Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Side 1
toar TfflOÁ 0°, H fí'AílTTíO'1
Philippe Cazal á Kjarvalsstöðum:
Á Kjarvalsstöðum verður á
morgun, laugardaginn 31. ágúst,
opnuð sýning á verkum eftir
franska listamanninn Philippe
Cazal sem ber yfirskriftina Annars
vegar - hins vegar.
Annars vegar er hann vissulega
listamaður sem ástundar óheiðar-
lega samkeppni við safnstjóra með
því að setja sjálfur upp sýningar
og semja sýningarskrár. Árið 1989
notaði hann tímarit sitt, Public,
með aðstoð Nadine Descendre til
að kynna II n’y a pas d’„art fran-
cais“, une exposition dans une
revue (Þaö er ekkert til sem heitir
„frönsk list“, sýning í tímariti). Svo
að það er á vissan hátt ögrandi að
bjóða honum að halda sýningu.
Viðfangsefni hans eru listamenn
og hstaheimurinn - og það saman-
safn af kenjum og klisjum sem þar
er að finna. 1985 lét hann gera árit-
un sína að vörumerki og tók upp
slagorðið L’artiste dans son milieu
(Listamaðurinn í umhverfi sínu).
Ljósmyndir og áritanir listamanns-
ins draga áhorfandann inn í heim
hstarinnar og bjóða honum að upp-
götva þennan heim á sama hátt og
auglýsingastofa myndi kynna nýja
vöru. Það dulmái sem Phihppe
Cazal leysir úr, greinir og setur á
svið er listaverkið og hin hstræna
reynsla sem slík.
Hins 'vegar eru verk og viðhorf
Philippe Cazal hluti af ákveðnum
kafla í sögu hsta og forma. Meö því
að gera auglýsingatæknina að við-
fangsefni sínu getur hann þróaö
greiningu sína á ímyndinni mjög
mikið. Líkt og málari hefðbund-
inna málverka lætur hann ekkert
í uppbyggingu verka sinna vera
háð tilviljun - hvorki lýsingu, bún-
inga, fyrirsætur, stelhngar né
texta. Þó að allt virðist fullkomlega
eðlilegt eru verk hans í raun fast
njörvuð niður. Þessi aöferö frá
hendi samtímahstamannsins er í
fullkomnu samræmi við hina
miklu hefð málarahstarinnar og
gerir umræðu um hana samhliða
eldri list mögulega.
Sýning Philippe Cazal, sem er í
vestursal Kjarvalsstaða, stendur
fram th 6. október og er opin dag-
lega frá klukkan 10-18.
Franski listamaðurinn Philippe Cazal sýnir nú verk sin i vestursal Kjarvalsstaða.
DV-mynd JAK
Annars vegar - hins vegar
Landssamtök hjartasjúklinga:
Hjartagangan 1991
Landssamtök hjartasjúklinga
standa fyrir Hjartagöngunni 1991 á
morgun, laugardag. Þar sem eitt
meginmarkmið samtakanna er að
auka skilning og þekkingu á fyrir-
byggjandi starfsemi varðandi hjarta-
sjúkdóma er stefnt að fjöldaþátttöku
fólks á öllum aldri með mismunandi
þrek og getu. Hjartagangan 1991 hef-
ur því tvíþættu hlutverki að gegna.
í fyrsta lagi undirstrikar hún nauð-
syn útivistar og hreyfingar fyrir þá
Artúnsholt
Arbæjarsafn
Rafstöð
Blesugrój
e Elliðaárhólmi
Á þessu korti má sjá þær gönguleiðir sem í boði eru fyrir þátttakendur í
Reykjavík. Gengið verður i Eiliðaárdalnum og hægt er að velja um þrjár
mislangar gönguleiðir.
Stfffa
Stekkir
Efra-
Breiðholt
Neðra-
BreiðhoU
sem vhja varðveita hehsu sína sem
lengst og í öðru lagi vilja samtökin
vekja athygli á starfi sínu og happ-
drætti.
Það verður gengið víöa um land og
búið er að ákveða gönguleiðir á 15
stöðum utan höfuðborgarsvæðisins
og búist er við að þátttökutilkynning-
ar eigi eftir að berast frá um 12 stöð-
um th viðbótar.
í Reykjavík verður gengið um Eh-
iðaárdal og lagt upp frá Mjódd, ná-
lægt skiptistöð SVR, milli klukkan
14 og 16. Hægt er að velja um að
minnsta kosti þijár mismunandi
langar gönguleiðir og fá allir þátttak-
endur merki hjartagöngunnar í lok-
in.
Til að allir landsmenn geti tekið
þátt i Hjartagöngunni 1991 eru þeir
sem búa fjarri skipulögðum göngu-
stöðum hvattir til að taka sig saman
og ganga þennan dag 2-4 kílómetra
í smáum eða stórum hópum. Þeir
geta síðan sent bréf til Landssamtaka
hjartasjúklinga með upplýsingar um
gönguna og fjölda þátttakenda og fá
þá send merki göngunnar.
Ágóðanum af sölu happdrættisins
verður varið til kaupa á nýjustu gerð
af hjartaómsjá fyrir Landspítalann.
Birgir Andrésson á Kjarvalsstöðum:
Nálægð -
Birgir Andrésson opnar sýningu
" að Kjarvalsstöðum á morgun, laug-
ardaginn 31. ágúst, klukkan 16.00.
Sýninguna nefnir hann Nálægð.
Hér er um aö ræða þá nálægð sem
ímyndir - litir - fólk
við er að glíma í íslensku samfé-
lagi, menningu og fylgifiskum
hennar.
Sýningin skiptist í tvö megin-
þemu. Annað fjallar um fólk en
hitt um liti og ímyndir.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
15. september.
Andreas Schmidt syngur á Ijóðatónleikum í Gamla bíói um helgina.
íslenska óperan:
Schumann-
ljóðatónleikar
Tvennir ljóðatónleikar verða
haldnir í Gamla bíói um helgina með
ljóðasöngvum eftir Robert Schu-
mann. Hinn heimskunni ljóða- og
óperusöngvari, Andreas Schmidt frá
Þýskalandi, og hollenski píanóleik-
arinn Rudolf Jansen flytja tvær efn-
isskrár valinna ljóða og ljóðaflokka.
Tónleikarnir verða laugardaginn 31.
ágúst og sunnudaginn 1. september
og heíjast klukkan 17 báða dagana.
Andreas Schmidt er íslendingum
að góðu kunnur. Hann hefur komið
fram á mörgum tónleikum hérlendis,
allt frá 1982 en þá stóð hann við upp-
haf glæshegs söngferils sem leitt hef-
ur hann í fremstu óperuhús og tón-
leikasali í Evrópu og Ameríku. Hvar-
vetna hefur söngur hans hlotið ó-
spart lof, ekki síst ljóðasöngurinn.
Nokkrir hljómdiskar með ljóðasöng
Andreasar hafa komið út og fleiri eru
væntanlegir. Síðustu ljóðatónleikar
Andreasar Schmidt á íslandi voru
fyrir 4 árum er hann hutti á þremur
kvöldum aha stóru ljóðaflokka Schu-
berts í Gamla bíói.
Rudolf Jansen hefur verið fastur
meðleikari Andreasar síðustu miss-
erin. Hann hefur getið sér gott orð
sem undirleikari, meðal annars í
samstarfi við sópransöngkonuna
Elly Ameling.
Tónleikarnir eru haldnir í sam-
vinnu við Styrktarfélag íslensku
óperunnar. Forsala aðgöngumiða er
hjá Bókaverslun Lárusar Blöndal.