Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Side 3
Eös'rljDAGÚn 13. [§E|W8WS|ffP>/.v 1
19
Dansstaðir
Ártún
Vagnhöfða 11, sími 685090
Hljómsveit Jóns Sigurössonar
ásamt Hjördísi Geirsdóttur söng-
konu leikur fóstudagskvöld. Á
laugardagskvöld leikur hljóm-
sveitin ásamt Hjördisi og Þor-
valdi Halldórssyni.
Blúsbarinn
Laugavegi 73
Lifandi tónlist öll kvöld.
Casablanca
Diskótek fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
Dans-barinn
Grensásvegi 7, sími 688311
Hljómsveitin Mannakom leikur
fóstudags- og laugardagskvöld.
Danshúsið Glæsibæ
Álfheimum, s. 686220
Dansleikur íostudags- og laugar-
dagskvöld.
Fimman,
Hafnarstræti,
Dansleikur föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Fjörðurinn
Strandgötu, Hafnarfírði
Lokað fóstudagskvöld vegna
einkasamkvæmis.
Gömlu brýnin skemmta laugar-
dagskvöld.
Fógetinn
Angus Rolo syngur og skemmtir
gestum Fógetans öll kvöld nema
mánudagskvöld frá kl. 22-1 virka
daga og 22-3 um helgar.
Furstinn
Skipholti 37, sími 39570 ^
Lifandi tónlist fóstudags- og laug-
ardagskvöld.
Gikkurinn
Ármúla 7, sími 681661
Opið öll kvöld, Draft happy hour
kl. 18-21 alla daga.
L.A. Café
Laugavegi 45, s. 626120
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hátt aldurstakmark.
Sportklúbburinn
Borgartúni 32, s. 29670
Opið föstudags- og laugardags-
kvöld á Stönginni. Aðgangur
ókeypis.
Hótel ísland
Ármúla 9, sími 687111
Hótel íslands kynnir í kvöld
tangódansara frá Buenos Aires
og eldgleypinn og fatafelluna
Tinu Nielsen. Á laugardagskvöld
verður skemmtunin „Love me
tender", í hjartastað.
Hótel Saga
Hljómsveitin Smellir og Ragnar
Bjarnason skemmta laugardags-
kvöld.
Moulin Rouge
Diskótek á fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
Naustkráin
Vesturgötu 6-8
Opið um helgina.
Nillabar
Strandgötu, Hafnarfirði
Jón forseti og félagar skemmta
fóstudags- og laugardagskvöld.
Tveir vinir og annar í fríi
Laugavegi 45
Á föstudags- og laugardagskvöld
skemmtir hljómsveitin Busar úr
Stykkishólmi.
Ölkjallarinn
Pósthússtræti 17
BB bandið leikur um helgina og
verður Anna Vilhjálms í farar-
broddi. Trúbadorinn Hilmar Sverris
leikur á sunnudags- og mánudags-
kvöld.
Ölver í Glæsibæ
Karaoke-kráin opin öll kvöld og
alla daga í hádeginu.
Ráin,
Keflavík
Um helgina leikur hljómsveit
Stefáns P. niðri og hljómsveitin
Kaskó uppi.
Púlsinn:
The Govemment
Það er óhætt aö fullyrða að það
sé spennandi tónlistarhelgi fram-
undan á Púlsinum því breska fönk-
hljómsveitin The Government
heldur þar tónleika.
Hér er um athyghsverða hljóm-
sveit að ræða og tónhst hennar er
lýst á þann veg að hún grundvallist
á sterkum rythma þar sem rokkf-
rasar kanna nánar hinar svörtu
hliðar fónksins. Hljómsveitina
skipa 4 frábærir tónlistmenn en
þeir eru Brian Foley sem syngur
og leikur á sax, Roger Leece leikur
á trommur og rafmagnsslagverk,
Paul Huges leikur á gítar og syngur
og Steve Jones leikur á bassa.
Á hljómleikaferðalagi undanfarið
hefur sveitin farið vítt og breitt um
Evrópu og hefur eignast íjölda
tryggra aðdáenda. Héðan heldur
hljómsveitin til Noregs og Svíþjóð-
ar þar sem hún spilaði fyrr á ár-
inu, en í Svíþjóð er hljómsveitin
mjög vinsæl. Sveitin vinnur að
hljómplötu sem væntanleg er með
haustinu en áður hafa komið út
tveir „singlar".
The Government flytur eigið efni
en í tilefni íslandsfararinnar hefur
hún æft nokkur kunn lög með
heimskunnum tónlistarmönnum, í
eigin útfærslu. í Jjví sambandi má
nefna lög eins og Fame með David
Bowie, Purple Haze með Jimi
Hendrix og nokkur lög með The
Rolling Stones og T-Rex, þannig að
búast má við geggjuðu stuði á Púls-
inum þessa helgi.
Aðgangseyrir á tónleika The Go-
vernment er 1000 krónur fóstudags-
og laugardagskvöld en 800 krónur
á sunnudagskvöld. 011 kvöldin
veröur „Draft happy hour“.
Akureyri:
„Piparinn'91" í
Sjallanum um helgina
Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri:
Piparsveinar landsins hafa und-
anfarin ár haldið mikla hátíð í Sjal-
lanum á Akureyri og annað kvöld
verður enn blásið til leiks. Nú ber
hins vegar svo viö að í kvöld verða
piparmeyjar eða „piparmyntur"
eins og þær kalla sig nú með sína
hátíð á sama stað.
Dagskrá beggja hátíðanna verður
með sama svip. Tekið verður á móti
fólkinu með fördrykk, piparkökum
og piparorðunni sem nælt verður í
hvern og einn. Síðan verður gengið
að fjórréttuðu veisluborði þar sem
m.a. er boðið upp á ýmsa frumlega
rétti.
Þekktir skemmtikraftar munu
troöa uppi, happdrætti verður og
þá fer fram val á piparsveini ársins
og piparmyntu ársins. Fer sú kosn-
ing þannig fram að „vinir“ þess
sem tilnefnd verða leggja fram
meömælabréf og tíunda þar ýmis
afreksverk viðkomandi. Þau tvö
sem hljóta útnefninguna fá í sinn
hlut heiöursskjal ásamt veglegum
vinningum.
Eins og gefur að skilja er hátíð
kvennanna í kvöld þeim einum
ætluð en á miðnætti verður þó
„hleypt til“ og karlmenn þá vel-
komnir. Konurnar fá sömuleiðis
aögang aö hátíöinni annað kvöld á
miðnætti.
Gikkurinn:
Haraldur
Reynisson
skemmtir
Haraldur Reynisson, gítarleikari
og söngvari, mun skemmta gestum
Gikksins, Ármúla 7, um helgina.
Haraldur hefur, þrátt fyrir ungan
aldur, getið sér mjög gott orð sem
skemmtikraftur. Er skemmst aö
minnast að hann lék á tónleikum
Haröar Torfasonar í Borgarleik-
húsinu í byrjun september.
Gestum verður boðið upp á „draft
happy hour“ frá klukkan 18-21 eins
og öll önnur kvöld. Húsið er opiö
Haraldur Reynisson, gitarleikari
og söngvari, skemmtir á Gikknum
um helgina.
til klukkan 3 og aðgangur er ókeyp-
is.
Hótel ísland:
Tangó
Tangódansararnir frá Argent- en síðasta sýning verður 28. sept-
ínu, þau Daniela Arcuri og Ar-
mando Orzuiza, munu sýna tangó
á Hótel íslandi í kvöld, föstudags-
kvöld, en sýninguna kalla þau Bu-
enos Aires Tango. Það verður að
teljast einstakt tækifæri að hafa
þau hér á íslandi en sýningar og
kennsla bíða þeirra um heim allan.
Þessa dagana hafa þau kennt i
Kramhúsinu. Auk tangódansar-
anna verður boðið upp á fatafell-
una og eldgleypinn Tinu Nielsen.
Næstsíðasta sýning á skemmti-
dagskránni í hjartastað - Love Me
Tender verður síðan annað kvöld
ember. Sýningin hefur fengiö frá-
bæra dóma og undirtektir. Eyjólfur
Kristjánsson söngvari hefur bæst í
hóp listamannanna, ahk þess sem
Sigrún Eva Ármannsdóttir söng-
kona verður með í þeim sýningum
sem eftir eru. í sýningunni er perl-
um gullaldaráranna gerð frábær
skil í flutningi Björgvins Halldórs-
sonar, Eyjólfs Kristjánssonar og
Sigrúnar Evu. Auk þeirra halda
sex manna hljómsveit, Jón Kjell og
Spúttnikarnir og sex dansarar,
Helena og Stjörnuljósin uppi fjör-
inu.
Rauða ljónið:
Rúnar Þór og hljómsveit
Rúnar Þór og hljómsveit
skemmta gestum Rauöa ljónsins á
Eiöistorgi um helgina, föstudags-
og laugardagskvöld. Rúnar Þór
leikur bæði eigið efni og annað.
Hann mun væntanlega leika lög af
plötu sem hann vinnur nú að og
kemur út með haustinu. Með Rún-
ari Þór spila Jón Ólafsson á bassa
og Jónas Björnsson á trommur.
Breska fönkhljómsveitin The Government leikur á Púlsinum um helgina.
Síðan skein sól ætlar að hita Eyjamönnum um helgina.
Sólin skín í Eyjum
Þá fer að síga á seinni hluta sum-
arferðar hljómsveitarinnar Síðan
skein sól en sveitin hefur farið vítt
og breitt um landið frá því í apríl.
Um helgina veröur Vestmannaey-
ingum boðiö til fjörsins og er ætl-
unin að halda uppi dúndrandi
hljóðfæraslætti og stemningu alla
helgina.
í kvöld leikur Sólin á busaballi í
Bíóhöllinni og annað kvöld verður
villt stuð og puð í Höfðanum.
Nú fer hver að verða síðastur að
komast í fjörið með Sólarpiltunum
því þeir hyggjast leggjast í dvala
þegar veturinn gengur í garð. Með
góðri kveðju og kærlig hilsen, Síð-
an skein sól.
Tveir vinir og annar í fríi:
Busar og Rotþró
Á Tveimur vinum og öðrum í fríi
skemmtir í kvöld og annað kvöld
hljómsveitin Busar frá Stykkishólmi.
Meðlimir Busanna hafa spilað saman
undanfarin fjögur ár og síðustu tvö
árin hefur sveitin verið ein vinsæl-
asta ballhljómsveit þeirra vestlend-
inga. Piltarnir eru nú komnir á möl-
ina til náms og tóniðkana. Busarnir
munu sýna hvað í þeim býr þegar
þeir spila á Vinunum um helgina.
Busana skipa þeir Ólafur Stefánsson,
Siggeir Pétursson, Njáll/Þórðarson,
Grétar E. Sveinsson og Aðalsteinn
Þorvaldsson.
Það verða rokktónleikar í harðari
kantinum á sunnudagskvöld því
þá kemur fram hljómsveitin Rot-
þró frá Húsavík. Rotþró flytur jarö-
ýtuþungt norðurhjararokk.
Ráintveggjaára
Skemmtistaðurinn Ráin í Kefla-
vík á 2ja ára afmæli um helgina og
í tilefni af því verður margt til gam-
ans gert. Hljómsveit Stefáns P. leik-
ur fyrir dansi á neðri hæðinni en
hljómsveitin Kaskó á þeirri efri.
Boðið verður upp á afmælisdrykk
á laugardagskvöldið og sérstakur
hátíðarmatseðill verður á boðstól-
um.
Blúsbarinn:
Blús og djass
Á Blúsbarnum á Laugavegi verö-
ur spilaður blús og djass um helg-
ina og staðurinn ætti því að standa
undir nafni. í kvöld, föstudags-
kvöld, leikur Súfóbandið sem leik-
ur léttan djass og blús. Meðlimir
Súfóbandsins eru Ari Einarsson,
Kjartan Valdimarsson, Haíþór
Guðmundsson og Þórður Guð-
mundsson.
Hljómsveitin KGB leikur svo ann-
að kvöld og það er djass sem sú
sveit leikur. í KGB eru þeir Kristján
Guðmundsson, Steingrímur Guð-
mundsson og Stefán Ingólfsson.
Það verður Tríó Bjöms Thorodd-
sens sem setur djasspunktinn á
helgina því þaö tríó spilar á sunnu-
dagskvöld. í tríóinu eru, auk
Tríó Björns Thoroddsens leikur á
Blúsbarnum á sunnudagskvöld.
Bjöms sjálfs, Bjami Sveinbjöms-
son og Guðmundur Steingrímsson.