Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 6
32 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. Bílar Reynsluakstur: Mitsubishi L200 hálfkassabíll: Alhliða brúksbíll og ekkert pjatt Taktu í lykilinn og þessi smá- að því fátækleg, ágæt teppi á gólfi. trukkur frá Mitsubishi hrekkur í gang nánast án þess að maður hafi heyrt hann starta. Settu í gír og þú finnur einhveija þá þjálustu og lipr- ustu skiptingu sem fyrirfmnst í nokkrum bíl. Taktu af stað og þú finnur að þetta er enginn lungamjúk- ur lúxuslimmi heldur dálítið stirð- busalegur en þó traustlegur brúks- bíll sem óhætt er að bjóða sitt af hveiju. Það var ekki út í bláinn sem karl- amir hér áður fyrr fundu upp nyt- semi hálfkassabílanna. Þeir voru séríslenskt fyrirbæri: káeta með einni sætaröð fyrir aftan bílstjóra- sæti flestir hveijir, nokkrar sætarað- ir þeir sem voru stórtækastir. Fyrir aftan káetuna kom svo pallurinn og hann var eins og þénugast var fyrir meginverkefni hvers bíls fyrir sig: skúffa, sturtupallur eða fastur pall- ur, yfirbyggður eða opinn. Haganlegt byggingarlag Þetta byggingarlag gerði bílinn í senn hæfan til fólksflutninga og til að flytja á vörur. Það sama er að gerast núna með hálfkassabílana japönsku og amerísku framleiðend- umir feta sömu leið: káeta með tveimur sætaröðum og skúffu fyrir aftan. Heppilegt lag fyrir margs kon- ar vinnuflokka og ekki síður fyrir þá sem þurfa að sameina heimilisbíl og vinnubíl til ýmissa grófari verka eða bara fyrir þann sem á góðan garð eða nokkur hross, nema hvort tveggja sé. Auðgert er að lengja skúífuna um þá fáu sentímetra sem til þarf svo bílhnn sé orðinn „vask- bíll“. Og tilfellið er að þó nokkrir hafa kosið sér hálfkassabíl af þessu tagi fyrir heimihsbíl þó að þeir fái ekki endurgreiddan vaskinn. Lengi vel framan af var Toyota ahsráðandi á markaðnum hér með hálfkassa-skúffubílinn sinn. Menn voru fljótir að sjá notagildi hans og þá möguleika sem fólust í að hækka hann upp og gera úr honum fjalla- og torfærutraktor. Aðrir japanskir bílar komu á eftir; næstur varð Niss- an, þá Isuzu og loks stóðst Mitsubishi ekki mátið og kom með hálfkassaút- færslu af L200-skúffubílnum sínum. Ekkert visið eða ræfilslegt Sem fyrr segir er Mitsubishi L200 4x4 Doublecab Pickup, eins og þessi gripur heitir fuhu nafni á móðurmál- inu (eða svo gott sem), enginn lúxus- hmmi. Það finnst mér satt að segja einn af kostum hans. Flestir tröll- jeppanir nú th dags eru svo fínir að það myndi nísta mann inn að beini að fá skrámu á þá í svaðilfaraleik; á svona hálfkassa myndi maður að vísu dæsa gremjulega en yppta öxl- um og ekki gera sér reUu fyrr en skrámunum færi að fjölga. Það sem mér þótti í heild einkenna MMC-hálfkassann var hve traustur hann virðist vera. DísUvélin gengur með þýðum gangi og þægUegum, fremur hávær raunar en ekki svo frágangssök sé. Vegardynur er held- ur ekki tiltakanlega mikhl og mætti margur „fólksbUhnn" öfunda þenn- an af ekki meiri vegardyn eða hávaða í káetu yfirleitt. Bílhnn virkar aUur stinnur og gegnheUl. Hurðimar lok- ast til að mynda með þéttu og traust- legu hljóði og ég tók ekki eftir neinu sem virtist visið og ræfilslegt. Sætin í bUnum eru alveg ágæt, al- veg sérstaklega sessumar, bæði frammi í og aftur í. Þær em breiðar fram og styðja vel undir læri. Aftur- sætisbakið er ekki of bratt, eins og þó vUl koma fyrir í sambærilegum bílum, og raunar fékk aftursætið dágott orð farþega minna. Sjálfum þótti mér bUlinn bæði hastari þar en frammi í og heyrast meira í honum en sætið var ahs ekki slæmt. Hastur - en ekki óþægilega Að innan er bUlinn sæmhega bú- inn. Klæðningin er þokkaleg en allt Umhverfi ökumanns er ágætt, með stiUanlegu stýrishjóh sem aftur á móti er með einhveijum furðulegum kassa í miðjunni: kannski á að vera í honum vindpoki sem sprettur upp við árekstur. Annars skil ég ekki svona buðk í stýrismiðju. Ekkert sá ég um hann í lesmáh um bílinn. Vinnukonumar stjórnast með smellustilk en sem betur fer ekki snúningsstilk eins og Japönum er þó títt og það var nú gott; þama hefði ég þó gjaman viljað hafa eina stUl- ingu enn fyrir aðeins eina vinnu- konusveiflu. Vissulega er L200-hálfkassinn ekki lungamjúkur á fjöðrum. Þó er hann næsta þægjlegur að framan. Það er að aftan sem hann gefur dálítinn rassskeh en þó ekki eins slæman og ætla mætti og yðar einlægur gæti bent á dæmi um í öðmm tilteknum aldrifsbUum. Hafa verður í huga að á skúffuna má setja nærri hálft ann- að tonn og fjaðrimar að aftan eru til þess búnar að taka við því, meira að segja með stuðfjöður upp á gamla mátann, rétt eins og Chevrolet-hálf- kassarnir í mjólkurflutningunum hjá MBF í gamla daga. - Þessa stuð- fjöður hafa sumir þeirra sem hafa keypt þessa bíla til heimihsnota fjar- lægt og að sögn verður bUhnni þá allur miklu mýkri. En þó stuöfjöðrin sé á sínum stað er bíllinn ahs ekki svo hastur að það sé frágangssök. Og fjöðrunin er út af fyrir sig mjög vel útfærð. Það var sama á hvernig vegi - vegleysu - ég fór á þessum bU: hann fleygöist aldr- ei til að aftan og var ég þó að leita eftir því. Það kaha ég vel að verki staðið og mættu sumir dýrari og fínni draga þar nokkum lærdóm af. Samt er hann léttur að aftan tómur, eins og glöggt finnst þegar reynt er að fara lausar brekkur í afturdrifmu einu. Ég hafði því miður ekki tæki- færi til að aka bílnum með hlassi en ég gæti vel ímyndað mér að með svo sem 4-500 kUó í skúffunni væri hann orðinn ljómandi þægilegur. Furðu seig vél miðað við tölur Þó að véhn sé ekki skráð nema 69 hestöfl hefur bílhnn alveg frambæri- legan kraft. Lágu gírarnir eru fremur lágir en þeir háu ágætlega háir þann- ig að hraðasvið gíranna er mjög vítt. Það er tU að mynda hreinasti óþarfi að taka af stað á jafnsléttu í fyrsta gír. Þar dugar annar gír fylhlega. Seiglan í vélinni er líka með ágætum, 141 Nm við aðeins 2000 sn. mín.; ég tók eftir því á fjallaslóða að ég hafði ekið nokkuð lengi löturhægt í fjórða gír þar sem ég hugði mig vera í lægri gír en ekki bar á öðra en véhn þyldi það vel. Það er mjög vandalaust að halda góðum og þægilegum feröahraða á góðum vegum. Það er einna helst að kraft skorti tU aö skjótast fram úr - þetta er ekki svoleiðis spíttkerra. Hámarkshraði er gefinn upp 125 km/klst en yðar einlægur frábiður sér að þurfa að rembast víð þann hraða, hvaö þá halda honum. 100-110 er eðlilegur hámarkshraði á þessum bU og alls ekki óþægUegur. Innan sinna marka er bíllinn léttur og þægUegur í akstri og þrátt fyrir að vélarorkan sé ekki meiri en raun ber vitni er bíllinn þó nokkuð skemmti- legur akstursgripur. Útispeglar era stórir en á óbreytt- um bíl gefa þeir ekki nógu gott sjón- arhom niður á afturhjólin tU að auð- velt sé aö bakka eftir þeim. Á upp- hækkuðu eintaki með breiðum hjól- um, sem ég fékk líka að kynnast eilít- ið, var leikur að bakka eftir speglun- um. Og það verður eiginlega að vera því skúffan er það há að ekki er nógu gott við ahar kringumstæður að bakka aðeins með því að vinda upp á sig og rýna aftur úr. Oþarflega í hann sparað Þessi bíh er á nokkuð góðu verði Skúffubíllinn með hálfkassalaginu frá Mitsubishi er dálítið ferkantaður og traustlegur. Hann þykist ekki vera annað én hann er. Brettakantarnir og stigbrettin á upp- hækkaða skúffubílnum fara vel - en heldur er til lýta að uppbrot stigbrett- isins að aftan skuli ekki ná upp til móts við brettakantinn - eða hann niður að stigbrettinu. Myndir DV-bilar S.H.H. A Mitsubishi-hálfkassanum loka tvær hespur pallhleranum. Þjálla væri að hafa læsingu með einu gripi fyrir miðjum hlera. Fjórar hurðir á bílnum - aftari dyrnar þó í þrengra lagi og þeir sem eru þriflegir um þjó hafa tilhneigingu til að losa um þéttikantinn í hurðafalsinu um leið og þeir smeygja sér út. - Á þessum bil hefur skúffan verið lengd til að þóknast reglum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Þessi bill hefur verið hækkaður upp um tvær tommur á grind og settur á 31 tommu dekk á krómfelgum. Þessu fylgja brettakantar, stigbretti og kúa- grind, fyrir utan toppgrind með einum fjórum Ijósum með húfur. Vissulega gleður þetta augað. Hægt er að halla fram aftursætis- bakinu og þar er nokkur hirsla fyrir smáhluti. Framleiðandi hefur komið þar fyrir tækjum til aö skipta um hjól - en varahjólið er undir skúff- unni alveg fram undir afturhásingu. Traustlegur er hann að sjá framan undir og lætur sér ekki grýtta slóð fyrir brjósti brenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.