318, árg. ’85, ný 33"
dekk, álfelgur, Rancho-fjaðrir og demparar,
toppeintak. V. 1.490 þ. Skípti.
BMW 325i M/model, árg. ’88, grár, toppl.,
álfelgur, ABS, vökvastýri, sportstólar, litað
gler, sportfjöðrun. V. 2.100 þ. Skipti.
Toyota Celica Supra 3,0i, turbo, intercooler,
árg. '88, 50.000 km, svartur, beinsk., T-
toppur, leður, álfe. V. 2.900 þ. Skipti.
Volvo 740 GL, árg. ’88, 19.000 km, Ijósblár,
sjálfsk. V. 1.490 þ. Skipti.
Suzuki Swift GL, árg. ’86-’88, 3 d. og 5 d.,
frá 41.000 km. V. frá 380 þ. Skipti.
M-Benz 200, árg. '88, 32.000 km, Ijósblár,
toppl., 4 hausp., litað gler, ABS, sjálfsk. V.
2.500 þ. Skipti ath. Ford Econoline ’88-'91.
Toyota LandCruiser, langur, dísil, árg. '86,
125.000 km, brúnn. V. 1.850 þ. Skipti.
Daihatsu Charade, árg. '88, 3 d. og 5 d., frá
36.000 km. V. frá 530 þ. Skipti.
Toyota Corolla, árg. '87, 3 d., 38.000 km. V.
570 þ. Skipti.
V. 760 þ. Skipti.
Subaru Justy J-10, árg. '87, 89.000 km, rauð-
ur. V. 540 þ. Skipti.
Mazda 323 GLX sedan, árg. '87, 56.000 km,
sjálfsk. V. 620 þ.
Lancia Y-10, árg. '88, 24.000 km, rauöur. V.
390 þ. Skipti.
BMW 323, 4 d., árg. '85, 81.000 km, toppl.
V. 1.050 þ. Skipti.
Claus Krems, sölustjóri VW í Evrópu:
Hlutdeildin
markaðnum
skiptir öllu
máli
- vonast eftir að ná sölunni aftur í milljón bíla á næsta ári
„Sú söluaukning, sem viö höfum
séð undanfarið, gerir það að verkum
að ég sé fram á það að ná sölunni í
Evrópu aftur upp í milljón bíla á
næsta ári og þá er Þýskaland sjálft
undanskilið."
Það var Claus Krems, forstjóri
sölusviðs Volkswagen og Audi í Evr-
ópu, sem lét þessi orð falla í viðtali
við DV-bíla í síðustu viku þegar hann
gaf sér tíma frá sumarleyfisferð um
Island til að ræða lítillega við okkur.
Hann var þá nýkominn ofan af Kjal-
vegi með Sverri Sigfússyni, fram-
kvæmdastjóra bíladeildar Heklu, og
var á leiðinni aftur út í þetta fallega
sumarveður.
Söluaukningin, sem hann minntist
á, kom einmitt fram í DV-bílum um
síðustu helgi en þar mátti sjá að VW
hafði aukið hlut sinn úr 15,1% upp í
16,7% á fyrstu fimm mánuðum þessa
árs en á sama tíma hafði Fiat, sem
leitt hefur söluna í Evrópu í fjölda
ára, orðið að horfa upp á samdrátt
frá 15,0 niður í 13,3%.
Stór hluti þessarar aukningar, eða
um tveir þriðju, er tilkominn vegna
sameiningar þýsku ríkjanna, að sögn
Krems. Bæði varð aukning á bílasölu
í fyrrum austurhluta landsins og eins
hafa selst mun fleiri nýir bílar í
„gamla“ landinu vegna þess hve ný-
legu, notuðu bílarnir hafa flætt yfir
til gamla austurhlutans.
Hafa ekki undan að framleiða
„í dag er staðan sú að við höfum
ekki undan að framleiða. Núna er til
dæmis fimm til sex mánaða bið eftir
Passat og viö höfum heldur ekki und-
an að framleiða Golfinn. Þetta er
ekki það sem við viljum. Vissulega
er gott að selja vel en ég hef þá kenn-
ingu að það eigi að vera um 5% þörf
á markaðnum á hverjum tíma,“ segir
Krems.
Krems sagði VW halda sínum hlut
vel á hinum Norðurlöndunum þrátt
fyrir mikla sókn Japana inn á mark-
aðinn. Þótt við hér uppi á íslandi
horfðum upp á mjög háa markaðs-
hlutdeild japönsku framleiðend-
anna, eða þijá af hveijum fiórum
nýjum bílum, þá væri þetta ekki
staðreyndin í Evrópu. Þar væri
markaðshlutdeild allra japönsku
framleiðendanna á bilinu 10 til 12 af
hundraði samtals, mismunandi eftir
löndum að sjálfsögðu.
Ein milljón á næsta ári
Claus Krems er búinn að vera for-
stjóri sölusviðs VW í Evrópu í hálft
þriðja ár en hann hefur alls starfað
hjá VW-samsteypunni í 25 ár. Á þeim
tíma hefur hann meðal annars verið
sölustjóri fyrir Norðurlönd og seinna
BeNeLux-löndin.
Hann stýrir sölu á Volkswagen og
Audi í öllum löndum Evrópu, fyrir
utan Þýskaland, og segir það vera
markmið sitt að ná sölunni upp í
milljón bíla á næsta ári á þessu
svæði.
Ítalía er mikilvægasta markaðs-
landið en þar selur VW um 230-250
þúsund bíla á ári. Frakkland er einn-
ig mjög stór markaður, eða í kringum
200 þúsund bílar á ári.
Opel helsti keppinauturinn
Nú þegar Opel sendir frá sér Astra,
nýjan arftaka Kadett, í haust og þeir
sjálfir nýjan Golf III á sama tíma þá
spurði ég -Krems hvernig framtíðin
liti út:
„Það er vissulega erfitt að skipta
út bíl sem er í jafngóðri sölu og Golf-
inn er í dag en við verðum að horfa
fram á veginn og gæta þess að staðna
ekki. Ég lít á Opel sem skæðasta
keppinautinn og því verðum við aö
athuga okkar gang vel. Opel fær
tveggja mánaða forskot með Astra
því þótt báðir bílarnir verði frum-
sýndir í Frankfurt í september þá
kemur Astra á markað í kjölfar
frumsýningarinnar en Golf ekki fyrr
en í nóvember.
Claus Krems með þeim Ingimundi Sigfússyni,
fússyni, framkvæmdastjóra bíladeildar. Þeir fó
ur ætti að taka af sér slifsið vegna þess hve
þá sagði Krems „að það yrði að lita út eins
Ingimund.
Við þurfum líka að líta í önnur
horn því nú kemur nýr Audi 80 á
markað í október og Transporterinn
nýi gengur vel á öllum mörkuðum
þannig að það verður margt til þess
að gera hlut okkar betri.“
Bjartsýnn með gang mála
hérlendis
„Ef við skoðum markaðinn hér á
íslandi þá horfi ég aldrei á stærð
markaðarins sem slíkan í neinu landi
heldur miklu frekar á markaðshlut-
deildina. Vissulega hefur okkur ekki
gengið eins vel og skyldi hérna á síð-
ustu árum en þar spilar óhagstæð
staða gengis þýska marksins gagn-
vart krónunni ykkar inn í.
Að mínu mati á markaðshlutdeild
okkar að vera lágmark 5% á mark-
aðnum og allt sem fer þar fram yfir
er gott. Við gerðum sérstakar ráð-
stafanir gagnvart sölunni hér í sum-
arbyrjun, buðum upp á mjög sam-
keppnisfært verð, og það virðist ætla
að skila sér.
Audi 100 virðist ætla að ná fótfestu
á markaðnum. Þeir hér hjá Heklu
eru búnir að selja um 20 bíla á tveim-
ur mánuðum og framhaldið lofar
góðu. Sama er með nýja Transporter-
inn frá VW, hann hefur náð hylli
kaupenda hér sem annars staðar."
Breytingar á markaðnum
Það kom greinilega í ljós í spjallinu
viö Krems að hann sér fram á breyt-
ingar á bílamarkaðnum. Bílamir