Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 6
FÖSTÚDÁ'ðÚR 13. ÖEPTÉMBjÉR 199Í. Madonna hvílir sig innan um nokkra blásara i hljómsveit hennar. Laugarásbíó: Uppí hjá Madonnu Af einhverjum ástæöum hefur kvikmyndin um Madonnu hlotið tvö nöfn. í Bandaríkjunum gekk hún undir nafninu Truth or Dare en í Evrópu hefur myndin hlotiö nafnið In Bed with Madonna. Madonna er ekki aðeins ein fræg- asta poppstjarnan sem nú er uppi heldur er hún einstaklega djörf í öllu því sem hún gerir og hefur hún hneykslað margan góðborgarann. Og ekki verða þeir minna hneyksl- aðir sem sjá myndina sem segir frá heimsreisu hennar 1990, hljóm- leikaferð sem kallaðist Blond Am- bition. Við fylgjumst ekki aðeins með henni á hljómleikum heldur einka- lífi hennar meðan á ferðinni stend- ur og sem fyrr kemur hún mörgum á óvart. Myndin hefur alls staðar fengið góða dóma gagnrýnenda fyrir skemmtilega uppröðum á efni og mikla fagmennsku í verki. Fram- leiðendur myndarinnar eru Propaganda Films, fyrirtæki Sigur- jóns Sighvatssonar og Steve Gohn. Leikstjóri myndarinnar, Alek Keshishian, var aðeins tuttugu og sex ára þegar hann fékk þetta verk- efni í hendur. Keshishian er nokk- urs konar séní þegar litið er yíir hvaö hann hefur afkastað á stuttri ævi. Hann hefur undanfarið verið afkastamikill við gerð tónlistar- myndbanda, auk þess sem hann lauk meö glæsibrag háskólanámi viö Harvard. Þá er hann mjög lið- tækur fiðluleikari, hóf raunar nám á fiðlu aðeins fimm ára gamall. Þegár hann var barn að aldri ferð- aðist hann með The American Children Theater og söng með Bos- ton Lyric Opera. Eitt ár var hann í námi við Sorbonne háskólann í París. Meðan á háskólanámi stóð leikstýrði hann leikritum í Har- vard og var eitt sumar við nám í New York City Ballet School of American Ballet. -j Alek Keshishian var fyrsti nem- andinn við Harvard sem fékk styrk- til að leikstýra opinberlega. Verk- efniö var poppópera sem byggð var á hinni frægu skáldsögu Emily Bronte, Wuthering Heights (Fýkur yfir hæðir), og notaði hann tónlist með Billy Idol, Sting, Kate Bush og Madonnu í verkið. Þetta leiddi til þess að hann fór að leikstýra tón- listarmyndböndum. Byrjunin á samstarfi hans og Madonnu má rekja til þess að Ma- donna bauð honum að gera mynd af sér baksviðs sem nota ætti ein- hvern tímann í myndbandsupp- töku. Þegar þau fóru saman yflr árangurinn varö Madonna svo hrifin að hún vildi að hann gerði kvikmynd í fullri lengd um hljóm- leikaferðina. Nú er Keshishian einn helsti leikstjóri hjá Propa- ganda Films sem eru stærstir á heimsmarkaðnum í gerð tónlistar- myndbanda. -HK Regnboginn: Þýsk kvikmyndavika Á morgun hefst í Regnboganum þýsk kvikmyndavika. Verða sýnd- ar tuttugu og sex kvikmyndir eftir unga þýska leikstjóra sem getið hafa sér gott orð á undanfórnum árum. Rúmlega helmingur mynd- anna er stuttmyndir og verða þær sýndar á undan lengri myndunum. í tengslum við hátíðina koma þrír þýskir leikstjórar til landsins og verða viðstaddir sýningar á mynd- um sínum, auk þess sem þeir munu svara fyrirspurnum um þýska kvikmyndagerð. Kvikmyndirnar eru mjög fjöl- breyttar að efni og gerð en þó má segja að sameining Þýskalands sé ofarlega í hugum margra enda tengjast nokkrar myndanna þess- ari sögulegu stund. Á þessari þýsku kvikmyndaviku gefst áhugamönnum um kvik- myndagerð gott tækifæri til að kynnast því frumlegasta og besta í þýskri kvikmyndagerð nú. Sumar myndirnar eru með enskum skýr- ingartexta en fleiri þó á frummál- inu, en til að áhorfendur, sem ekki eru þýskumælandi, geti skilið hvað um er að vera verður boðið upp á íslenska þýðingu í gegnum heyrn- artæki. Er þetta nýjung hér á landi. Nánar var fjallað um þýsku kvik- myndahátíðina á menningarsíðu DV í blaðinu sl. miðvikudag. -HK Ein athyglisverðasta kvikmyndin er Hochzeitsgáste (Brúðkaupsgestir) eftir Niko Brucher og hefur þessi mynd fengið fjölda verðlauna. Hvað finnst gagnrýnendum DV um myndir í bíóhúsum? BÍÓBORGIN Að leiðarlokum ★* 'A Átakanleg og fróöleg um samband krabbameinssjúklings við hjukr- unarkonu sína. Campell Scott sýnir góöan leik. ÍS. Rússlandsdeildin Vönduð njósnadrama úr kaida stríðinu. Nokkuö róleg fyrir aðdá- endur Rambomynda en engin sem- ur betri njósnabókmenntir heldur en John le Carré. Sean Connery góður. -HK Á flótta ★★ Einfaldur, langur og þokkalega spennandi eltingarleikur. Patric Dempsey er kattliðugur. -GE BÍÓHÖLLIN Rakettumaöurinn ★*'A Ævintýri upp á gamla mátann með nýtískutæknibrellum, Hugmyndin frábær og sagan skemmtileg en dáhtiö rýr þegar hður á. -GE Mömmudrengur ★★'/, Einfóld, lítil kómedía sem haldið er uppi af góðum leik Maureen O’Hara og AJly Sheedy. -ís Lífið er óþverri ★★ Fyrri hlutinn er nxjög góður en seinni afleitur. Vel leikin og vel kvikmynduð en of margir hand- ritshöftmdar. -GE. New Jack City ★★'/ Gamalkunnur glæpónasöguþráður fær skrykkjótta úrvinnslu. Persón- ur, leikendur og umhverfi hafa hins vegar sjaldan verið betri. -GE Skjaldbökumar 2 ★★ Ekki eins frumleg og fyrri myndin en samt skemmtileg, jafnvel fyrir fullorðna. Skjaldbökuaðdáendur verða ekki fyrir vonbrigðum. Einn- ig sýnd í Bíóborginni *GE Aleinn heima ★★'/s Gamanmynd um ráðagóðan strák sem kann svo sannarlega að taka á móti innbrotsþjófum. Mjög tynd- in í bestu atriðunum. MacCaulay Culkin er stjarna framtíðarinnar. -HK HÁSKÓLABÍÓ Hamlet ★★★ Unnendur klassískra verka mega ekki láta þessa uppfærslu Franco Zefferellis fram hjá sér fara. Mel Gibson sýnir á sér nýja hlið. -ÍS Alice ★★★ Woody Allen hefur gert betri mynd en hann hefur einnig gert verri. Alice er bæði raunsæ og fyndin í frásögu sinni af ríkri eiginkonu í New York sem er í leit að sjálfn sér. -HK Beint á ská 2-V» ★+'/; Beint framhald af fyrri myndinni, nær sér stundum á strik en sumir brandararnir eru orðnir þreyttir. -ÍS Lömbin þagna ★*★★ Stórgóð sakamálmynd þar sem fer saman mikil spenna og góður leik- ur. Anthony Hopkins er ógleyman- legur. -HK Allt í besta lagi ★★★ Giuseppe Tornatore nær ekki alveg aö fylgja hinu stórgóða Paradísar- bíói eftir en gerir samt einkar eftir- tektarverða mynd um sundraða fjölskyldu. -HK Bittu mig, elskaðu mig ★★★ Afdráttarlaus, meinfyndin kóme- día. Helst betur á húmornum en alvörunni á bak við húmorinn. -GE LAUGARÁSBÍÓ Eldhugar ★★ Tæknideildin nýtur sín best og stendur fyrir stórfenglegustu brunasenum sera sést hafa á hvíta fjaldinu. Að öðru leyti er meðal- mennskan allsráðandi. -HK Leikaraiöggan ★★★ Góð blanda af spennu og gamni. Slyngir leikarar bregðast ekki. Pottþétt afþreying. -PÁ REGNBOGINN Hrói höttur, prins þjófanna ★★ Kevin Costner er daufur. Sagan er ójöfn en bardagaatriðin eru af- bragö. -GE Glæpakonungurinn *★'/> Nöturieg mynd af undirheimum New York. Walken í banastuði. Ekki fyrir viðkvæma. -PÁ Cyrano de Bergerac ★★★ Gerard Depardieu er eins og hvirf- ilbylur í aðalhlutverkinu. Magnað- ur leikur í glæsilegri stórmynd. -PÁ Dansar við úlfa ★★★ Löng og falleg kvikmynd um nátt- úruvernd og útrýmingu indíána. Glæsileg frumraun Kevins Costn- er. -PÁ Látli þjófurinn ★★★ Grátbrosleg þroskasaga, arfur meistara Truffauts í vandaðri út- setningu Claude Miller. Kærkomin tilbreyting. -PÁ STJÖRNUBÍÓ Hudson Hawk ★★'/ Geggjaður húmor og stórmynda- bragur blandast ekki alltaf vel sam- an en mest er vel heppnað og Brúsi er fyndinn. GE Börn náttúrunnar ★★★ Enginn ætti að verða fyrir von- brigðum með nýjustu íslensku kvikmyndina. Friðrik Þór hefur gert góða kvikmynd þar sem mikil- fenglegt landslag og góður leikur blandast mannlegum söguþræðL -HK The Doors ★★★ Oliver Stone er snjall kvikmynda- gerðarmaður. Honum tekst að gera sannfærandi mynd um ævi popp- goðsins Jims Morrison sem brann út á örfáum árum. Val Kilmer hjálpar til með góðum leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.